Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 1
vism
62. árg. — Mánudagur 25. september 1972 — 218 tbl.
ÞOTAN KASTAÐIST INN í ÍSBÚÐINA
OG AFMÆLISGLEÐI BARNANNA
LAUK Á HRYLLILEGAN HÁTT
Sjá bls. 5
Yfirburða-
sigur Fram
Fram tapaði ekki leik i 1.
deildinni i sumar — vann
átta og gerði sex jafntefii —
og vann yfirburðasigur i
islandsmótinu. Hér hampar
fyrirliði liðsins, Baldur
Scheving, islandsbikarnum
hátt á loft eftir verðiaunaaf-
hendinguna á laugardag.
Baldur er eini leikmaður
Fram nú, sem einnig var i
liðinu 1962, þegar Fram varð
islandsmeistari síðast.
Sjá iþróttir bls. 9
Frœgasta knatt-
spyrnulið heims
komið
Leikmenn frægasta knatt-
spyrnufélags heims, Real
Madrid, komu til Reykjavikur
i gær, og á miðvikudaginn
leika þeir siðari leik sinn við
Keflvikinga i Evrópukeppni
meistaraliða. Mikill ljómi
leikur um nafn Real Madrid —
félagsins, sem sex sinnum
hefur orðið Evrópumeistari
félagsliða og einnig heims-
meistari. t liði Real nú eru
nokkrir leikmenn, sem hafa
orðið Evrópumeistarar bæði
með spánska landsliðinu og
liöi sinu — stórfrægir leik-
menn, sem sýna munu listir
sinar á Laugardalsvelli. Þar
verður eitthvað að sjá.
Sjá iþróttir bls. 9-13
Á myndinni er einn af
starfsmönnutn hins mikla
knattspyrnufélags Real
Madrid að halda með boltana
út á æfingu leikmannanna
skömmu fyrir hádegi i
morgun.
MÓÐIR „RÆNDl" SYNI
SÍNUM AF VÖGGUSTOFU
- Lögregluvörður um hús konunnar í alla nott
Drengurinn svaf værum svefni þegar Visir kvaddi i gærkvöldi.
Kona gekk inn á vöggu-
stofu Thorvaldsens-
félagsins i gærdag og
,,rændi” þaðan þriggja
ára gömlum syni sinum.
Gekk verkið fljótt og vel
fyrir sig, og ekki var
farið að spyrjast fyrir
um barnið fyrr en
nokkrum klukkutimum
seinna. Tveir filefldir
iögregluþjónar hafa
siðan staðið vörð fyrir
utan hús konunnar með-
an beðið er eftir dóms-
úrskurði.
Drengurinn hafði af barna-
verndarnefnd verið úrskurðaður
á vöggustofuna i vor til tveggja
eða þriggja mánaða. Sá timi er
nú liðinn og vel það, en samt sem
áður fékk konan ekki að taka
drenginn til sin. Greip hún þvi til
þess ráðs, að fara inn á heimilið
og sækja drenginn seinni hluta
Það dugði ekki minna en að hafa
tvo lögregluþjóna á stöðugri vakt
fyrir utan hús konunnar.
dags i gær. Tók hún hann sér við
hönd og leiddi hann burt án þess
að við þvi væri amazt, fór með
hann heim, og það var ekki fyrr
en þrem klukkustundum siðar
sem hringt var til konunnar og
hún spurð um drenginn. Hún
harðneitaði að láta hann af hendi
og var þá sendur lögreglubill að
húsi konunnar og hefur veriö
lögregluvörður um húsið siðan.
Visismenn heimsóttu konuna og
soninn i umsátrið i gærkvöldi.
Drengurinn var háttaður og undi
sér vel i fangi móðurinnar alls
óafvitandi um átökin um umráða-
réttinn. Foreldrar drengsins hafa
slitið samvistum og áttu þau ann-
að barn til. Fékk faðirinn það, en
móðirin hélt syninum, sem siðar
var tekinn af henni og settur á
vöggustofuna til bráðabirgða.
Var það útaf meintri óreglu kon-
unnar, sem hún sagði að væri
hinn mesti misskilningur, þegar
Visir ræddi við hana. Ekki var
hægt að sjá það ' á heimili kon-
unnar að þar færu svallveizlur
fram og undi drengurinn sér þar
hið bezta.
„Þessi úrskurður verður að
fara formlegar leiðir og það tekur
sinn tima”, sagði Asgeir
Friðjónsson, fulltrúi lögreglu-
stjóra, i samtali við Visi i morg-
un. Hann sagði að verið væri að
leggja fram gögn i málinu og átti
von á úrskurði á hverri stundu um
hvort barnið yrði sótt með lög-
regluvaldi inn til konunnar eða
ekki. Hann gat engar skýringar
gefið á þvi, að fólk gæti farið inn á
vöggustofuna og tekið þaðan börn
sin á svo auðveldan hátt.
