Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 8
Visir Miövikudagur 30. ágúst 1972 Visir Miðvikudagur 30. ágúst 1972 Umsjón: Hallur Símonarson Danir komnir í undanúrslit! Arvo Ilansen skoraði tvö af mörkum Danmerkur í 3-riðli knattspyrnu Oly mpiuleikjanna i gær, þegar Danir unnu íran 4-0 og þar mcð er danska liöiö komið i undanúrslit kcppninnar. Staðan i hálfleik var 3-0 og þar sem Brazilia og Ungverjaland gcrðu jafnlefli 2-2 i riðlinum eru Danir öruggir i keppnina um efstu sætin. tran sótti talsvert i leiknum, en hrodd vantaði við mörkin. Ilansen skoraði fyrsta markið meðskalla á 10. min. siðan skoraöi Alan litli Simonsen á 39. min. — þriðja inark sitt i kcppninni — og rétt fyrir hlé skoraði Krcsten Nygaard t síðari hálfleik kom llanscn svo stöðunni í 4-0. Heimsmet austur- þýzkra í boðsundi Austur-þý/.ku stúlkurnar jöfnuðu heimsmetið i 4x100 m skriðsundi í morgun, syntu á 3:58.11 min. í riölakcppninni. i öðru sæli varð Ilolland á 4:02.70 min. og Aslralia þriðja með 4:05.44 min. í hinum riðlinum sigraði sveit Bandarikj- anna á 3:58.93 inin. og má reikna með hörkukeppni i úrslitum. Sveit V-Þý/.kalands varð i iiðru sæti á 4:01.03 min. og sænska sveitin nr. 3 á 4:03.99 min. í úrslitum synda Austur-Þýzkaland , IIolland, Astralia, Kanada, Bandarikin, V- Þý/.kaland, Sviþjóð og Ungverja- land. '"'iÉií.*,:.., Shane Gould brosti, þegar hún hafðisynt 100 m. skriðsund á 59.44 sek. i riðlakeppninni, en grét þegar hún varð aðeins þriðja i úr- slitum. ShaneGould varð aðeins í 3ja sœti Heimsmethafinn i 100 m skrið- sundi, hin 15 ára Shane Gould frá Astraliu mátti bita i það súra epli að verða að ' s i 3ja sæti i sinni be/.tu grein ær — og hún náöi aldrei forus I sundinu, Sandra Neilson, 10 ára stúlka frá USA, sigraði i 100 m skriösundinu á 58.59 sek. önnur varð Shirley Basahoff, USA, á 59,02 sck. Gould 3ja á 59.06 sek. og VVetzko Austur-Þýzkalandi, fjóröa á 59,21 sek. Meíðsli Gísla ekki einsi Q9P slœm og fyrst var talið Ingi Björn Albertsson skorar annað mark Vals I leiknum i gærkvöldi — Magnús markvörður kemur engum vörnum við. Ljósmynd Bjarnleifur. Valsmenn heppnir að f á bœði stigin gegn KR! Flestir bjuggust við að Valur ynni KR með miklum yfirburðum i gær- kvöldi eftir að staðan var 2:0 fyrir Val i leikhléi. En KRingar komu tvíefldir til leiks á ný og mátti Valur þakka fyrir aö halda báðum stigunum. Lauk leiknum með sigri Vals 3:2. KH-ingar unnu hlutkestið og var það eitt af þvi fáa, sem þeir unnu i fyrri hálfleik þvi þeir töp- uðu flestum návigum við Vals- menn og misstu niöur eitt eða tvö ta'kifæri á marki. Völlurinn var hlautur eftir alla rigninguna i gær og áttu leikmenn i nokkrum erfiðleikum með að fóta sig á hálu grasinu. Kn það kom fljótt i ljós. að Valsmenn voru mun ákveðnari og sýndu sóknar- þunga. Strax á 7. minútu áttu þeir gott upphlaup, sem endaði með hornspyrnu, en þær urðu ót.elj- andi áður en leikurinn var úti. Kkkert varð úr marki og 10 minútum siðar átti Valur enn gott upphlaup. Sýndist