Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR Miövikudagur 11. október 1972.
AP/IMTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN
UMSJON:
HAUKUR HEiGASON
EKKERT AF
FLUGVÉLA-
RÁNUNUM
Engum af 27 manns,
sem reyndi flugvélarán í
Bandarikjunum siðustu
níu mánuði, heppnaðist
að fá það fram, sem til
stóð.
Bandariski flugmálastjórinn
John Shaffer skýrir frá þessu.
Ilann segir, að þrír ræn-
ingjanna hafi iátiö iifið i til-
raunum til flugvélarrána,
sautján sitji i bandariskum
fangclsum og þeir sjö, sem
komust brott, séu undir ströngu
eftirliti i Alsir. Alsírstjórn hefur
svipt ræningjana þvi, sem þeir
höföu fengiö i lausnargjald og
afhent Bandarikjamönnum.
Þrir ræningjanna hal'a fengið
dóm i Bandarikjunum, frá 20
. upp i 45 ára fangelsi.
Utanrikisráðherra vantar I rikisstjórn Korvalds I Noregi. Flokkarnir
þrír, sem munu standa aö henni, uröu ekki á eitt sáttir i gær um þetta
embætti, svo að stjórnarmyndun varð ekki lokiö.
Þó var talið nokkuö vist, að flokkarnir þrír, miðflokkurinn, kristilegi
þjóðarflokkurinn og vinstri flokkurinn (frjálsiyndir) mundu mynda
minnihlutastjórn. — A myndinni er nýja forsætisráðherraefnið Lars
Korvald úr kristilega þjóðarflokknum.
Sósíalistísku
flokkarnir í
Noregi töpuðu
í EBE-slagnum
Skoðanakönnun í Noregi
sýnir, að sósíalistísku
flokkarnir töpuðu fylgi í
baráttunni um EBE.
Hægri flokkurinn hefur
hins vegar meira fylgi
samkvæmt könnun, sem
var gerð um miðjan sept-
ember, en flokkurinn hefur
haft í kosningum síðan
1936.
skoðanakönnuninni sem Gallup-
stofnunin gerði. Þetta var 0,9%
minna en i könnun i ágúst. Sósial-
istiski þjóðarflokkurinn tapaði
0,2% og fékk 5,5%. Kommúnistar
töpuöu 0,5% og fengu 1.3%.
Hægri flokkurinn jók fylgi sitt
hins vegar um 1,1% frá fyrri
könnun og fékk nú 21,4%. Mið-
flokkurinn fékk 13,3% og kristi-
legi þjóðarflokkurinn 8,7%, sem
var aukning um 0,3% hjá hvorum
flokknum.
Verkamannaflokkurinn fékk ^!Pst_r', f'°kkurinn (frjáls-
42,5 af hundraði atkvæða i lyndir) fékk 7,3% og tapaði 0,1%.
Enginn kali?
George McGovern fær hlýjar
móttökur úr hendi Thomas
Kaúlctoixs, sem var um tíma
varaforsetaefni hans en varö að
vikja, er upp komst um geðkvilla
lians fyrr á árum. Margir hafa
sagt, að McGovern hafi „spark-
að" Kagleton, af þvi að mál hans
„skyggði á kosningamálin svo
sem Vietnammáliö". Myndin ber
ckki meö sér, að neinn kali sé
þeirra milli, hver veit?
McGovern lýsir friðaráœtlun — Kissinger hamast í París
HÖRÐ SAMKEPPNI
í FRIÐARÁSTINNI
McGovern lýsti i hálf-
tima sjónvarpsræðu í gær-
kvöldi, hvernig hann ætlaði
með róttækum aðgerðum
að binda endi á stríðið í
Vietnam, ef hann yrði kjör-
inn forseti Bandarikjanna.
Ræðan kostaði um 10 milljón
krónur, en kosningasjóðir
McGoverns fara mjög þverrandi.
McGovern lagði i útgjöldin, af þvi
að hann telur ágreining hans og
Nixons um Vietnam vera sitt
sterkasta tromp. Vietnam er
aðaláhugamál kjósenda sam-
kvæmt skoðanakönnunum, enda
er Kissinger enn i Paris á vegum
Nixons á leynifundum með
kommúnistum fjórða daginn i
röð. Nixon ætlar þvi ekki að
ganga til kosninganna án þess að
hafa eitthvað nýtt fram að færa,
að minnsta kosti „itarlegar til-
raunir”.
