Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 2
2
V’ÍSIK iVliftvikudagur 11. október 1972.
vísmsm:
líaí'ið þér lent i
umferðaróhapþi?
hif'imar Porstcinsson,sjómaöur.
Nei, ég hef aldrei lent i neinu um-
ferðaróhappi. Ég keyri sjálfur en
hef alltaf sloppið.
Kristinn llafliðason, vélstjóri. Ég
keyri ekki sjálfur, svo að ég hef
aldrei lent i umferðaróhappi. Ég
hef heldur aldrei verið larþegi i
bil, sem lent hefur i árekstri.
Magmis Marinósson, málari.
Ekki nýlega. Ég lenli einu sinni i
árekstri á Grensásvegi. Pá lenti
ég i árekstri við annan bil, en það
var ekkert alvarlegt. Svó var
keyrl altan á bilinn minn á
Laugarvatni.
Kctill l.cóson, ljósmyndari. Nei,
jú, annars, ég lenli einu sinni i
smá árekstri, en það var ekkert
alvarlegt.
l’áll Sæmundsson, verkamaður.
Nei ég keyri ekki sjálfur og hef
aldrei verið farþegi i bil sem lent
hefur i árekstri. Ég hef verið
heppinn og alltaf sloppið.
Gunnar Daniclsson, verkamaður.
Nei, ég keyri ekki sjálfur, og sem
betur fer hef ég alveg sloppið við
öll óhöpp.
Skyldi afi þcssa unga pilts hafa vcrið fæddur, þegar hugmynd
koin Iram um, að vinna það verk sem pilturinn stundar nú.
SEINT KOMA
SUM HÚS . . .
Er þetta dœmigert fyrir hraða í
opinberum húsbyggingum
Arið 190« kom fram hugmynd
um að reisa skvldi iþróttahús
fyrir Kcnnaraskóla íslands. Sá
scm á þetta minntist var þáver-
andi skólastjóri skólans Magnús
Hclgason. Sextiu og fimm árum
siðar, cða i september árið 197:1,
rætist draumur hins liðna skóla-
stjóra.
Á grunni þeim, sem þeir, er
um Háteigsveginn leggja leið
sina, sjá á milli Kennaraskólans
og æfingadeildar hans, mun risa
eitt glæsilegasta iþróttahús
borgarinnar. Að visu mun ekki
allt húsið verða tilbúið á næsta
ári, þá verður enn ólokið sund-
laug, sem verður undir sama
þaki.
Helgi og Vilhjálmur
Hjálmarssynir arkitektar
teiknuðu húsið.
Lesendur
JS hafa
. á 15-25 km.
hraða lenda ÞEIR
ekki í óreksrum. . .
Ilallsteinn prentari skrifar:
„llafið þið á Visi reynt að kom-
asl milli Hafnarf jarðar og
Keykjavikur á sunnudögum? —
Nei, ykkur liggur sjálfsagt meira
á en svo.
Pegar allir afarnir eru komnir
með afabörnin i sunnudagatúr-
inn, (þetta óþolandi fyrirbrigði,
sem ætti að banna með lögum ) þá
leggja þeir — sýnist mér — allir
leið sina á Hafnarfjarðarveginn.
Pað er eins og bandormur á að
lita, bilalestin eftir Hafnarfjarð-
arveginum á sunnudögum. Og
allir aka þeir á 15-25 km hraða.
Ó, þetta eru varkárir ökumenn!
Pað vantar ekki. — Og ekki
lenda þeir i árekstrum fyrir að
aka of hratt. —■ Sei, sei, nei!
Peir lita vel i kringum sig —
aðallega til beggja hliða, en
minna fram á veginn og ALDREI
aftur fyrir sig. Peir myndu heldur
ekki sjá mikið merkilegt fyrir aft-
an sig, nema ef vera skyldi 30-40
bila lest.
Nei, það eru ekki þeir, sem
lenda i árekstrum.
— Það eru þessi ungu fifl og
glannar, sem sifellt þurfa að
þeytast fram úr öllum öðrum.
Pað eru þeir sem lenda i árekstr-
um fyrir bragðið, þegar þeir
rembast við hættulegan
Iramúrakstur við tvisýnar að
stæður.
Og hvað kemur það þessum
sunnudagaökumönnum við?
llvað varðar þá um það, þótt aðr-
ir hafi öðrum hnöppum að hneppa
en dúlla á veginum, og mega ekki
við þvi, að láta timann liða við
PRIGGJA STUNDARFJÓRÐ-
UNGA akstur á leiðinni úr og i
vinnu?
Já, ég sagði þrjú kortér. Maður
kemst ekki á milli Reykjavikur
og Hafnarfjarðar á skemmri tima
á sunnudögum.
Nema lögreglan fari að láta sjá
sig þarna á þeim dögum og GERI
EITTHVAÐ!”
Blikkbeljur á
gangstéttum
Kjölskyldufaðir einn i Breiðholts-
liverfi hafði samband við þáttinn i
gær:
,,Ég brá mér út i góða veðrið á
sunnudaginn með krakkana, og
fór að reyna nýju göngubrautirn-
ar hérna i Bakka-hverfinu, hérna
rétt hjá skólanum og inn á milli
blokkanna. En dettur nokkrum i
hug að maður sé óhultur fyrir
blikkbeljunni á þessum nýju og
finu gangstéttum? Ó, ekki. Ég
var ekki langt kominn. þegar á
móti okkur kemur fjölskylda i
sunnudagskeyrslunni, — eftir
miðjum gangstignum, sem ég
hélt að væri. Pá mætum við öðr-
um og loks kemur ungur töffi sem
greinilega steig bensinið i botn,
svo hratt fór hann þarna framhjá
okkur, þar sem við stóðum við
gangstéttina ,,okkar”.