þá iatt geta komið i veg fyrir mark. Kn þrir eða fjórir Valsarar þvældu milli sin boltanum á markteig innan um KH vörnina. sem náði loks að hreinsa. ()g enn hélt Valur uppi stöðugri pressu. Þeir byggðu sóknarlotur sinar upp með góðu samspili og léku vörn KK-inga oft grátt. Ilins vegar voru þeir feimnir við að skjóta. KR náði nokkrum skyndiupphlaupum sem byggðust upp á gegnumbrotum einstakra manna frekar en skipulagðri sókn. Það var ekki fyrr en um 35 min- útur voru liðnar af leiktimanum að Valur skoraði. Þá höfðu KR- ingar bjargað i horn rétt einu sinni og gaf Hörður Hilmarsson fyrir markið. Ingi Björn Alberts- son var vel á verði og skallaði óverjandi i netið. Við markið færðist meira fjör i leikinn og Valsmenn sóttu á ný en sóknin endaði með horni, sem ekki tókst að nýta. Magnús markvörður spyrnti vel fram völlinn hvar Björn Fétursson náði boltanum og skaut þrumuskoti að Vals- markinu. Skotið hafnaði i þver- slánni með háum smelli og þar fór bezta tækifæri KR forgörðum. Valsarar brugðu við skjótt,óðu upp völlinn og leizt KR-vörninni ekki á blikuna. Hugðist bak- vörður senda boltann til mark- varðarins, en Ingi Björn fylgdi vel eftir, komst inni sendinguna og rúllaði boltanum rólega i netið. Leikhlé og staðan 2:0 fyrir Val. Þegar seinni hálfleikur hófst var engu likara en þeir röndóttu hefðu fengið vitaminssprautu i hléi. Hraðinn var mun meiri en áður og samspilið allt annað. Liðið átti þegar góða möguleika á að skora, en þeir nýttust ekki fyrr en á 14. minútu að Gunnar Gunnarsson skoraði með föstu skoti af vitateig. Kkki var Ingi Björn þó af baki dottinn og nokkrum minútum siðar skoraði hann sitt þriðja mark eftir æðis- legt kapphlaup við bakvörð KR. Björn Pétursson skoraði siðan annað mark KR á 26. minútu og kom það i kjölfarið á góðu upp- hlaupi. Sótti KR mun meira allan hálfleikinn, en Sigurður Dagsson létekki aðsér hæða i markinu og varði oft snilldarlega. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum þvi 3:2 Dómari var Hannes Þ. Sigurðsson og átti hann ágætan dag. —SG Frá Jóni Birgi Péturssyni, Munchen. Gitsi Blöndal hélt sig við rúmiðí gærog verður ekki með í kvöld gegn Austur- Þjóðverjum í Augsburg. Sem betur fer virðast meiðsli Gísla ekki eins alvarlegog leit út fyrir í fyrstu. Að visu taldi Jón Erlendsson, þegar ég talaði við hann i gærdag i Olympiuþorpinu aðGislimundi leika gegn Austur-Þýzkalandi, en svo.verður ekki. Gisli meiddist i landaleiknum við Norð menn i vetur — hefur þjáðst af brjósklosi i hné og nú tók það sig upp i leiknum við Spánverja. Það virðist allt útlit fyrir, að brjóskflagan, sem hreyfðist úr stað i leiknum, hafi kosið þann kostinn að flytja sig aftur á fyrri stað og mun Gisli verða með i siðari leikjum — að minnsta kosti vonum við það hér i M'únchen. Seint i gærkvöldi kom ég að tali við Gúsla. Hann var þá einn i handknattleiksbúð unum. — Ég er satt að segja ekkert of góður — verð örugglega ekki með á morgun i leiknum, en fer með liðinu til að