McGovern bætir um betur.
Hann hét þvi i gærkvöldi að kalla
alla bandariska hermenn heim
frá Vietnam, áður en þrir
mánuðir væru liðnir frá þvi, að
hann tæki við forsetaembætti.
Hann kveðst senda Shriver, sem
yrði varaforseti, ef demókratar
Hann er ekki af baki dottinn
Japaninn Shoichi Yokoi, sem var
i 28 ár i frumskógum Guam, af
sigruðu, til Norður-Vietnam til að
koma skrið á samninga um frelsi
til handa striðsföngum þar.
Þrýst að N-Víetnömum í
fangamálinu
Jafnskjótt og hann’’ hefði unnið
eiðinn sem forseti segist
McGovern mundu fyrirskipa
hermálaráðherranum að stöðva
allar loftárásir i Suður- og Norð-
ur-Vietnam, Laos og Kambódiu.
Hann mundi stöðva alla
hernaðaraðstoð við stjórnina i
Saigon.
Jafnframt mundu fulltrúar
Bandarikjanna i friðarvið-
ræðunum i Paris og hjá
Sameinuðu þjóðunum látnir
greina frá þessum ráðstöfunum
og „láta koma skýrt fram” að
Bandarikjastjórn byggist við, að
bandariskir striðsfangar yrðu
látnir lausir i Noröur-Vietnam i
staðinn fyrir þessar eftirgjafir
Bandaríkjamanna.
McGovern sagði, að Banda-
rikjamenn mundu ekki lengur
bera ábyrgð á innanrikisvanda-
málum Vietnam. Vietnamar
skyldu sjálfir framvegis ráöa
stjórnmálalegri framtið sinni.
þvi að hann vissi ekki, að striðið
var búið. Hann er 57 ára og var aö
„opinbera” með Michiko
Hatashin, 44ra ára.
Landflótta fái aö koma
heim
Þegar striðsfangarnir hefðu
verið látnir lausir og nægjanleg
grein gerð fyrir mörgum her-
mönnum, sem er saknað, mundu
Bandarikjamenn yfirgefa stöðvar
sinar i Thailandi og herskip við
Indó-Kina send annað.
Margt af þessu hefur áður
komiðfram með ýmsum hætti, en
þetta er i fyrsta sinn, sem
McGovern gerir itarlega grein
fyrir stefnu sinni i Vietnam-
málinu.
Þetta var einnig fyrsta meiri-
háttar sjónvarpsræða hans.
McGovern berst vonlitilli baráttu
gegn Nixon, sem hefur mikla
yfirburði atkvæða samkvæmt
öllum skoðanakönnunum.
McGovern hét þvi, aö Banda-
rikjamenn, sem hafa flúið land til
að komast undan herþjónustu,
skyldu fá tækifæri til að snúa
heim án þess að eiga yfir höfðum
sér ákærur.
Brottför frestað á síðustu
stundu
Hann réðst hart á Thieu forseta
Suður-Vietnam og sagði, að
„Nixon hefði fengið sitt tækifæri”
til að ljúka striðinu. Honum hefði
ekki tekizt það á fjórum árum og
honum mundi sennilega ekki
takast það á átta árum.
Meðan bandaríska þjóöin horfði
á McGovern i sjónvarpi stóðu við-
ræður Kissingers við N-Vietnama
og þjóðfrelsishreyfingarmenn i
algleymingi I Paris. Kissinger
frestaði brottför frá Paris á
siðustu stundu og i dag verður
viðræðum haldið áfram, meðan
lausafréttir herma enn, að litlu
muni, að samningar takist.
Mestu herútgjöld
Bandarisk þingnefnd
hefur samþykkt hæstu
varnarmálafjárlög sið-
an heimsstyrjöldinni
lauk.
6600 milljarðar islenzkra króna
eiga að renna til varnarmála.
Þetta var málamiölun milli öld-
ungadeildar þings og fulltrúa-
deildar, sem höfðu samþykkt
mjög mismunandi framlög, svo
að sætta varö sjónarmiðin.