Ég vildi aö þetta kæmi fram,
vegna þess að mér finnst eins og
fleirum, að það sé vel gert og
skemmtileg hugmynd að koma
upp göngubrautum, þar sem hægt
er að vera i friði fyrir fjárans
..blikkbeljunni". En hvar er það
eiginlega hægt? Jafnvel úti i
náttúrunni er það varla hægt, þvi
um fjöll og firnindi æða jepparnir
spólandi og spillandi umhverfinu.
Ég vona bara að lokum að ráð-
stafanir verði gerðar til að friða
okkur, þessa sem enn ganga á
báðum fótum, og að við fáum að
ganga óáreittir um gangstigana
okkar”.
Símnotandinn segir:
Okur —
Bœjarsíminn segir:
Ódýrt
Bæjarsiminn i Reykjavik hefur
sent þættiiuim svar við fyrirspurn
frá ..gömlum simnotanda” um,
hvers vegna krafizt væri fullra
afnotagjalda af sima, sem lagður
væri inn hjá Bæjarsimanum til
geymslu, og hvi fiutningsgjaid
væri haft svo hátt sem raun ber
vitni.
,,Frá upphafi hafa simaafnota-
gjöld — stofngjöld og flutnings-
gjöld — verið byggð á svokölluðu
jöfnunargjaldi. Þess vegna er
simnotanda gert að greiða sama
gjald i nýbýlahverfum borgarinn-
ar, t.d, Breiðholti, sem innan
Hringbrautar eða i gömlu
hverfunum, þar sem simalagnir
eru þegar til staðar.
Má af þvi sjá augljósa kosti
jöfnunargjaldsins, sem enda er
hagnýtt i öbrum viðskiptagrein-
um.
Þegar skortur er á simanúmer-
um i sjálfvirku stöðinni, er að
sjálfsögðu ekki hægt að fella nið-
ur afnotagjald af sima, þótt hann
sé ónotaður. Væntanlegir simnot-
endur sem beðið hafa eftir sim-
um, mundu þá telja sig hafa rétt á
að fá þann sima, fyrst hann væri
laus.
Ein af reglum Bæjarsimans,
sem um getur i simaskránni, er
lika sú.....Ef simi eða annar
fjarskiptaútbúnaður, sem hefur
verið tekinn á’ leigu, hefur staðið
ónotaður i 6 mánuði eða lengur ,
er póst- og simamálastjórninni
heimilt að taka hann til afnota
fyrir aðra, jafnvel þótt leigutaki
vilji greiða áfram afnotagjald af
hinum ónotaða sima.....”
----Flutningsgjaldið er reikn
að sem hálft afnotagjald eða
4000 krónur, og er ekki hægt
að komast hjá sliku gjaldi, þegar
tekið er tillit til þess, hve sima-
flutningur til nýju hverfanna er
tiður.
Það má benda á, að kaupmátt-
ur launa siðastl. 10 ár hefur vaxið
mjög verulega miðað við sima-
gjöldin. svo segja má, að sima-
gjöldin hafi farið hlutfallslega
lækkandi, þrátt fyrir fjárfrekar
framkvæmdir i nýju hverfunum.
Fjárfesting bæjarsimans fyrir
árið 1972 nemur 140 milljónum
króna. Enda kostar hvert númer i
sjálfvirku stöðvunum með jarð-
simalögn, húslögn og húsi, 80 til
90 þúsund krónur.
Stofngjald af sima hér á landi
er kr. 8000. 1 Danmörku, er það
kr. 14.560. f Noregi er það kr.
13.290, og auk þess þarf simavið-
takandinn að lána simamála-
stjórninni aðrar 13.290 kr. til 8
ára með 5,5% vöxtum. — Svo að
það er misskilningur hjá ,,göml-
um simnotanda”, að þessi gjöld
hjá okkur séu „meira okur” en
þekkist i öðrum löndum.”
. . . og svo giftust
þau, úttu börn og
runnu alveg í sama
mótið . . .
Jobbi skrifar:
,,Ég get ekki annað en hringt i
dálkinn ykkar eftir að hafa horft á
þennan blessaða leikþátt sem
okkur var boðið upp á i sjónvarp-
inu i gærkvöldi. Það er ekki orð-
um aukið að sjónvarpsleikritin
okkarséu frumstæð. Eða handrit-
ið að þessu öllu saman, — frum-
legt að taka þetta svokallaða
„kynslóðabil” til meðferðar, eitt
tilbúnu vandamálanna okkar.
Mér fannst þetta svo hjákátlegt
allt saman, svo fjarri lagi og
óraunverulegt. Fyrir utan við-
vaningsskapinn á öllu saman hjá
leikurum og sjónvarpi. En vitið
þið annars hvað varð um ung-
mennin sem kútveltust niður
brekkuna undir lokin? Jú, þau
giftust, hann menntaðist ekkert
og fór að vinna á Eyrinni. Þau
áttu börn, og börnunum fannst
„gömlu hjónin” afskaplega fúl og
leið, sifellt blönk, skitug og skap-
vond. Synirnir sóru þess dýran
eið að verða lögfræðingar, tann-
læknar og skurðlæknar, — og
dæturnar að eignast oliumilla
fyrir menn. En um þetta verður
vist fjallað i næsta leikriti frá
hendi sama höfundar, — og
væntanlega mun sjónvarpsleik-
ritagerðin okkar taka að sér, á
sinn meistaralega hátt, að setja
það verk á svið. Reyndar gæti það
orðið islenzk Forsyth-saga, —
þættirnir orðið milli 100 og 200
talsins, og seldir um öll lönd, —
góð hugmynd, ha?” —