horfa á leikinn. Meira get ég ek’ki. Mér urðu það satt að segja vonbrigði að batinn varð ekki meiri en þessi — hafði verið sagt. að ég gæti búizt við góðum bata. Jón Erlendsson var mjög bjart- sýnn i gær eftir æfingaleikinn við Ungverjana. Hann taldi að nú hefði ýmislegt verið leiðrétt eftir æfingaleikina. sem að undan- förnu hafa verið háðir. sem ella hefði ef til vill komið fram i leikjum Olympiuleikanna. Það var samróma álit allra að siðasti leikurinn við Ungverja hefði verið sá bezti — ef undan eru skildar nokkrar minútur i byrjun siðari hálfleiks. þegar islenzka liðið hreinlega svaf og datt úr 12-11 forustu niður i 13-18. Leiknum lauk með sigri Ungverja 25-21. sem er bezti árangurokkar gegn þessu liöi til þessa, sem marga hefur gert okkur skrá- veifuna. Nýtt Olympíumet Gunnars Larsson - en Guðmundur Gíslason varð síðastur Sviinn Gunnar Larsson setti nýtt, olympiskt met i riðlakeppni i400 m fjórsundi i morgun, synti á 4:34.99 min., en Guðmundur Gislason var sjöundi og siðastur i sinum riðli á 5:03.54 min., sem er nokkuð frá hans bezta árangri. Strax i 1. riðli setti Ungverjinn Andreas Hargitay nýtt Olympiu- met, synti á 4:37.51. min., en það stóð ekki i nema nokkrar minút- ur, þvi Larsson synti i öðrum riðli. Steve Furness, USA, sigraði i 3ja riðli á 4:39.33 min. Þar varð Marmolejo, Mexikó, annar á 4:45.20. Þriðji varð Tuerpe, A- Þýzkalandi á 4:46.55. Fjórði Martin, Ástraliu, 4:49.85. Fimmti Sos, Ungverjalandi, á 4:52.89. Sjötti Kile, Noregi, á 4:59.72 min. og Guðmundur sjöundi. Nokkrir sundmenn náðu lakari tima en hann i öðrum riðlum. í sinum riðli í 400 m. Tim Madke, USA, sigraði i 4 riðli á 4:40.78 min., en i 5 riðli urðu úrslit heldur óvænt. Þar sigraði Sviinn Bengt Gingsjoe á 4:38.05 min. heimsmethafann Gary Hall, USA, sem varð annar á 4:38.95. min. Heimsmetið er 4:30.8 min. I fínu stuði, en það eru bara allir hinir líka! Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Mlinchen. — Við erum i finu stuði, sagði Jóhannes Sæmundsson, þjálfari r a Urslit Englandi Nokkrir leikir voru háðir i ensku knattspyrnuiini i gærkvöldi og urðu úrslit þessi: I. DKII.D Arsenal—VVest Ilam Coventry—Wolves C.Palacc—Manch.City Everton—Derby Sheff.Utd.—Ipswich 2. DEILD Aston Villa—Carlisle Burnley—Preston IIull—Bristol City Nottm.For.—Brighton Swindon—Sheff.Wed. 1—0 0—1 1—0 1—0 0—0 1—0 2—0 2—0 1—0 1—0 i Skipting verðlauna t Eftir að keppni var lokið i 19 keppnisgreinum áj I Olympiuleikunum i gærkvöldi skiptust verðlaun' » þannig: [ Lönd Gull Silfur Bronz Samtals' ) Bandarikin 5 6 4 15 ; [ A-Þýzkaland 3 2 4 9 1 » Sovétrikin 2 3 2 7 i • Ástralia 2 - 1 3 ; I Ungverjaland 1 1 3 5 ' » Pólland 1 1 - 2 ! [ Sviþjóö 1 1 - 2 ! [ italia 1 - 1 2 < ) N-Kórea 1 - - i ! [ Búlgaria 1 - - i ; ►Japan 1 - - í i ) Itúmenia - 1 1 2 ! [ Austurriki - 1 1 2 ' ) V-Þýzkaland - 1 1 2 ! [ Frakkland - 1 - i ; » iran - 1 - i < [ HoIIand - - 1 i ! islenzku frjálsiþrótta- mannanna i gærkvöldi i viðtali við Visi, en þá hafði þeim borizt drátt- urinn í riðli 100 m. hlaupsins og 800 m — Ég er viss um, að Þorsteinn hleypur undir einni fimmtiu á fimmtudaginn, sagði Jóhannes. Ekki taldi hann þó horfur á áframhaldandi keppni, en góðum árangri á okkar visu og byggði það á reynslu síðustu daga á æfingunum. 