Vísir - 25.09.1972, Blaðsíða 6
6
Visír Mánudagur 25. september 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprént hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bihgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
Brandt eða Barzel?
Rikisstjórn Willy Brandts reisti sér hurðarás um
öxl i utanrikismálum, og hún vék til hliðar vanda-
málunum innanlands vegna sundrungar stjórnar-
liða. Innviðir stjórnarinnar brustu, og þess vegna
neyddist Brandt til að fella sjálfan sig á þingi. Svo
óvenjulegar sem þær aðferðir eru, átti Brandt fáa
aðra kosti. Hann þurfti að fá samþykkt vantraust á
stjórn sina, svo að forseti gæti rofið þing og efnt til
kosninga.
Þessi ófagra lýsing gefur hins vegar ekki til
kynna, að rikisstjórn Willy Brandts hafi valdið
þáttaskilum i heimsstjórnmálum. I henni felst ein-
vörðungu, að Brandt gekk lengra en stjórn hans'
þoldi og hann var ekki sá ,,járnkanslari”, sem gati
haldið sundurleitum flokkum sameinuðum i harðri!
orrustu. Stefna hans gagnvart Austur-Evrópurikj-
um táknaði meiri byltingu en stjórnarliðið gat veriðí
einhuga um. Þess vegna tóku þingmenn að reytast
af stjórnarflokkunum, einn af öðrum, unz stjórnin
hafði ekki lengur meirihluta. !
Brandt gengur heldur ekki sigurviss til kosninga.
Á tæpum tveimur mánuðum yrði hann að vinna tals
vert fylgi, ef stjórn hans ætti að halda velli i kosn-
ingunum. Að siðustu urðu hermdarverkin i
Múnchen honum persónulegt og pólitiskt áfall. Að
óbreyttum viðhorfum verður næsti kanslari Vestur-
Þýzkalands Rainer Barzel úr kristilega demókrata-
flokknum og sveigt verður frá vinstri til hægri i
þýzkum stjórnmálum.
Kosningabaráttan er hafin, og hún verður hin1
harðasta frá striðslokum. Kristilegir demókratar
munu færa sér i nyt mistök stjórnarinnar við
framkvæmd umbóta, sem hún hafði heitið en ,,lagt i
salt” vegna sundrungar. Þeir munu minna á verð-
bólgu og vaxandi vanda i efnahagsmálum og fjár-
málum, sem birtist meðal annars i þvi, að tveir
fjármálaráðherrar stjórnarinnar sögðu af sér, hvor
á fætur öðrum i litilli vinsemd við Brandt. Þótt
Vestur-Þýzkaland standi traustum fótum i efna-
hagsmálum og atvinnuleysi sé litið, er þjóðin orðin
góðu vön og telur það meiriháttar erfiðleika, sem
margar aðrar þjóðir mundu telja nokkuð gott
ástand. 1
Brandt mun reyna að byggja á þeirri stefnu, sem
hefur veitt honum mest fylgi erlendis og friðarverð-
laun þvi til staðfestingar. Afstaða hans i utanrikis-
málum er hins vegar tvieggjað sverð i landi hans,
og munu úrslit kosninganna geta oltið á, hvernig
flokkunum tekst til við útlistun hennar fyrir kjós-
endum næstu vikur. Að visu treystu kristilegir demó-
kratar sér ekki til að fella samninga Brandts viði
kommúnistarikin, þegar á hólminn kom. Engu að
siður olli þessi stefna miklu um sundrungina i|
stjórnarliðinu, og kjósendur skiptast mjög i tvær
fylkingar um hana.
Loks eru Þjóðverjar meiri persónudýrkendur en
margir aðrir, og úrslitaátökin um þá kjósendur,
sem enn eru óákveðnir og geta skipt sköpum fyrir
framtið Willy Brandts, kunna að standa um per-
sónur þeirra Brandts og Barzels. Á þvi sviði hefur
Brandt enn vinninginn .
Pyntingar pólitiskra fanga eru tiöar i þessunt rikjum.
ÞEIR PYNTA
Hinar hroöalegustu pyntingar á
föngum, einkum pólitiskum föng-
um, eru tiðkaöar viöa um hcim.
lllutiaus samtök, Amnesty
International, rannsakar slík
mál. og samtökin hafa starfað af
heiðarlcika, aö þvi er bezt verður
séö. Athuganir þeirra hafa leitt i
ljós, aö pyntingar eru tiðkaöar i
aö minnsta kosti sautján rikjum
hcims, brúnum og rauðum.
öllum er kunnug sú aðferð stjórn-
valda i Sovétrikjunum að setja
stjórnarandstæðinga á geðveikra-
hæli. Þarna er tvimælalaust um
að ræða fólk, sem er heilt á geðs-
munum samkvæmt venjulegum
mælikvarða. Amnesty Inter-
national hefur sannanir fyrir tiu
slikum tilvikum i Sovétrikjunum
á siðasta ári, og niðurstaðan er
sú, að þessi „aðferð” sé miklu út-
breiddari og raunar sú venjuleg-
asta i viðskiptum við stjórnar-
andstæðinga þarlendis.
