Vísir - 09.10.1972, Side 11
VISIR. Mánudagur 9. október 1972.
11
Öruggur bikarsigur Vestmannaeyja
— Sigruðu Bikarmeistora Víkings með 4-1 í Eyjum á laugardag
örn óskarsson, sá hviti til hægri, var mikill ógnvaldur fyrir vörn Vikings á laugardag. Hér hefur hann leikið
á Magnús Þorvaldsson og sendir knöttinn framhjá Diðrik markverði. Þetta var fyrsta mark Arnar
og Vestmannaeyinga i leiknum. Ljósmynd Guðmundur Sigfússon.
Eftir jafnan fyrri hálfleik
i bikarleik iBV og Vikings í
Vest ma nna ey j u m á
laugardag tóku Eyjamerui
völdin í leiknum i þeim
siöari. Þeirskoruðu þá þrjú
mörk og sigruðu bikar-
meistara Víkings með 4-1 í
skemmtilegum og a II-
góðum leik og verða að
teljast mjög sigurstrang-
legir í keppninni.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn
og sóttu liðin á vixl, en á 8. min.
fékk Orn Óskarsson boltann á
hægri kanti og brunaði upp kant-
inn og inn i vitateigshornið. Þar
spyrnti hann föstu skoti, og bolt-
inn hafnaði i markinu.
Siðan áttu liðin nokkur tæki-
færi, meðal annars átti Guðgeir
Leifsson fast jarðarskot af 30 m
færi, sem Páll i marki tBV varði
vel. Þá átti Guðgeir annað lang-
skot i hálfleiknum, sem Páll varði
einnig. Vikingum tókst svo að
jafna á 25. min. úr aukaspyrnu.
Guðgeir skaut i Eirik Þorsteins-
son, sem var rangstæður, og
breytti hann stefnu boltans i
markið.
Á 6. min. i siðari hálfleik
skoraði Orn annað mark sitt i
leiknum og á 15 min. kom
Haraldur Júliusson IBV i 3-1.
Hann átti þá gott skot af 20 metra
færi. Siðan átti Snorri skot i slá
Vikingsmarksins og boltinn hrökk
út til Haralds, sem skallaði að
marki, en Diðrik varði vel. Aðeins
siðar áttu Vikingar skalla yfir
markmannslaust mark IBV.
A 31. min gerði Orn út um leik-
inn — hann fullkomnaði þrennu
sina 4-1. Miklu meiri munur var á
liðunum i siðari hálfleik, en þeim
fyrri. Guðgeir Leifsson var lang-
bezti maður Vikings. Hann ætlaði
að verða eftir aö leik loknum til
viðræðna við stjórn IBV, en hann
er að hugsa um að flytja til Vest-
mannaeyja og leika með liðinu
næsta ár. Hins vegar gat Guðgeir
ekki komiö þessu við nú og hélt
með Vikingum heim. Orn Óskars-
son kom frá Reykjavik, þar sem
hann er að vinna i Kassagerð
Reykjavikur og skoraði þrjú
mörk. örn og Haraldur léku bezt
i framlinu IBV, og ólafur og Frið-
finnur i vörninni. Valur
Benediktsson dæmdi lélega.
GS
Ármenningar
stóðu í Val
Fjórir leikir voru háöir i
meistaraflokki Reykjavfkur-
mótsins i handknattleik I
gærkvöldi og kom þar mest á
óvart, að Reykjavikur-
meistarar Vals áttu i hinum
mestu erfiðleikum með
Armann. Þó tókst Val að
sigra 11-10 og kom sigur-
markið rétt fyrir leikslok.
Fyrsti leikurinn var milli
Fram og Fylkis og vann
Fram stórsigur 17-3. 1 næsta
lið komu KR-ingar á óvart
og gjörsigruðu IR-inga 17-8.
KR-liðiö lék oft skemmti-
lega og linuspil þess setti 1R
út af iaginu, auk þess, sem
markvörður KR, ívar
Gissurarson, átti stórgóðan
leik. KR-ingar komust I 7-1
eftir 12 min. og eftir það var
ekki um mikia keppni að
ræöa. Staðan i hálfleik var
10-3 fyrir KR.
Siðasti leikurinn var milli
Þróttar og Vikings og var
það jafn ieikur. Þróttur kom
vissulega á óvart og voru
Vikingar frekar heppnir að
ná jafntefli 10-10, þar sem
jöfnunarmark Vikings var
skorað rétt fyrir leikslok.
Ef þér hafið einhvern tíma
skoðað þessa skápa í réttu umhverfi,
þá vitið þér hvað vantar í stofuna yðar
Nordaas veggskápur úr palisander.
Vér bjóðum tvær gerðir.
Stærri 90 cm breiða og
190 cm háa úr
tekki, eik, hnotu og palisander.
Minni 80 cm breiða og
180 cm háa
hvíta, græna, rauða og úr
tekki, eik og hnotu.
UL
ft I
-1 r
Íff
Simi -22900 Laugaveg 26