Vísir - 09.10.1972, Qupperneq 5
VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972.
AP/INITB I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN
UMSJON:
HAUKUR HfcLGA^ON
Nýjar „uppgötvanir" um Lusitaniu:
Ekki mein-
laust far-
þegaskip —
flutti vopn
Brezkur rithöfundur
kveðst hafa fundið út
sannleikann um skipið
Lusitaniu/ sem Þjóðverj-
ar sökktu árið 1915 og
flestir munu kannast við.
Rithöfundurinn segir, að
skipið hafi verið hlaðið
vopnum og skjöl verið
fölsuð.
Þýzkur kafbátur sökkti
Lusitaniu undan suðurströnd tr-
lands 7.mai 1915. Skipið var eign
enska Cunardfélagsins og var á
leið til Liverpool frá New York.
Á 18 minútum sökk skipið og
1198 af 1959 farþegum og áhöfn
skipsins fórust.
Rithöfundurinn Colin Simpson
hefur ritað bók, sem nefnist
„Lusitania” og á að koma út i
Bandarikjunum næsta vor.
Úrdráttur úr bókinni birtist i
timaritinu Life i gær. Þar ræðst
Simpson gegn þeirri almennu
skoðun, að Lusitania hafi verið
„saklaust farþegaskip” og árás
Þjóðverja hafi veriö tilefnislaus
hernaðaraðgerð gegn borgurum
hlutlauss rikis, það er að segja
Bandarikjanna. 124 Banda-
rikjamenn biðu bana, er
Lusitania sökk. Þvert á móti
segist Simpson hafa fundið út
með þvi að rannsaka skjöl i
þjóðskjalasafninu i Washington,
að allt bendi til, að skipið hafi
verið i vopnaflutningum til
Bretlands.
Brezki flotinnn hafi sýnt „ein-
kennilegt kæruleysi” i vernd
skipsins og i 30 ár hafi Banda-
rikjastjórn haldið leyndum upp-
lýsingum um málið.
Bandarikjamenn tóku ekki
þátt i heimsstyrjöldinni fyrst i
stað, svo sem kunnugt er, en
komu siðan til sögunnar eftir
árásina á Lusitaniu og fleira af
þvi tagi.
Þurfa að
bíða í viku
Kanadiski isbrjóturinn Sir John
A. Macdonald er á leið til bjargar
tveimur bandariskum skipum i
heimskautsisnum 1000 milum
norðan islands.
En Macdonald var i 2400 milna
fjarlægð frá bandarisku skipun-
um i gær, þegar það var sent á
vettvang.
Rannsóknarskip bandariska
flotans, Mizar, rakst á isbrjótinn
Edisto á föstudag. Edisto mun
hafa haft Mizar i togi eftir vélar-
bilun þess, en árekstur varð og
skrúfur Edisto skemmdust.
Ekki urðu slys á mönnum, og
skipin voru ekki talin mundu
sökkva.
Macdonald var talið mundu
komast til skipanna eftir átta
daga, en hraðinn er undir ísnum
kominn. Siðan mun Macdonald
draga hvort skipið um sig útúr
isnum.
lsinn var sagður sex feta þykk-
ur á þessum slóðum og voru skip-
in 37 milur inni á isbreiðunni.
Kvenrœmngi nœst
Lögreglan handtók 32ja ára
mann i gær i sambandi við ránið
á sex stúlkum og kennara þeirra i
Astralíu.
Maðurinn, sem er faðir
fjögurra barna, var sofandi á
heimili sinu i Bendigo, 130 kiló-
metra frá Melbourne, þegar
mikið lið lögreglu umkringdi
húsið.
Hann gafst upp andspyrnu-
laust.
Lögreglan leitar annars manns.
Kennarinn Mary Biggs,
tvitug, og sex nemendum hennar
var rænt i skóla llOkmfrá Mel-
bourne. Ræningjarnir kröfðust
um 100 milljón islenzkra króna i
lausnargjald. Stúlkurnar komust
undan úr bifreið 15 klukku-
stundum siðar.
Lausnargjaldið hafði verið af-
hent samkvæmt fyrirmælum
ræningjanna, en þeir sóttu það
ekki til þess staðar, sem þeir
höfðu nefnt.
Wilson púar
Harold Wilson drottnar með sinni nýju vinstri stefnu á flokksþingi
Verkamannafiokksins. Hann púar og púar og er glaður.
