Vísir - 11.09.1972, Blaðsíða 7
Visir mánudagurinn 11. septembcr 1972
7
f,NNl „ALMENNINGSBÓKASAFNIÐ
. —j SEM MENNINGARMIÐSTÖÐ"
== Litið inn á sýningu á búnaði bókasafna í Norrœna húsinu
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
í tilefni af landsfundi
islenzkra bókavarða, sem
haldinn er dagana 7.-11.
september hafa verið
opnaðar ýmsar sýningar,
Hér sést hluti af barnadeild sýn-
ingarinnar i Norræna húsinu.
þar á meðal sýning á
búnaði bókasafna í
Norræna húsinu, þar sem
gefur að lita margt
skemmtilegt. Fundinn
sjálfan sitja bókaverðir
og aðrir áhugamenn um
bókasafnsmál, en auk
þeirra hefur verið boðið
fulltrúum frá bókavarða-
félögum á Norðurlöndum,
og einnig rithöfundum,
arkitektum og fleirum.
Tilgangurinn með því er
að reyna að tengja vinnu
þessara aðila aðeins
saman,en allt í allt sitja
um 150 manns á þessu
þingi.
Er við litum inn á sýninguna
á búnaði bókasafna i Norræna
húsinu vakti athygli okkar
einna mest', það sem hægt er að
gera fyrir börn á bókasöfnum.
Þó að börnin séu stærsti lán-
þegahópurinn á islenzkum
bókasöfnum er aðeins eitt bóka-
safn hér i Reykjavik,sem ekki
býður aðeins upp á útlán bóka
fyrir börnin. heldur einnig
aðstöðu til þess að sitja við
lestur. og er það bókasafnið i
Sólheimum. en reyndar er slik
aðstaða einnig á Akureyri.
Sérstakt horn á sýningunni er
ætlað börnum. og er þar komið
upp skemmtilegum litrikum
barnahúsgögnum, og veggir eru
skreyttir með brúðum og öðru
þviumliku. Á einum stað gefur
jafnvelað lita brúðuleikhús, þar
sem börn gætu komið til með að
dunda sér. Aö þvi er Kristin H.
Pétursdóttir, formaður fram-
kvæmdanefndar landsfundarins
tjáði okkur. er þarna verið að
gefa visbendingu um það sem
gæti orðið i framtiðinni, þó ekki
sé ákveðið að koma neinu sliku
upp á næstunni.
Sýning þessi i Norræna hús
inu er að þvi Kristin tjáði okkur,
fyrst og fremst hugsuð sem upp-
lýsingamiðstöð fyrir þingfull-
trúa sem á þinginu sitja, en al-
menningi er þó velkomið að lita
á hana, og sérstaklega er heppi-
legt fyrir kennara og þá sem að
kennslumálum standa að kynna
sér þá hluti sem þarna eru, og
væru heppilegir á skólabóka-
söfn og til kennslu. Þetta er
fyrsta slik sýning sem haldin er
hér á landi.
90 manns eru nú i Bókavarða
félagi Islands, en sem kunnugt
er, er krafizt háskólamennt
unar til þess að gegna þvi starfi.
Viða á Norðurlöndum eru sér-
stakir skólar fyrir bókaverði, og
segja margir það æskilegra en
að hafa nemendur i
Háskólanum.
Þegar við spurðumKristinu að
þvi.Jiver af Norðurlandaþjóðun-
um væri lengst komin i bóka-
þjónustu svaraði hún þvi til að
það væri án efa Danmörk, en
Norðurlöndin standa að mörgu
leyti miklu framar en aðrar
þjóðir i Evrópu-i sambandi við
þjónustu á bókum.
..Almenningsbókasafnið sem
menningarmiðstöð”, eru efni
erinda sem meðal annars verða
flutt á þinginu. en hlutverk
bókasafnsins er ekki lengur
talið það að lána út bækur til al-
mennings, heldur þvi ætlað að
vera stofnun sem býður fóki upp
á margþætta menningarstarfs-
semi. svo sem kynningu á bók-
menntum. tónlist og myndlist.
