Vísir


Vísir - 11.09.1972, Qupperneq 24

Vísir - 11.09.1972, Qupperneq 24
vísm mánudagurinn 11. septembcr'11)72 Nœr kafnaðir þegar maturinn brann við Tveim mönnuni var bjargað rænulausum út úr íbúð fullri af rcyk i Karfavogi um miðnætti að- faranótt sunnudags. ibúar i næstu húsum kvöddu slökkvilið og lögreglu til, þegar þeir urðu þess varir um kl. 1.45, að mikinn reyk lagði út um glugga fbúðarinnar. Fundu slökkviliðsmenn, sem brutust inn i reykhafið, mennina tvo liggj- andi rænulausa. Eldurinn varð fljótlega slökkt- ur, enda kom i ljós, að hann var , svo sem enginn, heldur átti reyk- urinn allur rætur sinar að rekja til þess að matur hafði gleymzt á eldavélarhellu, sem fullur straumur var á. Hafði hann brunnið svona hroðalega við. Mennirnir hjörnuðu báðir við, þegar þeir komust út undir bert loft. Þeir höfðu verið við skál og ætl- að að malla sér i svanginn, en gleymt matseldinni með þessum afleiðingum. — GP Fót- og hand- leggsbrotnaði 11» ára piltur fótbrotnaði og handleggsbrotnaði, þegar liann á skellinöðru sinni rakst á strætis- vagn við gatnamót Ilólmsvegar og lljallavegar um kl. 16 á laugardag. Pilturinn var á leið suður Hjallaveg, þegar strætisvagninn kom honum á hægri hönd áleiðis austur Hólmsveg. Fyrir einhverj- ar sakir virti pilturinn ekki hægri rétt strætisvagnsins og ók inn á gatnamótin og rakst framan á strætisvagninn. — GP Á annan tug unglinga í eitrinu á Suðureyri Töfluglas með 2000 töflum fannst í flœðarmólinu ,,i gærkvöldi var komið til min mcð eitt töfluglas,. sem hafði fundizt hcr i fjörunni rétt framan við flæðarmálið, og er það annað þessara glasa sem stúlkurnar tvær fleygðu i sjóinn. Töflurnar eru mjög smáar, og sennilega gætu þær verið 2000 að tölu i glas- inu". Þetta sagði hreppstjórinn á Suðureyri, Sturla Jónsson i við- tali við blaðið i morgun. Sagði hann ennfremur að glasið hefði örugglega aldrei verið tekið upp, en sagði það hafa látið á sjá eftir volkið í sjónum. Þær tvær stúlkur, sem fleygðu glösunum i sjóinn, sögðust ekki hafa snert á þeim, en aðeins tekið það að sér að fela þau fyrir þá tvo pilta sem nú sitja i gæzluvarð- haldi á tsafirði. Stúlkurnar tvær eru frá Suðureyri. Lögreglumaður úr Reykjavik er nú staddur á tsafirði og hefur hann séð um yfirheyrslur. Margir unglingar hafa komið við sögu málsins, og sagðist hrepp- stjórinn ekki hafa tölu yfir þá, en haldið er að þeir séu á milli tiu og fjórtán í gærdag var piltur frá Suður- eyri kallaður til yfirheyrslu á tsa- firði og verður yfirheyrslum haldið áfram. EA „Eina sem bjargaðist var bangsinn hennar Sigurrósar" Melaberg á Stafnesi brann til kaldra kola: ,,Ég veit eiginlega ekki hvað skeði. Þetta varð allt svo snögglega og þegar svona lagað kemur fyrir þá veit maður aldrei hvað timanum liður, en við misstum allt okkar i þessum bruna.” Þetta sagði Sveinn Filippus- son að Melabergi i Stafnesi á Reykjanesi þegar Visir hafði samband við hann i morgun á heimili móður hans en þangað flúði hann með fjölskyldu sina, eiginkonuna Steinunni Erlu Magnúsdóttur og dóttur, Sigur- rós 4 ára, eftir að kviknað hafði i húsinu að Melabergi. „Klukkan hefur liklega verið um hálf