Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 16
I" '■ Miðvikudagur SO. ágúst 1972 Frímerki fyrir hverja öld Frimcrkjasafnarar geta hugsað gott til gióðarinnar þjóðhátíðar- árið. I>á vcrða 11 frimerki gcfin út, citt fyrir hverja öld og mun hvert um sig bera myndskreyt- ingu, sem tákni hclztan viðburð hverrar aldar. l>á hcfur jafnvel komið til tals að gefa út þrjú frimerki aukalcga i tilcfni 1100 ára afmælisins. —SK islenzkur flugmaður ferst í Bolivíu Fox ekki kyrrseftur Ilafsteinn Baldvinsson, lög- fræðingur Fox hérlendis tjáði Visi það i morgun að F.ox væri fyrir löngu búinn að greiða öllum starfsmönnum sinum kaup fyrir kvikmyndatökur i einvíginu. „Agreiningur liggur aðeins i leigu á ýmis konar tækjum. Gisli Gestsson leigði Fox kvikmynda- vélar við tökuna og Fox greiddi honum fyrir það 150.000 isl. kr. en Gisli taldi sig eiga meira fé skilið. I gær náöist svo samkomulag milli þeirra”, sagði Hafsteinn ,,og gefa þeir út skriflega yfirlýs- ingu um málið”. — GF. Bjort í dag Pó að bjart sé yfir höfuðborg- inni i dag, og sólin brjótist jafnvcl fram öðru hverju cr búizt við að strax i fyrramálið fari aftur að þykkna upp og dragi til sunnan- áttar. I>essu spáðu vtðurfræð- ingar þcgar við höfðum samband við þá i morgun. —EA Var að þjálfa hollenzkan flugmann 22 ára gamall islenzkur flug- maður, Viggó örn Viggósson fórst s.l. mánudag i flugslysi i Bóliviu. Hafði hann starfað með hollenzka flugfélaginu KI,M fyrst i Surinam og síðan i Bóliviu á þriðja ár, en var nú að þjálfa hollenzkan flugmann, þar scm hann ætlaði að hefja störf hjá KI,M i Hollandi innan skamms. Var Viggó með hollcnzka flugmanninum er vél þeirra stcyptisl til jarðar og hrann skammt frá Trompillo flugvelli, og létust báðir. Ekki er vitað um orsök slyssins. Viggó örn Viggósson var fædd- ur 31. janúar 1940. Hann lauk prófi úr Stýrimannaskólanum og vann i 10 ár hjá Eimskip, þar af 6 ár sem stýrimaður á Brúar- fossi. Siðan var hann flugkennari hjá Flugsýn, en réði sig til KLM i Surinam fyrir 2 1/2 ári siðan. Kom Viggó oft heim til Islands á þessu timabili, siðast i marz s.l. Undanfarið flaug hann á milli Santa Cruz og Abapo-héraðs, þar sem landbúnaðarfram- kvæmdir fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna. Foreldrar Viggós eru Sigriður Jónsdóttir og Viggó Jónsson, framkvæmdarstjóri Freyju. Viggó lætur eftir sig 3 börn, 5, 9 og 11 ára. Flugmenn i Boliviu minntust hinna tveggja látnu starfsbræðra sinna s.l. þriðju dag. —ÞS Viggó Örn Viggósson. Fiska á heimamarkað í haust, en aflabrögð treg Aflabrögð hafa vcrið mcð trcgara móti hjá islenzku togurunum, og landanir ckki tiðar i Bcykjavlk. Tveir togarar liafa lagt upp afla i vikunni, Narfi með 195 t. og Neptúnus i fyrradag með um 200 t. Afli beggja cr mest- megnis karfi. „tslenzki flotinn heldur sig að mestu hér á karfaslóðunum vestan við landið”, sagði Jóhann Sveinsson, skipstjóri á Neptúnusi, þegar við leituðum frétta hjá honum. „bað er hvergi þorsk að finna. Hann sést bara alls ekki”, sagði Gunnar Hjálmarsson, skipstjóri á Narfa. Tveir togarar tóku sig út úr flotanum og reyndu fyrir sér á miðunum sunnan við land, en báru litið úr býtum, og annar sneri fljótt viðaftur á karfamiðin. „Það hefur stórlega minnkað allur fiskur hér við land á siðustu árum, en miðað við reynsluna á striðsárunum, þegar sóknin á miðin hér minnkaði, þá er maður bjartsýnn á að nokkurra ára hvild mundi örva fiskilifið aítur. Fyrir strið hafði það dregizt svona saman, en svo kom fjörkippur aftur i aflabrögðin eftir strið, þegar sókn erlendu veiðiskipanna hafði legið niðri á striðs- árunum”, sagði Jóhann á Nep- túnus. Báðir skipstjórarnir bjuggust við aö halda sig i næstu veiði- ferðum á svipuðum slóðum og áður. Við Vikurálinn og i Jökul- tungunum allt suður undir Reykjaneshraun. „Það þýðir litið að hugsa til þessaðveiðaá erlendan markað. NEYÐARBLYS YFIR SUNDUNUM „Við sáum neyðarblys yfir Elliöavoginum,” var