Samtökunum berast stöðugt
fregnir af misþyrmingum á
pólitiskum föngum i Grikklandi,
þótt þær muni ekki jafn tiðar og
var fyrst eftir valdatöku her-
foringja árið 1967. Þrir fyrr-
verandi fangar sóru þess eið i
viðurvist fulltrúa samtakanna, að
þeir hefðu verið pyntaðir, og
fjöldi ættingja ber vitni um
pyntingar fanga.
Brasilía
alræmd
Pyntingarnar eru kannski ah
ræmdastar i Brasiliu um þessar
mundir. Stöðugt berast frásagnir
af ægilegustu meðferð, sem
pólitiskir fangar þar eru látnir
sæta. Pyntingar virðast þar vera
venjuleg aðferð við yfirheyrslur,
segja samtökin, og sérstakir
pyntingaklefar eru notaðir við
hina ósveigjanlegustu. Oft eru
llllllllllll
m ims
Umsjón:
Haukur Helgason
ættingjar neyddir til að horfa á
misþyrmingar á föngum, eða
fangar á pyntingar ástvina. Tólf
þúsund pólitiskir fangar sitja i
fangelsum i Brasiliu, þar sem
herforingjastjórn hefur haft völd
um langt árabil.
Castro lifir i ótta við innrás frá
Bandarikjunum, og handtökur
eru tiðar á andófsmönnum. Eina
sönnun fengu samtökin um mis-
þyrmingar i fangelsi á Kúbu, og
var um að ræða mann, sem hafði
farið i hungurverkfall i fangelsi
til að mótmæla framlengingu
dóms. Hann var pyntaður til
dauða.
Á Spáni eru enn fjölmargir
pólitiskir fangar, og fregnir ber-
ast um misþyrmingar.
Svipuðu máh gegnir i Portúgal,
og hefur litil breyting orðið, þótt
Caetano tæki við af Salazar fyrir
fjórum árum og lofaði auknu
frjálsræði. Enn tiðkast i Portúgal,
að fólk sé handtekið og lokað i
fangelsum án dóms.
I nýlendum Portúgala i Afriku
er ástandið i þessum efnum mun
verra, enda eiga Portúgalir þar i
höggi við uppreisnarmenn.
Strössner verstur glæpamanna, sem rikjum stýra.
Minna pyntað á
Norður-irlandi.
Dregið hefur úr frásögnum ef
misþyrmingum á Norður-lrlandi
siðan brezka stjórnin setti landið
undir beina stjórn sina fyrir hálfu
ári. Amnesty-samtökin hafa
fengið i hendur þrettán eið-
svarnar yfirlýsingar um pyntingar
i fangelsum á Norður-lrlandi, en
starf samtakanna virðist þar hafa
gefið góða raun og haft áhrif til að
draga úr pyntingunum.
1 tran eru pólitiskir fangar
taldir skipta þúsundum, en vafi
leikur á nákvæmri tölu. Amnesty
International telur engin tvimæli
á, að pyntingar séu algengar þar
og oft séu menn pyntaðir til
dauða.
Hin mjög andkommúnistiska
stjórn i Indónesiu heldur enn
þús. stjórnmálaandstæðinga
i fangelsum. Amnesty-samtökun-
um hafa ekki borizt frásagnir af
pyntingum þar siðan i vetur, en
samtökin telja ósennilegt að þeim
hafi verið hætt.
Þá hafa samtökin fengið i
hendur upplýsingar um mis-
þyr.mingar á föngum i Indlandi,
og virðast þær vera algengar.
1 Mið-Amerikurikinu
Guatemala beita stjórnvöld
mikilli hörku gegn andófsmönn-
um, sem i þvi tilviki eru til
vinstri. Amnesty segir, að fangar
hverfi gjarnan sporlaust I
fangelsum Guatemala og séu þeir
þvi litt til frásagnar um pynting-
ar.
I þvi fræga riki Úganda hafa
misþyrmingar á stjórnarand-
stæðingum tiðkazt, og raunar
hafa fjöldamorð verið framin á
uppreisnargjörnum ættflokkum.
1 riki Haile Selaisse keisara,
Eþiópiu, eru stúdentar gjarnan
pyntaðir með barsmiðum og raf-
magnslosti, ef þeir andmæla
rikisstjórninni. Á eyjunni
Sansibar, sem tilheyrir
Tansaniuriki, eru misþyrmingar
fastur þáttur i meðferð stjórnar-
andstæðinga. Fleiri riki „svörtu
Afriku” mætti tilgreina, en
Amnesty-samtökin hafa ekki birt
niðurstöður frá öðrum, nema
Namibiu.Suðvestur-Afriku , sem
er undir stjórn Suður-Afriku, þar
sem hvitur minnihluti ræður. Frá
Suðvestur-Afriku hafa borizt
fréttir um pyntingar á pólitiskum
föngum og jafnvel morðum.
Notar afbrigöilega
pyntingameistara
Tyrkland hefur nokkuð breytzt,
siðan herinn fékk öll völd fyrir
rúmuári.Nú fréttist oft um mis-
þyrmingar á pólitiskum föngum
þaðan.
Strössner tók völd i Paraguay
fyrir 18 árum. Hann er litið i frétt-
um en þó verstur glæpaforingi
sem riki stýrir og er þó af nógu að
taka i þvi. Strössner notar af-
brigðilegt fólk, geðbilað og kyn-
ferðilega bilað. til að pynta
pólitiska fanga, að sögn Amnesty
International.