Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 5
Visir Mánudagur 25. september 1972.
5
Í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í
UMSJON:
HAUKUR HFIGASON
ÚGANDA OG
TANSANÍA
VILJA SEMJA
Flestir skæruliðarnir,
sem höfðu ráðizt inn i
Úganda, sneru aftur til
Tansaniuum helgina, og
voru taldar góðar horfur
á að leysa deiluna milli
rikjanna.
Tansaniustjórn hefur fallizt á
friðartillögur, sem utanrikisráð-
herra Sómaliu hefur lagt fram.
Amin Úgandaforseti hefur einnig
lýst yfir ánægju sinni með tillög-
urnar, en hann segir, að friður
geti ekki orðið fyrr en allir inn-
rásarmenn séu á brott úr landinu
og óbóte fyrrum forseta Úganda
visað úr landi i Tansaniu, þar sem
hann hefur verið i útlegð sinni.
Skæruliðarnir, sem börðust i
Úganda, voru flóttamenn frá
Úganda, sem réðust yfir landa-
mærin frá Tansaniu fyrir átta
dögum.
ÞAR VORU BORN I AFMÆLISBOÐI
Þotan lagði ísbúðina
voru vfir likunum. ..Flest voru
í rjúkandi rúst
Það var afmælisveizla í
ísbúðinni. 17 börn sátu
við borðið við stóra
gluggann, með skrítna
hatta og umkringd rjóma-
is og konfekti. En
hláturinn þagnaði skyndi-
lega. isbúðin var lögð í
rúst. Brunnin lik og brak
úr þotu og tveimur bif-
reiðum, sem höfðu
kastazt inn um vegginn.
Orrustuþota hrapaði i flugtaki
frá flugvellinum iSacramcntoi
Kaliforniu i gærkvöldi og hentist
• inn i búðina. Um 100 manna
voru i isbúðinni. þegar slysið
varð. 22 voru sagðir hafa látið
lifið og 14 slasazt.
..Flugvélin reif burt vegginn,
þar sem börnin sátu. Þau voru
öll i kös”, sagði Davc Thorton,
sem var sjónarvottur.
i búöinni fóru jafnframt fram ■
4-5 önnur afmælisboð. Hún var
vinsæll staður slikra boða á
sunnudögum.
Sjónarvottar sögðu, að þessi
flugvél, sem var frá Kóreu-
striðinu, hafi aldrei komizt á
loft. Hún þaut niður flugbraut-
inaiátttil isbúðarinnar, rakst
á og kastaöist til og inn á bila-
stæði verzlunarmiðstöðvar.
Hún var orðin cldhnöttur,
þegar hún rakst á bifreiðarnar
þar. Kin bifreiðin kastaðist til
hliöar, og þotan reif tvær aðrar
með sér gcgnum vcgg búð-
arinnar.
Kúmlcga 100 lögregluþjónar
voru i 90 minútur að ■ ná lik-
unum úr rústunum.
Jafnskjótt og nýtt lik fannst
var farið mcð það til sjúkrabif-
reiðar, sem ók brott. Ábreiður
voru yfir likunum. „Flest voru
þau litil”, segir fréttamaður
AP. ,,cn þó voru nokkur af full-
orðnum”.
Farrels-isbúðin var vinsæl, og
foreldrar fóru þangað með börn
sin þcgar þcir vildu gcra þeim
óvcnjuglaöan dag.
Gulur og rauður vængur flug-
vélarinnar var drcginn burt.
Kranabifreiö dró cinnig burt
brakið úr bilunum. Mcstur hluti
vcggjarins kom með. Slökkvi-
liðsmcnn lcituöu i brakinu fyrir
utan. Þar voru tvö lik.
Þetta ereittaf fimm bréfum, sem
bárust sendifulltrúa tsraels i
Vinarbþrg, og var eitt pund af
sprengjuefni í þessu. Mælikvarð-
inn sýnir sentimetramál bréfsins.
Vitisvélin þurfti ekki mikið pláss.
Bréfsprengjur
vel ó 5. tug
Utanrikisráðuneyti israels hcf-
ur ákveðið að scnda eigin sér-
fræðinga til scndiráða sinna til að
sjá um framkvæmd nýrra ör-
yggisráöstafana.
Fimm sprengjur hafa fundizt i
pósti til israelskra diplómata i
Ástraliu.