1 riðlinum með Þorsteini eru meðal annars Bandaríkjamaður- inn Wottle, sem á bezt í ár 1:44.3 min og ástralski hlauparinn Roothan, sem á 1:46.5 i ár. Hinir hélt Jóhannes að væru um og und- ir 1:50.0 min og undir það tók tölva Ólypiuþorpsins, þegar ég spurði hana að þvi hér rétt áðan, svo Þorsteinn má herða sig ef hann á að ná þessari keppni. þríðja sætinu i I riðli meö Bjárna, sem hleypur lika á fimmtudagsmorguninn, er meðal annarra Rússinn Korneliuk, sem á 10 sek. sléttar. Reyndar litur Bjarni á þetta hlaup sem æfingu og prófraun fyrir 400 metrana, sem er hans aðalgrein, en þó gæti hann mögu- lega unnið tvo eða þrjá hlaupara i þessum riðli. Af Erlendi er það að frétta, að hann hefur kastað yfir sextiu metra hvað eftir annað, en köstin eru ekki mæld. Er það gott miðað við það, að vindur — það lítill sem hann er — hefur verið mjög óhag- stæður. Hins vegar hafa menn horft á kappa eins og Powell frá Bandarikjunum kasta 69.40 metra og Bandarikjamann með 22,40 m. I kúlu. Þá vita menn hverju þeir eiga von á. Það eru fleiri i stuði en tslendingar. Mongóliumenn vöktu hvað mesta athygli við setningu leikanna. Segulbandið var þó bara ekki með - en geta Svía bjargað filmum að andstœðingum okkar? Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Munchen. Myndsegulbandið þeirra íslendinganna hér i Míinchen hefur litið verið hreyft til þessa. Þetto var eins og Chaplin-beygja - sagði ungi KR-spretthlauparinn í Munchen Frá Jóni Munchen: Birgi Péturssyni, — Ég æfi eins og mér finnst eðlilegast — ofgeri mér ekki, sagði Bjarni Stefánsson, þegar ég hitti hann I Óly mpiuþorpinu i gær, en þar voru þeir aö tala saman, liann og Geir Hallgrimsson, borg- arstjóri, sem þangað kom i heim- sókn ásamt tveim börnum sínum og heilsaöi upp á iþróttafólkið okkar. — Ég vissi nú ekki af þvi fyrr en á fimmtudaginn var, að ég á að vera þátttakandi i 100 metrunum, en satt að segja er ég bara ánægð- ur með það. Agætt aö fara i eina keppni áöur en 400 m. byrja. Ég geri mér góðar vonir um að bæta mig — vona aö ég frjósi bara ekki, verði eölilegur og afslappaður, sagði þessi prúði og skemmtilegi iþróttamaður við fréttamann Vis- is hér i Munchen. Ég hef hlaupið hérna einu sinni á Ólympiuleikvanginum. Mér fannst beygjan hjá mér hálf- gerð Chaplin-beygja. Ég passa mig á þvi næst, sagði ungi KR- ingurinn, sem kvaðst hafa fundið miðflóttaaflið bregðast sér. Ilallirnar hafa ekki leyft myndatöku. í höllunum þarf að nást nokkur yfir- sýn til að svo megi verða, en í gærmorgun fengu menn tækifæri til þessa, en þá var bandið bara ekki með i förum. Þvi miður sagði Hjör- leifur Þórðarson, þvi þarna var höll fyrir hendi, sem hægt var að taka upp i. Einhverjar vonir eru þó á, að fá