Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 17
Visir Laugardagur 21. október 1972 17 | í DAG | í KVÖLD| í DAG T*i Útvarp kl. 21,15: r Landsins lukka", nýtt framhaldsleikrit Nú er að hefjast nýtt islenzkt framhaldsleikrit sem nefnist „Landsins lukka’’ i útvarpinu. Fyrsti þátturinn er i kvöld, en alls eru þættirnir ellefu. Höfundur leikritsins er Gunnar M. Magnúss. Leikritið fjallar um lif og starf Skúla Magnússonar landfógeta. Fyrsti þátturinn ger- ist þegar Skúli er 13 ára og er rek- inn að heiman, annar þáttur i Kaupmannahöfn á stúdentsárum Skúla og næstu þættir gerast á sýslumannsárum Skúla i Skaga- firði. Seinustu þættirnir gerast á Bessastöðum, Grindavik, Hólm- inum og Viðey. Við sögu koma margir af kunn ustu mönnum 17. aldarinnar og mörg stórmál eru þar tekin fyrir og rakin. Skúli stendur alla tið i stórræðum og er fyrstur Islend- inga skipaður landfógeti, 39 ára gamall. Mikið er um baráttu Skúla gegn Hörmöngurunum. í einum þáttanna koma við sögu þeir Ludvig Harboe og Jón skóla- meistari. 1 einum þáttanna er tekið fyrir eitt mesta hneykslis- mál aldarinnar, hórdómurinn i biskupsfjölskyldunni. Hetta er fjórða stóra leikverkið eftir Gunnar M. Magnúss. Gunn- ar var um það bil tvö ár að skrifa leikritið „Landsins lukka”. Leik- stjóri er Brynja Benediktsdóttir. — ÞM. Sjónvarp kl. 20,20. sunnudag: Mjólkur- réttir og mjólk Sunnudagskvöld verður sýnd mynd sem nefnist „Mjólk”. Það eru Upplýsingaþjónusta landbún- aðarins og Sölusamtök bænda sem hafa látið gera myndina. Fjallar myndin um mjólk og mjólkurrétti. Nú eykst stöðugt framleiðsla á mjólkurréttum svo sem jóghurt með margs konar bragði. Hægt er að fá jarðarberja og hnetubragð, appelsinubragð o.s.f. Skyriðþekkja allir, enda ein vinsælasta fæða sem framleidd er úr mjólk. Sifellt er unnið að rann- sóknum til að finna upp leiðir til að nýta mjólkina á sem fjöl- breyttastan hátt. Hver veit hvaða kræsingar eiga eftir að verða á boðstólum sem eru unnar úr mjólk? UTVARP LAUGARDAGUR 21. október 1. vetrardagur 13.00 óskalög sjúklii?«a 15.00 i Hveragerði. Jökull Jakobsson gengur þar um götur með Gunnari Bene- diktssyni rithöfundi: — fyrri þáttur. 15.45 islenzk kórlög. 16 .00 Fréttir. 16.15 Veðurfréttir. Stanz. 16.45 Siðdegistónleikar 17.40 Framhaldssaga barn- anna 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Vetrarvaka a. 20.20 Hljómplöturabb. 21.15 Nýtt islenzkt framhalds- leikrit: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss Leikverk i 10 þáttum um lif og starf Skúla Magnússonar landfógeta. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir 22.00 Fréttir. , 22.15 Veðurfregnir. Dans- Við hittum Gunnar M. Magnúss, rithöfund á förnum vegi og spjölluðum við hann um hið nýja leikrit hans „Landsins lukka”, en útvarpið flytur fyrsta þátt þess i kvöld. skemmtun útvarpsins i vetrarbyrjun (23.55 Fréttir i stuttu máli. 01.00 Veðurfregn- ir). 02.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 22. október. 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 11.00 Messa i Laugarnes- kirkju. Prestur: Séra Garð- ar Svavarsson. Organleik- ari: Gústaf Jóhannesson 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Hugmyndakerfi fram- leiðslusamvinnunnar. Hannes Jónsson félags- fræðingur flytur hádegiser- indi. 14.00 Dagskrárstjóri i klukku- stund.Sigrún Guðjónsdóttir ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaldsleikritið „Landsins lukka” eftir G. M. Magnúss Fyrsti þáttur endurfluttur. Leik- stjóri: Brynja Benedikts- dóttir. 17.45 Sunnudagslögin. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndum. Guðmundur Sæmundsson talar frá Osló. 19.35 Cr segulbandssafninu. Borið niður i þætti Gests Þorgrimssonar. „Hvað er i pokanum”?, sem var á dag- skrá fyrir 16 árum. Þar koma fram leikararnir Guð- björg Þorbjarnardóttir og Jón Sigurbjörnsson og al- þingismennirnir Jón Pálmason frá Akri og Karl Kristjánsson frá Húsavik. 20.00 Norrænir tónleikar. 20.50 „Indiánastrákurinn”, ný smásaga eftir Björn Bjarm- an. Höfundur flytur. 21.10 Sónata nr. 1 i D-dúr fyrir fiðlu og pianó op. 12 eftir Beethoven.Yehudi Menuhin ogLouisKentner leika. 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga. Dr. Einar Ól. Sveins son prófessor byrjar lestur- inn. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP LAUGARDAGUR 21. október 1972 17.00 Endurtekið efni. Horft tilsólar.Bandarisk fræðslu- mynd um sólrannsóknir og fornar hugmyndir um sól og sólkerfi. Þýöandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. Aður á dagskrá 22. febrúar siðastliðinn. 17.30 Skákþáttur Umsjónar- maður Friðrik ólafsson. 