þrjú i nótt þegar við fórum að sofa. Eitthvað hefur Steinunn sofið laust eða verið milli svefns og vöku, þvi rétt eftir að viö vorum lögzt þá fann hún reykjarlykt og ýtti við mér. Nú, ég brá fljótt við og labbaði út á gang og inn i eld- húsið þaðan sem svælan virtist koma. Þegar ég opnaði dyrnar á eldhúsinu var það eitt svart reykjarhaf. Við klæddum okkur i snatri og komum okkur út úr húsinu. Eldurinn breiddist svo fljótt út að ég áræddi ekki að fara inn aftur, en hefði komist inn i svefnherbergi og þaðan út um gluggann en lét það nú eiga sig. Eina leiðin var nú að ná slökkvi- liðið og varð ég að fara út á næsta bæ til þess að komast i sima. Það er svona 2 kilómetra vegalengd, en ég var fljótur þangað. Þar hringdi ég i slökkviliðið i Sandgerði, en án árangurs til að byrja með. Það hafðist svo loksins og komu þeir frekar fljótt á staðinn. Þá hefur klukkan liklega verið 4. Slökkvi- liðið i Keflavik kom okkur einn- ig til hjálpar og voru þeir með tankbil. Þegar Keflvikingarnir komu gekk allt greiðlegar. En það var engu hægt að bjarga. Eldurinn læsti sig urn alla veggi og húsið brann til kaldra kola. Við misstum allt sem við áttum, heila búslóð. Þaö eina sem náð- ist heilt út úr brunanum var bangsinn hennar Sigurrósar litlu. Við fengum svo inni hjá mömmu hérna i Sörlaskjólinu og verðum þar núna fyrst um sinn.” Þau Sveinn Filippuss., Stein unn Erla og Sigurrós hafa reyndar áður komið við sögu i Visi. Það var i vor, en þá bjuggu þau eins og menn muna inni i Laugardal i bfl. Eftir það bauðst þeim að taka á leigu Melaberg i Stafnesi gegn þvi að Sveinn gerði húsið upp. GF Hœgviðri um allt land Viðast hvar á landinu er nú vcður hið bezta, og hcr I Reykja- vik er komin sunnan gola og þurrt veður. Austan til á landinu er hæg norðlæg átt, en litilsháttar úr- koma er á einstaka staö fyrir norðan. Þó er þar ekki næstum eíns vetrarlegt um að litast eins og var núna rétt fyrir helgi, en snjór er þó og á einstaka stað mynd- uðust skaflar. Næturfrost hefur nú verið um nokkurn tima og frost var við jörðu i nótt, en ekki i mannhæð. Lægstur var hitinn eitt stig. I nótt spá þeir skýjuðu hér i Reykjavik. —EA Sigurrós litla Sveinsdóttir.4 ára yneð bangsann sinn og aðra kis- una sina. Húsaleigan af Iðnó hoekkuð 50%: „Spyrjum enga um leyfí" segja húseigendur — en eiga eftir að undirrita samningana, sem LR var nauðbeygt til að gangast að ,,Viö spyrjum enga um lcyfi til að fá að liækka húsaleiguna af lðnó. Þá ha'kkun crum við i full- um rétti til að framkvæma nú, þegar nýir leigusamningar eru gerðir og sýnt er að hækkunin er nauðsynleg", svaraði Jón Ingi- marsson er Visir leitaði i morgun Irétta hjá honum af samninga- gjörðuni eigenda Iðnós við Leik- félagið, en Jón situr i stjórn Iðnós. Vildi Jón ekki fjölyrða um mál- ið öllu frekar. ,,Það er meira en nóg búið að fjalla um þessa leigu- samninga i blöðunum. Almenn- ingi koma þessi mál ekkert við." sagði hann. Fékkst hann þó til að gefa eilitið nánari grein fyrir þeirri ákvörðun húseigenda að hækka leiguna. ,,Þar sem hinir nýju samningar gera ráð fyrir þvi, aö Leikfélagið fái nú full afnot af húsinu þótti rétt að miða