Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Miövikudagur :!0. ágúst 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eíntakiö. Blaðaprent hf. Fingurbrjótur lögbrjótsins Brezk stjórnvöld og togaraeigendur hafa nú loks- ins leikið af sér i landhelgismálinu. Að ráði samtaka togaraeigenda og með þegjandi samþykki stjórn- valda hafa vandlega verið afmáð nöfn og númer þeirra togara, sem nú sigla á íslandsmið. Brezk stjórnvöld hafa þannig lent i vitorði með aðilum, sem þverbrjóta bæði brezk lög og alþjóða- lög, sem kveða skýrt á, að skip skuli sigla undir greinilegu nafni og einkennistáknum. Þetta er svo alvarlegt atriði, að brezk tryggingafélög hafa að- varað togaraeigendur um, að það kunni að ógilda tryggingar skipanna. Það er þung ábyrgð, sem hvilir á brezkum tog- araeigendum og stjórnvöldum fyrir að senda fjöl- menn skip ótryggð norður i ishaf, einmitt á þeim tima, þegar allra veðra er von. Það er þung ábyrgð gagnvart fjölskyldum þeirra manna, sem um borð eru. Brezk stjórnvöld og togaraeigendur hafa brotið mannréttindi sjómanna með þvi að tefla trygging- um þeirra i tvisýnu. Jafnframt rýfur þessi aðferð það virki sjálfs- öryggis, sem hinir brezku aðilar hafa verið i, siðan alþjóðadómstóllinn i Haag setti lögbann á útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar. Það er greinilegt, að brezk stjórnvöld og togaraeigendur telja málstað sinn nógu slæman til þess að beita þurfi augljósum lögbrotum til að halda úti veiðum á íslandsmiðum. Vitneskjan um, að tugir brezkra togara séu nafn- lausir og númerslausir eins og hverjir aðrir sjóræn- ingjar á veiðum undan ströndum íslands, er mál- stað íslendinga mjög i vil. í umheiminum mun al- menningsálitið og álit lögfróðra manna snúast okk- ur nokkuð i hag við þennan afleik Breta. Þýðingarlaust er fyrir brezk stjórnvöld að þvo hendur sinar af þessari lögleysu. Aikunnug var, áð- ur en togararnir létu úr brezkum höfnum, að verið var að mála yfir nöfn þeirra og númer. Ef brezk stjórnvöld hefðu verið andvig þessu lögbroti, hefðu þau látið koma nöfnum og númerum fyrir aftur og varað skipstjórana við þvi að má þau út á nýjan leik. En þetta gerðu þau ekki og eru þvi i vitorði með togaraeigendum frá upphafi glæpsins. Undarlegt er, að brezk stjórnvöld skuli láta flækja sig i lögbrot af þessu tagi til þess eins að hindra, að togararnir þekkist við tsland. Það liggur i augum uppi, að þetta nægir ekki til sliks. Auðvelt er með myndatökum úr lofti að komast örugglega að raun um, hvaða skip eru á veiðum, þótt nafn og númer vanti. Skip eru auðþekkjanleg hvert frá öðru á mörgum fleiri atriðum en þessum. Og islenzka landhelgisgæzlan telur sig hafa aðstöðu til nægilega vandaðrar myndatöku til þess, að ekki verði um villzt. Reikna má með þvi, að landhelgisgæzlan geti lagt fram óyggjandi sönnunargögn með ljósmyndum og staðarákvörðunum um, hvaða skip veiði innan is- lenzkii fiskveiðilögsögunnar eftir 1. september. Það er þvi til litils sem brezk stjórnvöld hafa tekið á sig kross lögbrjótsins. Bretar óttast um Gíbraltar: URÐU AÐ SENDA TVO í DAUÐANN Bretar brutu hefð og sendu tvo menn i dauð- ann. Eftir misheppnaða uppreisn gegn Hassan Marokkókonungi flýðu tveir liðsforingjar til „brezka” kiettsins Gi- braltar og báðu um hæli. Um aldaraðir hefur það verið meginstefna Breta að veita hæli stjórnleys- ingjum og uppreisnar- mönnum af öllum gerð- um. Heath lét hins vegar skila þessum mönnum i hendur Ilassans kon- ungs. Bretar eiga i erfiðleikum með klettinn sinn Gibraltar, sem er suður af Spáni, ómerkilegur „apaklettur” i sjálfu sér, en virki við hið mjóa sund, sem skilur Evrópu og Afriku. Bretar minn- ast fornrar frægðar og telja sér skylt að halda Gibraltar fyrir ásókn Franco-Spánar, sem gerir hart tilkall til hans og vitnar i forna sögu. Þeir óttuðust, að það ylli vandræðum á Gibraltar, ef þeirri