Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 3
Vísir Miðvikudagur 30. ágúst 1972
3
Heimsmeistaraeinvigið i skák 20. skákin.
Hvitt : R. Fischer
Svart : B. Spasski Sikileyjarleikur
••
Umsjón: Jóhann Orn Sigurjónsson
1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
21. Hd3 a5
22. Hb3 b5
23. a3 a4
24. Hc3 Hd8
H JL#©JL H
1 1 4 1 1 i 4 1 1 6 S
4
3
t 1 1 2 H’
5. Rc3 d6 25. Rd3 f6
6. Bg5 e6 26. Hc5 Hb8
7. Dd2 a6 27. Hc3 g5
8. 0-0-0 Bd7 28. g3 Kd6
X #®JL 1
1 JL 1 1 1
1 41 1 4
Sl
fel
&
1 i i # i A 1 i B
X JL
4*1 1 1
1 1
1 1
1 SÖ £ii
1 1 i
A B C D E F G H A B C D E F G
9. f4 Be7 29. Rc5 g4
10. Be2 0-0 30. Re4-f Ke7
11. Bf3 h6 31. Rel Hd8
12. Bh4 Rxe4 32. Rd3 Hd4
JL
§|§ «
4 1 1| i
1 feí
1 X öii ■
11 B£> 1
i 1 1
X « X«
1 JL 11 1
1 41 1 1
4ö4i &
£ JL
1 i 1 % 1 1
B
A B C D E F G H A B C D E F G
13. Bxe7 Rxd2 33. Re-f2 h5
14. Bxd8 Rxf3 34. Hc5 Hd5
15. Rxf3 Hfxd8 35. Hc3 Rd4
16. Hxd6 Kf8 36. Hc7 + Hd7
H 1 &
1 JL 11
1 431 1
1
& ^
w ® B
A B C D E F G
17. Hh-dl Ke7
18. Ra4 Be8
19. Hxd8 Hxd8
20. Rc5 Hb8
JL
B H«
1 1
1 1
1 4 1 1
i 1
i & i
ABCDEFGH
37. Hxd7+ Bxd7
38. Rel e5
39. fxe5 fxe5
40. Kd2 Bf5
41. Rdl
Biðskák.
X JL
1 «1 1
1 4 1 1
6
1
ö
1 1 1 1 i
Braut rúður í 4
húsum í ölœði
Lögreglan handtók á Akureyri
mann sem gekk berserksgang umi
helgina á giuggum nokkurra
húsa og braut rúður á fjórum
stöðum. Þar á meðal voru stórar
rúður í Nýja Biói og Borgarsöl-
unni, einnig 11 smáar rúður I
þriðja húsinu, auk svo dyrarúðu i
fjórða húsinu.
Maðurinn var ölvaður, eins og I
fyrra, þegar hann var staðinn að
þvi að brjóta rúður i barnaskólan-
um i Glerárþorpi. — GP
Hamranes-
málið
situr fast
„Gæzluvarðhald þeirra tveggja
sem nú sitja inni rennur út i lok
vikunnar, en það hefur ekkert
nýtt komið fram i málinu” sagöi
Sigurður Hallur Stefánsson full-
trúi bæjarfógetans i Hafnarfirði i
samtali við Visi i gær.
Undanfarnar vikur hefur rann-
sókn Hamranessmálsins stöðugt
verið haldið áfram en árangur
orðið litill sem enginn. Ekki hefur
verið hægt að sanna hvort skipið
sökk vegna sprengju sem komið
hafði verið fyrir i þvi, eða hvort
þaö hefur rekizt á sprengju. Bjóst
Sigurður við að það færi að draga
að úrslitum málsins hver svo sem
þau yrðu. — SG
Brutu rúður
í biium fyrir
utan bió
Fram - og afturrúður voru
brotnar i þrem bilum, sem stóðu
fyrir utan Tónabió, meðan eig-
endur þeirra voru á niu-sýningu á
iaugardagskvöid.
Skemmdarvargar höfðu varpað
grjóti á bilana og stórskemmt þá,
en enginn hafði oröið verknaðar-
ins var, fyrr en eigendur bilanna
komu út úr bió, að sýningunni lok-
inni og sáu verksummerkin.
Meöan ekki hefst upp á tjón-
völdum, verða bileigendurnir aö
bera tjón sitt sjálfir, en framrúða
i stórum bflum kostar i kringum
15 þúsund krónur. — Eina von
mannanna tíl þess að fá tjónið
bætt er sú, að einhverjir kynnu aö
hafa séð til skemmdarvarganna
og létu lögregluna vita. — GP
Henri Dominique de Sainte Marie — eða Gaston, eins og hann nefndi sig
— að rjátla við gitarinn sinn og syngja fyrir vini slna heima i súðarher-
berginu.
