Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 7
Vísir Laugardagur 21. október 1972 cTVIenningarmál Nóbelsverðlaun 1972: Maðurinn sem safnaði þögn Doktor Murkes ge- sammeltes Schweigen nefnist smásaga eftir Hein- rich Böll sem í ár hlýtur bókmenntaverðlaun Nób- els. Hún segir frá manni sem safnaði þögn. Doktor Murke er ungur maður, vinnur i útvarpinu, menningar- deildinni. Hann er settur i það verk að búa til flutnings útvarps- erindi um Eðli Listarinnar eftir mikinn mann og snilldaranda, prófessor og doktor eftir þýzkum hætti, Bur-Malottke. 1 útvarpshúsinu er allt svo nýtt og fint, en ekkert er þar ljótt, allt „hannað” upp á siðasta móð. Jafnvel öskubakkarnir i húsinu eru svo fin og frumleg listaverk að enginn hefur nokkurn tima vogað sér að ata þá út með ösku, eldspýtum eða stubb. En Bur- Malottke, sem talað hefur i út- varp að minnsta kosti klukkutima á mánuði siðan i striðslok, hefur orðið fyrir snöggum sinnaskipt- um, nánast fyrir vitrun. bað hef- ur runnið upp fyrir honum að guðstrú sú sem hann hefur játað með svo sterkum orðum öll und- anfarin ár var tizkubundin og úrelt orðin. bess vegna verður að afnema orðið Guð i erindunum um Listina, sem þegar voru kom- in á band, en skeyta inn i staðinn orðunum ,,hinn mikli andi sem við tignum”. bau og þau ein sam- svara núverandi trúarskoðun prófessor doktors Bur-Malottke. 1 erindunum var Guð nefndur 27 sinnum, Listin 134 sinnum. Eftir að hluta þrisvar á þau orkar orðið „list” eitt sér á Murke eins og svipuhögg. Sjálfur safnar hann á hinn bóginn þögn. Hann heldur til haga allri aukaþögn og eyðum úr hljóðböndunum sem hann klippir, skeytir stúfana saman og spilar bandið á kvöldið þegar hann er kominn heim. Hans kærasta ósk er að fá kærustuna til að þegja fyrir sig inn á band þó ekki væri nema i fimm minútur. En það finnst henni auðvitað argvitugri dónaskapur en flest annað sem ung stúlka er beðin að gera... Kynslóö 47 Eins og rakið hefur verið i frétt- um af nóbelsverðlaununum er Heinrich Böll af striðskynslóð fæddur 1917, barðist i þýzka hern- um öll striðsárin. Fyrstu verk Bölls, sem stundum hefur verið likt við sögur Erich Maria Re- marques frá fyrra striðinu, fjöll- uðu lika um hermennskuna, striðsárin og heimkomu her- manna að rústunum i striðslokin. En höfuðrit hans eru taldar tvær stórar skáldsögur frá seinni ár- um , Biilard um lialb zehn, 1959, Billjarð klukkan hálftiu, og Gruppenbiid mig Dame, 1971. Sú bók hefur verið á meísölulista i býzkalandi siðan hún kom út, og varla minnkar áhugi á henni eftir verðlaunin. Heinrich Böll og hans kynslóð i þýzkum bókmenntunum tók ann- an og meiri arf en rústir borg- anna. Einnig hinn andlega arf býzkalands þurfti að meta upp á nýtt eftir daga Hitlers og nazismans. Böll varð áhrifa- maður i lauslegum samtökum þýzkra rithöfunda, hinni svo- nefndu Gruppe 47 sem varð eink- ar áhrifamikil i eftirstriðs-bók- menntunum og raunar lengi sið- an, pólitisk hreyfing ekki siður en bókmenntaleg. Uppgerið við fortiðina mótar sjón og viðhorf þessara höfunda við sinni nánustu samtið, manna eins og Bölls og Giinters Grass. Út i frá að minnsta kosti hefur vist þótt kveða meir að Grass, hinum stóru nýstárlegu sögum hans um nazismann, Tintrumb- unni og Hundadögum, og margur mun hafa átt þess von að hann hlyti nóbelsverðlaun úr þvi röðin þótti komin að þýzkum rithöf- undi, meir en aldarfjórðungi eftir strið. Böll er ekki jafnróttækur höfundur og Grass, verk hans i hefðbundnari sögusniðum. bar fyrir þurfa áhrif hans ekki að hafa verið minni: hann er einhver viðlesnasti höfundur i býzkalandi á okkar dögum, verk hans á und- anförnum árum þýdd og lesin út um allar jarðir. En hér á landi hefur að sönnu ekkert birzt eftir Böll nema tvö eða þrjú leikrit i út- varpi og örfáar smásögur. List og lifskoöun Seinni verk Heinrich Bölls ger- ast öll á eftirstriðsárum, i