18.00 Þingvikan 18.30 iþróttir Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Hcimurinn minn Bandariskur gamanmynda- flokkur, byggður á sögum og teikningum eftir James Thurber. Vægir sá, er vitið hefur meira. Þýðandi Guð- rún Jörundsdóttir. 20.55 Thomas Ledin Thomas Ledin og hljómsveit hans leika og syngja popptónlist ásamt söngkonunni Lindu Van Dick. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.30 Tölvan Bandarisk fræðslumynd um gerð og starf tölvunnar og gildi hennar i nútimaþjóðfélagi. m Spáin gildir fyrir sunnudaginn 22. okt. Hrúturinn,21. marz-20. april. Einhver hula virð- ist yfir deginum, og þvi vissara aö fara gætilega að öllu bæði i umferðinni og á annan hátt, eftir þvi sem við horfir. Nautið,21. april-21. mai. Skemmtilegur dagur, aö minnsta kosti þegar á liður, en rólegur fram eftir. Vel til þess fallinn að hafa samband viö góða og gamla kunningja. Tvíburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir að dagurinn verði þér bæði notadrjúgur og skemmtilegur. Farðu samt gætilega,. til dæmis i umferðinni ef þú stjórnar farartæki. Krabbinn,22. júni-23. júli. Það er ekki vist að þér falli allt, sem fram við þig kemur i dag. Sennilegt að þér finnist ekki staðið við allt sem lofað er, þegar svo ber undir. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Það ætti allt að ganga nokkurn veginn samkvæmt áætlun.idag. Vinir ogkunningjar gera sitt til, og einkum getur kvöldið orðið ánægjúlegt. Meyjan,24. ágúst-23. sept. Skemmtilegur dagur, og munu vinir þinir, og þá ekki hvað sizt af gagn- stæða kyninu, koma þar við sögu. En hafðu hóf á öllu, peningalega. Vogin.24. sept.-23. okt. Þú ættir að minnsta kosti að gera tilraun i þá átt að varpa öllu annriki og áhyggjum frá þér, hvila þig vel og jafnvel að létta þér eitthvað" upp. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Allt gefur til kynna að dagurinn verði rólegurog vel til hvildar fallinn fram eftir, en þegar á litur er hættvið aö þar verði breyting á. Bogmaðurinn,23. nóv.-21. des. Taktu lifinu með ró i dag og reyndu að njóta sem beztrar og mestrar hvildar. Stutt ferðalag gæti einnig gefizt vel i þvi skyni. Steingcitin, 22. des.-20. jan. Það er hætt við að þetta veröi ekki beinlinis hvildardagur, nema þá helzt fyrst framan af. Og ánægjunni getur brugðið til beggja vona. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Þetta getur oröið mjög ánægjulegur dagur heima fyrir og I fá- menni, en tvennt til um það i margmenni og heiman, einkum er á liður. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Ef þú sýnir til- hlýöilega gætni, þá verður þetta aö þvi er virðist góður dagur. Farðu aö minnsta kosti gætilega i umferðinni þegar á liður. A Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.00 Húsið I skóginumSovézk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Anton Tsjekov. Leikstjóri J. Baseljan. Aðalhlutverk S. Jakovljen. Þýöandi Guðrún Finnbogadóttir. 1 myndinni rifjar listmálari nokkur upp endurminningar sinar. Hann hafði eitt sinn dvalizt um tima hjá vini sinum uppi i sveit. Þar i nágrenninu bjuggu tvær ungar systur, og hann varö ástfanginn af þeirri yngri, en hin eldri varð þeim Þrándur i Götu. 23.20 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 22. október 17.00 Endurtekiö efni. Ain og eldurinn. Kvikmynd sem sjónvarpsmenn gerðu i sumar austur á Siöu. þar sem land hefur verið sifelldum breytingum undir orpið vegna eldsumbrota og vatnavaxta. Kvikmyndun órn Harðarson. Hljóð- setning Oddur Gústafsson. Umsjón Magnús Bjarn- freðsson. Aður á dagskrá 3. september s.l. Búlgarskir dansar. Nitján félagar úr Þjóðdansafélagi Reykja- vikur sýna búlgarska þjóð- dansa. Stjórnandi er Vasil Tinterov. Aður á dagskrá 2. ágúst s.l. 18.00 Stundin okkar. Flutt er saga um páfagauka.j heim- sóttir páfagaukar i Sædýra- safninu og rætt litillega um páfagauka yfirleitt. Siðan er sýnt hvernig búa má til skemmtilega fugla á ein- faldan hátt, en þátturinn endar á mynd frá sænska sjónvarpinu um Linu Lang- sokk. Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingar 20.25 Mjólk. Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins og sölusamtök bænda hafa látið gera mynd þessa um mjólk og mjólkurrétti. Kvikmyndageröin Viösjá h.f. framleiddi myndina fyrir samtökin en Gisli Gestsson tók hana. 20.50 Dansaö á haustkvöldi. Kennarar og nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar dansa. 21.10 Ellsabet I. Framhalds- leikrit frá BBC um ■ Elisabetu Hinriksdóttur Tudor (1533-1603) 3. þáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.30 Að kvöldi dags. Séra Arelius Nielsson flytur hug- vekju. 22.40 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.