Vísir - 11.09.1972, Side 5

Vísir - 11.09.1972, Side 5
Visir ' ihláHUdáguriifti1 11.' scptember 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UMSJÓN: HAUKUR HELGASON NÝ ÍSÖLD AÐ KOMA' ,Veðrátta fer stöðugt kólnandi og mun gera út öldina," segir brezkur frœðimaður Ný isöld er að hefjast á norðurhluta jarðar, smám saman og veðráttan verð- ur sifellt kaldari það sem eftir er aldarinnar. Þetta segir brezkur veðurfræð- ingur. Vefturfræðingurinn býður þó nokkra huggun. 1 fyrsta lagi mun isöld ekki hefjast til fulls fyrr en eftir tiu þúsund ár, segir hann, og hún mun ekki verða jafn hörð og var fyrrum. Veðurfræðingurinn Lamb, sem flytur þessa spá, er for- stjóri veðurrannsókna i East Anglia-háskólanum. ..Milli-isaldatimabilinu er lokið á norðurhveli jarðar, ” segir hann. ..Fyrir getur komið, að veður hiýni um skamman tima. en það kólnar þegar til lengdar lætur.” Lamb segir, að ný isöld sé þegar hafin að þvi er tekur til margra jökla i Bandarikjunum og i Evrópu. ,,Yfirleitt eru menn á þvi, að jöklar i Norður- Ameriku og einnig i ölpunum i Evrópu séu stærri en þeir voru fyrir 2000 árum”. Lamb segir. að á fyrri helm- ingi 20. aldar hafi veðrátta verið hlýrri en nú er. Hitastig hafi lækkað hægt og bitandi siðustu tuttugu ár. Áhrif geislavirkni. ..Næstu tvær aldir mun veðrátta verða kaldari. Siðustu tuttugu ár þessarar aldar mun stöðugt kólna. Siðan getur verið, að hlýni um hrið, en einungis um nokkra tugi ára. Þá mun aftur kólna.” I.amb segir. að ein helzta orsök breytinganna sé geisla- virkni frá sólu. ,,Við vitum, að áhrií sólar eru breytileg,” segir hann. ..Fjarlægðin frá jörðu til sólar breytist einnig á löngum tima, er braut jarðar minnkar eða stækkar. Iialli jarðar breyt- ist lika i snúningi hennar á möndli sinum. Heimskautsisinn hefur vaxið, og það hefur áhrif á loftmassann i grennd." Siðasta mikla isöldin var fyrir i um 60 þúsund árum. t>á náði is- breiðan suður fyrir Stóra-- Bretland og þakti Norður- Ameriku, þar sem nú standa borgirnar New York, Cincinnati, St. Louis og Kansas C'ity. Skelfíng í ólympfuþorpinu í gœrkvöldi Mörg hundruð vel vopnaðra lögregluþjóna og hermanna leituðu ákaft i ólympiuþorpinu i gærkvöldi, eftir að lögregluþjónn taldi sig heyra fimm skothvelli þaðan. Lögreglan sió hring um þorpið. Eftir hálftima árangurslausa leit var henni hætt. Menn óttuðust i fyrstu, að einhverjir atburðir á borð við þá sem urðu i fyrri viku kynnu að hala orðið. Lögreglu- þjónn taldi sig heyra skot og sjá mann með skammbyssu. L>á töldu margir aðrir sig einnig hafa heyrt skothvelli, og sagan flaug. Málið varð sifellt stærra. Taugar fólks i ólympiuþorpinu voru spenntar til hins ýtrasta. Hegar lögreglumenn með vélbyssur tóku sér stöðu við búðir sovézka iþróttafólksins. komst sú saga á kreik, að bardagi hefði orðið þar og að minnsta kosti einn hefði fallið. Lik finnst Nýr orðrómur kviknaði, þegar lik 17 ára pilts fannst. Hað var af austurriskum stúdenti. sem hafði dottið og beðið bana i tilraun til að klifa flaggstöng rétt utan ólympiuþorpsins. Menn vörpuðu öndinni léttar þegar Klein blaðafluutrúi, skýrðið Irá þvi.að nákvæm leit i þorpinu heiði ekki leitt neitt grumsamlegt i ljós. Engin lik eða særðir menn hefðu fundizt þar eða nein merki um skot. Ættingjar i Tel Aviv kasta sér yfir kistu eins iþróttamannanna, sem féllu i Múnchen. ÞEIR BÍÐA DÓMS Arabisku hermdarverkamenn- irnir, sem biða dóms i MO’nchen fyrir morðin á iþróttafólkinu frá israel. Frá vinstri: Ibrahim Moroud Badram, en taka varð annan fótinn af honum vegna sár- anna. i miðið er Samer Mohamed Abdulah, sem særðist á hægri hendi, og loks er A1 Dnawy Abed Kair. Israelsmenn gagnrýna V-Þjóðverja fyrir „5 skyssur" Bráðabipgöerannsókn öryggislögreglu israel á misheppnaðri tilraun vestur-þýzku lögreglunnar til björgunar gislunum leiddi i Ijós aö Þjóðverjar ,,geröu allar hugsanlegar skyssur", að sögn dag- blaðsins Neue Zurcher Zeitung. Blaðið birtir frétt frá Jerúsa- lem, þar sem segir. að gagnrýni ísraelsmann beinist að fimm ta'kinlegum atriðum. Hegar gislarnir voru fluttir til bilsins og siðar úr bilnum til þyrlunnar misstu lögreglumenn af tveimur tækifærum til að yfir- buga Arabana. Áhiifn þyrlanna hefði átt að vera skipuð lögreglumönnum i dulargervi, sem .hefðu getaö fengið færi á að yfirbuga hermdarverkamennina i geymum þyrlanna hefði átt að vera eins litið af eldsneyti og unnt var. og þá hefði ekki kviknað i þeim. Skyttur iögreglunnar á flug- vellinum hefðu ekki átt að skjóta fyrr en Arabarnir voru komnir út úr þyrlunum. Eluvélin, sem var viðbúin á flugvellinum, hefði átt að vera „gildra” svo að enn hefði gefizt eitt tækifæri til að yfirbuga hermdarverkamennina, ef það hefði mistekizt áður. í blaðagreininni er sagt, að stjórnvöld i israel hafi samþykkt að afla skyldi beitt á þeim for- semdum, að vestur-þýzka lög- reglan mundibeita svipuðum að- gerðum og her israels. Háttsettur ísraelsmaður er sagður hafa farið til Munchen sem fulltrúi stjórnar israel, en hann hafi ekki komið i tæka tið. í öðrum fréttum er sagt, að full- trúar ísraelsstjornar hafi verið á flugvellinum. þegar vestur-þýzka lögreglan réðst gegn Aröbunum, en stjórn aðgerðanna hefð verið i höndum Vestur-Hjóðverja. Féllu allir fyrir kúlum Araba Krufning hefur leitt i ljós, að allir gislarnir niu féllu fyrir kúlum Arabanna. Heinrich Vin Misch talsmaður innanrikisráðuneytis Bæjern sagði i gær, að rannsókn hefði úti- lokað, að einhverjir þeirra hefðu fallið fyrir skotum vestur-þýzku lögreglunnar i bardaganum á flugvellinum. Hann sagði, að Arabarnir hefðu greinilega myrt alla gislana nokkrum sekúndum eftir að skotbardaginn hófst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.