Vísir


Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 6
6 Visir Laugardagur 26. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fpéttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Sannleikurinn um skattana Það hefur löngum verið sagt, að margir séu reiðir fyrst eftir að skattskráin kemur út og álagningarseðlarnir eru sendir heim til manna, en svo dvini reiðin þegar frá liði og flestir sætti sig við orðinn hlut, ef þeir sjái enga leið til að fá álögurnar lækkaðar. Þessi regla virðist ekki gilda um megin þorra skattgreiðenda nú. Aldrei hafa eins margir verið reiðir, og ekkert bendir til að mönnum sé að renna reiðin við rikisstjórnina. Æði mörgum mun þykja harla litið i launaumslaginu sinu, þegar frá eru taldar kvittanirnar fyrir þvi, sem af þeim er dregið i opinber gjöld. Ýmsir hafa orð á þvi, að þeim reynist vandfundin ráð til þess að sjá sér og fjölskyldunni farborða með því, sem eftir er, þegar rikishitin hefur fengið sitt. Þegar rikisstjórnin lagði fram skattafrum- vörpin tvö i desember sl. benti stjórnarandstaðan á að þau væru ,,verr undirbúin og flausturslegar samin en nokkur önnur stjórnarfrumvörp um skattamál , sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á undanförnum áratugum. Málsvarar rikis- stjórnarinnar brugðust þá hinir verstu við og sögðu að frumvörpin væru mjög vandlega undir búin og skattheimtan yrði miklu réttlátari en áður, þegar lagt yrði á eftir hinum nýju lögum. Á þessu voru svo stjórnarblöðin að klifa sýnkt og heilagt og eins eftir að skattskrárnar voru komnar út og allir hlutu að sjá,hvaða afleiðingar lagabreytingin hafði i för með sér, Nú gat þjóðin séð svart á hvitu, hverjir höfðu verið að reyna að blekkja hana allt frá jólum og fram á sumar, og einnig hverjir höfðu sagt henni satt um það sem koma mundi. Samkvæmt opinberum tölum, sem allir, er það vilja,geta sannfært sig um að eru réttar, greiddu einstaklingar i Reykjavik i tekjuskatt og nef- skatta til rikisins 975,4 millj. kr. árið 1971.En á þessu ári er þeim gert að greiða i tekjuskatt 1636,6 millj. kr. Hækkunin nemur hvorki meira né minna en 68% Hins vegar eru tekjurnar sem lagt var á nú, aðeins 25% hærri en i fyrra. Hver eru svo breiðu bökin, sem þessar auknu byrðar eru lagðar á? Að mestum hluta eru það launa- stéttirnar, að undanteknum þeim allra lægst launuðu sem tekjuskatturinn kemur eitthvað léttar niður á. Ekki má þó gleyma álagningunni á tekjur ellilauna- og lifeyrisþega, sem stjórnin neyddist til að láta lagfæra nokkuð og viður- kenndi þaí með þann lið mistakanna i skatta- lögunum. Á það hefur margsinnis verið bent, að með nýju skattalögunum var stórlega gengið á rétt sveitar- félaganna, enda var það bersýnilega ætlun stjórnarinnar, og þá ekki sizt að þjarma þar sem rækilegast að Reykjavik, af þvi að Sjálfstæðs- flokkurinn fer þar með meirihluta i borgarstjórn. Siðan átti svo, eins og gert hefur verið, að nota það til árása i borgarstjórnarmeirihlutann að hann neyddist til að nota þær álagsheimildir sem nálega allir kaupstaðir landsins hafa þurft að gera. Samt er það svo, að útsvör i Reykjavik hækkuðu ekki nema um 14% þótt tekjurnar hækkuðu um 25%.Hjá rikinu er hins vegar hækkun tekjuskattsins að heildarmeðaltali um eða yfir 40% Þannig hefur rikisstjórnin efnt lof- orð sitt um lækkun skatta á almenningi. ÚRSLITASTUNDIR MANNLEGRAR VERU Á 3-6 ÁRA ALDRI Að þvi er barnið varðar er teningnum kastað áður en það er fimm ára gamalt. — Þannig farast frönsk- um félagsmálasérfræðingi orð og á það munu flestir uppeldisfræðingar fallast, en hann telur einnig að helztu úrslitastundir mannlegrar veru séu á þriggja til sex ára aldursskeiði. A þvi timabili mótast allt æviskeið og framtið mannsins, en samkvæmt höf- undinum er þetta jafngildi jarðfræðilegs timabils. Allar athuganir hafa sýnt að þetta eru engar ýkj- ur. Það sýnir og fram á mikilvægi undirbúnings- menntunar, sem þróazt hefur með leifturhraða i flestum löndum siðan um aldamót. í því sambándi hefur rikisstjórnum landanna verið margvislegur vandi á höndum. CLAUDE GAMBIEZ, mennta- málaritstjóri FIGARO skrifaði þessa grein sérstaklega fyrir blöð, sem