Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir Laugardagur 21. október 1972 TÍSlRSm: Eruð þér ánægður með stuðning Færeyinga i landhelgisdeilunni? Siguröur ólafsson, lyfsali: Já, mér finnst þeir hafa staöiö sig mjög vel og stutt okkur mikið. Magnús Þór, framreiðslumaður: Já, ég er mjög ánægður. Samt finnst mér þeir ekki taka nógu strangt á Bretunum. Þeir hafa afgreitt eitt og eitt skip. Aftur á móti ef lifshætta er á höndum, finnst mér i lagi aö þeir hjálþi. Þóröur Kjartansson, skrifstofu- stjóri: Já, ég er mjög ánægður. Mér finnst að það eigi ekki að herða aðgerðir gegn Bretum i Færeyjum, nú er nóg gert. Refaskyttan frá Dagverðará bregður á leiks „ÞAÐ SEM ER AÐ DREPA ALLA ER HRÆÐSLA" ,,Þeir komu til min og báðu mig að leika i Brekkukotsannál en ég sagði þeim að ég hefði nóg að gera við að kæsa skötu”. Það er Þórður Halldórsson frá Dagverðará sem mælir svo. Hann opnar klukkan tvö i dag sýningu á málverkum sinum i Hamra- görðum við Hofsvallagötu, húsi þvi, er Jónas Jónsson frá Hriflu bjó i. Visir kom að máli við Þórð þegar hann var að ljúka við að setja upp sýningu sina i gær. „Þetta er bezti sýningarsalur á landinu, veggirnir eru alveg stór- kostlegir”, sagði Þórður, og fékk sér reyk úr vindlinum. „Það sem er aö drepa alla er hræðsla, hræðsla og kviöi gerir mönnum lifið erfiðast. Við gömlu menn- irnir á Snæfellsnesinu gætum okkar á hræðslunni og höldum lifsgleðinni fram i andlátið. Kaunar er ég kominn af galdra- mönnum svo aö ekkert bitur á mig. Ég var á sjó i mörg ár og þar þýðir ekki að vera með neitt hræðslukjöltur. Mikill veiði maður er ég og aflakló hin mesta. Eitt sinn dró ég fimmtiu skötur j einum róðri”. sagðist hann hafa skotið fimmtán Sýning Þórðar stendur i um það Þórður er raunar einna þekkt- refi i sumar og væri það út- bil hálfan mánuð. astur sem refaskytta. Aðspurður rýming. LÓ Ágúst sýnir í Bogasal Agúst F. Peterscn heldur þessa dagana sýningu á verkum sinum i Bogasalnum. Þetta er tólfta einkasýning Agústs, en auk þess hefur hann tekið þátt i sam- sýningum. Agúst sagöi i stuttu samtali, aö hann heföi fyrst sett oliuliti á iéreft fjórtán ára gamall, en hefði ekki helgað sig óskiptan listmáiun fyrr en seinni árin. LÓ Arnór Pálsson, sölustjóri: Ég er mjög ánægður. Mér finnst það æskilegt að enginn landhelgis- brjótanna verði afgreiddur i Færeyjum. Eggert Óskar Þormóösson, iön- nemi: Ég er mjög ánægður. Færeyingar ættu ekki aö láta landhelgisbrjótana fá neina qIíu eða annað. Þeir eiga að reka þá i burtu með harðri hendi. Lilja Jóhannsdóttir, húsmóöir: Mjög ánægð. Ef . aðgerðir Færeyinga geta skaðað hagsmuni þeirra, getur þetta verið slæmt fyrir þá. LESENDUR ÉbHAFA Æ® ORÐIÐ Nú er gaman á Borginni Kagna Tryggvadóttir hringdi: „Ég skrapp á Borgina um sið- ustu helgi meö karli minum og hef ekki skemmt mér jafn vel i mörg herrans ár. Þaö var nú svo að maður sótti Borgina hér fyrr á árum, en eftir giftingu og barn- eignir hefur verið litið um skemmtanir eins og gengur. En þegar farið var að auglýsa skemmtiatriði gátum við hjónin ekki stillt okkur um að skreppa og sjáum svo sannarlega ekki eftir þvi. Mér finnst að það sé orðið svo yfirleitt á þessum dansstöðum, að þeir bjóði gestum ekki upp á ann- að en brennivin og dans. En nú hefur sem sagt orðið ánægjuleg breyting á, bæði á Borginni, og að þvi ég bezt veit, Sögu lika. Ég sá ekki betur en allir skemmtu sér hið bezta á þessu skemmtikvöldi á Borginni, enda komu þar fram góðir skemmti- kraftar eins og Jón B. Gunnlaugs- son, Þorvaldur Halldórsson, Kol- brún Sveinsdóttur og fleiri. Þá Þessir þættir hafa verið meö þeim hætti, að maður hefur lært ýmislegt um réttarstöðu hins al- menna borgara i þessu þjóðfé- lagi. Einn þáttur hefur nú samt alveg borið af, en hann var einn af fyrstu þáttunum. Þar var fjallað um fólk, sem lenti i vandræðum með uppgjör við iðnaðarmann i sambandi við húsbyggingu og þar kom fram þörf lexia fyrir þá mörgu, sem standa i slikum hlut- um. Sá þáttur var einkar vel upp- byggður og vel leikinn, enda vakti hann geysilega athygli. Ég býst við þvi, að þeir sem komu fram i þeim þætti hafi nú lokið námi, svo sem Friðrik Ólafsson skákmeist- ari, sem stóð sig vel i sjónvarpinu i sumar. Ég vil þvi fara þess á leit við sjónvarpið, að þessi þáttur verði hið fyrsta endursyndur vegna ágætis hans. Þegar þáttur þessi var sýndur höfðu ekki eins margir sjónvarp og nú, til dæmis úti á landsbyggðinni, og ég veit að má ekki gleyma hljómsveit Ólafs Gauksog Svanhildi sem voru bráð- skemmtileg. Ég hef þá trú, að þegar fólk kemur ekki aðeins til aö drekka og dansa verði meiri menningarbragur á skemmti- samkomum i bænum. Þarna á Borginni var fólk á öllum aldri og kynslóðabilið gleymt og grafið. Hafi Borgin þökk fyrir framtakið og það eitt er vist að við hjónin eigum eftir að lfta þar inn aftur i vetur”. Réttur er settur Vegna greinar i dálkinum langar mig til að koma eftirfar- andi á framfæri. Ég hefi horft á þætti laganema i sjónvarpinu „Réttur er settur”. Hafa mér þótt þættir þessir furðu góðir og miklu betur leiknir, heldur en þeir inn- lendu leikþættir, sem að undan- förnu hafa verið sýndir i sjón- varpinu við misjafnan orðstir. margir myndu fagna þvi að sjá þennan þátt aftur. Með þökk fyrir birtingu VÍsismaður. Biðskýli við Hamrahliðarskóla Kona i Hliöunum simar: ,, Mig langar til að koma þeirri ósk á framfæri, að sett verði upp biðskýli við Hamrahliðarskólann. Raunar var einhvern tima búið að lofa þessu, en mig minnir að það hafi verið fyrir kosningar, og þau loforð vilja gjarnan gleymast þar til kosið er á ný. En þarna er jafnan mikil umferð i strætis- vagnana og þvi væri skýlið kærkomið nú, þegar veður fer kólnandi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.