Slikar menningarmiðstöðvar
i anddyri hússíns eru myndir
tengdar bókum og bóklestri. Er
þeim ætlað að skapa skemmti-
legri siemningu og minna á bók-
íestur.
eru hér i Norræna húsinu og
upplýsingaþjónustu Bandarikj-
anna.
Á sýningunni er smækkuð
mynd af bókasafni, og þar eru
meðal annars húsgögn af ný-
tizkulegri gerð, ,,en he'r er verið
að sýna hvað litir geta gert
mikið fyrir bókasöfnin”, sagði
Kristin. Og það eru vist orð að
sönnu. þvi gulir, rauðir og
svartirstólar af skemmtilegri
gerð, lifga sannarlega upp á.
Þar er meðal annars tón-
listardeild, en slik deild fyrir-
finnst i bókasafni Hafnfirðinga,
og er þar hægt að koma og
hlusta á músik og fá lánaðar
hljómplötur. Tónlistardeild
kemur þó til með að verða i
Bústaðarkirkju, en þá leggst
útibú niður i Hölmgarði.
..Bókasafnsmiðstöð, er
nokkuð sem slær allt út og er til
mikillar hagræðingar”, sögðu
þær Kristin og Kristin Þor-
steinsdóttir i stjórn bókavarða-
félagsins. Upplýstu þær okkur
siðan um það að starfssviði
bókasafnsmiðstöðva mætti
skipta i tvo aðalþætti: Annars
vegar er ýmiss konar útvegun
bókasafnsbúnaðar, allt frá hús-
gögnum til merkimiða, og hins
vegar er svo ýmis bókfræðileg
þjónusta. Fyrri þáttinn geta öll
bókasöfn hagnýtt sér, en bók-
fræðilega þjónustan er of um-
fangsmikil til þess að hægt verði
að nota hana i öllum söfnum.
Enda hefur sú raunin orðið á, að
það eru almenningsbókasöfnin
og þar á meðal skólabókasöfn
sem hægt er að veita mesta og
hagkvæmasta bókfræðilega
þjónustu, og þannig starfa
bókasafnsmiðstöðvar mest i
þágu almenningsbókasafna.
Skilgreining á hugtakinu bóka-
safnsmiðstöð gæti verið á þá
leið að það sé stofnun, fjárhags-
lega óháð.sem sjái bókasöfnum
fyrir alls konar þjónustu, og sá
hugsanlegi arður sem orðið gæti
af rekstri á slikri stofnun, rynni
til hennar aftur, og hann siðan
notaður til viðgangs og vaxtar
og bættrar þjónustu.
Bókasafnsmiðstöðvar eru i
Danmörku, Finnlandi. Noregi
og Sviþjóð til dæmis, en full-
komnastar þó i Danmörku og
Sviþjóð.
Um nýjungar i sambandi við
bókasöfn sagði Kristin Péturs-
dóttir, að það væri þá helzt hið
nýja fyrirhugaða Borgarbóka
safn, sem kemur til með að
breyta mjög miklu á þessu
sviði. Það skal svo tekið fram að
sýningin á búnaði bókasafna er
kynning á starfi bókavarða. en
arkitektarnir Helgi Hafliðason,
Ferdinand Alfreðsson og Stefán
Benediktsson hafa algjörlega
séð um uppsetningu hennar.
Tæki þetta er fengið að láni frá skólabókasafninu í Keflavik, og er
hægt að koma fyrir í þvi mörgum eintökum af tfmaritum eða dag-
blöðum og ,svo þegar þörf er á, er hægt að fletta því upp. 1 þessu
tæki er nú komiðfyrir þremur mánaðarútg áfum af Life Magazin.
—EA
TÖKUM UPP DAGLEGA
MIKIÐ AF FALLEGUM VÖRUM
Litaður kristall, mikið úrval.
Antik-kristall, rúbín-rauður.
Handskorinn og vélskorinn kristall
Kjörorð okkar er:
vörur fyrir alla - verð fyrir alla
& TÉKK - KRISTALL
Skólavörðustig 16 simi 13111