tilkynnt tii lögreglunnar um kl. Iiálf eitt i nótt, og á stuttri stundu höfðu margir hringt og tilkynnt hið sama. Slysavarnarfélaginu var gert viðvart og flugumferðarstjórn- inni i flugturninum i Reykjavik. Menn bjuggu sig undir að senda út hjálparsveitir... en ... „Bæði erum við orðnir marg- kvekktir á allskonar svona villu- ljósum og gabbi, og svo sást þetta á þeim slóðum, þar sem frekar óliklegt mátti teljast, að nokkuð slys hefði átt sér stað,” sagði Hannes Hafstein, fulltrúi hjá Slysa varnarfélaginu. Enda kom lika á daginn, að þarna var um að ræða eitt slikt meiningarlaust blys. „Liklega eftirlegukind frá þvi á gamlárskvöld, alveg eins og fyrir nokkrum dögum, þegar drengur skaut upp flugeldi, sem sást svo svifa yfir Gróttu. I það skiptið uppgötvaði lögreglan gabbið á elleftu stundu, áður en björgunar- leiðangur var sendur á stúfana,” sagði Hannes fulltrúi. „Sennilega er þetta oftast gert i hugsunarleysi fólks, en ekki vis- vitandi verið að gabba okkur. Bara að fólk gerði sér grein fyrir þvi, hvaða rekistefnu slikt hugs- unarleysi getur leitt af sér. Menn eru ræstir út, bátum ýttáflotog flugvélar sendar á loft, eða snúið af stefnu til þess að fljúga yfir „slysstaðinn”. — GP Brezki markaðurinn lokaður, og þýzki markaðurinn ótryggur, bæði hvað viðvikur verði á fiskinum og eins veit enginn, hver yrðu viðbrögð hafnarverka- manna þar, ef islenzkur togari ætlaðiað landa þar núna, meðan landhelgisdeilan stendur yfir” sagði Jóhann. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvort útvikkun landhelginnar muni leiða af sér sömu tak- mörkun togveiða fyrir islenzku togarana eins og aðra. „Nei, við búumst ekki við neinum nýjum takmörkunum — nema ef vera skyldi friðun á norð austurhorninu á smáfiskaslóðum og kynþroskafiski”, sagði Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda. „Lög, sem sett voru árið 1969 til ákvörðunar á leyfum til botn- vörpuveiða innan 12 milnanna, áttu að gilda til ársloka '71, en þau voru um siðustu áramót framlengd til ársloka ’72” sagði Ingimar. gp Margir íslenzkir plánetuborgarar Þeir eru þegar orðnir nær 40 talsins, islenzku plánetuborg- ararnir, samkvæmt upp- lýsingum sem við fengum i forsætisráðuneytinu. Þar hef- ur lcgið frammi listi um þá sein óska vegabréfs plánetu- borgara. Margir hafa komið og spurt umþessi samtök, og efalaust eiga fleiri eftir að láta skrá sig. Ekkert skrásetning- argjald er, en staðfesting á skráningunni kostar tvo doll- ara, og fæst þá skrásetningar- skirteini auk fréttabréfs plát- netuborgara. —t>s Einn plánetuborgari bætist á listann. t gær höfðu um 40 manns látið skrá sig i ráðuneytinu. VÍSIR Hafa tvö íslenzk varðskip bœtzt í hópinn? Brezka stórhláðið Teh Times heldur þvi fram i morgun að ts- lendingum hafi bætzt tvö varð- skip I flotann, en ekki hefur tekizt að fá þessa frétt staðfesta á ls- landi. Baldur Möller ráðuneytis- stjóri i Dómsmálaráðuneytinu sagði hlaðinu i morgun að „i athugun væri að fá á leigu islenzk skip til styrktar varðskipun- um”. Sagði Baldur Möller að ekk- ert væri ákvcðið um þetta. „Þetta er einhver misskilning- ur hjá Bretunum. Kannske eiga þeir við að okkur hafa bætzt tvö varðskip siðan i siðasta þorska- striði. Þvi er hins vegar ekki að leyna, að það hefur verið rætt um að fá á leigu islenzk skip, sem ekki eru sérbyggð eins og varð- skipin, og yrðu þau varðskipun- um til hjálpar’, sagði Baldur ennfremur. Pétur Sigurðsson forstj. Landhelgisgæzlunnar, — The Times heldur því fram í morgun — í athugun að fá leiguskip, segir Baldur Möller sagði er við sögðum honum af frétt The Times. „Ég vildi að satt væri”. Ekki taldi hann að neinn fótur væri fyrir þessari frétt The Times en neitaði ekki að Landhelgis- gæzlan hefði þörf fyrir fleiri skip. „Annars fer það eftir þvi hvers af okkur er ætlazt”, sagði Pétur. — ÞS. íslenzku togararnir verða áfram á sömu miðum eftir ótvíkkunina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.