„Þetta er sem betur fer sjaldgæt-
ur atburður og kemur á óvart”,
sagði Asgeir. Hann kvað lög-
regluvöröinn vera „til aö halda
óbreyttu ástandi” meöan beðið
væri úrskuröar dómstóla.
Konan hafði harðlæst aö sér eft-
ir að hún komst heim með dreng-
inn og svaraði i engu tilmælum
embættismanna um að opna.
Urðu þeir frá að hverfa, þar sem
ekki var heimild fyrir hendi aö
fara inn i húsiö án hennar leyfis.
Slikt hefði heldur varla gengið
átakalaust, þvi að kunningjafólk
hennar skiptist á um að vaka meö
henni i nótt og gæta drengsins.
Blaðinu tókst ekki að ná tali af
lögfræðingi Félagsmálastofn-
unarinnar i morgun til aö fá nán-
ari upplýsingar.
— SG.
UNGUR BÓNDI VARÐ ÚTI í
Talið að hann hafi örmagnast í
aftakaveðrinu aðfaranótt laugardagsins
GONGUM
23 ára gamall bóndi
Hreinn Heiðar Árna-
son, fannst látinn i gær-
dag, þar sem hann hafði
orðið úti i Haukadals-
drögum norðvestur af
Tröllakirkju.
250 manns höfðu þá
leitað hans frá þvi á
laugardagskvöld og
fram á sunnudag, þegar
þyrla varnarliðsins loks
fann hann.
. Hreins var saknað á laugardag,
þegar hans var að vænta ofan af
fjalli ásamt öðrum gangnamönn-
um úr Stafholtstungum, sem
höfðu verið að smala Holtavörðu-
heiði og Snjófjöll. Höfðu gangna-
menn séð siðast til hans um kl. 3 á
laugardag, þegar hann kom niður
úr þokunni með kindahóp á undan
sér. En Hreinn var efsti maður i
fjallinu i hópi gangnamanna.
Klukkan fimm um daginn fóru
gangnamenn að safnast saman i
Fornahvammi, en þá bólaði
ekkert á Hreini. Félagar hans úr
göngunum fóru nokkru siðar að
svipast um eftir honum, jafn-
framt þvi sem gert var viðvart
niðri i byggð og beðið um aðstoð.
Hjálparsveitir og sveitungar
Hreins drifu að til þess að taka
þátt i leitinni. Ofsarok og úrhellis
rigning var i Snjófjöllum á
laugardagskvöld og um nóttina,
en stór hópur þaulkunnugra
manna var kominn upp á fjall um
kl. 1 eftir miðnætti og var gengið
um fjöllin og leitað dauðaleit að
Hreini fram til kl. sex um morg-
uninn.
Leitarflokkur alla leið frá
Blönduósi og úr Reykjavik biöu
reiðubúnir til þess að leysa hina
af hólmi með morgninum. En
veður var of slæmt til þess að
þyrlum varnarliðsins og land-
helgisgæzlunnar yröi komið við
Menn óttuðust, að Hreinn hefði
hrapað og slasazt, þvi að hann
var manna óliklegastur til að
villast, þaulkunnugur á þessum
slóðum eftirmargar smalaferöir.
Eftir hádegi létti til i hliðum
Snjófjalla, meðan þoka grúfði
enn yfir fjöllunum, og gátu þá
þyrlurnar leitað á hinum lægra
liggjandi svæðum.
Svæðið sem leitað var, liggur
suðaustur af Tröllakirkju Vestan
Holtavörðuheiðar, þar sem heitir
Snjófjallakambur.
Það var ekki fyrr en um kl. 5 á
sunnudag, sem þyrla varnarliðs-
ins fann Hrein liggjandi i gras-
hvammi i Haukadalsdrögum.
Hann var þá látinn, en enga
áverka á honum að sjá. Leit út
fyrir, aö hann hefði lagzt fyrir i
grasinu örmagna.
VarHreinn þá kominn töluvert
úr leið smalamannanna, en hins-
vegar á réttri leið ofan úr fjöllum
til byggða niðri i Haukadal, ef
gengið var undan veðrinu.
Hreinn Heiðar Arnason var
fæddur 31. marz ’49, nýkvæntur
(fyrir 2 vikum). Hann bjó að
Stafholtsveggjum i Stafholts-
tunguhreppi. — GF