Vísir - 21.10.1972, Side 5

Vísir - 21.10.1972, Side 5
Visir Laugardagur 21. október 1972 AP/INITB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGU s Japanskir hermenn úr 2. heimsstyrjöld enn í felum á Filippseyjum? Filippseyingar í skotbardaga við 2 Japani, sem taldir voru af fyrir 27 árum Mikið uppnám varð i Japan, þegar fréttir bárust frá Filippseyjum i gær um, að núna 27 árum eftir að seinni heims- styrjöldinni lauk, hefðu tveir japanskir hermenn fundizt og lent í skotbar- dögum við hermenn stjórnarinnar. i i I japanska sendiráðinu i Manila sagði Wataru Myakawa, ráð- herra, að kennsl hefðu ekki verið borin á lik annars Japanans, sem féll fyrir kúlum hermannanna né heldur á hinn manninn, sem talinn er særður, en hann komst undan og hvarf inn i skóga. En i Japan er almennt álitið, að þessir tveir menn séu Shiro Onoda og Kinishichi Kozuka. Það er haldið, að Kozuka sé sá, sem féll, en Onoda sá, sem slapp særður. Opinberar skýrslur hafa talið báða þessa menn af. Frá þvi er greint i þeim, að Shiro Onoda hafi látizt af völdum óvinakúlu, sem hann fékk i brjóstið 2. sept. 1945 á Lubang-eyju i Filippseyja- klasanum. Og að Kinishichi Kozuka hafi fallið 1. ágúst 1945 á sömu eyju. En 120 kilómetrum suðvestur af Manila skiptust Filippseyjaher- menn á skotum við tvo Japani á fimmtudag, og beittu mennirnir rifflum sem notaðir voru i heims- styrjöldinni siðari. Mennirnir tveir eru sem sagt taldir vera þeir fyrrnefndu. Félagsmálaráðuneyti Japans hefur lengi verið sér meðvitandi um möguleikann á þvi, að þessir tveir menn væru á lifi enn, og hefðu haldið sig i felum i 27 ár — án þess að vita, að striðið væri á enda. En öll von var gefin á bátinn, þegar leitarflokkar Japana fundu engin spor eftir þá 1959 og 1963. Foreldrar Onoda, Tanejiro (85 ára ) og kona hans Tama (86 ára) sögðu fréttamönnum á heimili þeirra i Wakayama i gær, að þau vildu fara til Filippseyja strax á þær slóðir, sem særði maðurinn slapp. Þau höfðu áhyggjur af þvi, að sonur þeirra, ef væri særður, mundi fremja sjálfsmorð. Foreldrar Kozuka, Naoikichi (81 árs) og 77 ára gömul kona hans, fengu taugaáfall, þegar þau heyrðu að hugsanlega hefðlsonur þeirra fundizt eftir öll þessi ár, en þá verið skotinn til bana. — Þau gerðu honum grafhýsi fyrir mörgum árum. ,,Það er ótrúlegt,” sagði frú Kozuka, en siðan hafa þau neitað að svara öllum spurningum. UNDIRBÚNINGI ERMARSUNDSGANGA LOKIÐ A NÆSTA ARI Lokaundirbúningur að jarð- gangageröinni undir Ermasund liefst á næstunni, og á undir- búningsrannsóknunum að verða lokið á miðju næsta ári. Samgöngumálaráðherrar Bret- landsog Frakklands undirrituðu i gær siðustu samninga um sam- vinnu rikjanna beggja til þess að rjúfa það haft, sem skilið hefur Bretland frá Evrópu i gegnum aldirnar. Jarðgöngin verða útbúin með járnbrautarteinum, en járn- brautarlestir munu i framtiðinni halda uppi samgöngum milli Bretlands og Frakklands. llerlög gilda nú i Suður-Kórcu og fréttir fjölmiðla þaðan cru ritskoðaðar, cn kvisazt hefur þaðan, að Fark forscti undirbúi breylingu á stjórnarskrá landsins. sem geri lionum klcift að bjóða sig fram til forseta- kjörs fjórða kjörtimabilið i röð. Skriðdrekar standa á götuhorn- um i höfuðborginni, meðan allt er það með kyrrð og spckt og borgarar gegna sinum erindum. 10 gyðingafjölskyldur frá þrem borgum i Káðstjórnarrikjunum liafa fengið leyfi til þess að flytjast úr landi, án þess aö grciða fyrst menntunarskattinn illræmda. Þessar fréttir bárusi i gær frá rússneskum heimildum, en hins vegar hefur ekkert komið fram, sem bendir til þess, að skatturinn hafi verið felldur niður með öllu. Gyðingar i Káðstjórnarrikjun- um telja, að þessi undanþága fyrir fáeinar valdar fjölskyldur sé gerö til þess að draga úr gagn- rýninni, sem beinzt hefur gegn Ráðstjórnarrikjunum, og einnig gegn Nixon forseta, sem nýlega undirritaði meiriháttar verzlunarsamning við Rússland. Norðmenn stríða gegn smyglurum Ungfrú Chu Wen Chee er á góðum batavegi, eftir að hægri fótur var græddur á vinstri fót hennar, eins og frá var skýrt hér fyrr i vikunni. Hún er þegar farin að æfa sig að ganga. Norska lollgæzlan i samvinnu við lögregluna, liefur upplýst frá þvi i októbcr i fyrra 11 meiri- háttar áfengissmygl, og 41.000 litrar af spiritus, 4000 flöskur af brennivini og 50.000 vindlingar hefur ýmist verið eyðilagt eða gerl upptækt. Þá hefur tollgæzlan lagt hald á 5 smyglbáta. Smyglhringarnir, sem að þessu stóðu, hafa verið afhjúpaðav, og menn gera nú ráð fyrir, að dragi úr smygli á næstunni, eftir þessi skörð sem lögreglan og tollurinn hafa höggvið i raðir ,,friverzlunarsinna”. Kári Lian yfirtollþjónn skýrði frá þvi, að jafnframt hefði tekizt að draga úr árlegri aukningu fikniefnasmygls, ,,en við megum búast við að þurfa að berjast við það vandamál i mörg ár enn.” Tollyfirvöld segja, að það hafi orðið mikil aukning i smygli verziunarvara á undanförnum árum, ,,og hreint alveg ótrúlegt, hverju fólk hefur smyglað. — Alli frá klámi upp i heim hús,” sagð Kári Lian. FELLA RÚSSAR NIÐUR GYÐINGASKATTINN? Þetta er hið 57 feta langa fundarborð, sem fulltrúar hinna ýmsu rikja Efnahagsbandalagsins hafa þingað við undanfarna daga i Paris. — Fundinum lauk i gær. FÉKK NÓBELS- VERÐLAUNIN í ANNAÐ SINN Bandariskir visindamenn hrepptu öll Nóbelsverðlaun i eðlis- og efnafræði þetta árið. Einn þeirra, John Bardeen, prófessor við háskólann i Illinois, hreppti þau i annað sinn. Að þessu sinni skiptast eðlis- fræðiverðlaunin milli hans og Leon Cooper, prófessors við Brown-háskólann, og John Schreiffer, prófessors við háskólann i Pennsylvaniu. I fyrra sinnið skiptust verð- launin milli hans og Walters Brattain og Williams Shockley árið 1956. Efnafræðiverðlaunin skiptast milli þriggja Bandarikjamanna einnig. Dr. Christian B. Anfin- sen frá National Institute of Health i Maryland. dr. Stanford Moore og dr. William H. Stein, báðir frá Rockefeller-háskólan- um voru allir tilnefndir af sænsku akademiunni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.