GASTON ÓFUNDINN
EFTIR 3 VIKUR
Enn hefur ekkert spurzt til eða
fundist vottur af slóð, sem gæti
bent til þess, hvað orðið hefði um
hinn 2H ára gamla Frakka,
Gaston, sem saknað er síðan að-
faranótt 9. ágúst.
Leitarflokkar hafa gengiö á
fjörur, og hans hefur verið leitað
úr flugvél en allt án árangurs, og
hefur leit verið hætt.
Það eina, sem gefið gæti ein-
hverja visbendingu um, hver
orðið hefðu afdrif hans er sú
staöreynd að það sást til manns
leggja til sunds i sjónum vestur
við Ánanaust um miönætti. En
engin vitneskja er fyrir þvi, hvort
þar hefur veriö á ferð Gaston eða
einhver annar.
—GP
Engin hópreið til Rómar
— of mikil áhœtta fyrir hestana —
Hestamenn eru nú fallnir frá
þvi aö fara riðandi á islenzkum
hestum frá Sviss og niöur til
Rómar, en slikt ferðalag var
fyrirhugað i lok hestamannamóts
I St. Moritz I september. Þótti
sýnt, að sllkt ferðalag yrði of mik-
il áhætta fyrir hestana. t staðinn
verður efnt til nokkurra eins dags
ferða um Sviss og yfir til Austur-
rikis i lok mótsins.
Hestamannamótið hefst 9.
september, og fara héðan um 20
islenzkir hestar, auk allt aö 100
Islendinga. Eingöngu islenzkir
hestar verða á þessu hesta-
mannamóti, komnir viðs vegar
að, og verður keppt i ýmsum
greinum. Sagði Magnús Ingvars-
son, sem hefur haft veg og vanda
af undirbúningi mótsins, að 7
hestanna væru keppnishross, en
hinir fara til einkanota.
— ÞS
Friðsamleg ótök...
....en Spasskí ó veika von um sigur
Enn er það Sikileyjarvörnin og
fyrstu 9 leikirnir nákvæmlega
þeir sömu og i 18. skákinni. Þá
bregður Fischer út af og leikur
Be2 i stað Rf3. Það breytir
kannski ekki svo mikiu, en Fisch-
er hyggur á nýjar leiðir og gefur
Spasski ekki tækifæri á neinum
nýjungum
Þetta er Rauser afbrigði svo-
kallað, sigild leikjaröð i Sikileyj-
artafli sem gefur svörtum i fljótu
bragði rýmra tafl. Spasski tekur
þann kostinn að hefja mikil upp-
skipti sem leiða út i endatafl. Eft-
ir það er Fischer með sizt verra
tafí. A timabili litur út fyrir að
keppendur ætli að semja um jafn-
tefli enda virðist litið vera i stöö
unni sem gefur tilefni til annars.
En þeir eru ekki á þvi kapparn-
ir. Nú skal teflt til siðasta manns
og eftir 20 leiki standa báðir uppi
með hróka og tvp menn og sex
peð.
Það er erfitt aö benda á afger-
andi leiðir fyrir annan, en svo
virðist sem Fischer hafi heldur
frjálsara tafl. Spasski tekst þó að
jafna stöðuna fullkomlega með
21. og 22. leikjum sinum og hann
fær jafnvel góð tækifæri.
Taflið er orðið flókið,báðir aðii-
ar verða að tefla af varfærni til
þess að hljóta sigur. Jafntefli eru
liklegustu getgáturnar rétt áður
en skákin fer i bið. Fischer býður
upp á þráskák (35. Hc3) sem
Spasski þiggur ekki. Þaö veröa
uppskipti á hrókum og Spasski
fær við það örlitla stöðuyfirburði
og þegar leiknir hafa verið 40
leikir stendur hann betur.
Það er veikleiki á f3, sem hvitur
verðurað valda rækilega. Peðið á
c2 er heldur ekki sterkt en hvitur
getur leikið núna Rd3 og liklega
heldur hann jafntefli. Spasski
leikur biðleikinn og biðskákin
verður tefld i dag kl. 5. Og nú er
það spurningin: Tekst Spasski að
notfæra sér örlitla stöðuyfirburöi
og sigra eða heldur Fischer
jöfnu? GF
H.K.R.R.
Aðalfundur Handknattleiksráðs Reykja-
vikur, verður haldinn i Domus Medica,
litla salnum, 5. sept. kl. 8 e.h.
Stjórnin.