Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 11
VIöIK Miovikudagur 11. oktober 1972.
v íoiii iTiiuv inuuti^u
Fimm nýliðar í
ensku landsliði
— England leikur við Júgóslava í London í kvöld
Miklar likur eru á, að
limm leikmenn leiki
sinn fyrsta landsleik i
kvöld fyrir England,
þegar landsleikur við
Júgóslava verður háður
á Wembley i kvöld.
Landsliðseinvaldurinn
enski, Sir Alf Ramsey,
hefur orðið að gera
miklar breytingar á upp
haflegu liði sinu vegna
þess, að margir leik-
menn eru bundnir við
leiki i deildabikarnum.
Þannig gat Sir Alf ekki valið
neina leikmenn frá Liverpool,
Tottenham eða Leeds i landslíð
sitt og fór þá kjarni þess liös, sem
hann hafði valið til æfinga. Má
þar nefna Peters og Chivers hjá
Tottenham, Keegan, Lloyd og
Hughes hjá Liverpool, Clarke og
Madeley hjá Leeds.
1 gær tilkynnti landsliðseinvald
urinn nöfn tólf leikmanna, sem
leika i kvöld, og þar af eru fimm
leikmenn, sem ekki hafa leikið
áður i enska landsliðinu — þeir
Mills, Ipswich, Lampert, West
Ham, Kendall, Everton, Jeff
Blockley, Arsenal, og Mike
Channon, Southampton.
Aðeins þrir af gömlu heims-
meisturunum frá 1966 eru enn
með - Bobby Moore, Alan Ball og
Gordon Banks. Aðrir leikmenn
eru Peter Storey, Arsenal, Colin
Bell, Manch. City, Joe Royle,
Everton og Rodney Marsh,
Manch.City.
Þrir varamenn eru til reiðu ef
eitthvað kemur fyrir þessa 12 i
dag — þeir Phil Parkes, Úlfunum,
Wotthington, Leicester, og Rich-
ards, Úlfunum.
Það hefur mikið skeð hjá Jeff
Blockley siöustu daga. Hann var
seldur til Arsenal frá Coventry i
siðustu viku fyrir 200 þúsund pund
— lék sinn fyrsta leik með sinu
nýja liöi á laugardag, og i kvöld
leikur hann sinn fyrsta landsleik.
Þeir Kendall og Royle hafa sýnt
mjög góða leiki með Everton að
undanförnu og þótti val þeirra þvi
sjálfsagt, og sama er aö segja um
fyrirliða Ipswich Mills, sem gæti
gert bakvarðastöðuna i landslið-
inu aö sinni ef honum tekst vel
upp i kvöld. Ekki var alveg talið
vist hvor þeirra Storey eða
Lampart verður 12. maður liðs-
ins.
Júgóslavar hafa mjög sterku
liði á að skipa og nær allir leik-
mennirnir, sem leika fyrir
Júgóslaviu i kvöld, hafa leikið
tugi landsleikja. 1 siðustu niu
landsleikjum Englands og Júgó-
slaviu hafa Slafarnir unniö fjóra,
Englendingar tvo, en þrjú hafa
jafnteflin orðið.
Viðureign Vals og Armanns í Reykjavikurmótinu var mjög skemmtileg á sunnudag og þaö var ekki fyrr en nokkrum sekúndum fyrir leikslok, að
Reykjavikurmeisturum Fram tókst að tryggja sér sigur. Þessi skemmtilega mynd er frá leiknum. Það er hinn hávaxni Hörður
Kristinsson, Armanni sem stokkið hefur upp og reynt markskot, en knötturinn stöðvast á höfði nýliðans Þorbjörns Guðmundssonar, sem
vakið hefur mikla athygli i Valsliðinu í síöustu leikjum. josmyn
Velgir Þróttur íslands-
meisturum Fram í kvöld?
Liverpool|
ófram
Liverpool tryggði sér rétt i
4 umferð enska deildabikars
ins i gærkvöldi, þegar liðið
vann WBA 2-1 á Anfield i
gærkvöldi eftir framlengdan
leik. WBA lék mun betur
framan af leiknum — var
raunverulega miklu betra
liöiö lengstum i leiknum.