segulbandsupptökur af andstæð- ingum okkar, Austur-Þjóðverjum og Tékkum, en Túnisbúarnir halda áfram að vera hinir dular- fullu menn. Þeir láta drýginda- lega eins og getið var i gær, en hver er raunveruleg geta þeirra? Það er spurningamerkið hér i herbúðum handknattleiksmanna okkar i dag. Ekki sizt eftir að fréttir bárust af jafntefli þeirra við Dani og sigur yfir Hollending- um og Belgum og austur-þýzka 1. deildarliðinu, Mundorf. Seint i gærkvöldi bárust fréttir af islenzku liðsstjórunum hjá Svi- um og aðalumræðuefnið var að sjálfsögðu lán á hinum dýrmætu upptökum þeirra á andstæðingum Islands i keppninni. Miinchen 1972 Bandaríkin auka stigamuninn Kftir að kcppni var lokið i 19 keppnisgreinum á Olympiuleikun- um i gærkvöldi var hin óopinbera stigatala þjóðanna þannig. (28 þjóðir af 122 liafa hlotið stig) 1. Bandarikin 99 2. A-Þýzkaland 62 3. Sovétrikin 39 4. Ungverjaland 26.5 5. V-Þýzkaland 25.5 6. Astralia 21 7. Fólland 21 8. Sviþjóð 16 9. Italía 14 10. Japan 13 11. Austurriki 12 12. Rúmenia 10 13. Búlgaria 9 11. Noröur-Kórea 8 15. Kanada 6 16. Tékkóslóvakia 6 17. Frakkland 5 18. iran 5 19. Holland 4 20. Belgia 3 21. Braz.ilia 3 22. Kquador 3 23. Búlgaria 2 21. Burma 2 25. Noregur 2 26. Kúba l 27. FuertóRico 1 28. Tliailand l r Osigraðir i sex- tíu leikjum ó OL. Bandarikin sigruðu Kúbu 64-48 i körfuknattleikskeppni leikjanna og hafa sigrað i þremur fyrstu leikjum sinum i Milnchen. Það þýðir að Bandarikin hafa ekki tapað i 60 leikjum i körfubolta á Olympiuleikjum — alltaf sigrað i þessari iþróttagrein siðan keppni var hafin i henni á Olympiuleikum. Þriðju gullverð- laun Mark Spitz Mark Spitz, undrasundmaðurinn frá Bandarikjunum. hlaut þriðju gullverðlaun sin i gær. þegar hann sigraði i 200 m skriðsundi og sctti nýtt heimsmet 1:52.78 min. Mark stcfnir að sjö gullverðlaunum — en slikt hefur aldrei nokkrum iþrótta- manni tekizt. Ilon Scollander, USA, vann fern gullverðlaun í sundi á leikunum i Tókió 1964. Mark Spit/. á eftir að keppa nú á leikunum i 100 m flugsundi og 4x200 m skriösundi á morgun — 100 m skriösundi á sunnudag og 2 00 m fjórsundi á mánudag og hefur mikla sigur- mögulcika i þeim öllum. Baksundskóng- urinn byrjaður Það sigrar enginn Roland Matth- es i haksundi, sögðu áhorfendur i Múnchen i gær, eftir að baksunds- kóngurinn, sem einnig var ósigr- andi i Mexikó fyrir fjórum árum, sigraöi með miklum yfirburðum i 100 m haksundinu I gær. Hann synti á 56.58 sek. Annar varð Mike Stamm, USA, á 57.70 sek og 3ji landi hans John Murphy á 58.35 sek. USA átti einnig fjórða mann — Mike Ivey á 58.48 sek. Gull til Astralíu Astralia hlaut önnur gullverð- laun sin i sundi i gær, þegar Beverly Whitfield sigraði i 200 m bringusundi óvænt og setti olympiskt met 2:41.7 min. 2.4 sek. betra en eldra metið, sem sett var I gærmorgun. Önnur varð Dana Schoenfield og 3ja Galina Stepa- nova, sovézka móðirin, sem hlaut gull i þessari grein 1964 og varð 3ja 1968.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.