Vísir - 30.08.1972, Síða 7

Vísir - 30.08.1972, Síða 7
Visir Miðvikudagur :!0. ágúst 1972 7 IM = iimimi ,Það kom út úr mér saga — svo auðveld getur lestrarkennslan stundum verið, að barnið óttar sig ekki á því að það er búið að lœra að lesa. - Rabbað við skólastjóra ísaksskóla um kennslu fimm óra barna Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir Nú höfum við 45 ára reynslu i að kenna þessum litlu sex ára börnum að lesa, og innan um höfum við verið með fimm ára börn i einstaka tilfellum. Nú getum við byrjað af fullum krafti á fimm ára kennslunni. Hjá hinum sex ára hefur verið mikill áhugi á að læra að lesa og mörg hafa verið orðin mjög leikin i þvi eftir veturinn. Kennsla fimm ára barna hefur tiðkazt lengi i Bandarikj- unum, Englandi og Frakklandi, svo að dæmi séu nefnd. Ef enskumælandi þjóðir geta kennt fimm ára börnum að lesa,ættum við að geta það með okkar hljóð- myndun. En lestrarkennslan verður ekki aðalatriðið. Kennsl- an verður undirbúningur undir það, sem koma skal og leitast verður við að þroska börnin á sem flestum sviðum. t byrjun næsta mánaðar byrj- um við að hringja i foreldrana og fáum hvert barn i hálftima viðtal til að skapa tengsl milli kennara og barns. Þegar barnið mætir svo i stórum hópi barna þekkir það kennarann. Viðtalið er haft með það fyrir augum að gera þessa stund auðveldari fyrir barnið og að það hlakki til að koma aftur i skólann og geti treyst þeim aðila, sem mun sjá um það. Þetta höfum við gert með sex ára börnin. — Telurðu kennslu yngri og yngri barna vera það sem koma skal. — Ég held, að það sé þróunin en spurningin er aöeins þessi, hvenær hefur fslenzka þjóðin efni á þvi? En það er ánægju- legt, að við getum gert tilraun með fimm ára börnin. Það var 42 ára bið þar til byrjað var almennt að kenna börnum sex ára. Það er timi til kominn að fara að byrja á þeim fimm ára, ef önnur 42 ár eiga að liða áður en sú kennsla verður orðin almenn. Það hvarflar að manni, að meðhöndlun á barninu frá 3-5 ára skipti kannski meginmáli i framtiðinni. Heimilin hafa ef til vill ekki skilyrði til aö sinna börnunum sem skyldi og þá koma skólarnir inn i. — Nú hafa heyrst raddir um það, að börn hefji skólanám of ung. — Þar er oft verið að rugla saman leik og námi. Það er hægt að gera kennsluna að hvoru tveggja, leikur getur ver- ið nám og nám leikur. Þótt börnin séu i skólanum i tvo og hálfan tima á dag er ekki verið að hefta hreyfiþörf þeirra. Þau fá að leika sér bæði heima og i skólanum. Ófullnægð hreyfiþörf er ef til vili vandamál i stór- borgum erlendis, þar sem börn geta ekki leikið sér i nágrenni heimilanna, en þar er munur á aðstæðum, ef Island er haft til samanburðar. Frumskylda kennarans er að; þekkja hvern ein-J stakling deildar; sinnar sem bezt,2 þekkja og gripa þau ; augnablik er barnið • hefur þroska og getu J til einhvers verk-; efnis og sjá þvi fyrir J þvi efni, sem hentar; þvi, þannig aðJ áhugavekjandi sé. J Meðal annars klæða; námið i lokkandij • búning fyrir hvert; einstakt barn. J • (Úr greinagerðJ með drögum aðj námsskrá fyrir 5 ára* börn) ; • ••••••••••••••••••••• — Við höfum orðið áþreifanlega vör við það, að sum börn læra mjög auðveldlega að lesa. Eitt sinn kom til kennarans drengur, sem hafði verið að sýsla með blöð, sem á voru bókstafir og texti og sagði: ,,Það kom út úr mér saga”. Þá hafði hann ekki hugmynd um, að hann var búinn að læra að lesa. Það er allt annað að kenna að lesa núna en fyrir ára- tugum, þegar kennslu- bókin var biblian með sinu krókótta, smáa letri, segir Anton Sigurðsson skólastjóri Isaksskóla, sem nú ætl- ar fyrstur barnaskól- anna að taka inn fimm ára börn i kennsluna. Sex ára í skóla og nú i haust eru það 80 börn, sem byrja skólagönguna fimm ára. Kannske einhverjum finnist nóg um, skólasetan sé þegar nógu löng, og kynni sá hinn sami að segja i forundran sinni eitt- hvað á þessa lund ,,ætli korna- börnin verði ekki tekin næst upp úr vöggunni til þess að hægt sé að setja þau á skólabekk?” Það verður sennilega ekki i bráð. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt, að næmi ungra barna er ótrúlega mikið og þegar kempr að hinum eiginlega skólaaldri, sem hefur tiðkast hér,þá hefur margt tækifærið, samkvæmt þessum kenningum, verið glat- að. Einnig hefur lestrarkennsla hér verið á ýmsa lund. Fyrir 20- 30 árum voru t.d. smábarna- skólarnir svokölluðu, sem kenndu börnunum lestur áður en þau fóru i skólana sjö ára gömul og voru þá mörg þeirra læs, þegar að þvi kom. Seinna kom upp sú hugmynd, að börn- unum væri hollast að læra lest- urinn i barnaskólanum og var undirbúningur þá mjög misjafn hjá hinum einstöku börnum, þegar þau komu sjö ára i skól- ana, sum læs og önnur litt læs eða ekki. Siðan komu sex ára bekkirnir, sem eiga að kenna börnunum á skólann og skapa tengsl við hann áður en hin eiginlega skólaganga hefst. Heyrt höfum við mjög mismunandi skoðanir foreldra á fyrirkomulagi sex ára kennslunnar og hafa sumir þeirra kvartað undan þvi, að börnin læri ekki að lesa nógu mikið, þó svo þau hafi löngun til þess og smám saman verði skólinn þeim leiðinlegri fyrir verkefnaskort. Þess hefur þó ekki verið getið um tsaksskóla, og er bundinn endi á þennan út- úrdúr. Hverjar eru forsendurnar fyrir þvi, að fimm ára börnin fá 'nú inni i tsaksskóla. — Okkur hefur fundizt, að við gætum alveg eins kennt fimm ára börnum eins og aðrar þjóð- ir, sem það hafa gert, segir Anton. Það má einnig geta þess, að fyrir 25 árum voru fimm ára deildir við skólann, sem voru þó lagðar niður vegna mikillar að- sóknar i sex ára deildirnar. En núna, þegar allir skólarnir i Reykjavik bjóða upp á kennslu fyrir sex ára börn, þá þurfum yið ekki lengur að neita um skólavist. 1 fimm ára deildunum verða 80 börn i vetur og eftirspurnin var mjög mikil. t upphafi var gert ráð fyrir þrem bekkjar- deildum, en aðsóknin varð strax svo mikil að við urðum að bæta hinni fjórðu við. Foreldrarnir virðast þvi hafa áhuga á þessu. Ég ætla að geta þess i þessu sambandi, að við höfum alltaf skipulagt skólastarfið á þá leið, að systkin séu á sama daglega timanum og geti fylgzt að i skól- ann, en sum þeirra koma langt að. Það má segja að börnin i skólanum séu úr öllum borgar- hverfum. — Það hefur stundum verið vitnað til þess, að meiri lestrar- kennsla sé i tsaksskóla á sex ára aldursstiginu, en i öðrum skól- um. Verður lestur mikilvægur þáttur i kennslu fimm ára barn- anna? — Börnin verða að hafa mátu- lega mikið erfiði. Areynsla verður að vera fyrir hendi og starfið má ekki fara út i það, að þeim finnist tilgangslaust að vera i skólanum. Með fimm ára bekkjunum er verið að undirbúa börnin undir starfið. Við förum að kenna þeim stafi, eftir að þau eru búin að vera mánuð i skól- anum og farin að samlagast honum. Lestrarkennslunni er þannig háttað, að börnin gera sér ekki grein fyrir henni. Hver stafur er lagður inn með sögum, það er unnið með táknið með leir, perlum, litum. Við ætlum að kenna þeim alla stafi i vetur og hljóð þeirra, og ef þau hafa áhuga geta mörg þeirra farið að leika sér að orðum. Með þvi að kenna lesturinn svo snemma getum við fengið rýmri tima fyrirkennslu i átthagafræðinni i 7ára og 8 ára deildunum, en þá verða börnin væntanlega orðin það dugleg að lesa, að við getum Íeyft það frá lestrinum. STRIGA SKÓR SPORTVORUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klappastig 44 simi 11783

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.