þjóð- félagi hins þýzka undurs, virkni og tækni, hagræðingar, fram- leiðni og hagvaxtar. bað er hugarheimur og umhverfi þess- ara tima sem Böll gerir að spott og spé i sögunni um doktor Murke og öðrum fleygum og fyndnum satirum i samnefndri bók. Murke stenzt ekki mátið að tylla billegri bibliumynd upp á vegg i útvarps- húsinu. Fyrir vikið var að minnsta kosti „ein vond mynd” i byggingunni. Böll er sjálfur trúaður kaþólskur maður. En samtiðargagnryni hans stafar ekki af ihaldssömu ofmati „fornra dyggða” eða annarra þvilikra verðmæta, þjóðlegra eða kristilegra, enda væru slik við- horf sizt af öllu trúverðug i býzkalandi. En þögnin sjálf, ein- föld verðmæti hversdagslegra lifshátta, brauðið, ástin og trúin — það á ekki inni i þeim samtið- arheimi sem hann lýsir af kulda og fyrirlitningu, svo skammt und- ir niðri fyndninni i sögum eins og þessari. t hinum stóru skáldsögum sin- um segir Heinrich Böll frá býzka- landi eftirstriðsára undir miklu viðtækara sjónarhorni. 1 Billjarð klukkan hálftiu er lýsing þriggja þýzkra kynslóða með nazismann og striðið i brennipunkti sögunnar. Hópmynd með konu er sögð að sinu leyti jafn-auðug og margbreytt saga, en form hennar einfaldara og auðveldara lesand- anum, aðhlægin og alvörugefin samtiðarlýsing. Báðar þessar sögur eru taldar með höfuðritum þýzkra bókmennta eftir strið vegna listar og lifsskoðunar og njóta i senn alþýðlegra vinsælda og útbreiðslu. Bókmenntir og pólitik Allir hlutir eru „pólitiskir” að einhverjum hætti einnig nóbels- verðlaun. býzkir höfundar sem siðast hlutu þessa viðurkenningu, Hermann Hesse 1946, og Thomas Mann, 1929, voru báðir útlagar frá býzkalandi Adolfs Hitlers, Böll var á hinn bóginn hermaður undir merkjum hans. En Böll hefur einnig snúizt öndverður gegn ihaldsöflum i samtið sinni, nú siðast niddur og rægður af hinni alræmdu Springer-pressu vegna þess að hann vogaði að mótmæla móðursjúkri meðferð hins umtalaða Baader-Meinhof máls. bað er eftirtektarvert að bæði Böll og Grass, fremstu höfundar samtiðarinnar i býzkaiandi hafa afskipti af póli- lik, talsmenn skynsamlegrar skoðunar, jafnréttis, raunhæfrar friðarstefnu. bað er býzkaland Willy Brandts sem hlýtur bók- menntaverðiaun i ár eins og frið- arverðlaun i fyrra. Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist: enn i vexti, hógvær áætl- un um uppbyggingu sveitarinnar hefur lengi legið fyrir. En hve lengi á að biða? A448 Fyrst skal vikið að hljómleik- unum s.l. fimmtudagskvöld. Sinfóníuhljómsveit Islands: 2. tónleikar — 19. október 1972 Stjórnandi: Sverre Bruland Einleikari: Gervase de Peyer Á siðustu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar- innar, sem þó voru fremur þokkalegir, komu i ljós nokkur at- riði, er hefta framgang hennar. En fæst þeirra eru hljóðfæraleikurum hennar að kenna. Auð- vitað er nauðsynlegt að muna að hljómsveitin er Gervase de Peyer Konsertinn hófst með sorgar- forleik op. 81 eftir Johannes Brahms. Flutningur verksins gaf til kynna að hér hefur verið um skyndiákvörðun að ræða, eða ekki unniztnógur timi til æfinga. Hvað sem þvi viðvikur munu strengir aldrei geta bætt úr mannfæð og ósamræmi með þvi að hækka sig allt upp i A-448. Hvað gerist. Að frátöldum óhöppum setur þetta hornleikara og aðra blásara i ákveðna hættu: Hljóðfæri þeirra eru ekki gerð fyrir slika hækkun. Hér verður að vera meira sam- ræmi. Að visu ætti hljómsveitar- stjóri að hafa gát á þessu, en svo virðist ekki hafa verið i þetta sinn. Allt of fámennt strengjalið verður ekki bætt með þvi að hækka konsert-A um 6-8 sveiflur á sekúndu. Hér vantar að minnsta kosti sex til átta manns á fyrstu fiðlu, fjóra til sex á aðra fiðlu o.s.frv. Sex hnéfiðlur vega ekki upp á móti fimm konirabössum, Sverre Bruland sem mættu vera sex i fullskipuðu strengjaliði. Næst var á efnisskránni klari- nettu-konsert i A-dúr (K-622) eftir Mozart. Kom