njóta þjónustu Evrópu- ráðsins. Smábarnaskólinn er eitt mikil- vægasta stigið á menntabrautinni og hefur Evrópuráðið réttilega haft afskipti af þvi um nokkurt skeið. I októbermáuöi 1971 bauð nefnd Evrópuráðsins, sem fjallar um almenna menntun og tækni- menntun, fulltrúum nokkurra þjóða á ráðstefnu í Feneyjum til að ræða um markmið, starfsað- ferðir og vandamál á sviði undir- búningsmenntunar. I desember 1971 var haldin önnur ráðstefna i JyvaskylS i Finnlandi til að ræða athuganir á undirbúningsmennt- un áður en nefnd samvinnuráðs- ins um menningarmál, sem fjall- ar um rannsöknir á sviði mennta- mála, héldi ársfund sinn i Strass- burg i júni 1972. Fyrirbærið er alls staðar hið sama. 1 öilum löndum þarf að mæta aukinni eftirspurn eftir smábarnaskólum með þvi fólk hefur sannfærzt um gildi þeirra i sambandi við uppeldi, sem heimilin veita, og nauðsyn þess að skapa jafnrétti fyrir skólaæskuna. Þeim foreldrum, sem senda vilja börn sin i smá- barnaskóla, fer ört fjölgandi. Aldur barna, sem send eru til undirbúningsnáms áður en komið er að skólaskyldu fer æ lækkandi, allt frá fimm og jafnvel ofan i tvö ár. Af dagheimilum i skóla Að sjálfsögðu leitar fjöldi for- llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason eldra þessara ráða með þvi móð- irin vinnur úti og þetta er skyn- samleg leið til að láta annast barnið. En afstaða þeirra mótast ekki eingöngu af þessu sjónar- miði, heldur og hinu, að nú orðið eru barnadagheimili siður álitin staðir til að hafa eftirlit með börnum, en öllu fremur raun- verulegir skólar. Og það er ein- mitt þetta, sem barnaheimilin eru að verða alls staðar. I þvi sambandi þróast afstaða fjöl- skyldunnar i sömu átt og mennta- stofnanir hafa visað til vegar. Kröfunum er mætt á mismunandi hátt i hinum ýmsu löndum-. t sum- um löndum, t.d. Belgiu, Hollandi og Italiu, eru gerðar áætlanir eða sett lög um undirbúningsmennt- un, sem áður var i höndum ein- staklinga. En i öðrum löndum, eins og Frakklandi (þar sem slik- ar stofnanir standa á gömlum merg og hafa þróazt mjög i hinu almenna skólakerfi) er leitast við að stofna barnaheimili eöa smá- barnaskóla i sveitahéruðum til að taka við yngstu borgurunum á vorum timum. Þar sækja slikar stofnanir 18% i tveggja ára aldursflokki og nær 95% fimm ára barna. Tilraunastarfsemi 1 enn öðrum löndum er verið að gera tilraunir. t þýzka sambands- lýðveldinu eru fimmtiu bekkir til undirbúnings undir barnaskóla á svæðinu við Norður Rin, Vestfal- en og Hesse. I Antwerpen er mik- ið gert af þvi að kenna stærri börnunum á barnahheimilum. Siðan fransk-þýzki samvinnu- samningurinn var undirritaður hafa lönd þessi skipzt á um eitt hundrað kennurum og kennt er á tveimur tungumálum i smá- barnaskólum og dagheimilum beggja landanna. Félagsmál Smábarnaskólar nitjándu ald- arinnar voru ætlaðir börnum fá- tæka fólksins, en allar stéttir þjóðfélagsins hafa aðgang að dagheimilaskólum nútimans. Þetta er afgerandi timabil fyrir mótun sálar barnsins og þar af leiðandi fyrir möguleika þess til að komast áfram i skóla og á lífs- brautinni. Þvi fyrr sem hægt er að komast að raun um hæfileika þess og þjálfa þá, þvi betra tæki- færi hefur barnið án tillits til þess af hvaða fólki það er komið. Barnið túlkar sköpunargetu sina i leik. Athuganir, sem m.a. hafa verið framkvæmdar i frönskum barnaskólum, hafa leitt i ljós að tálmanir, sem orsakast af léleg- um skilyrðum á sviði menningar- mála, fara vaxandi með timanum og leiða til þess að barnið dregst aftur úr og verður bælt þannig að það biður tjón á sálu sinni. En komi þessar tálmanir snemma i Ijós er hægt að bjarga barninu, byggja það upp og þróa greind þess i skóla þannig að viðeigandi aðstaða á félagsmálasviði bæti fyrir það sem miður kann að hafa farið vegna fjölskylduástæðna. Niöurstaða ráðstefnunnar i Jyváskylá var á þá leið, að aukin menntun á barnsaldri sé ein leið til að stuðla að þvi að allir fái sama tækifæri og að draga megi úr núverandi misrétti þannig að börn, sem alast upp á heimilum verkamanna, geti stundað gagn- fræða- og framhaldsnám engu siður en önnur börn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.