Vísir - 11.09.1972, Síða 1
62. árg. — Mánudagur 11. september 1972 — 206 tbl.
SIGURDAGUR FINNA I MÍÍNCHEN
Finnsku langhlaupararnir unnu stórsigra i 1500 m og 5000 m hlaupunum á Olympiuleikunum i gær —
Pekka Vasala geröi sér litið íyrir og gjörsigraði hlaupakónginn Keinó frá Kenýa á endasprettinum í 1500
m hlaupinu og rétt áður hafði I.asse Viren sigrað og sett nýtt Olympiumet i 5000 m hlaupi.
Engin hlaup vekj-jafnmikla athygli og þessi — engir sigurvegarar verða vinsælli — og nú er Finnland
á ný orðið stórveldi á hlaupabrautinni. Það hefur ekki séð i 44 ár eöa frá 1928 að sama þjóð hljóti gullið i
1500, 5000 og 10000 m hlaupum, þá Finnland eins og nú, og þetta eru fyrstu sigrar Finna i hlaupum á
Olympiuleikum frá þvi 1926 i Berlin.
Sjá iþróttir á bls. 9-16
Hlátur
og grátur
Það var grátur og lilátur á
Olympiuleikunum, sem lauk
i gær. Þessar myndir eru
táknrænar bæði fyrir gleðina
og vonbrigðin, sem þar áttu
sér stað. Að ofan brosir
Gunnar Larsson, Sviþjóð,
ánægður með gullpeningana
sina tvo i sundinu, en að neð-
an tárast fremsti sprett-
hlaupari Bandarikjanna
eftir aö hafa misst af undan-
rásunum i 100 m hlaupinu
vegna mistaka þjálfara sins.
Fáir blóðgjafar
Einn er sá banki, sem aldrei
spyr um efnahag, greiðslu-
getu eða vexti, enda er inni-
stæðan i þeim banka ekki
alltaf mikil. Blóðbankinn
þarf heldur ekki að skila
neinuin öðrum ágóða en
þeim.sem felst i björguðum
mannsiifum og bættu heil-
brigði.
Rekstur þessa banka er að
þvi leyti erfiður, að hann
þarf alltaf nýtt stofnfé og þvi
nauðsynlegt að menn hugsi
hlýlega til hans og þá ekki
aðeins þeir, sem njóta fram-
lags úr honuin.
Sjá Visir spyr bls. 2
Fyrrv.
ráðherro í
njósnamáli
Válegt njósnamál er efst á
baugi i bandariskum stjórn-
málum, þar sem koma við
sögu framámenn repúblik-
ana, meðal annars fyrrvcr-
andi ráðherra.
Sjá bls. 6
Fram
íslandsmeistari —
Víkingar féllu. —
Sjá íþróttir bls.14.
BJARGAÐI BÖRNUNUM Á
NÆSTA BÆ ÚR ELDI
3 og 4 ára börn innikróuð í eldi
Tvö 3-ja og 4-ra ára
gömul börn voru hætt
komin, þegar eldur kom
upp i ibúöarhúsinu að
Króksstööum i öngulstaða-
hreppi í gærdag.
Voru þau innikróuð af
eldi og reyk i herbergi upp
á hálofti, þegar þeim var
bjargað út um glugga.
..Bóndinn á næsta bæ. Haukur
Berg i Fifilgerði. kom aö i tæka
tið til þess að hjálpa þeim út um
gluggan og niöur Ijósþakið við
hliðina", sagði Arníriður Hólms-
dóttir, húsmóðirin að Króks-
stöðum.
,,Við höfðum öll verið að verki i
kartöflugarðinum, og börnin ein
heima, þegar ég leit upp og sá að
reyk lagði út um glugga a efri
hæðinni," sagði Arnfriður i viðtali
við Visi.
NY ISÖLD ER AÐ BYRJA
Haukur Berg i Fifilgerði hafði
verið úti á túni að störfum og varð
fyrstur manna var við eldinn,
sem um svipað leyti sást alla leið
úr flugturninum a Akureyri.
Þaðan var slökkviliðinu gert við-
vart um kl 17.45.
Húsið, tveggja hæða steinhús
um 130 fermerta stórt, var alelda.
þegar slökkviliðið kom að. og
varð ekki slökkt i húsinu að lullu
fyrr en um kl.10 i ga'rkvöldi. Stóðu
þá veggir og þak uppi,en allt
brunnið innanveggja sem brunnið
gat.
,,Það eina, sem okkur lókst að
bjarga voru tvö sjónvarpstæki og
þvottavél en það var þó mjög
skemmtaf eldi”. sagði Arnfriður.
Auk þeirra hjónanna, Arnfriðar
og Aðalsteins Helgasonar,
bjuggu þarna sonur Aðalsteins og
kona hans, eða alls 8 manns i
heimili með börnum beggja
„Innbúið telst ábyggilega ekki
vera hátt tryggt h já okkur.jgn við
vorum nýbúin áð hækka hús
trygginguna, eftir að við léturr
gera húsið upp,” sagði húsmóðir
in. - GP
Sovétríkin
stigahœst
Þegar keppni lauk á
Oly mpiuleikunum i gær-
kvöldi voru stig þjóðanna
lögð saman i hinni óopinberu
stigakeppni leikanna. Sovét-
rikin hiutu flest stig — einnig
flesta verðlaunapcninga og
þar af voru 50 úr gulli.
Bandarikin urðu i öðru sæti,
þrátt fyrir að flcst gengi á
afturfólunum hjá Banda-
rikjamönnum i frjálsiþrótta-
keppninni, bæði i stigum og
verðlaunum — hlutu 33 gull.
Sjá iþróttir bls. 9-16.
Strákar með
derhúfur og
litlar
penar stúlkur
Það niætti auðveldlcga ætla
að mynd þessi hafi verið tekin i
Austurstræti cinhvers staðar á
árunum upp úr aldamótunum,
cn svo er þó ekki. Þessi.mynd
var tekin uppi i Gufuncsi i gær-
dag, þegar unnið var af fullum
krafti við kvikmyndatökur
Brckkukotsannáls. Það var lif
og fjör i þessum litla bæjar-
hluta. Hoppandi strákar mcð
derhúfur á höfðinu iklæddir
stuttbuxum, og iitlar , penar
stúlkur i rósóttum kjóium. Sjá
bls.: 3
segir brezkur
frœðimaður
Við erum hvorki meira né
minna en á hægri leið til nýrrar
isaldar. Veðráttan mun fara
kólnandi út þessa öid og reyndar
lengur, þangað tii isöld verður,
citthvað svipað og fyrir um 60
þúsund árum, þegar isbreiðan
náði suður fyrir Stóra-Bretland
ogyfir mestan hluta Bandarikj-
anna. Þetta fullyrðir brezkur
veðurfræðingur og háskólapró-
fessor og færir margvislcg rök
máli sinu til sönnunar.
Hann telur þó, að langur timi
liði, unz regluleg isöld verður.
Hins vegar er þetta meira en lit-
ið kviðvænlegt Islendingum, ef
rétt reynist, þar sem viö fynd-
um vafalaust manna mest til
byrjunaráhrifanna.
Islenzkir veðurfræðingar
telja, eins og flestir fræðimenn
hafa gert til þessa, að veðurfar
sveiflist til, og ekki sé ástæða til
ótta. þótt kólni litið eitt i nokkur
ár. Fin Bretinn Lamb er annarr-
ar skoðunar.
Sjá bls. 5