Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 2
2 Visir Miövikudagur 30. ágúst 1972 nsntsm: Finnst yður vanta skemmtistað i Reykja- vik fyrir ungt fólk? Kagnhciöur Jónsdóttir, nemandi: Já, það finnst mér. Annars hef ég ekki verið i bænum i sumar svo ég hef litið út á það að setja þótt skemmtistaðirnir séu of fáir i Reykjavik. Itagna Egilsdóttir, bankamær: Já alveg tilfinnanlega fyrir fólk á minum aldri 17-20 ára. Þeir eru allt of fáir skemmtistaðirnir sem við getum farið á hér i bæn- um. Vilbcrg llclgason, starfsm. Kassag.: Já. Eini staðurinn sem ég hef tækifæri til aö sækja er Þórscafé og þar eru engar vin- veitingar. Krisljana (1 uðlaugsdóttir, af- greiðslust.: Já það mættu vera fleiri staðir fyrir ungt fólk sem ekki kemst inn á vinveitingastað- ina. En ekki fleiri vinveitinga- slaði takk, það vantar ekki svo- leiðis skemmtistaði. Uafdis Agústsdóttir, kennari: Já. Ég fer nú aðallega i Klúbbinn.það er ágætur staöur en það vantar fleiri staði i likingu við hann þ.e. diskótek. Kúnar Jónsson, afgreiðslu- maður: Fyrir ungt fólk yfir tvi- tugt þá vantar ekki fleiri skemmtistaði, en tilfellið er, að krakkar á aldrinum 16-20 ára eiga ekki um marga staði aö velja, til að skemmta sér á. Þ.II. skrifar: ,,Það má furðu gegna hvað mikið hefur gengið á i Laugar- dalshöllinni út af alls kyns tæknilegum atriðum. Stólar eru myndaðir i bak og fyrir og siðan rifnir i sundur og þar fram eftir götunum. Samt eru allflestir sammála um, að furðu gegni hve allur tækni- búnaður er góður i Höllinni. En það er langtum meira mál, að það er þar sáralitill friður til einbeitingar. Á þvi eiga áhorfendur sök. Ókurteisi og tillitsleysi islenzkra sem erlendra áhorfenda er með fá- dæmum. Hvenær myndu áheyrendur góðrar tóníistar beinlinis keppast við að fá t.d. einleikara eða einsöngvara til að taka eftir sér eða vekja athygli á að hún eða hann séu með barkahósta eða kitli i hálsinn? Á 19. skákinni sem ég sá, kvað við heill lúðrablástur úr kverkum áhorfenda. Hugsið ykkur 3.000 áhorfendur þar sem þriðjungur hóstar og snýtir sér i einu. Falleg tónlist það! Auk þess hraðhlaup á stóla og sætaraðir i hálf- myrkvuðum sal. Jafnvel fær- ustu bridgesþilarar þyldu ekki slikt. Að tæpri klukkustund liðinni hvarf ég úr salnum, vegna þess hve þessi læti höfðu óþægileg áhrif á mig. Ég tefli ekki skák sjálf en fylgist með henni eins og ég hlusta á tónlist. Þegar ég kom aftur inn i salinn að stundu liðinni tók ekki betra við. Dómararnir léku mállausa hvislara með handapati en það var til einskis, nema hvað þeir hefðu getað vakið hlátur aímennings Bahai hyggjast svara ,,Við hyggjumst svara þess- ari árás Guðfinnu Helgasóttur einhvern tima á næstu dög- um”, sagði ungur Bahái-mað- ur, sem hringdi i þáttinn i gær- dag. „Þetta eru rakalausar fullyrðingar og eiga enga stoð i veruleikanum,” sagði hann. ,,Við viljum bjóða öllum þeim, sem vilja kynna sér hið sanna i málinu að koma á kynn- ingarkvöldið, sem við höldum að Óðinsgötu 20 á sunnudags- kvöldið kl. 20.30”. Sjónvarpið og Olympíu leikarnir LESENDUR HAFA ORÐIÐ og ekki væri það til bóta. Þögn, þögn — þögn birtist á skerminum með stuttu milli- bili án þess að það bæri árangur. Þetta sýnir að Fischer hefur alveg rétt fyrir sér hvað það snertir að aðstæður eru ekki fullkomnar hvað næði viðkem- ur. Spassky er að öllum likind- um alveg sammála um að það vanti meira næði til einbeit- ingar. Prúðmennsku Spasský á alla lund og persónuleik hans véfengir enginn en hvorugt nægir eingöngu til sigurs i skák. Persónufrelsi þarf til kvartana og getur af sprottið virðing, þegar um list er að