Liðinu tókst þó ekki að skora
fyrr en á 51. min. aö Robert-
son sendi knöttinn i markiö.
Strax á næstu min. jafnaði
Emlyn Hughes með þrumu-
skoti af 20 m færi og á
siöustu min. framlengingar-
innartókst Kevin Keegan að
Wyggja sigur Liverpool.
Allar likur eru á að mót-
herji Liverpool i 4. umferð
verði Leeds, sem leikur við
Aston Villa i kvöld. t keppn-
inni léku og Charlton og
Sheff. útd. i gær. Jafntefli
varð enn 2-2 eftir fram-
lengdan leik. Þriðja leikinn
þarf þvi milli liöanna til að
•skera úr hvort þeirra mætir
Arsenal á heimavelli i næstu
umferð.
- bert Royal Hall i Lundúnum.
Bugner, sem er af ungverskum ætt-
um en brezkur rikisborgari, hafði
mikla yfirburði gegn keppinaut sinum.
Strax i fyrstu lotu sló hann Þjóðverj-
ann niður og tók Blin talningu að sex.
Joe Bugner var fljótari i hringnum,
þó hann sé stærri og þyngri en Blin, og
vann allar loturnar á stigum. I þeirri
áttundu var greinilegt að hverju
stefndi. Blin var þá sleginn niður —
stóð á fætur aftur — og Bugner réðst
að honum eins og gammur og sendi
Þjóðverjann aftur i gólfið. Að þessu
sinni tókst Blin ekki að risa á fætur
meðan dómarinn taldi upp að tiu.
Joe Bugner hefur lengi verið talinn
helzta von „hvitra i hnefaleikahringn-
um. Þó hann sé aðeins 22ja ára hefur
hann verið atvinnumaður i hnefaleik-
um i rúm fjögur ár og hefur tekið þátt i
44 leikjum sem slikur. Hann vann
Evrópumeistaratitilinn fyrir tveimur
árum af landa sinum Henry Cooper og
þá jafnframt brezka og samveldis-
titilinn i þungavigt. Þessu tapaði hann
öllu nokkru siðar — gegn landa sinum
Jack Bodell. En Bodell var ekki lengi
meistari. Hann tapaði titlinum i fyrstu
vörn sinni — einmitt gegn Jiirgen Blin.
En i gærkvöldi réð Blin ekkert við
Bugner og ungi Bretinn er aftur orðinn
meistari. Hann hefur oft æft með
Cassiusi Clay — meðal annars i Dublin
i sumar — og hefur Clay spáð honum
miklum frama i hnefaleikahringnum.
Þróttur hefur sýnt góða leiki i
handknattleiknum aö undanförnu,
en þó aöeins hlotið eitt stig á
Reykjavikurmótinu. Svo virðist
scm úthaldiö sé ekki nægilegt, þvi
Þróttur hefur misst niður góða for-
ustu i lokin. Nokkrir efnilegir,
ungir piltar eru i liði Þróttar og
þarna sjáum við einn, Sigurð
Trausta Þorgrimsson, — með Nitto
á brjóstinu — komast innfyrir vörn
Vikings og skora. Siguröur Trausti
hefur leikið i isl. unglingalands-
liöinu. Ljósmynd BB.
ingarnir, sem unnu stórsigur
gegn 1R á sunnudag.
Siðasti leikurinn verður milli
Fram og Þróttar og ef úthald
leikmanna Þróttar bregst ekki
ættu þeir að geta veitt Fram
harða keppni. Þróttur stóð mjög
vel lengi i leikjum sinum gegn KR
og Viking, en liðið gaf eftir undir
lokin, KR vann með tveggja
marka mun, og Vikingur náði
jafntefli.
Joe Bugner
Keppni i meistara-
llokki á Reykjavikur-
mótinu heldur áfram i
kvöld og verða þá háðir
þrir leikir. Tveir þeirra
ættu að geta orðið tvi-
sýnir og stóra
spurningin hvort
Þróttarliðinu tekst að
velja íslandsmeisturum
Fram undir uggum.
Mótið hefst kl. 20.15 með leik
Vikings og Fylkis og verður þar
varla um mikla keppni að ræða.
