Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 20
vísm Mánudagur 25. september 1972. Aðsókn aldrei jafn góð ó bílasýningar! '73 árgerðirnar drógu að sér f jölda gesta Svo virftist scm aldrei hafi verið jaln góð aðsókn að bilasýningum cins og nú um hclgina. 4 bila- sýningar voru, þar sem sýnd var árgcrð ’7:i af Volvo og Volkswag- en. og svo voru sýningar á Datsun og Mazda af sömu árgerð. Hjá Volkswagen fengum við þær upplýsingar, að mjög góð að- sókn hafi verið, og rúmlega 3.000 manns hafi séð sýninguna. Övenjulega margar pantanir komu á sjálfri sýningunni, en yfirleitt koma þær ekki fyrr en eftir á. Pantanir voru 13, og virt- ist fólk taka bilunum mjög vel. Hjá Volvo var aðsókn mjög góö og var okkur tjáð að hún hefði aldrei verið betri. Lauslega reiknað er búizt við að á milli 7 og 10.000 manns hafi séð sýninguna og komu 10-12 pantanir, en yfir- leitt koma pantanir ekki fyrr en eftir að fóík hefur séð sýningarn- ar, eins og áður segir. Aðsókn var einnig mjög góð á laugardag, þrátt fyrir slæmt veður. Hjá Datsun og Mazda biíreið- unum var aðsókn einnig góð, en svipaöar sýningar hafa verið nú að undanförnu á þeim bifreiöa- tegundum. 250 manns sáu sýningu Datsun bifreiðanna, og um 6 bilar seldust. Aðsókn var betri en búizt var við, en á Mazda bifreiðum var sölusýning, eins og verið hefur á laugardögum að undanförnu. — EA Með bilaða vél á Faxaflóa Vélbáturinn Guðrún SH-32 scndi frá sér hjálparbeiðni um kl. I aðfaranótt sunnudags, en þá var bálurinn staddur á Paxaflóa meö bilaða vél. SVKl sendi beiðni til skipa, sem stödd voru á Faxaflóa um að fara bátnum lil aöstoöar, og um kl. 4 uin nóttina var flutningaskipið Vestri BAliSsem var á siglingu 1G mllur suður af Malarrifi, koininn meö vélbátinn i tog. Iléldu skipin til Akraness, þar sem þau komu i höfn heilu og höldnu kl. 10.30 i gærmorgun. — GP „HEF ALDREI BOÐIÐ KVÓTAKERFI í AFLA" Ólafur Jóhannesson neitar að hafa rœtt við Observer „Detta er rangt. Ég hcf ekki talað við ncinn blaðamann frá brez.ka blaðinu Obscrvcr. Ég hcf ekki i viðtali við ncinn er- lcndan blaðamann gcfið i skyn, að samningar byggðir á kvóta- kerfi eða ákvcðnu aflamagni við island kæmu til greina. l>vert á móti hef ég jafnan tekið fram, að samningar yrðu að taka til tiltekins skipafjölda á tilgreindum veiðisvæðum um ákveðinn tima árs. Aflamagn yrði siðan að ráðast eftir þvi hver aflinn yrði á þessum svæðum og með þessum hætti.” Þetta sagði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra í viðtali við blaðið i morgun. Hann bar bannie til baka viðtal, sem Observer kveðst hafa átt við hann, þar sem eftir honum átti að vera haft, að hann byði Bretum að afla „75% af þeim afla er þeir hlutu á íslands- miðum i fyrra”. Ólafur sagðist harma að fréttastofur útvarps hefðu „ekki haft svo mikið við” að bera undir sig ummæli sem eftir sér væru höfð. Ólafur sagði. að engar breyt- ingar væru i aðsigi i störfum landhelgisgæzlunnar. Skorið yrði á togvira erlendra togara, ef þeir hlýddu ekki fyrirmælum og aðvörunum landhelgis- gæzlunnar. Að þvi gæti komið að togarar yrðu teknir ef þeir hlýddu ekki, HH Sterkasti maður í heimi? Brauzt út úr „mannheldum" fangaklefa „Það voru ferleg um- brot, þegar maðurinn var að brjótast út úr fangaklefanum. Menn urðu varir við það alla leiðyfiri hinn endann á húsinu, sem nötraði,” sagði fréttaritari Visis i Keflavik. Iiann var við- staddur, þegar Reynir Leósson brauzt út úr rammbyggðasta fanga- klefa hérlendis i lög- reglustöðinni á Kefla- vikurflugvelli á laugar- daginn. „Hann gekk alveg berserks- gang, þegar hann var að brjóta af sér þrenn fótjárn og þrenn hand- járn, svo að ekki sé nú talað um keðjurnar, sem hann var vafinn i. Stunurnar, sem íylgdu átökunum, bárust út i gegnum þykka klefa- veggina,” sagði fréttaritarinn. Reynir Leósson lét til skarar skriða á laugardaginn við eitt helzta at'riði kvikmyndarinnar, „Sterkasti maður i heimi”, sem Vilhjálmur Knudsen hefur unnið að. Hann þurfti að fá leyfi hjá dómsmálaráðherra, áður en hann fengi að ganga á klefann og stór- skemma hann i hamaganginum. „Ég fékk leyfið með þvi skil- yrði að ég borgaði skemmdirn- ar,” sagði Iteynir, sem elur með sér þá von, að verða aldrei