Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 10
10 Visir Mánudagur 25. september 1972. Leikmenn frægasta knattspyrnufélags heims, Rea I Madrid, eru komnir til Reykjavíkurog á miöviku- dag munu þeir leika síöari leikinn við Keffvtkinga i Evrópukeppni meistara- liða. Real vann fyrri leik- inn 3-0, svo munurinn var miklu minni en þeir bjart- sýnustu þorðu aö vona. i liöi Real eru margir stórfræg- ir knattspyrnumenn — leikmenn, sem hafa oröiö Evrópumeistarar bæöi i landsiiöi svo og með liði sinu. Þar hefur Real Madrid sigrað oftar en nokkurt annað félag, eða sexsinnum—þarafifimm fyrstu skiptin. Auk þess hefur iiðið leikið tvo úrsiitaleiki. sem hafa tapazt. Liðið hefur þvi leikið dtta sinnum til úrslíta i Evrópubikarkeppninni — keppni meistaraliöa, hinni merkustu meðal Evrópukeppna. Þá hefur liðið einnig leikið til úr- slita i Evrópukeppni bikarhafa, en beið lægri hlut fyrir Chelsea, i Aþenu i fyrravor, eftir tvo leiki. Þekktustu leikmenn Real Madrid eru: •losc Luis Borja: Markvörður, sem lék til úrslita gegn Chelsea i fyrravor. Hann er 25 ára — gamall, afar öruggur i marki og þykir hafa sérlega góð grip. Oft orðið meistari i landi sinu, bæði i deild og bikar. Hefur verið markvörður iiðsins undan- i'arin ár. Pcdro Corall: Varamarkmaður, 24 ára og var keyptur frá Real Santender. Grcgorio Bcnito: Miðvörður 25 ára. Hefur leikið fjórum sinnum i áhugamannaliði Spánar, en komstsiðan i A-lands- liðið og hefur leikið þar þrjá landsleiki. Auk þess tvo B-lands- leiki. Hefur unnið til allra verð- launa i spænskri knattspyrnu og er ,,heimsmeistari” i hermanna- knattspyrnu. Hefur unnið sig upp frá yngri flokknum Real Madrid. Lék gegn Chelsea i úrslitaleikjun- um i Evrópubikarkeppni bikar- hafa i fyrravor. Pcdro dc Fclipe: Miðvörður, 28 ára. Varð Evrópumeistari i keppni meist- araliða 19G6, þegar Real Madrid sigraði júgóslavneska liðið Partisan i úrslitum i Brussel, með 2-1. Hefur fjórum sinnum leikið i áhugamannalandsliði Spánar og tvo B-landsleiki. Hefur unnið til allra verðlauna i spænskri knatt- spyrnu og er ,,heimsmeistari her- manna”. Lék með yngri flokkum Real Madrid. Josc Luis: Bakvöröur, sem jafnvigur er á báðar bakvarðastöðurnar. 29 ára og hefur orðið deilda- og bikar- meistari á Spáni. Lék gegn Chelsea i fyrravor. Alinn upp hjá félaginu. Kcrnando Zunzuncgui: Miðvörður, 29 ára. Hefur lengi leikið meö félaginu og m.a. i úr- slitaleikjunum gegn Chelsea. Hefur orðið spænskur meistari með Real Madrid. Josc Martines „Pirri”: Vinstri framvörður og einn af þekktustu leikmönnum Evrópu. Hann er 27 ára, og hefur leikið 19 landsleiki fyrir Spán. Auk þess 4 áhugamannaleiki, einn unglinga- landsléik og fimm hermanna- landsleiki. Varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966 og lék gegn Chelsea i fyrravor. Hefur unnið til allra verðlauna i spænskri knatt- spyrnu. Ignacio Zoco: Framvörður, sem lengstan feril á að baki af núverandi leikmönn- um Real Madrid. Elzti maður liðsins, en er þó aðeins 33 ára. Hefur leikið 25 landsleiki fyrir Spán og einn B-landsleik. Lék úr- slitaleikinn i Evrópubikarkeppn- inni 1964, þegar Real Madrid tap- aði fyrir Inter-Milan 3-1, i Vinar- borg, en varð svo Evrópumeistari með félaginu 1966. Lék til úrslita i Evrópubikarkeppni bikarhafa i fyrravor. Var i spænska landslið- inu, sem varð Evrópumeistari •landsliða 1964, þegar Spánn sigr- aði Sovétrikin