Lið Fylkis getur ekki talizt
meistaraflokkslið enn. Siðan
leika KR og Armann. Það verður
áreiðanlega skemmtilegur leikur
— bæði liðin likleg; til afreka i
vetur — einkum ungu KR-
Joe Bugner, hinn 22ja ára
risi, vann aftur Evrópumeist-
aratitilinn í þungavigt i gær-
kvöldi. Hann sló meistarann
þýzka, Júrgen Blin, í rot í átt-
undu lotu í keppni þeirra i Al-
Umsjón: Hallur Simonarson
Slrandamaðunnn
sterki bœtti sig
um40sm í kúlu!
Hreinn Halldórsson varpaði 17.79 metra
Hreinn Halldórsson,
hinn jötunsterki kúlu-
varpari úr Strandasýslu,
stórbætti árangur sinn á
kastmóti ÍR i gærkvöldi.
Hreinn varpaði lengst
17.79 metra, sem er bezti
arangur hérá landi i kúlu-
varpi i sumar og fjörutiu
sentimetrum betra, en
Hreinn átti bezt áður. Að-
eins einn íslendingur hef-
ur varpað kúlunni lengra
— Guðmundur Her-
mannsson, en Islandsmet
hans er 18.48 metrar, sett
1969.
1R hefur efnt til fjögurra kast-
móta að undanförnu af niu, sem
fyrirhuguð eru, og hefur Hreinn
sýnt mikla framför á þessum
mótum. Ekki var keppt i kúlu-
varpi á fyrsta mótinu, en 5.
október varpaði Hreinn 16.82
bætti sig svo i 17.10 m 7. október
og i gær varpaði hann 17.79
metra. Bezt áður i sumar átti
hann 17.39 metra, en i fyrra-
sumarvarpaði hann lengst 16.53
m, svo hér er um stórstigar
framfarir að ræða.
Beztu kúluvarparar tslands
eru nú.
Guðm. Hermannsson 18.48
Hreinn Halldórsson 17.79
Erl. Valdimarsson 17.12
Gunnar Huseby 16.74
Skúli Thorarensen 16.00
Jón Pétursson 15.98
Sigurþór Hjörleifs. 15.81
A mótinu i gær var einnig
keppt i kringlukasti og sigraði
Erlendur með 54.14 metrum.
Hreinn kastaði 49.68 m. Páll
Dagbjartsson, HSÞ 46.94 m og
Grétar Guðmundsson, KR,
42.20, sem er bezti árangur
hans. Þá kastaði Guðni Halldórs
son, HSÞ, drengjakringlu 47.54
m sem er hans bezta og Sigur-
björn Lárusson, tR, 47.36
sveinakringlu (15-16 ára).
A fyrsta mótinu kastaði Er-
lendur Valdimarsson sleggju
55.28 metra. Þá sigraði hann
einnig i kringlu með 52.44
metra. Páll kastaði þá 45.90 m
og Hreinn 44.84 m. A öðru mót-
inu keppti Erlendur ekki i
kringlu, en Hreinn sigraði með
46.38 m og Páll kastaði 43.45 m.
Á mótinu 7. október náði Hreinn
svo 17.10 m i kúlu, en Grétar
náði þar sinum bezta árangri
hingað til 13.24 m. Hreinn sigr-
aði þá einnig i kringlukasti með
48.84 m og Páll kastaði 46.64 m.
Þá kastaði Jón Magnússon
sleggju 48.28 m. Einnig var þá
keppt i lóðkasti og þar náði Jón
Magnússon öðrum bezta
árangri lslendings — kastaði
14.67 m. Aöeins tslandsmet Er-
lends erbetra. Páll kastaði 13.92
m, sem er nýtt héraösmet Þing-
eyings i þessari grein og Hreinn
kastaði 13.49 m. Guðmundur
Hermannsson var einnig meðal
keppenda og kastaði lengst 12.43
m, sem mun bezti árangur KR-
ings i lóðkastinu.
Þegar litiö er á árangur á þess-
um kastmótum 1R kemur i ljós,
að um talsverða framför hefur
verið að ræða hjá flestum köst-
urunum — og hápunkturinn var
svo þessi ágæti árangur Hreins i
gærkvöldi. Mótunum verður
haldið áfram næstu kvöld.
