Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Miðvikudagur 11. október 1972. Tengdasonur Churchills í mikla stððu Tengdasonur Winston heilins Churchills, Christopher Soames lávarður, er annar þeirra bóga, sem verða fulltrúar Breta hjá Efna- hagsbandalagiuu. Tíu fórust í hótelbruna 1 eldsvoða i Gráfinburg gistihúsinu I bænum Traben-Trarbach i V- Pýzkalandi týndu tiu lifi og áttta brenndust illa. Stúlkumyndin á nóttborði Heath Þessa mynd tók ljosmyndari Visis, B.G. þegar Heath hélt blaðamannafund i brezka sendiráðinu fyrir nokkrum árum. Heath var þá hingað kominn þeirra erinda að sitja „pressu-ballið” sem heiðursgestur. Bók, sem er nýkomin út i London, segir frá einu stúlkunni, sem virkilega hefur komið við sögu i lifi Edward Heaths forsætisráð- herra. Hann mat stúlk- una svo mikils, að hann lét mynd af henni standa á náttborðinu hjá sér i 13 ár, eftir að hann hafði séð af henni i hendur annars manns. Söguna er að finna i bókinni „Edward Heath: forstæisráð- herra”, sem rituð er af Margréti Laing. Stúlkan, sem um getur, er Kay Raven, dóttir læknis í heima- bæ Heaths, Broadstairs. Þau tvö, Heath og Raven hittust fyrst árið 1930 þegar Heath var i höndum föður hennar eftir slys. Fundur þeirra hafði meiri áhrif á lif Heath’s, en nokkurn hefur grunað. Samband þeirra stóð yfir i nær 20 ár. En skömmu eftir að Heath var i fyrsta sinn kjörinn á þing, sem var árið 1950, varð ann- ar herramaður á vegi ungfrú Raven og giftust þau ekki löngu seinna. I þrettán ár frá þvi eða þá er hinn stórbrotni stjórnmála- maður var á leiðinni upp á topp- inn, hafði hann mynd af Raven sinni á náttborðinu. 1 bókinni varpar Laing fram þeirri spurningu: hvers vegna þau tvö hafi ekki gifzt? Samtimis leiðir hún hugann að hugsanleg- um svörum (sem kannski kemur ekki svo á óvart, þár eð hún er kvenmaður). Hún veltir þvi fyrir sér hvort Heath hafi ekki raun- verulega haft fullan hug á að ganga að eiga Raven, en sjálfsör- yggi hans verið slikt, að hann teldi margra ára vinskap þeirra á milli tryggja honum stúlkuna. Karlmenn, sem veU hafa þessari spurningu fyrir sér, hall- ast hins vegar fremur að þeirri hugmynd, að Heath hafi bara ein- faldlega komizt að raun um, að hann hvorki væri tilbúinn til að giftast eða heföi áhuga i þá átt. Hann hafi séð, aö hann gæti ekki staðið sig i stykkinu sem fyrir- myndar eiginmaður og þvi slitið sambandi við stúlkuna. Einn af helztu ráðgjöfum Heath’s leggur bókinni orð i belg. Fer hann þar orðum um viðhorf forsætisráðherrans til kvenna: — Það er stórkostlegt að sjá til ráð- herrans þegar hann oft og iðulega situr veizlur með dömur sitt til hvorrar handar. Dömur sem hafa ekki átt sér æðri ósk en þá, að fá krækt i hann. En Heath aðeins lygnir aftur augunum — og notar svo fyrsta tækifærið til að komast undan. Ótal margar sögur eru til af kvenhylli Heath’s engu siður en annarra piparsveina — eins og t.d. Trudeu og Henry Kissinger —• en fæstir þeirra geta státað sig af sömu „hófstillingu” i viðskiptum við hitt kynið og Edward Heath. Seldu tréspiritus sem brennivin Lögreglan i Stokkhólmi leitar nú þriggja manna, sem um siðustu helgi seldu tréspiritus sem brennivin i Ballmora, sem er skammt fyrir utan Stokkhólm. Sex manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eftir að hafa drukkið tréspiritusinn og eru tveir þeirra enn i lifshættu. Hefur lögreglan hafið umfangs- mikla leit að bifreiðinni, sem mennirnir þrir voru á þegar þeir óku um götur Ballmora og seldu tréspiritusinn. Annar mannanna, sem verst urðu úti eftir tréspiradrykkjuna hefur misst sjónina. Hinn var enn meðvitundarlaus þegar siðast fréttist. OTTO SIGVALDI sá eljusami bókaútgefandi hefur ekki i hyggju að draga fram lifið án þess að fá nóg smjör ofaná brauð sitt, eins og danskt dagblað orðaði það, þegar það skýrði frá þvi, að Is- lendingurinn undarlegi væri búinn að draga saman seglin og selja helminginn af villu sinni i Gentofte. Sambýlisfólk þeirra Sigvaldahjóna eru kennarinn Jens Bagger og uppeldis- fræðingurinn Ulla Lehman.Þau keyptu helming villunnar fyrir sem svarar 2,3 milljónir isl. króna. Sú upphæð hefur ábyggi- lega ekki verið greidd fyrir hreysi — og ber með sér að Sigvaldi hefur búið betur en út- gangurinn á honum hefur kannski gefið til kynna. Otto Sigvaldi ekur verzlun sinni eftir Strikinu. OG Nú á að fara að gera nýja kvikmynd um Mafiuna. Sú á að heita „The Godmother” og verður aðalhlutverkið i hönd- um brezku leikkonunnar Hylda Baker. JOHNNY SPEIGHT tilkynnti siðastliðinn föstu- dag, að hann væri hættur að skrifa fyrir sjónvarp. Þættir þessa grinista hafa um langt skeið verið eitthvert vinsælasta sjónvarpsefnið i Bretlandi. Astæðan fyrir hinni skyndilegu ákvörðun Johnnys er reiðialda, sem dundi á honum eftir hug- leiðingar hans um kynlif Mariu Meyjar. Milljónir brezkra sjón- varpsáhorfenda saup hveljur yfir samræðum, sem fram fóru i einum þátta hans um það, á hvern hátt Kristur hafi verið getinn og hvort Maria hafi ekki mátt teljast mey eftirsem áður, ef Guð hafi verið faðirinn. Þá spunnust einnig um það um- ræður i þættinum, hvort Maria hafi ekki átt fleiri börn vegna „pillu” töku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.