Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 7
Visir Mánudagur 25. september 1972. cTVlenningarmál Um HREIÐRIÐ Stundum eru menn að renna saman eins og rakk- ar í blöðunum út af ein- hverju sem milli ber. Oft út af pólitík. En stundum líka út af skoðun á skáldskap og listum. Nýlegt dæmi þess arna gat að lita i Sunnudagsblaði Timans —■ en tilefni rimmunnar var rit- dómur eftir Erlend Jónsson sem birtist i Morgunblaðinu i vor um skáldsöguna Hreiðrið eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, þá nýútkomna. Þessum dóm vildi Valgeir Sig- urðsson ekki una. Hann birti seint i ágúst i lesbók Timans (26/8) andmæli við grein Erlends. Sjálf- ur telur Valgeir að Hreiðrið beri ,,bæði vegna efnis og framsetn- ingar. . . höfuð og herðar yfir þau skáldrit sem hér hafa komið út hin siðari ár”. Og honum nægir ekki að andmæla skoðun og skiln- ingi Erlends Jónssonar á sögunni heldur vill hann hafa æruna af Erlendi lika. 1 öðru orðinu gefur Valgeir sem sé til kynna að rit- dómarinn „botni hvorki upp né ofan i þvi sem hann les”. 1 hinu orðinu dugir ei minna en Er- lendur telji sér ,,af einhverjum ástæðum” skylt að halda þvi fram að bókin ,,sé slæm þótt hann sjálfur viti að hún sé góð”. Það var varla von að Erlendur Jónsson gæti unað þessum brigzl- um þegjandi. Hálfum mánuði siðar (9/9) birti hann sin andmæli i lesbók Timans, og vitnaði þar m.a. i niðurlagsorð sinnar upp- haflegu umsagnar um Hreiðrið. Þau sagði hann vera ,,verð- skuldað lof” um bókina og kvaðst bæði fær og fús að standa við þau ,,hvar og hvenær sem er”. Og meir var Erlendi niðri fyrir. Máli sinu lauk hann með ávarpi til rit- stjóra Timans, en Valgeir Sig- urðsson mun var bláðamaður við það blað: ,,Að lokum vil ég beina þvi til ritstjóra Timans, sem ég þekki ekki að öðru en ágætum kynnum eða þá jafngóðri afspurn, að þeir lesi — eða endurlesi — grein Val- geirs og dragi svo af henni sinar ályktanir”. Hverjar skyldu þær „álykt- anir” annars eiga að vera? Um rúgbrauö og soöningu Hér er nú ekki ætlunin að blanda sér frekar i þessa hjákát- legu deilu. En sjálft er Hreiðrið eftirtektarverð skáldsaga á meðal annars vegna þeirrar gagnrýni bókmennta sem þar er höfð uppi og tilraunar sem sagan gerir til úttektar á menningarlifi samtiðarinnar. Hér verður aðeins drepið a tvö atriði sem þessi efni varða. Á einum stað kemst Loftur Loftsson, hinn roskni rithöfundur i sögunni, svo að orði um sina yngri samtiðarmenn i rithöfunda- stétt: „Það má vafalaust áfellast mig og mina kynslóð fyrir vanþekk- ingu á ýmsum sviðum og marg- háttaða glópsku, en samt verður það ekki af okkur skafið, að við vissum allt frá barnæsku hvað rúgbrauð og soðning kosta. Ég efast um að maðurinn sá arna og sumir ágætir höfundar á hans reki eða keimlikir honum hafi aflað sér þeirrar vitneskju eða dregið af henni nokkrar álykt- anir, en hvort tveggja hélt ég að væri bráðnauðsynlegt. Mér sýnist á verkum þeirra, að þeim hafi láðst að gera sér grein fyrir þvi hvað rúgbrauð og soðning kosta. Stundum hefur það jafnvel hvarflað að mér, að þeim sé ekki fyllilega ljóst úr hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir, en — vonandi hef ég á röngu að standa”. Hvað skyldi nú „frændi” eiga við með þessum ummælum — sem ýmsir lesendur hafa tekið með velþóknun upp eftir sögunni. Vafalaust ber að leggja meira en bókstaflega merkingu i orð hans, að þeir ungu menn sem um er rætt hafi ekki þekkt þágildandi prisa á hálfu seyddu rúgbrauði og einu ýsuflaki. Meira vakir fyrir frænda. Verðlag á rúgbrauði og soðningu verður i samhengi sög- unnar að „tákni” þess hvers lifið sé raunverulega vert, hvað það kosti að halda lifi frá degi til dags. Og þekking á þessu verðgildi verður i sögunni siðferðisleg við- miðun og mælikvarði á manngildi og menningu. En það er sá galli á þessari ismeygilegu likingu að hún á ekki lengur við breytta tima. Að þeim vanda leystum að afla sér viður- væris frá degi til dags taka við önnur vandamál og viðfangsefni, lika i skáldskap. En með viðmið- un sinni við verðiö á rúgbrauði og soðningu gerir Hreiðrið reyndar örbirgð og kreppu, hungur á næsta leiti að skilyröi sjálfsþekkingar og farsældar sem af henni leiði. Um bölv og klám Annað atriði sem nærtækara er tilefni þessara athugasemda, rimmu þeirra Erlends Jónssonar og Valgeirs Sigurðssonar: Á öðrum stað i Hreiðrinu fjallar sögumaður um einar tiu skáld- sögur, allt „fræg skáldrit” sem hann hefur verið að lesa sér til eftirbreytni i sinum eigin ritstörf- um, afvegaleiddur af tizku og tiðaranda. Þessi frásögn helzt á annan veg i hendur við lýsingu ör- bjarga, vitstola æsku sem ryðst með bölvi og klámi fyrir glugga sögumanns i sögulokin — og áreiðanlega veit ekki „hvað rúg- brauð og soðning kosta” frekar en höfundarnir og skáldritin tiu skeyta neitt um það. A hinn veginn tengist hún þætti gagnrýn- enda fyrr i bókinni, sem leiddu sögumann útleiðis með kenn- ingum sinum. Þótt ég sé ekki nógu vel lesinn til að bera kennsl á allar sögurnar tiu held ég að megi vænta þess að höfundur hafi hvarvetna i huga raunverulegar bækur og höfunda og þykist raunar þekkja af end- ursögn hans a.m.k. verk eftir Samuel Beckett, Iris Murdoch, Henry Miller og John Updike. Þessir né aðrir höfundar eða verk þeirra eru auðvitað ekki nefndir á nafn i Hreiðrinu. En hverjum les- anda má vera ljóst, að hin fljót- lega endursögn i Hreiðrinu ein- faldar fjarskalega efni bókanna og leggur langmest upp úr meintri bersögli þeirra um kyn- ólafur Jóhann Sigurðsson ferðismál og klámfengnu orð- bragði — en þeirra hluta vegna kýs sögumaður aö fela bæk- urnar fyrir stálpuðum syni sinum. Það er endanlegur mæli- kvarði á „gildi” þeirra i sögunni. eftir Ólof Jónsson I þessu dæmi virðist' kynferðis- legum tabúhugmyndum eignuð sama gildi og verðinu á rúgbrauði og soöningu áöur. Hér skal þvi ekki haldið fram (sem sumir lésendur a.m.k. vilja þó vera láta) að i þætti „menningarskjalara” i Hreiðrinu hafi höfundur lifandi fyrirmyndir fyrir sér á sama máta og hann styðst við raunverulegar skáld- sögur i bókmenntabálki sinum. En umræðu þeirra um bók- menntir ber að sama brunni og úttekt skáldsagna siðar meir: mælikvarði þeirra á bókmennt- irnar er bersögli eöa klámfengni þeirra. Er þessi bókmennta- skoðun, krafa til bókmenntanna annars staðar til en i Hreiðrinu? Ef svo er — væri þá ekki ráð að visa beint til heimildanna sjálfra, þeirra bóka, höfunda, gagnrýn- enda sem um er rætt? Það verður m.