Ilrcinn llalldórsson — stöðugt i
framför
Olympíuskúkmótið í Skopje
Hörkubarútta Ung-
verja við Sovét-
menn í 1. riðlinum
— fslenzka skúksveitin er fallin niður í úttunda sœti í 2. riðli
Aðeins tvœr umferðir eru nú eftir ú mótinu
í 13. umferðinni á
Olympiuskákmótinu, sem
tel'Id var i Skopje i gær-
kvöldi, mættu íslendingar
israelsmönnum. Aðeins
cinni skák lauk. Björn Þor-
steinsson tapaði, en hinar
þrjár skákirnar fóru i bið.
Allir vinningar Albana i 2.
riðli hafa nú verið þurrkaðir
út og kom það verst við is-
lenzku sveitina, sem náð
hal'ði 3.5 vinningum úr við-
ureign sinni við Albani.
England jók forskot sitt i
riðlinum i gær og hefur nú
hlotið 32 vinninga. island er
i áttunda sæti með 23.5 vinn-
inga og þrjár biðskákir. í
aðalriðli keppninnar eru
Sovétrikin og Ungverjaland
enn jöln og efst að vinning-
um með 35 vinninga hvor
þjóð og auk þess með tvær
biðskákir. Þá gerðust þau
tiðindi i flokknum, að
Tékkóslóvakia sigraði Svi-
þjóð á öllum borðum og hef-
ur það ekki oft komið fyrir
að tölurnar 4-0 hafa sézt i
þeim llokki.
Úrslitin i 13. umferö i gærkvöldi urðu
þessi i 1. riðli. Sovétrikin hlutu 1.5
vinninga gegn hálfum vinning Spán-
verja, en tvær skákir fóru i bið. Ung-
verjar höfðu einnig hlotið 1.5 vinninga
gegn Rúmenum og þar voru einnig
tvær biðskákir. Danmörk og Pólland
skildu jöfn, hvort land hlaut tvo vinn-
1 inga. Tékkar unnu Svia eins og áður
/ segir 4-0. Hollendingar voru með tvo
1 vinninga gegn einumSvisslendinganna
og ein skák fór i bið. Vestur-Þýzkaland
var með 1.5 vinninga gegn Argentinu
og tvær skákir fóru i bið. Júgóslavia og
Austur-Þýzkaland voru jöfn eftir þrjár
skákir — 1.5 vinningur hvor þjóð og ein
skák fór i bið. Búlgaria sigraði Banda-
rikin með 2.5 vinningum gegn 1.5
vinningum.
Staða efstu þjóðanna var þannig eft-
ir 13. umferðir. Sovétrikin/ 31.5
vinningur og ein biðskák. Tékkósló-
vakia 30 vinninga. Vestur-Þýzkaland
29 vinninga og tvær biðskákir,
Rúmenia 29 vinningar og ein biðskák
og Búlgaria 28 vinningar.
ir 13. umferðir. Sovétrinin og Ung-
verjaland 35 vinninga ot tvær biðskák-
ir. Júgóslavia 31.5 vinningur og ein
biðskák. Tékkóslóvakia 30 vinninga.
Vestur-Þýzkaland 29 vinninga og tvær
biðskákir, Rúmenia 29 vinningar og
ein biöskák og Búlgaria 28 vinningar.
Eftir 13. umferðina var England efst
i 2. riðli með 32 vinninga. Israel var i
öðru sæti með 29 vinninga og þrjár bið-
skákir við ísland. Filipseyjar höfðu 29
vinninga, en Norðmenn 28 og tvær bið-
skákir. Þá kom Kanada með 27 vinn-
inga og þrjár biðskákir. Austurriki var
með 26 vinninga, Kúba 25.5 vinninga.
ísland 23.5 vinninga og þrjár biðskákir
við Israelsmenn. Þá kom Kolombia
með 22.5 vinninga og eina biðskák.
Indónesia var með 21 vinning og eina
biðskák. Italia hafði hlotið 20.5 vinn-
inga og átti þrjár biðskákir. Þá kom
Mongólia með 19.5 vinninga, Perú 17.5
og eina biðskák. Grikkland 17 vinninga
og eina biðskák og Belgia rak lestina i
riðlinum með 15 vinninga og eina bið-
skák.