ræða, og hefur þegar sýnt sig að kvartanir eru nauðsynlegar og hafa borið árangur. Skáksambandið hefur lyft Grettistaki i áræðni og vilja með þvi að halda ein- vigið. Nefndir á nefndir ofan, dómarar frá hægri og vinstri, meðhjálparar og lögregla, það liggur við að allt þetta lið liggi i valnum sökum ofþreytu og vanþakklætis vegna truflana utanaðkomandi aöila. Áður en skákinni lauk stóð skýrum stöfum að hún fengist fjölrituð á eftir. En aldrei voru kvefaðir áhorfendur beðnir að yfirgefa salinn meðan þeir hóstuðu og snýttu sér. Slikt væri sjálfsögð tillitssemi við listamennina sem háðu einvigi hugsuða. Áhorfendur geta sjálfir tek- ið á sin breiðu og þunnu bök mestan hlutann af amstri og leiða, sem upp hefur komið i sambandi við einvigi aldar- innar.” Húsmóðir slmar: ,,Það er mjög óþægilegt fyr- ir okkur húsmæður að sjón- varpið skuli senda út myndir frá Olympiuleikunum kl. 18 á daginn. Þessar útsendingar Kraninn ó frimerkinu standa yfir einmitt þegar viö erum að undirbúa kvöldmat- inn, og þvi er það erfitt að setj- ast niður og fylgjast með þótt maður feginn vildi. Þar íyrir utan eru það margir karlmenn sem vinna fram til kl. 19 á kvöldin og missa þvi af stórum hluta á hverjum degi. Ég held að það væri mun heppilegra ef hægt væri að senda út fréttir af Olympiu- leikunum eftir að venjulegri dagskrá er lokið og þá gætu án efa mun fleiri fylgzt með þeim.” E.S. Það skal tekið fram að plássins vegna birtum við hér aðeins eitt bréf af mörgum sem hafa borizt um þetta sama atriöi. Siminn hefur vart þagnað undanfarna dag. Hús- inæður, verzlunarfólk iðn- aðarmenn, svo dæmi séu nefnd, hafa hringt og kvartaö sáran undan þvi að geta ekki horft á myndirnar þar sem vinnu þcirra sé ekki lokið nógu timanlcga. Margir taka fram að þeir hafi kcypt happ- drættismiða Olympiunefndar- innar eða á annan hátt styrkt för islcnzka liösins og þvi eigi þeir rétt á að fá eitthvaö aö sjá. Smurning sem ekki fékkst Óánægð hringir: ,,Ég hringdi um daginn i Saab-umboðiö til þess að fá tima fyrir smurningu á biln- um okkar hjóna. Jú, jú, það var allt i lagi, ég mátti koma kl. 4-5 um daginn en maðurinn sem svaraöi á verkstæðinu varaði mig við þvi að það gæti orðið nokkur bið, samt sem áður. Jæja, svo kem ég á um- sömdum tima með bilinn og ætla að láta smyrja hann en þá kom bobb i bátinn. Maðurinn sem ég hafði talaö við fyrr um daginn setti upp hundssvip og sagði blátt áfram að hann gæti ekki smurt bilinn. Ég fékk engin önnur svör frá honum þótt ég gengi á hann, maður- inn virtist jafnvel engan tima hafa til þess að tala við mig, og með það fór ég. Hvernig er það, er bilaþjón- ustan virkilega svona alls staðar? Það væri gaman að fá svör bilaumboðsmanna á þessu og það sem fyrst.” Frimerkjakarl skrifar: ,,Nú hefur ein serian i viðbót komið fyrir sjónir okkar, yl- ræktinni gerð skil. Óþarfa læti hafa orðið við tilkomu hvers nýs merkis, mönnum sýnzt merkin svona sitt á hvað. Margir álita skákmerkin núna hin viðkunnanlegustu, vel heppnuð merki, nógu vinsæl hafa þau i öllu falli orðið. Mér finnst ylræktin koma vel út, — nema að einu leyti. Það er 12- krónu merkið. Þar finnst mér alveg forkastanlegt að sjá þennan krana á hægri hlið merkisins. Þetta er einna lik- ast auglýsingu á krönum og fittings frá byggingavörubúð, — nú eða að merkið hafi verið gefið út i tlefni stórafmælis pipulagningafélagsins. Dálitið klúr myndskreyting þetta, en hin tvö merkin eru góð”. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Hósti og rœskingar óhorfenda í Höllinni á við heila lúðrasveit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.