Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 6
6 Vlsir Laugardagur 21. október 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bifgir Pétursson RRstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Skattalagabreyfingar Fjármálaráðherra hefur nú viðurkennt, að sögn Timans, að breytingarnar á skattalögunum, sem gerðar voru á siðasta þingi, hafi verið kák. Hann kallaði þær að sönnu bráðabirgðabreytingar. En þá verður mörgum á að spyrja: Hvers vegna lá svona mikið á? Af hverju þurfti að flana svona að þessu eins og gert var og láta svo lagabreytingarnar verka aftur fyrir sig, þannig að lagt væri eftir þeim á tekjur ársins 1971? Ráðherrann hefur svar við þvi. Hann segir að ógerlegt hafi verið að una við þau skattalög, sem viðreisnarstjórnin lét eftir sig, kerfið hafi verið svo úrelt og flókið, að ekki hafi mátt draga stundinni lengur að gera á þvi bráðabirgðabreytingar, t.d. hafi verið nauðsynlegt að fella niður nefskattana og að létta af sveitar- og bæjarfélögunum ýmsum út- gjöldum, sem eðlilegt sé að rikið annist. Þarna er talað eins og nýju skattalögin hafi orðið sveitar- og bæjarfélögum til mikillar blessunar og hagsbóta. Skyldu forráðamenn margra sveita og bæja vilja fallast á það? Þeir yrðu varla margir, enda hafa æði margar raddir heyrzt hvaðanæva að af landinu um hið gagnstæða. Tekjustofnar sveitar- og bæjarfélaga voru stórlega skertir með lagabreytingunni, og þá ekki sizt höfuðborgarinnar sem lögunum var lika fyrst og fremst ætlað að bitna á. En i öllum flumbruganginum var þess ekki gætt, að lögin hlutu að koma illa við fleiri, eða þá að svo mikið hefur þótt við liggja, að koma borgarsjóði Reykjavikur á kné, að hinum væri fórnandi fyrir það. Nú eru blöð rikisstjórnarinnar farin að tala um að endurskoðun skattalaganna sé gifurlega um- fangsmikið og vandasamt verk, og nú eru þau lika farin að tala um nauðsyn þess, að endurskoða lögin um tekjustofna sveitarfélaganna, sem stjórnarlið- inu þóttu ágæt, þegar það var búið að hespa þeim i gegnum siðasta þing. Enn er ekkert vitað hver af- drif nýs frumvarps um þetta efni verða i þinginu, hvort það dagar þar uppi eða einhver ný lög verða soðin upp úr þvi. Kannski verða búin til sérlög fyrir Reykjavik! Rikisstjórninni er nú orðið löngu ljóst, að breyt- ingar hennar á skattalögunum hafa sætt mjög mikilli gagnrýni og reiði meðal alls þorra gjald- enda i landinu. Stjórnin telur sér þvi ekki annað fært en að gera aftur einhverjar breytingar. Hitt er svo annað mál, hvort þær verða til bóta þegar til kemur eða aðeins bætt gráu ofan á svart. Timinn er farinn að játa, að skattpiningin sé orðin óhófleg. Blaðið sagði t.d sunnud. 8 þ.m.: ,,Kauphækkanir koma að takmörkuðu gagni, ef um helmingur þeirra fer i skatta”. Brögð eru að þá barnið finnur. Það hefði mátt bæta við: og holskefla óðaverðbólgunnar ris hærra og hærra með hverjum deginum, sem liður. En getur nokkurra breytinga til bóta verið að vænta af rikisstjórn eins og þeirri, sem nú er við völd á íslandi? ,,..og þeir hvöttu okkur til oð veiða innan 12 mílnanna meðan þœr voru.." Brezkir lesendur hliðhollir íslendingum í bréfum í ensku blöðunum t Pað má varla á milli sjá, hvorir skrifa meira um „þorskastriðið” i brezku dagblöðunum, frétta- menn og blaðamenn, eða les- cndur þeirra. Ef flett er brezkum dagblöðum undanfarinna vikna, rekst maður á mikið magn lesendabréfa, sem lúta að „þorskastriðinu”, eða cinkum þó greinaskrifum og fréttaflutning af landhelgisdeil- unni. Langum stærri