rukk- aður um kostnaðinn af þvi að sýna framá, að „mannheldur klefinn” var ekki mannheldur. Það tók þrjá lögreglumenn klukkustund og stundarfjórðung betur að fjötra Reyni. Fyrst með þrennum járnum bæði á höndum og fótum og svo vefja hann sver- um keðjum frá hálsi og niður á fætur. En það tók Reyni ekki nema tvo tima að brjóta þessa fjötra af sér inni i læstum fangaklefanum. Þá tók hann sér smáhvild, áður en hann réðist i að brjótast út. Arnbjörn Ólafsson læknir, sem skoðaði Reyni, bæði áður en hann var f jötraður og eins eftir að hann var kominn úr hlekkjunum sagð- ist ekki hafa fundið neitt athuga- vert við Reyni. — „Nema ef vera skyldi, að blóðþrýstingurinn er iviö lægri hjá honum heldur en eðlilegt er talið.” Seinni hluti þrautarinnar tók lengri tima hjá Reyni heldur en sá fyrri. Fyrst réöst hann á hliðarvegg klefans með keðjurn- ar að vopni og hafði myndað heljarsprungur i vegginn, þegar hann sá sig um hönd. Hann reyndi einnig við að brjótast út meö dyr- unum, og hafði veggurinn hjá dyrakarminum látið mikið á sjá, þegar hann hætti við þar. Hann fór aö hugsa um kostnað- inn af viðgerðinni, og valdi þá þann vegginn, sem hann hélt að auðveldast væri að gera við, út- vegginn með glugganum. Þar braut hann úr glugganum skot- helt glerið, en með þvi að glugginn var alltof þröngur til þess að hann gæti skriðið út um hann, þá braut hann einnig úr karminum og vikkaði út glugga- opið. Þá var klukkan orðin um átta að kvöldi dags. Reynir kvartaði undan þvi, að súrefnisskortur hefði gert sér erfiðara fyrir. „Ég þarf svo óhemju mikið súrefni við þetta,” sagði hann. Hann sagðist ætla norður til Akureyrar, til þess að jafna sig eftir átökin. „Þar finn ég, að mér liður mjög vel, og mér finnst sem mér aukist þróttur, þegar ég er þar,” sagði Reynir. Einhverntima á næstunni ætlar hann að reyna við enn eina þraut vegna myndatökunnar, og liggur hún i þvi, að hann ætlar að taka heilan hest upp á bakið og bera um götur Keflavikur. — GP Hér er Reynir aðbrjóta sér leiðina út úr fangaklefanum, gegnum gluggann, sem á að halda manni mjög örugglega. (Ljósmynd Visis EMM) Jónas og Einar til söngvahátíðar í Tokyo: „LÍTIÐ 0G LJÚFT LAG EFTIR EINAR" VALIÐ ÚR LIÐLEGA ÞÚSUND TÓNVERKUM „Þetta er bara litið og ljúft lag, sem liann Einar liefur sam- ið. Lag sem við liölöúm gert okk ur vonir um að koma á plötu viö tækifæri, en aö það ætti cftir að spjara sig svona vel það höfðum við ekki látiö okkur dreyma um. Þannig komst Jónas R. Jóns- son að orði, er Visir leitaði hjá honum upplýsinga um lag það, sem hann ásamt Einari Vilberg mun fara með til þátttöku i al- þjóðlegri söngvahátið I Tokyo i næsta mánuöi. „World Popular Song Festi- val” er heiti keppninnar, sem Yamaha stofnunin um tónlistar- kennslu gengst fyrir, ásamt ut- anrikis- og menntamálaráðu- neyti Japan. Þetta er i þriðja sinn, sem há- tiðin er haldin. Fyrsta árið sendu tónlistarmenn frá 45 lönd- um samtals 541 tónverk i undan- keppnina, i fyrra bárust 754 verk frá 54 löndum og nú fyrir þessa keppni bárust liðlega eitt þúsund tónverk. Lag Einars heitir „When I Look At All Those Things” og hefur aldrei verið flutt opinber- lega áður. Við flutning þess Tokyonjóta þeir Jónas og Einar aðstoðar 64 manna hljómsveitar og sjö manna kórs. Halda þeir félagar utan 13. næsta mánaðar til æfinga, en keppnjn sjálf fer fram dagana 17. til 19. i Budo- kan-tónlistarhöllinni, sem rúm- ar 10.000 áheyrendur. Verður tónlistarhátiðinni sjónvarpað um Japan og ná- grannalöndin, og að keppninni lokinni verður gefin út hljóm- plata með 28 efstu lögunum i keppninni, sem seld verður um allan heim. Hljómplatan frá sið- ustu keppni seldist i milljónum eintaka. Þátttakendur i úrslitakeppn- inni, sem Jónas og Einar halda nú til, eru i kringum 40 talsins, en úr hópi þeirra verða valdir beztu flytjendurnir, beztu laga- smiðirnir og svo verður að sjálf- sögðu valið bezta lagið i keppn- inni. Og verðlaunin eru ekkert slor, þau hæstu eru rúmlega kvart milljón islenzkra króna. Svo óneitanlega er til mikils að vinna hvað það snertir, auk þess sem tónlistarhátiðir af þessu tagi eru hin bezta kynning fyrir skemmtikrafta. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.