Aðeins tvær umferðir eru nú eftir á
mótinu. Islenzka sveitin teflir við þá
itölsku i 14. umferðinni i kvöld, en i siö-
ustu umferðinni teflir sveitin við
Austurrikismenn.
tslenzka skáksveitin hlaut aðeins
hálfan vinning úr viðureigninni við
Englendinga i 12. umferðinni i Skopje.
Guðmundur gerði jafntefli i biðskák
sinni við Keene, en Jón Kristinsson
tapaði fyrir Hartstone. Eftir þessa
umferð — þegar allir vinningar
Albaniu i 2. riðli hafa verið þurrkaðir
út —er Island i sjöunda sæti I riðlinum
með 23.5 vinninga, heilum 5.5 vinning-
um á eftir Englandi, sem er i efsta
sæti.
Úrslit i 12. umferð i B-riðli urðu
þessi, Filipseyjar-Noregur 1.5-2.5
(Cardoso-Wibe O-l, Rodrigues-Jo-
hannesen 1-0), England-tsland 3.5-0.5,
Italia-Kúba 1.5-2.5 (Paoli-Hernandez
jafnt, Capee-Jadiaz 0-1). önnur úrslit
misfórust I fréttaskeyti til blaðsins.
Staöan eftir 12. umferðina varþannig.
England 29, tsrael 28.5, Noregur 27,
Filipseyjar 26.5, Kanada 26, Austurriki
25, Island 23.5, Kúba 22.5, Kolombía
21.5, Italia 20.5, Mongólia 19, Indónesia
19, Perú 16.5, Grikkland 15.5 og Belgia
15 vinninga.
Eftir 12 umferðir i 1. riðli voru
Sovétrikin og Ungverjaland jöfn og
efst aö vinningum með 33.5 vinninga
hvort land. Júgóslavia var i þriðja sæti
meö 29 vinninga, þá Vestur-Þýzkaland
og Rúmenia 27.5, Tékkóslóvakia 26,
Búlgaria 25.5, Holland 23.5, Bandarlk-
in, Spánn og Austur-Þýzkaland 22,
Pólland 20.5, Sviþjóö 19.5, Argentina
17.5, Danmörk 17 og Sviss 16.
1 12. umferð urðu úrslit þessi. Hol-
land-Rúmenia 2-2 (Ree-Ciocaltea 0-1,
Zuidema-Ghitescu jafnt), Ungverja-
land-Argentina 4-0 (Forintos-Emma 1-
0, Cxom-Hase 1-0), Vestur-Þýzkaland-
Spánn 2.5-1.5 (Darga-Toran jafnt,
Hecht-Bellon jafnt), Búlgaria-
Júgóslavia 2-2 ( Bobosov-Gligoric 1-0,
Tringov-Ljubojevic 0-1), Austur-
Þýzkaland-Danmörk 2-2 ( Knaak-
Jakobsen 1-0, Liebert-Sloth 0-1) Póll-
and- Tékkóslóvakia 1.5-2.5 ( Schmidt- i
Hort jafnt), Sviþjóð-Sviss 1-3 (Ander- í
son-Hug jafnt, Liljendahl-Schaufen- 7
berger 0-1, Olson-Witernsa 0-1). I
Etir 12 umferðir var staðan þannig i
3. riðli Ástralia 35.5, Finnland og Skot-
land 32.5, Iran 31, Brazilia 29.5, Portú-
gal 24.5, Mexikó 23.5,Tyrkland 22.5 (1),
Porto Riccó 22.5, Irland 21.5 (1), Wales
21.5, Túnis 21, Nýja-Sjáland 20,
Dominikanska lýðveldið 18.5, Japan
13.5 og Bolivia 13.
1 riðli 4 var staðan þannig. Frakk-
land 38, Singapore 33.5, Hong Kong og
Malta 28, Marokkó 24, Færeyjar og i
Libanon 23, Sýrland og Luxemborg 22,
Kýpur 22, Guearnsey 18, Malasia 17.5,
Andora 16.5, Irak 15.5 og Virgineyjar
7.5 vinninga.
NÝR EM-MEISTARI I ÞUNGAVIGT