Ungfrú alþjóðleg
llin brezka ungfrú Linda Ilooks vcrið krýnd „ungfrú alþjóðleg” I
ræður sér varla eftir að hún hefur keppninni i Tókió.
Brandt hyggst fó samn-
ing í hnappagatið —
— fyrir kosningor
Willy Brandt stefnir
að þvi að hafa lokið
samningum við Austur-
Þjóðverja fyrir kosn-
ingarnar i Vestur-
Þýzkalandi. Hann
hyggst undirskrifasamn*
ing á „toppfundi” með"
forsætisráðherra A -
Þýzkalands i nóvember,
segir timaritið Der
Spiegel i gær. Sendi-
maður Brandts, Egon
Bahr, leitar aðstoðar
Sovétmanna við þetta,
er hann i dag hittir
sovézka utanrikisráð-
herrann Gromyko i
Moskvu.
Ýmis ljón eru á vegin-
um, og gerir Brandt sér
vonir um, að Sovétmenn
muni hjálpa sér við að
ráða niðurlögum þeirra,
segja fréttastofur i
morgun.
Brandt villl hraða samningunum
til að styrkja sig i kosningunum,
sem verða 19. nóvember.
Der Spiegel kallar grein sina
„að gera málið vatnsþétt” og
segir, að Walter Schell utanrikis-
ráðherra muni fara til Prag i
þessum mánuði og semja við
Tékkóslóvaka. Brandt hyggst
gera ,jekki-árásarsamning” við
Tékkóslóvaka i svipuðum dúr og
við Kfnverska alþýðulýðveldið.
Munchensamningarnir
frá 1938 i veginum.
Viðræður Vestur-Þjóðverja og
Tékkóslóvaka hafa til þessa
strandaö á MUnchensamningnum
sem ruddi brautina fyrir valda-
töku nasista i Tékkóslóvakiu.
Tékkóslóvakar vilja, að Brandt
stjórnin lýsi frá upphafi yfir, að
sá samningur sé ógildur og hafi
alltaf verið, en ýmis lagaleg
vandamál mundu fylgja þvi,
segja V-Þjóðverjar, einkum
vegna stöðu flóttafólks frá
Tékkóslóvakiu.
Þess vegna hefur Brandtstjórn-
in látið nægja að segja, að samn-
ingurinn sé ekki lengur i gildi, en
ekki viljað Iýsa hann ógildan frá
upphafi. 'V
Reglubundnar flugferðir
Der Spiegel segir ennfremur,
að i samningi Vestur- og Austur -
Þjóðverja muni verða inngangur
og 14 greinar, þar á meðal um, .
valdbeitingu sé hafnað i sam-
skiptum rikjanna, landamæri séu
órjúfanleg og rikin skipti sér ekki
af innanrfkismálum hvers
annars.
Verið sé að leggja siðustu hönd
á greinar um samvinnu I við-
skiptum og efnahagsmálum, um-
hverfisvernd, visindi og Iþróttir
og menningarsamskipti.
<3ert sé ráð fyrir samstarfi um
samgöngur, reglubundnar flug-
ferðir milli Vestur- og Austur -
Þýzkalands, en flug milli Vestur-
Berlinar og Vestur-Þýzkalands
verði látið eftir flugfélögum frá
Frakklandi, Bretlandi og Banda-
rikjunum.
Enn er eftir að sögn timaritsins
að afgreiða kröfur Vestur-Þjóð-
verja þess efnis, að samningurinn
verði til bráðabirgða, þar tií
friðarsamningar hafi verið gerðir
fyrir allt Þýzkaiand við stór-
veldin fjögur.
Austur-Þjóðverjar vilja hins
vegar lita á samninginn sem
endanlegan og telja, að með
honum sé viðurkennt, að þýzk
riki séu tvö. Þeir vilja einnig, að
V- og A-Þýzkaland skiptist á
sendiherrum.
Kratar tapa í Austurríki
Austurrískir jafnaðar-
mennbiðu nokkurn ósigur í
héraðs- og sveitarstjórnar-
kosningum í gær.
Jafnaðarmenn fara með
ríkisstjóm i Austurriki.
1 kosningum til héraðsþings i
Burgenlandhéraði misstu jafn-
aðarmenn einn þingmann á
héraðsþingi og meirihluta sinn.
Þeir fengu sextán þingmenn,
hægri flokkurinn fimmtán og
„frelsisflokkurinn”, sem er hægri
flokkur, einn.
1 Salzburg misstu jafnaðar-
menn tvo borgarfulltrúa.