Vísir


Vísir - 09.10.1972, Qupperneq 15

Vísir - 09.10.1972, Qupperneq 15
VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. 15 „Ég kom hingað í fyrst- unni aðallega til að mála, enda gnótt myndrænna staða í Færeyjum," sagði Baldvin Ámas., málari og sölumaður, er við rákumst á hann og Rögnvald Páls- son, einnig sölumann, að snæðingi á Sjómannaheim- ilinu í Tórshávn. „En mér hefur ekki orðið mikið úr verki," hélt Baldvin áfram, „ég ætlaði að selja eftirprentanir til að hafa ofan í mig að éta, en salan gekk svo vel, að hún tók allan minn tima, enda færði ég þjóðinni ellefu hundruð þúsund krónur í gjaldeyri á sl. ári og vona að það verði ekki minna í Þeir félagarnir hafa bækistöð i Sjómannaheimilinu, þar sem þeir innramma myndirnar og fara siðan i söluferðir vitt um eyjarnar á bifreið Rögnvaldar, Volks- wagen rúgbrauöi. „Bilakostnaðurinn var svo hár” sagði Rögnvaldur,” að ég varð að finna einhver ráö til að minnka hann. Ég fór þvi til kunn- ingja mins, sem er bankastjóri, og bað um lán. Hann var eitthvaö tregur til, svo ég sagöist þá ekki hafa meira við hann að tala. Þá fékk ég lániö, gekk út meö pen- ingana, hitti bifreiöastjórann á þessu rúgbrauði og falaði vagn- inn. Hann sagði 4.800 færeyskar kr. ,,Of dýrt” sagði ég, 4000 þús. og fáðu mér svo lykilinn. þar meö var ég orðinn bileigandi, en samt vverö ég nú ekki nema kannski hálfdrættingur á við Baldvin. ,,Ég geri ráö fyrir aö ég hafi gert mest af þvi að kynna isl. myndlist i Færeyjum,” sagöi Baldvin, „með sölu á eftirprent- unum, bæöi eftir sjálfan mig og aðra.” Liklega hefur Baldvin rétt fyrir sér. Undirritaður fór nokkuð viða um eyjarnar og þar höföu þeir félagarnir komiö og selt i svo til öðru hverju húsi og margir þekktu nafn Baidvins, þótt þeir hefðu aldrei litiö hann augum. I fyrra annaðist Stefán Briem söluna út um eyjar, en Baldvin var þá sjálfur eingöngu i Tórs- hávn, sveittur við aö senda Stefáni myndir með næstu ferju. ,,Ég tel mig samt ekki til hinna stærri meistara i isl. myndlist,” sagði Baldvin „til þess hef ég ekki málað nógu lengi og náð þeirri leikni og þeim þroska, sem til þarf. Það hefur togast á i sálu minni, hvort ég ætti heldur að svelta og mála, þangað til ég verð sá snillingur, að hljóta lista- mannastyrk og aö þjóöin vilji kaupa verk min dýru verði, eða standa i sölumennsku, þar til að ég hef komizt i þau efni, að ég geti áhy ggjulitiö, f járhagslega, helgað mig listinni. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að hafa valið sölumennskuna fremur en listina, en nú er ég að verða það bjarg- álna, aö ég get lagt út á lista- brautina án þess að óttast sult eöa verða að betia” voru lokaorð Baldvins áður en hann og Rögn- valdur roguöust út meö fulla kassa af myndum, sem ætlaðar voru til sölu i Vestmanna, þann daginn. —emm Rögnvaldur málverkasali viö færeyskan þjóðveg, — þeir skila gjaldeyri i þjóöarbúiö sölumennirnir si- kátu. (Ljósm. EMM) SELJA ÍSLENZKA MYND- LIST GRIMMT í FÆREYJUM Vegur undir, — vegur yfir Um miöja þessa viku veröa opnuð til umferöar ný gatnamót milli Miklubrautar — Vestur- landsvegar og Reykjanesbrautar — Elliðavogar. Gatnamót þessi eru i tveim hæðum og eiga þau að greiða mjög fyrir umferðinni, einkum hvað snertir umferð að og frá Breiðholtshverfi. I þessu sambandi þykir rétt að kynna fyrir ökumönnum, hvernig aka skal um gatnamótin og er þess þvi farið á leit við fjöl- miðla, að þeir birti meðfylgjandi uppdrátt til skýringar. Þess ber að geta, að fram- kvæmdum við gatnamótin er ekki að fullu lokið, þar sem enn vantar hliðarbraut fyrir umferð frá Reykjanesbraut til vesturs yfir á Miklubraut. Þar til þessi tenging kemur, verður umferð frá Breið- holti til vesturs að þvera umferð um Elliðavog i vinstri beygju. Sm urbra uðstofan Njálsgato Slmi 151U5 « Varúð! — Árekstrahorn! 7« árekstrar urðu á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar i fyrra — þrátt fyrir umferöarljós og viö- sýni til allra átta. t þessum óhöppum slösuðust 10 manns. En þar er umferðarþunginn langmestur i Reykjavik, þvi að samkvæmt umferðartalningu, sem gerð var þar i april og maí, reyndist meöaltalsumferð á sólarhring vera 39.000 bilar. Þau gatnamót sem ganga næst þessum I árekstrarfjölda og óhöppum eru Kringlumýrar- braut og Háaleitisbraut, þar sem 48 óhöpp urðu i fyrra. Þar næst kemur svo Miklatorg með 43 árekstra og óhöpp. Reyndar voru önnur gatna- mót á Kringlumýrarbraut stór- háskaleg i fyrra, áður en þar var gerð breyting á. Þaö voru gatnamótin við Sléttuveg, þar sem urðu 40 árekstrar, og 18 slösuðust. Miklabraut við Grensásveg og Miklabraut við Háaleitisbraut tók lika drjúgan toll af umferö- inni, þrátt fyrir að á báöum þeim stöðum eru umferðarljós. GP bokSÍRSíg? á tslaiðði fallkoiaiið feeilsarækf; Heilsuræktin hefur opnað i stórglæsilegum husakynn- um i GLÆSIBÆ. Við bjóðum morgun-, dag- og kvóld- tima fyrir dömur og herra. Megrunarflokkar dömu og herra. Hjónaflokkar. Leitið upplýsinga. GLÆSILEG AÐSTAÐA I GLÆSIBÆ. HEILSURÆKTIN GLÆf'GÆ. III' III \I III. 11iv uinvnusnki i,rivnni^;i \ SIITII 85655.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.