Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 17
VÍSIR Miðvikudagur 11. október 1972.' 17 n □AG | □ KVOLD | □ □AG | D KVÖI L °l n DAG | UPPFINNINGAMAÐUR- INN í „STEININUM" James Stewart í kvikmyndinni „Byssu Williams" í kvöld ki. 21.20 sýnir sjón- varpið bandarisku biómyndina „Byssu-Williams”. Með aðalhiut- verkin i myndinni fara James Stewart, Jean Hagen og Wendell Corey. Myndin er að nokkru byggð á sannsögulegum atburð- um. Myndin fjallar um mann, David Marshall Williams að nafni. Hefur hann verið dæmdur til langrar fangavistar fyrir það að hafa orðið manni aö bana. I fangelsinu gerir hannmeðaðstoð nokkurra góðra manna upp- götvun. Það verður til þess að yfirvöldin beina athygli sinni að hinum ýmsu hæfileikum hans. James Stewart hefur leikið i fjölda mynda og munu margir hér á landi hafa séð hann bæði i sjónvarpi og bióum. Stewart fæddist 1908 i Indiana i Pennsyl- vaniuriki. Hann lærði arkitektúr, en sneri sér að námi loknu að leiklistinni. Hann lék i fjölda mynda á móti Henry Fonda. Stewart fékk Oscar verðlaunin fyrir leik sinn i myndinni Philadelpia Story, einnig hefur hann hlotið fjölda annarra viður- kenninga fyrir kvikmyndaleik sinn. Það hefur verið sagt um James Stewart, að þess mann- legri sem hlutverk hans séu, þess betur leiki hann. -ÞM ÚTVARP • miðvikudaGur 11. október 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 „Lifið og ég” — Eggert Stefánsson söngvari segir frá ■ Pétur Pétursson les (16). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist: 16.15 Veðurfregnir. Alþjóða- bankinn, stofnun hans og starfshættir- Haraldur Jó hannsson hagfræðingur flytur siðara erindi sitt. 16.40 Lög leikin á hörpu. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga gæðings og gamalia kunningja. Stefán As- bjarnarson endar frásögn sína (3). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál^tefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Strengjakvartett í D-dúr eftir Pavel Vranický Suk- kvartettinn leikur. (Hljóðr. frá útvarpinu i Prag). 20.20 Sumarvaka a. Um Drangey og bjargnytjar. Halldór Pétursson flytur frásögn Fagranesbræðra. b. Gamanmál eftir Loft Guö- mundsson.Höskuldur Skag- fjörð flytur. c. Lög eftir tsólf Pálsson. Þuriður Pálsdóttir og Tryggvi Tryggvason og félagar syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Bréf 1 W Nt 3 ^ Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 12. okt. ’72 ilrúturinn,21. marz-20.apríl. Góður dagur að þvi er séð verður. Þó mun hann öllu betur fallinn til að ljúka þvi sem komið er nokkuð áleiðis en byrja á einhverju ööru. Nautið, 21. april-21. maf. Allt bendir til þess að þetta geti orðið rólegur dagur, en ef til vill ekki atkvæðamikill. Þér mun verða vel til með aðstoð ef með þarf. Tvíburarnir, 22. mai-21. júni. Með sæmilegri gætni og skipulagi getur dagurinn orðið þér I; notadrjúgur. Sennilegt er að þér berist allgóðar ■! fréttir þegar liöur á daginn. I; Krabbinn, 22. júni-23. júlli. Það er ekki óliklegt að þú verðir i nokkrum vanda staddur, vegna '« þess áð upplýsingar sem þú þarfnast nauðsyn- ■! lega, láta á sér standa. Ljónið, 24. júlí-23. ágúst. Taktu ekki neina í áhættu i dag, ef hjá henni verður komizt. Það «1 litur út fyrir að dagurinn verði notadrjúgur, að 1« þvi hvað flesta snertir. .JJ Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Farðu gætilega i !■ peningamálum, að minnsta kosti fram eftir ■! deginum. Einkum skaltu varast að taka á þig > efnaha^slegar skuldbindingar annarra vegna. ■! Vogin,24. sept.-23. okt. Það bendir allt til þess að í dagurinn verði rólegur, en fremur aðgerðalitill «; og atburðasnauður. Þó mun flestu miða nokkuð i % rétta átt. 'W-) / rr* Drekinn,24. okt.-22. nóv. Það bendir allt til þess að þú getir komið ár þinni vel fyrir borð i dag með gætni og hyggindum þótt það komi ef til vfll ekki strax fram. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þetta getur orðið notadrjúgur dagur ef þú beitir iðni og þolinmæði, en ekki litur út fyrir að mikill asi verði á hlutunum fyrst i stað. Steingeitin22. des.-20. jan. Góður dagur og nota- drjúgur en ef til vill helzt til mikill hægagangur á hlutunum. En farðu gætilega i peningasökum og samningum. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Rólegur dagur, aö minnsta kosti fram eftw- Ef til vill berast þér góðar fréttir eða góður gestur kemur óvænt i heimsókn er á liður. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Farðu gætilega i peningamálum og samningum og skjóttu á frest mikilvægari ákvörðunum, ef unnt reynist. Annars fremur rólegur dagur, að þvi er séð verður. .V.' séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson.Þorsteinn Gunnarsson leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs .Jónas Árnason lýkur lestri úr bók sinni „Tekið i blökkina” (14). 22.35 Finnsk nútimatónlist Þáttur i umsjá Halldórs Haraldssonar. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Miðvikudagur 11. október1972 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.35 Sumardagur i sveit. Kvikmynd, sem sjónvarps- menn tóku að Asum i Gnúp- verjahreppi sumarið 1969. Umsjón Hinrik Bjarnason. Kvikmyndun Ernst Kettler. Áður á dagskrá 6. febrúar 1970. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Nefertiti og tölvan. Fræðsluþáttur, sem Magnús Magnússon gerði fyrir BBC, um fornleiía- rannsóknir i Karnak i Egyptalandi. Þýöandi og þulur Óskar Ingimars- son. 21.20 Byssu-Williams(Carbine Williams). Bandarisk bió- mynd frá árinu 1952, byggð að nokkru á sannsögulegum atburðum. Leikstjóri Rich- ard Thorpe. Aðalhlutverk James Stewart, Jean Hagen og Wendell Corey. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. David Marshall Williams er sakaður um að hafa orðið manni að bana og dæmdur til langrar fangavistar. I fangelsinu tekst honum með góðra manna hjálp að gera uppgötvun, sem leiðir at- hygli yfirvaldanna að hæfi- leikum hans. 22.50 Dagskrárlok SKIPAUTGCRB KlhlSINS Ms. Esja fer 16. þ. m. vestur um land I hringferð. Vörumóttaka I dag og fram til föstudags til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarð- ar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Husa- vlkur, Raufarhafnar og Þórs- hafnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.