Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 1
62.árg. — Miðvikudagur ll.október 1972. — 232. tbi. „Okkur ber ekki að leggja í meiri kostnað við blokkirnar" — segir formoður Framkvœmdanefndar — sjó baksíðu Er hvítt nú orðið svart? Margt er skrýtið i henni pólitik. Könnun I Vestur - Þýzkalandi sýnir, að þriðjungur stuðningsmanna jafnaðarmanna er „fremur andvigur” sósialisma og þriðjungur fylgjenda hægri flokksins er „fretr.ur fylgjandi” sósialisma. Yrði útkoman eitthvað svipuð hér á landi? Sjá bls. 3. 5 x fúsk Tungumálið kann ekki að margfalda. Hljóðupptakan er fúsk. Klippingin er fúsk. Myndatakan er fúsk. Leikstjórnin ' er fúsk. Leikurinn er fúsk. Um hvað er verið að ræða? Getið þrisvar, — eða flettið upp á menningarsiðu blaðsins i dag. — Sjá bls. 7. Öll flugvéla- ránin mistókust Flugvélaræningjum finnst kannski, að þeir séu miklar hetjur, þegar þeir halda lifi tuga manna i hendi sér. En þeir hafa ekki verið sigur- sælir. i 27 flugvélaránum i Bandarikjunum fyrstu niu mánuði ársins heppnaðist ræningjunum i engu tilviki að ná takmarki sinu. SJABLS5 Tvívegis rœndur sömu þúsundunum — sjó bls. 3 ★ Árekstrarnir: Tólf í gœr Aðeins liðu nokkrar minútur milli þess að lög- regluþjónar, sem kallaðir voru til aðstoðar vegna áreksturs á gatnamótum Alfheima og Suðurlands- brautar, voru i gærdag kallaðir á annan árekstur við Alfheima, en við gatna- mót Gnoðarvogs. Og strax i morgun, þegar sömu lögregluþjónar komu á vakt að nýju, varð fyrsta morgunverkið að sinna árekstri i Alfheimum, en þá við Langholtsveg. — Þegar blaðið fór i prentun i morgun hafði engin árekstur orðið ennþá við hin gatnamótin, sem eftir eru við Alfheima, — Glaðheima og Ljósheima. En tólf urðu árekstrarnir i gær, og þar af eitt umferðar- slys, svo að nú eru komnir 131 árekstur í október. Spáin getur vart Verið nær lagi, þvi að samkvæmt útreikningum verkfræðings okkar væru komnir 130 árekstrar, ef 13 árekstrar hefðu orðið til jafnaðar á dag, eins og hann spáöi i byrjun mánaðarins. Ferðir varðskipanna „hernaðarleyndarmál". . . EN ÞAU LÁGU ÖLL VIÐ BRYGGJUR UM HELGINA öll varðskip Land- helgisgæzlunnar lágu bundin við bryggjur um helgina og á meðan var ekkert skip til gæzlu- starfa á miðunum. Utan vitaskipið Árvakur, sem tilheyrir, Landhelgisgæzlunni, þótt verkefni hans liggi aðallega i þjónustu við vitana, einkum þá af- skekktari. Gæzlustörfin eru nánast aukaviðvik, sem skipið hleypur i, þegar stund gefst til frá aðalverkefnum. — Og i gær var skipið t.d. við viðgerðir á baujum i Hvalfirði. Þá lágu i Reykjavikurhöfn Óðinn og Albert, og svo nýja varðskipið, Hvalur 9. Albert hefur legið i Reykjavik i nær viku, meðan óðinn er búinn að vera hér siðan á föstudag. A föstudaginn kom inn til Akur- eyrar varðskipið Ægir með bilaða vél, en það fór út aftur um helg- ina, og er það helzta skipið, sem verið hefur linnulitið við gæzlu- störfin. bór liggur i viðgerð i Kristian- sand, og hann og Hvalur 9 hafa enn ekki komizt út á sjó til þátt- töku við gæzlustörf og verndun nýju landhelginnar. „Það eru aldrei veittar upp- lýsingar um ferðir varðsldpanna. Slikt væri aðeins að auðvelda landhelgisbrjótum iðju þeirra”, hafa verið tilsvör talsmanna Landhelgisgæzlunnar, ef að- spurðir um störf varðskipanna og árangur. En það sýnist ekki frá miklu að segja, þótt sá háttur yrði á hafður að ljóstra upp „hernaðarleyndar- málinu”. nema 3-4 sek." Var heiðurskveðjan of löng? „Þetta tók ekki — segir Bjarki Elíasson Eftir skyratið við Alþingis- húsið i gær er sú spurning ofarlega i hugum margra, hvort „honnörinn” heiðurs- varðarins hafi ekki staðið full- lengi eftir að Helgi Hóseasson réðst fram á móti fylkingu landsfeðranna með skyr- fötuna. „Þetta kom okkar mönnum mjög á óvart, ekki siður en öðrum”, sagði Bjarki Elias- son, yfirlögregluþjónn um þetta atriði i morgun. „Vitan- lega hefði verið æskilegt að geta gripiö inn í áður en maðurinn fór að sletta skyrinu, — en þctta gerðist á örskammri stund, hann kom hlaupandi með fötuna og þetta hefur varla tekið meira en 3-4 sckúndur”, sagði Bjarki, Sá lögregluþjónanna sem fyrstur varð til að sleppa heiðurs- kveðjunni og ráðast gegn manninum var hinn kunni hlaupari Þórir Þorsteinsson, en þá var maðurinn búinn að skvetta þrivegis þessu vatns- blandna skyri sinu, — en við átökin helltist það siðasta úr fötunni á Matthias Mathiesen, alþingismann. — JBP— Fjöldi manns safnaðist saman umhverfis lögreglubilinn þegar „skyrskvettarinn” var fjarlægður. BANDARÍKJAMENN KÖSTUÐU SPRENGJUM Á SENDIRÁÐ Hús franskra sendi- fulltrúa i Hanoi var eyðilagt i loftárás Bandarikjamanna i morgun, Fimm létu lifið i loftár- ásunum samkvæmt fréttum frá sænska utanrikisráðuneytinu um hádegið. Yfirmaður frönsku diplómatisku sendi- nefndarinnar særðist hættulega. Sendiherra Sviþjóðar i höfuðborg Norður - Vietnam segir, að sprengjur hafi lent um 400 metra frá sænska sendiráðinu. Hann segir, að egypzk kona hafi beðið bana i húsi frönsku sendifulltrúanna og margir starfsmenn sær'zt. Fréttir bárust um þetta laust fyrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.