ö.o. ekki fundið að bókmennta- og menningar- gagnrýni Ólafs Jóh. Sigurðssonar i Hreiðrinu að hann noti sér raun- verulegar fyrirmyndir i sögunni. Heldur hitt: að hann hliðrar sér hjá að tilfæra og rökræða raun- verulegar bækur, raunverulegar skoðanir til marks um siði og tizku sem honum eru ógeðfelld — og gefa lesandanum þar með tækifæri til að leggja sjálfur mat á röksemdafærsluna, samsinna eða hafna henni. Um bölsýni Hreiðrið er að minu viti fjarska bölsýn bók. Og myrkrið sem yfir henni grúfir i sögulokin stafar ekki af eintómum neikvæðum efnisatriðum i samtiðarlýsingu sögunnar. öllu heldur af þvi að bókin leitast við að lýsa vanda sem sýnist i senn alveg einka- legur og óleysandi. Það á hún reyndar sammerkt með ýmsum öðrum áhugaverðum skáldritum frá seinni árum, tilfinninga- kreppu sina á mótum tima og kynslóða sem ógerningur reynist að sætta, — né sætta sig við hana. O! ÓTELJANDI DÆMI UM SKAÐA VZA AF SNYRTIVÖRU HÉR Á LANDI Umsjón: EA Eftirlit lítið sem ekkert á stofum. Rœtt við Maríu Dalberg, fegrunarsérfrœðing Oft hefur staðiö mikill styr i kringum snyrtivörur og öll þau krem og fegrunarlyf scm kven- fólk og karlmenn nota til þess að bera á húð sina. Rcyndar er það ekki fyrr en núna á siðustu timum sem karlmenn eru farnir að nota snyrtivörur eitthvað aí ráði. En snyrtivörur hafa oft komið illu til leiðar. Margar konur hafa næstum eyðilagt húð sina vegna notkunar einhvers krems, sem þær töldu sig geta þolað, en fengu ekki ráð- leggingar i þeirri verzlun sem þær keyptu tiltekið krem. Það þarf þó ekki alltaf að vera ein- hver ein tegund sem eyðileggur alla húð, heidur getur það veriö viðkomandi aðili sem ekki þolir tegundina, vegna þess að hann hefur þá veikari húð en aðrir. Eftirlit með snyrtivörum hér á landi er ekki neitt, og litið eftirlit er haft með snyrtistofum hérlendis og hvernig þær vinna og þjóna viðskiptavinum sinum. Starfsstúlkur þær er afgreiða snyrtivörur i snyrtivöru- verzlunum eru fæstar menntaðar i viðkomandi grein, og enginn skóli eða námskeið er hérlendis sem kennir þeim stúlkum sem vinna slik störf. Á Innsiðu i dag ræðum við við Mariu Dalberg, fyrrverandi for- mann Félags Fegrunarsér- fræðinga, en Maria var for- maður þar um nokkurt skeið og barðist þá meðal annars fyrir þvi að eftirlit yrði hert með snyrtivörum og þeim er vinna við slik störf. — Hvernig er eftir litinu háttað? „Eftirlit er mjög litið, og mætti gjarnan vera meira. Við sem vinnum við snyrtingu meg- um ekki ganga i sloppum með vösum á, þvi að eftir þvi sem Heilbrigðiseftirlit segir geta óhreinindi safnast fyrir i vös- um, en i vösunum kæmum við til með að nota þau áhöld sem við þurfum á að halda við andlits- snyrtingu og fleira. Viss fermetrafjöldi verður að vera i kringum hvern þann stól þar sem viðkomandi sezt og fær snyrtingu, og einn metri af veggjum frá gólfi þarf að vera sótthreinsaður. Annað er eftir- litiðekki . Það er ekki litið eftir þvi hvort við