leiguupphæðina við það. Af húsinu er heldur engar aðrar tekjur að hafa. Veitinga- reksturinn gerir ekki annað en að standa á sléttu og sýningafjöldi Leikfelagsins orðinn slikur,að um frekari nýtingu hússins er ekki að ra'ða. Til verulegra hækkunar á leigutekjum þurfti nauðsynlega að koma, þannig að staðið yrði undir rekstri hússins. en fyrir liggja tölur Hagstofunnar. sem sýna, að reksturskostnaður svona húss hefur hækkað 36 prósent,” sagði Jón að lokum. Guðmundur Pálsson,. fram- kvæmdastjóri Leikfélagsins, kvaöhina nýju leigusamninga við húseigendur hafa verið undirrit- aða rétt fyrir hádegi á laugar- dag. en fyrstu sýningar Leik- félagsins voru þá um kvöldið og á sunnudagskvöld. Bárust Leik- félaginu lyklar að hinum nýju skrám að dyrum hússins skömmu fyrir fyrri sýninguna, en um skrár hefði veriö skipt á miðviku- dag. Lét Guðmundur þess getið i við- talinu við Visi i morgun. að LR hefði látið undirrituðum samn- ingunum fylgja bréf til hússtjórn- ar Iðnós þar sem sagði, að félagið teldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að ganga að skilmálum húseigenda. Og nú er nýtt leikár hafið hjá LR. f húsnæði. sem félagið þarf nú að greiða nær einni milljóninni meira fyrir en á siðasta leikári, eða tæplega 2,7 milljónir króna. Samninga þar að lútandi undir- ritaði félagið nauðbeygt — EN... húseigendur hafa raunar ekki undirritað þá samninga sjálfir enn sem komið er. —ÞJM HERMDARVERK ÞEGAR LJÓSIN • • VERÐA SLOKKT Enn ein vökunóttin í Munchen Jón Birgir Pétursson, Munchen i morgun: Blaðamenn hér i Pressestadt i Muncben áttu enn vökunótt i nótt. Frakki einn kom til lögreglunnar um bálftiuleytið i gærkvöldi og kvaðst hafa heyrt skothvelli. Blaðamenn þustu til þorpsins, og þar voru komnir einir 20-30 brýn- varðir bilar á vettvang. 1 miöstöð blaðamannanna 4000 byrjaði vökunótt, þótt Klein yfirmaður blaðamannaborgarinnar segði, að um mishermi væri að ræða. Gengi Klein og yfirmanna leik- anna hefur fallið eftir atburöina i siðustu viku, og upplýsingum þeirra er ekki trúað sem skyldi. Enn var bóðaður blaöamanna- fundur um miðnættið, og kom i ljós, að lögreglumaður einn hafði séð mann með byssu og heyrt skot, en byssumaðurinn hvarf sjónum lögreglumannsins. Lög- regluþjónninn gerði ekkert i mál- inu nema að gefa skýrslu. Klein kvaö ibúa i sömu blokk og Frakk- inn býr ekki hafa heyrt neitt, en þar búa Rússar. Fréttir eru komnar frá fréttastofu um morð á 2-3 manneskjum i þorpinu, en skothrið var sögð hafa átt sér stað skammt frá ibúðum Marokkó- manna. Heinz Klein stóð fast á þvi, að engin lik væru i þorpinu, en blaðamenn létu efasemdir i ljós vegna þeirra upplýsinga, sem hann og ráðherrarnir höfðu gefið, þegar atburðirnir urðu hér fyrir tæpri viku, en þær upplýsingar stóðustu i engu. þegar til átti að taka. Blaðamenn eru mjög uggandi vegna þess, að hápunktur lokaat- hafnar leikanna i kvöld á aö vera sá. að öll ljós verða slökkt. Telja simir liklegt, að þá muni arabisk öfgasamtök gripa tækifærið og sprengja sprengjur á leikvangin- um. Frekari frásögn frá at- burðunum i gærkvöldi er á bls. 5. JBP/HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.