Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 5
Visir Miðvikudagur 30. ágúst 1972 5 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND UMSJON: HAUKUR HELGASON Þrettán þúsund dóu úr kóleru Meira en þrettán þús- undir manna hafa látizt af völdum kóleru á meginlandi Afriku siðustu tvö árin, að sögn skrifstofu alþjóðaheil- brigðismálastofnunar- innar WHO i Afriku. Dánartalan var sögð hafa verið 13.216 en 85.049 fengu veikina, svo að skýrslur greini. Kólera er aðalmeinsemd Afriku, vegna mikilla fólksflutn- inga og skorts á hreinlæti sökum fátæktar. Skvrslur greina hins vegar frá verulegri fækkun bólusóttartil- fella og minni berklum og lömunarsjúkdómum. Nixon viður- kennir brot gegn lögum Nixon forseti viðurkenndi i gær, að ákveðin „tæknileg mistök” hefðu orðið og þannig verið brotið gegn nýju lögunum um kosninga- sjóði. Uefði þetta gerzt hjá stuðningsmönnum hans, en einnig hjá McGovern, að sögn Nixons. Nixon sagði, að lögin heföu verið brotin óviljandi. Málið kom upp, eftir að opinber rannsóknarnefnd tilkynnti, að lög hefðu verið brotin i meðferð fjár, rúmar 30 milljón krónur, i kosn- ingabaráttu repúblikana. „Óvinur þjóðarinnar" enn laus úr fangelsi Fimm hundruð lög- regluþjónar leituðu i gær helzta glæpamanns landsins, sem sagaði ,,sig út” úr fangelsi i fyrradag. Lucio Flavio Vilar Lirio hafði hlotið 47 ára fangelsisdóm, sam- kvæmt AP frétt, fyrir rán og morð. Lögreglan leitaði i ákafa i héruðunum umhverfis Rió. Margir fangaverðir og hermenn voru yfirheyrðir, en grunur lék á, að þeir hafi aðstoðað flótta- manninn. Bróðir Lirios var Renato Nijine, sem var alræmdur bankaræningi og féll i viðureign við lögreglu 31. júli. Lirio hafði sagt samföngum sinum, að hann mundi flýja úr fangelsi til að hefna fyrir dauða bróður sins. Þetta erifimmtánda sinn, sem Lirio sleppur úr fang- elsi á löngum glæpaferli sinum. Nixon segist ekki ætla að ástunda neinn skripaleik fyrir forsetakosningar. llann kveðst ekki niunu lofa neinum ósköpum uin Vietnam, til dæmis verði loft- árásum haldið áfram, þar til Norður-Vietnamar semji. — Og áfram hrópa ungmennin i kröfu- göngunum. „ÓHEPPNI" VIÐ RANNSÓKN K0STAÐI TUGI BARNA LÍF Börn hafa dáið í Frakk- iandi síðan í apríl, af því að mæður þeirra notuðu barnapúður með of miklu af efninu hexachloro* phene, segir franskur læknir. Eins og skýrt hefur verið frá hafa um tuttugu börn látizt af völdum púðursins, og talan nú sögð 23. Grunur féll snemma á púðrið, en ekki var unnt að sannreyna það fyrr en i i fyrri viku. í ljós kom að einungis ákveðinn hluti framleiðslunnar var hættulegur, og svo vildi til að fyrstu rannsóknir voru gerðar með hættulaust púður. Dauði 23ja barna viðsvegar um landið er rakinn til birgða púðursins, sem innihalda sex prósent af hexachlorophene, bakteriueyðandi efni. Venjulega er aðeins notað örlitið af þessu efni. Talið er, að fleiri börn hafi dáið af þessum sökum. Mörg börn eru alvarlega sjúk og að minnsta kosti eitt hefurlamazt. Dr. Elchardus yfirlæknir i Charleville-Mezieres-sjúkra- húsinu i Norður-Frakklandi, sendi efnið til rannsóknar, eftir að 15 börn þar höfðu véikzt og nokkur látizt. Börnin veiktust skyndilega og sjúkdómurinn ágerðist hratt. Fyrstu einkenni voru óþægindi á sitjanda, syfja, ásamt flogum og timabundinni lömun útlima og niðurgangur, að sögn yfir- læknisins. Lingmenn og blöð i Frakk- landi krefjast nýrra laga, sem tryggi eftirlit með ýmsum hreinlætisvörum, sem ströng frönsk löggjöf um lyf tekur ekki til nú. Eyðilagður skriðdreki S-Viet-nama er hluti af ruslahaugnum i bænum Quang Tri. NIXON FÆKKAR í LIÐINU Nixon tilkynnti i gærkvöldi, að nam. Stjórn Suður-Vietnam lýsti hefðu á styrk hers Suður-Viet- enn yrði fækkað um 12 þúsundir i yfir' af> þetta sýndi og sannaði, nama. bandariska liðinu i Suður-Viet- hversu gott álit Bandarikjamenn Sprengjutaskan reyndist vera þýzk Shriver etur ofan í sig Sargent Shrivcr varaforseta- efni demókrata hélt þvi fram, en varð siðan að eta það ofan i sig, að Thomas Eagleton hefði vikið úr framboði vegna andlcgs „van- heilis” Hann hafði sagt, að „George McGovern og Eagleton hafi orðið sammála um, að betra væri að varaforsetaefnið væri maður, sem hefði ekki slik örkuml”. Ummæli Shrivers voru mjög á annan veg en skýr- ingin, sem McGovern hafði gefið. Eftir tvo fundi Shrivers kölluðu aðstoðarmenn hans saman blaðamannafund á flugvellinum i Detroit, þar sem þeir sögðu, að Shriver væri sammála McGovern um ástæðuna fyrir þvi, að Eagleton hætti. Hún væri, að athygli hefði beinzt svo að fyrri veikindum hans að menn misstu sjónar á kosningamálunum. Shriver sagðist vilja „draga til baka” öll ummæli, sem hann hefði viðhaft og gæfu annað til kynna. Shriver Eagleton. Taskan var þýzk sem hafði að geyma tima- sprengjuna, sem grand- aði júgóslavnesku far- þegaflugvélinni yfir Tékkóslóvakiu i janúar siðastliðnum. Svo segir júgóslavneska frétta- stofan. Flugmálastjóri Júgó- slaviu er kominn til Prag til að hitta sérstaka nefnd, sem hefur rannsakað máliö. 27 fórust i slysinu. IW^VrÍ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.