Vísir - 11.09.1972, Síða 11
Yisir mánudagurinn 11. september 1972
OLYMPÍUMEISTARAR PÓL
VERJA Á LAUG ARDALSVELLI
— Pólland sigraði Ungverjaland í úrslitum knattspyrnunnar 2—1.
Pólland sigraöi Ung-
verjaland — Olympíu-
meistarana 1964 og 1968 —
meö2-l í úrslitaleik knatt-
spyrnukeppni Olympiu-
leikanna á MOnchen-leik-
vangi i gærkvöldi.
Kazimierz Deyna, sem
leikur hér á Laugardals-
vellinum á miðvikudag
meö Legia, skoraöi bæöi
mörk Póllands í leiknum.
Fólland haffti mikla yfirburöi
i leiknum allan timann, en þrátt
fyrir þaö haföi Ungverjaland
eitt mark yfir i hálfleik. Það var
Bela Varadi, sem gaf Ungverja-
landi forustu á 42 minútur —
spvrnti knettinum framhjá
pólska markverðinum Hubert
Kostka af fimm metra færi.
Pólska liðið hafði haft mikla
yfirburði þar til þetta óvænta
mark kom. Varadi náði knettin-
um á eigin vallarhelmingi, lék
upp allan völl og skoraði.
Tveimur min. eftir hlé jafnaði
Deyna. Hann fékk knöttinn frir
á vitateigslinu og skoraði óverj-
andi fyrir Istvan Geczi. Á 68
min. skoraði hann svo sigur-
markið.
Er aðeins hluti af því
stríði, sem við eigum í
— sagði arabískur blaðamaður um morðin á íþróttafólkinu frá ísrael
Frá Jóni Birgi Péturs-
syni, Miinchen.
Það hefur verið allt
annað en gott, að fá full-
trúa fjölmiðlanna hér i
Oly mpiuþorpinu —
blaðamannahverfinu, til
að segja álit sitt á að-
gerðunum, sem áttu sér
stað, þegar ellefu ísra-
elsmenn létu lifið. í
gærkvöldi króaði ég af
einn þeirra fáu arabisku
blaðamanna, sem hafa
hætt sér á barinn i
Pressestadt — blaða-
mannabænum — hér i
Munchen. Sá heitir E1
Nagar frá Tripolis og
reyndar snéri hann sér
fyrst að mér og spurðist
fyrir hvort ég teldi Fiat-
124 góðan bil. Hann hafði
i hyggju að kaupa einn
slikan hér i borginni.
Ég taldi Fíatinn góðan ef hann
væri nýr. — en hvað um arabisku-
israelsku deiluna? spurði ég.
— Þú veizt eflaust sjálfur, að
við berjumst þar réttlætisbaráttu
gegn ísraelsmönnum, sem hafa
orðið hrein kverkatök á öllum
okkar arabisku þjóðum.
— En hvað um atburðina, sem
áttu sér stað i Olympiuþorpinu á
dögunum og siðar flugvellinum?
Það er raunverulega bara hluti
af þvi striði, sem við eigum i.
Er þá bara eðlilegt að almennir
borgarar frá tsrael falli þannig
fyrir byssukUlum — hvar er
Olympiuandinn? , spurði ég
þannan Utvarpsmann frá Tri-
polis.
Heyrðu, við skulum sjá
spennandi leik i sjónvarpinu,
sagði þá þessi fréttamaður frá
Tripolis og hvarf i þröngina, þar
sem menn horfðu á fyrsta ósigur
Bandarikjamanna á Olympiu-
leikum i körfuknattleik. Ég vildi
ekki frekar rekja garnirnar Ur
manninum, sem vildi kaupa sér
notaðan bií hér i Mifnchen, en
hann lýsti að nokkru viðhorfi
þeirra manna sem dvelja hér i
Pressuborginni og eru af ara-
biskum uppruna. Þeir lýsa yfir
stuðningi við félaga sina Ur
skæruliðahreyfingunni — að
minnsta kosti þegar þeir eru
komnir á barinn og farnir að tala.
USA gat ekki
stillt upp
boðhlaupssveit
Bandarikin, sigurvegari i
4x400 m boðhlaupi á siðustu
fjórum Olympiuleikum, gat
ekki stillt upp sveit i keppn-
inni nú i Munchen og um leiö
hvarf öruggt gull. Alþjóða-
olympíunefndin d æ m d i
svertingjana Malthews og
Collett, sem voru i tveimur
fyrstu sætunum i 400 m
halupi, frá frekari þátttöku á
Olvmpíuleikunum, þátt fyrir
ákiif mótmæii bandarisku
Olympiunefndarinnar.
Ilvert land mátti aðcins
lilkynna sex hlaupara fyrir-
l'ram i boðhlaupið og USA
hafði aðeins þrjá menn.
Þriðji 400 m hlauparinn,
Jolin Smith, liafði slitið
viiðva i 400 m keppninni og
gat ekki hlaupið. lleimsmet-
liafinn I.ec Kvans, sem tap-
aði i 400 m i fyrsta skipti á
bandariska úrtökumótinu,
og var varamaður i Míinch-
en, og átti einnig að hlaupa
boðhlaupið hverfur þvi frá
MiVnchen án þess að fá að
sýna sig.
Blómsveigur á fánastöng israel
á Olympiuleikvanginum i
Munchen.
\bghurt erekki aðeins sælgæti
Yoghurt er þjóðarréttur í Balkanlönd-
unum, þar sem menn ná hvað hæstum aldri í
heiminum. Rannsóknir erlendra vísindamanna
sýna að yoghurt auðveldar meltinguna og eykur
heilbrigði jafnt meðal barna sem fullorðins fólks.
Eitt er víst: Ávaxtayoghurt er ekki
aðeins sælgæti, heldur líka hollur matur. Yoghurt
fæst nú með: Ananasbragði, mandarínubragði
og jarðarberjabragði í 180 gr. umbúðum. Auk
þess með jarðarberjabragði í % ltr. sparnaðar-
umbúðum.
Mjólkursamsalan
meó söxuðum jarðarberjum