i úrslitum 2-1 i Madrid. Amaro Amancio: Innherji og frægasti leikmaður liðsins, ásamt Zoco, og jafnaldri hans að árum, en nokkrum mán- uðum yngri. Hefur leikið 37 lands- leiki fyrir Spán, m.a. i heims- meistarakeppni. Lék úrslitaleik- ina i Evrópubikarkeppninni 1964 og 1966 og hefur þvi orðið Evrópu- meistari félagsliða, auk þess! sem hann varð einnig Evrópu- meistari i landsliðinu 1964. Hefur , unnið til allra verðlauna i spænskri knattspyrnu — mjög lit- rikur knattspyrnumaður með frá- bæra knattleikni. Lék gegn Chelsea i fyrra. Scbastian Fleitas: Innherji eða kantmaður. 25 ára. Lék gegn Chelsea i úrslitaleikjun- um i Evrópubikarkeppni bikar- hafa. Ramon Moreno Grosso: Miðherji, einn kunnasti leik- maður liðsins, sem leikið hefur 14 sinnum i spænska landsliðinu — auk þess niu áhugamannalands- leiki og einn B-landsleik. 29 ára og varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966. Lék gegn Chelsea i fyrravor og hefur unnið til allra verðlauna i spænskri knattspyrnu Kemur aftur nœsta sumar ,,Að visu kom upp ágrein- ingur milli min og stjórnar FH, en það breytir þvi þó ekki að samstarfið við strák- ana i liðinu var ánægjulegt og skemmtilegt, nokkuð sem ég mun aldrei gleyma”, sagöi skozki þjálfarinn Mc- Dougail, i gærkvöldi, en i dag mun hann fljúga til Skot- lands þar sem nýtt starf bið- ur hans, hann verður annar þjálfara 1. deiidarliðs Morton, en framkvæmda- stjóri félagsins, sem nýlega tók við, Eric Smith, verður fyrsti þjálfari liðsins. „Hann skrifaði mér i sum- ar og bauðst til að hafa þetta starf opið fyrir mig. Ég hef nú ákveðið að taka boði Morton”. Um framtiðina sagði Mc- Dougail að næsta sumar byð- ust sér þjálfarastörf hjá fieirum en einu af 1. deildar- liðunum hér. Ekki yrði gert út um þetta fyrr en i fyrsta lagi i næsta mánuði. „En eitt er vist, ég kem aftur hingað næsta sumar”, sagði Mc- Dougali ákveðinn. Hann kvaðst vilja biðja blaðið að flytja vinum sinum hér á landi beztu kveðjur. „Þeir eru of margir tii að ég geti persónulega kvatt hvern og einn. Þeir eru margir sem hafa reynzt mér vel hér á landi og ég hef haft það mjög gott hér á landi”. Að lokum: Knattspyrnan hér á landi er hreint ekki af þeim lága „standard” sem margir vilja vera láta var álit hins unga þjáifara og hann lagði áherzlu á þetta álit sitt. — JBP og auk þess „heimsmeis' -:>r- manna”. Lék i y.igr; 'ckkue Real Madrid. Manucl Vclazquez: Afar leikinn innherji, 29 án Hefur leikið niu landsleiki fyrir Spán og 12 áhugamannalands- leiki. Varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966 og lék gegn Chelsea i fyrravor. Spænskur meistari i deild og bikar. Lék með yngri flokkum Real Madrid. Francisco Baliester: 26 ára, bakvörður, sem jafnvig- ur er báðum megin. Hefur leikið einn landsleik og þrjá B-lands- leiki. Bikarmeistari með Real Madrid. U.E.F.A. K.S.I. KEFLAVIK - REAL MADRID W A Laugardalsvellinum miðvikudaginn 27. september kl. 17,30. Missið ekki af þessu einstœða tœkifœri, til að sjó REAL MADRID frœgasta knattspyrnufélag heims Forsala aðgöngumiða hófst i dag 25. september: Reykjavik: Við útvegsbankann kl. 13-18. Keflavik: Verzlunin Sportvik. 4 AMARO AMANCIO. — Frægasti leikmað- ur Real Madrid og einn bezti framherji i Evrópu. Hefur leikið 37 landsleiki. Verð aðgöngumiða: Stúka 250,00 krónur Stæði 150,00 krónur Börn 75,00 krónur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.