sótthreinsum lök og handklæði sem notuð eru, og það er ekki heldur litið eftir þvi hvernig unnið er á viðkomandi snyrtistofu. Eftirlit með sjálfri snyrti- vörunni er heldur ekki neitt, og það er alveg auðheyrt að álit al- mennings er að minnka á snyrtivörum. Eitt tilfelli þess að einhver hlýtur skaða af ein- hverri tegund frá vissu snyrti- vörumerki, verður þess valdandi að merkiö er dregið níður i svaðið, og enginn litur við þvi.” — Eru mörg tilfelli þess hér- lendis að konur hljóti skaða af notkun snyrtivöru? María Dalberg. „Já, það eru mörg slik tilfelli. Það má til dæmis nefna eina tegund bólukrems sem hefur verið,og er, auglýst mjög mikið hér á landi. Það bólukrem er hlutur sem ætti að taka af markaðnum. Þær sem hafa notað það fá þurra og flekkótta húð. Kremið veldur því að húðin dregst saman og lokar bakteriuna inni þar sem bóla er. Ef bakterian er kröftug bólgnar húöin upp og bakterian magnast. Þá verður að leita læknis, þvi að ekki má hreinsa úr sliku nema með sérstökum aðferðum. Naglabandaeyðir hefur valdið þvi að konur hafa næst- um misst neglurnar. Þá nota þær vissan vökva sem kemst undir naglaböndin og eyði- leggur þær algjörlega, þannig að þegar þær vaxa fram eru þær ónýtar. Fleira mætti nefna, svo sem augnskugga sem loka húðina og fara illa með hana, og enn eru til óteljandi dæmi.” — Fá afgreiðslustúlkur i snyrtivöruverzlunum enga kennslu áður en þær hefja starf sitt? „Nei, hér er hvorki skóli né námskeið sem kennir þeim eða leiðbeinir um allt viðvikjandi vörunum. Enda eru mörg dæmi þess að þær afgreiða skakkt. Ungar stúlkur fá stundum krem sem ætluð eru eldri konum með mjög slæma húð, og flestar þær stúlkur sem afgreiða i verzlun- um eru ekki færar um að ráð- leggja konum. Eitt dæmið um það er að kona keypti andlits- krem i verzlun, og henni var sagt að bera það á sig daglega. Eftir nokkurn tima var húðin orðin svo hræðileg að hún gat ekki sofið um nætur. Það kom i ljós að kremið mátti ekki bera á nema einu sinni til tvisvar i viku. Erlendis eru afgreiðslu- stúlkur settar á tveggja vikna skóla, jafnvel lengur, áður en þær eru taldar færar um að af- greiða snyrtivörur. Og þannig þyrfti það að vera hérlendis lika. Hver kona ætti að geta gengið inn i snyrtivöruverzlun vitandi að hún fær rétta vöru og réttar ráðleggingar.” — Er einhver snytivara seld hér á landi, sem vitað er að hefur verið bönnuð erlendis? „Já, augnskuggar frá vissu ónafngreindu merki eru seldir hér á landi, en þeir voru til dæmis bannaðir i Belgiu. Þeir eru þurrir en eru bleyttir upp áður en þeir eru settir á augn- lokið. Þeir valda þvi að. húðin lokast og það hefur slæm áhrif.” — Er samvinna meðal snyrti- og fegrunarsérfræðinga? „Nei, i hvorugu félaginu er samvinna. En það er nokkuð sem þyrfti aö vera. Fegrunar- og snyrtisérfræðingar ættu ekki að hafa leyndarmál fyrir hvor öðrum. Þeir ættu að geta haft skóla eða námskeiö, þar sem þeir gætu kennt afgreiðslustúlk- um áður en þær fara að afgreiða snyrtivöru. Fyrirlestrar, sýni- kennsla og samvinna á viðari grundvelli ætti að vera til staðar”. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.