Alls eru bréfasprengjur til
israelsmanna viða um heim
orðnar hátt á fimmta tuginn, á
um það bil einni viku.
FOLK GRIPIÐ SKELFINGU
OG FANN EKKIÚTGANGA
Griskir lögregluþjón-
ar og sérfróðir læknar
reyna i dag að bera nán-
ari kennsl á 31, sem
týndi lifi i eldsvoða i
veitingahúsinu Oscar á
laugardagskvöld. Lög-
reglan segist vita, að 26
þeirra hafi verið Norð-
uriandabúar, 3 írar og
tveir Grikkir. Talið er
vist, að engir islending-
ar hafi farizt þarna og
engir Norðmenn.
Fjórar sjúkraflugvélar komu til
Ródos snemma i morgun til að
sækja þá 16 ferðamenn, sem slös-
uðust, en þeir eru 13 Sviar, 2
Finnar og 1 Dani. Um hádegið fer
fram minningarathöfn á stærsta
torgi bæjarins Ródos. Þar verða
nokkrir ættingjar hinna látnu og
fulltrúar griskra stjórnvalda.
Fólkið, sem brann inni, var
statt i danssalnum á annarri hæð
veitingahússins. Skelfing greip
menn, þegar eldurinn brauzt út,
og gestirnir þrengdu sér saman
við litinn stiga, sem lá niður til
fyrstu hæðar. í uppnáminu yfir-
sást fólki, að tveir aðrir neyðarút-
gangar voru frá hæðinni.
Lögreglan telur eldsvoðann
hafa átt upptök sin i skamm-
hlaupi i rafkerfi.
Gistihús á eyjunni hafa greint
lögreglunni frá, hvaða gesta er
saknað eftir brunann.
Lögreglan hefur krafizt þess af
rafmagnsveitum staðarins, að
þær gefi skýringar á þvi, hvers
vegna það tók svo langan tima að
taka strauminn af, svo að
slökkviliðið gæti hafizt handa. 45
minútur liðu, áður en straumur-
inn var rofinn, og slökkviliðs-
menn þorðu ekki að hefjast handa
fyrraf ótta við að hljóta skaða af
straumnum.
Fáir gestanna skildu grisku og
þess vegna tókst ekki að koma
þeim i skilning um, að fleiri út-
gangar væru á staðnum en sá við
stigann. Fáeinir stukku út um
glugga og komust lifs af.
SCHILLER
FARINN UR
FLOKKNUM
Karl Schiller fyrrum Schiller hafði verið í
fjármálaráðherra í stjórn flokknum 25 ár og meðal
Willy Brandts hefur gengið helztu leiðtoga hans og
úr jafnaðarmannaflokkn- kosningatrompa.
um.
SOVÉTMENN TIL SÝRLANDS
Sovétrikin flytja nú lið
með flugvélum til Sýr-
lands að sögn banda-
riska hermálaráðherr-
ans Melvin Laird.
Starfsmenn ráðuneytisins
segja, að Sovétmenn vilji vinna
upp það, sem tapaðist þegar nær
allir starfsmenn þeirra i Egypta-
landi voru reknir burt i sumar.
Nú flytji þeir lið og vopn til Sýr-
lands og fari þrjár eða fjórar
flugvélar dag hvern.
Bandarikjamenn segja, að
könnunar (njósna-) flug sovézkra
flugvéla yfir bandariskum skip-
um og öðrum NATO-skipum á
Miðjarðarhafi hafi hætt, eftir
brottrekstur Sovétmanna frá
Egyptalandi. Laird segir, að enn
sé of snemmt að spá þvi, að
njósnaflugið byrji að nýju, eftir
að Sovétmenn hafi komið sér bet-
ur fyrir i Sýrlandi.
Fyrr i mánuðinum sagði blaðið
New York Times, að Sovétmenn
og Sýrlendingar hefðu samið á
laun um að Sovétmenn fengju
flotastöðvar i tveim stórum höfn-
um, en i staðinn létu þeir Sýrlend-
ingum i té loftvarnareldflaugar
og orrustuflugvélar af MIG-gerð.
Suður-victnamskur hermaður, sem hefur misst fæturna i stríðinu, varð flóttamaður, þcgar
Norður-Vietnamar sóttu inn i bæinn Song Ve.