venju yrði fylgt að veita pólitiskum flóttamönnum hæli eða að minnsta kosti koma þeim undan böðlum Hassans. Byggja völdin á Marokkómönnum Þrjú þúsund Marokkómenn munu vera á Gibraltar. Bretar hafa sótt vinnuafl til Marokkó og keypt af þeim matvæli, þar sem Spánverjar hafa lokað landa- mærunum og vilja engin viðskipti eiga við Gibraltar-Breta. Bretar voru þvi hræddir við, aö Hassanstjórnin stofnaði til vand- ræða á Gibraltar, sem væri sem olia á þann eld, sem þar geysar. Sir Alec Douglas Home utanrikis- ráðherra telur, að framtið brezks valds á Gibraltar sé komin undir vinsemd Marrokkóstjórnar. Brezka blaðið Economist telur það óhagstætt Bretum að sýna slikan „veikleika” i málinu og hefði þeim verið nær að skirskota til þess, að i uppreisninni i Marokkó var ekki aðeins reynt að myrða Hassan konung, heldur féllu almennir borgarar i loftárásum uppreisnarmanna og bardögum, sem þeir stofnuðu til. Blaðið viðurkennir þó að Bret- land sé annað en það var fyrr á öldum, svo sem i tið Palmerston forsætisráðherra sem hafi komið öðru visi fram í svipuðum mál- um. Með þá farið eins og „ólöglega innflytj- endur” Blaðið Sunday Express segir einnig, að ekki sé það gamanmál að senda menn i dauðann, en mikilvægara en lif þeirra sé framtið „fólksins á klettinum” Gibraltar. Elisabet Bretadrottning, sendi Hassan konungi heillaskeyti i snatri og samgladdist honum yfir sigri hans á uppreisnarmönnum. Þýzka timaritið Der Spiegei bendirá.að Bretar hafi ekki farið immmii Umsjón: Haukur Helgason með Marokkóliðsforingjana eins og pólitiska flóttamenn, heldur einfaldlega sem „ólöglega inn- flytjendur” og sent þá heim aftur eins og svo marga Indverja, Pakistani og allra þjóða fólk, sem reynir að koma sér til Bretlands. en er gripið þar. Auðvitað hefði Palmer- ston ekki gert þetta „Það stoöar litið, þegar menn gera eitthvað, sem öðrum finnst, að þeir hefðu ekki átt að gera, aö gefa þá skýringu, að menn hafi gert þetta af vanmætti,” segir Economist um málið. Brezku stjórninni fannst jafn- vei, að allsendis ónóg yrði og ekki að geði Marokkókonungs, að senda mennina burt frá Gibraltar en láta þá ráða, hvert þeir færu. Einnig hefði Hassan ekki unað neinni töf. Ekki hefði tjóað að flytja þá til Bretlands og halda þeim þar, meðan frekari athugun yrði gerð á málinu. „Auðvitað hefði Palmerston ekki gert það,” segir Econom- ist.” Þegar Orsini kastaði sprengju að Louis Napóleon árið 1958og mistókst að drepa Napóle- on en varð nokkrum vegfarend- um að bana,... taldi Palmerston ekki, að mótmæli frönsku stjórnarinnar væru svars verð.” „Guö vcrndi drottninguna,” er textinn, sem fylgdi þessari mynd, sem birtist i Parisarblaði. Úrslita- skákin Spasskí og Fischer þætti víst litiö til koma, en þetta Staðan eftir 27. leik. er úrslitaskákin i Banda- rikjamóti tölvanna. Hvitt Svart Northwestern Carnegie-Mellon 1. e2-e4 e7-e5 2t Rgl-f3 Rb8-c6 3. Bfl-b5 Rg8-f6 4. 0-0 Bf8-c5 5. Rbl-c3 d7-d6 6. Bb5xRc6 + b7xc6 7. d2-d4 e5xd4 8. Rf3xd4 0-0 9. Bcl-g5 Bc8-g4 10. Ddl-d3 Bc5xRd4 11. Dd3xd4 Ha8-b8 12. Bg5xRf6 Dd8xBf6 13. Dd4xf6 g7xf6 14. b2-b3 Hb8-b4 15. h2-h3 Bg4-e6 16. g2-g4 Hb4-d4 17. llal-dl II (14 x <11 18. Rc3xdl Kg8-g7 19. Rdl-e3 Kg7-g6 20. f2-f4 Kg6-g7 21. Kgl-g2 Hf8-b8 22. Kg2-f3 Hb8-b5 23. c2-c4 Hb5-a5 24. f4-f5 Be6-d7 25. H f1-f2 Ha5-e5 26. Hf2-d2 a7-a6 27. h3-h4 C6-C5 28. Re3-d5 Bd7-c6 29. Rd5xc7 Bc6xe4 + 30. Kf3-f4 h7-h5 31. g4xh5 a6-a5 32. Hd2xd6 Be4xf5 33. h5-h6 + Kg7-g6 34. h4-h5+ Kg6xh5 35. H d6x f6 He5-e2 36. Kf4xf5 He2-f2 skák 37. Kf5-e5 Hf2-h2 38. Rx7-d5 Kh5-g5 39. Rd5-c3 H h 2-hl 40. Hf6xf7 Kg5xh6 41. Rx3-e4 Hh4-h5 + 42. Ke5-d6 Kh6-g6 43. Hf7-a7 a5-a4 44. Ha7xa4 Kg6-f7 45. Ha4-a7 + Kf7-g6 46. a2-a4 Hh5-f5 46. a2-a4 Hh5-f5 47. a4-a5 Hf5-f3 48. Ha7-b7 Kg6-f5 49. Re4xc5 Hf3-c3 50. a5-a6 Hc3-h3 51. a6-a7 féll á tima

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.