hér fram frægur einleikari, Gervase de Peyer, tal- inn enn merkasti klarinettuleik- ari tónlistarheimsins i dag. En vibrató á siðustu tónunum i lok nokkurra frasa i adagio-kaflan- um er ekki viðeigandi þegar um Mozart er að ræða. Hér er að visu um smekksatriði að ræða. En hvað sem þvi liður hafði ein- leikarinn afbragðs vald á blæ- brigðum, tónmyndun og tenging- um. Meðan verið er að ræða um vibrató: hvernig væri að flautu- leikararnir kæmu sér saman um sitt vibrató, hve hratt og hve breitt, svo að þeir geti verið sam- stiga þegar á reynir? í siðasta þætti klarinettu-konsertsins var frammistaða hljómsveitarinnar meistaraleg. Fimmta sinfónia Sergej Prokofjeffs verður sennilega aldrei talin til gullaldar-tónbók- mennta, þó vinsæl sé. Hér stóð hljómsveitin sig mun betur en hljómsveitarstjórinn sem ýmist gleymdi inntökum eða gaf merki um þær á skökkum stöðum i öðr- um þætti sinfóniunnar. En hljóm- sveitarmenn björguðu þessu við sem bezt mátti. bvi miður gleyma áheyrendur oft að klappa fyrir hljómsveitinni, en beina þakklæti sinu að einleik- ara eða stjórnanda. Svo var þó ekki i þetta sinn — enda var hljómsveitinni flest að þakka, sem vel tókst. LANDHELGISMÁLINU kenna, að það voru mistök að gefa þeim tækifæri til að hafa forystu um ákvörðun útfærslu, sem allir voru sammála um — og óhjákvæmileg var á þessu ári. Aukin ásókn erlendra togara, minnkandi, afli, skýrslur fiski- fræðinga og seinkun hafréttar- ráðstefnunnar hefði allt rennt stoðum undir þá sjálfsögðu ákvörðun, hver sem i stjórn hefði setið. Vitaskuld er auðvelt að vera vitur eftir á, og i raun eiga slikar vangaveltur að vera óþarfar, ef og þegar menn hafa þá skoðun að landhelgismálið eigi að vera hafið yfir flokkadrætti. En þvi er að þessu vikið, að i ljós hefur komið, að þjóðarhagur ræður ekki einn ferðinni. Grátbroslegur metningur milli stjórnarflokk- anna, um að eigna sér málið og hafa i þvi forystu, hefur komið upp um annarlegar hvatir og lágkúrulegan pölitiskan rembing. 1 þeim efnum er Lúðvik Jósefsson senuþjófur og -aðalsökudólgur. Ef skoðaðar eru i samhengi hinar frægu sendiferðir Jónasar Arnasonar, óskiljanleg afstaða rikisstjórnarinnar gagnvart al- þjóðadómstólnum, erfiðleikar i samningaviðræðum við Breta og V-bjóðverja og hinir tiðu blaða- mannafundir Lúðviks, nú siðast ódulbúin litilsvirðing á utan- rikisráðherra, þá fer ekki fram hjá neinum, sem það vill vita, að sjávarútvegsráðherra hefur markvisst hagað svo málum, að honum væri til upphefðar en öðrum til minnkunar. Hann hefur ekki aðeins látið flokkshagsmuni ráða ferðinni, heldur hefur hann sömuleiðis boðiðheim opinberum ágreiningi milli einstakra ráð- herra, hvað þá við stjórnarand- stöðu, varðandi vinnubrögð i landhelgismálinu. Ljóst má nú vera, að hans ráðum hefur i hvi- vetna verið fylgt um málsmeð- ferð, hversu hyggileg, sem hún getur talizt. 1 sjálfu sér skiptir ekki öllu máli út á við, hver ræður ferðinni, ef á annað borð er vel og skyn- samlega á málum haldið. En þegar saman fara hvatvis vinnu- brögð og opinber átök ráðherr- anna um að eigna sér „heiður- inn” af landhelgisútfærslunni, þá verður hinn pólitiski ávinningur minni en lil er stofnað. Og þá er einingin rofin. bess vegna er svo komið i dag, að þetta eina blóm, sem eftir er i hnappagati rikisstjórnarinnar, verður ekki sú skrautfjöður i EFTIR ELLERT B. SCHRAM innanland'spólitikinni, sem til er æilazt. Almenningur hefur nefni- lega imugust á primadonnuleik, þegar þjóðarhagur er i veði. bað kom i hlut þessarar rikis- stjórnar að færa út landhelgina. h’yrir það á hún lof skilið. En útfærsla er eitt — raunhæf fram- kvæmd annað. bvi er illt til þess að vita, eins og nú er komið á daginn, að af einstökum ráð- herrum séu meir metnir flokks- legir hagsmunir en farsæl lausn þessa mikilvæga máls. Eilert B. Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.