hluti þessara bréfa eru Islendingum vinsam- leg, og skýtur það nokkuð skökku við þá skoðun, sem hér er almennt rikjandi, — að yfirleitt sé okkar máli hallað á siðum brezkra dagblaða. En það er hinsvegar i samræmi við þær spurnir, sem menn höfðu af þvi i upphafi landhelgisdeilunnar, að þorri almennings i Bretlandi væri okkur fremur velviljaður i málinu. En ef efni þessara bréfa er athugað nánar, kemur i ljós, að mat okkar á fréttaflutningi brezku blaðanna er kannski ekki svo f jarri sanni. Að minnsta kosti eru mörg þessara lesendabréf skrifuð til að andmæla rang- færzlum, rangtúlkun eða hreinum staðleysum, sem slæðzt hafa inn i brezku blöðin, — annað hvort i annarra lesenda bréfum, eða i viðtölum við fulltrúa togara- eigenda eða þá i fréttaskrifum blaðamanna. En við skulum lita á nokkur þeirra og sjá: J.F. Leigh Sarney, Church Road, Richmond Surrye, skrifar í Daily Mail: „Er ekki timi til kominn, að hið svonefnda „þorskastrið” við lsland verði skoðað málefnalega. Suður-Amerikulönd og Vestur- Afrikuriki hafa þó fyrir löngu dregið fiskveiðitakmörk, sem ná allt frá 80 milur til 200 milur á haf út, án þess að nokkur erlend riki hafi sýnt þvi hina minnstu andstöðu. Og samt hafa flest þessi riki margs konar tekjur af öðrum út- flutningi, eins og kjöti, kaffi, kókó, gúmmi, timbri, o.s.frv. A hinn bóginn er fiskútflutningur eina gjaldeyrisöflun fslands. Þetta er svo óréttlátt”. Time Evans, toga rasjómaöur frá Aberdeen skrifar í Morning Star: „Ég votta Morning Star og höfundi greinarinnar „Don’t be codded by the fish monopolies” aðdáun mina fyrir að vera eina blað þessa lands, sem sýnt hefur hina sönnu hlið þorskastriðsins. Eins og venja er hjá öllum stóriðjuaðilum, þá er það þeirra eigin augnabliksgróði, sem þeir setja öllu öðru ofar. Og jafnvel meðan 12 milna fiskveiðilögsagan var, þá hvöttu þeir (útgerðar- félögin) togarana til þess að veiða þar fyrir innan, hvenær sem tæki- færi byðist. Á jóladag 1970 bárust okkur upplýsingar um, að varðskipið lægi i Reykjavikurhöfn. Innfyrir linu fóru nokkrir Aberdeen- og Hulltogarar, en til þess eins að vera staðnir að verki, og einn Aberdeentogarinn var færður til hafnar af óþekktu varðskipi. Bretland hefur sjálft fengið að kenna á ofveiði, og ákveðinn hluti Orkneyja hefur lagzt i eyði af þeim sökum. íslendingar hafa nánast engan annan útflutning en fisk, og við „friðelskendur” erum að reyna að ræna þá lifsviðurværi þeirra. Fjölmiðlar, dyggilega studdir af togaraeigendum, hafa unnið að þvi að sá hatri meðal brezkra fiskimanna, i garð Islendinga þegar reiði okkar ætti frekar að snúast með þeim. . Ég skora á sjómenn frá Aberdeen og annars staðar, að taka upp málstað tslendinga en ekki gróðahyggjumanna, og neita að dýfa neti i sjó innan 50 miln- anna”. S. ó'Garvaigh The Haven, Stradisháll, skrifar í Bury Free Press: „Af biturri reynslu hefur mér lærzt að treysta ekki um of þvi, sem mér er sagt — og einkanlega ekki, ef það er áróður, ismeygi- lega fram borinn. Þvi skrifaði ég Islenzka sendi- ráðinu i London og bað þá um að láta mér i té þeirra hlið á „þorskastyrjöldinni siðari”. Þeir hafa sent afar athyglisverða lesningu. Ég vil þvi ráðleggja öllum, sem hug hafa á þvi að kynna sér málið frá báðum. hliðum, að fara að minu dæmi. Heimilisfang islenzka sendi- ráðsins er....” Og sum þessara lesendabréfa eru frá mönnum sem við könnumst vel við, eins og sir Andrew Gilchrist, sem hér var sendiherra i þroskastriðinu fyrra, en hann skrifar i Daily Telegraph: „Eftir að hafa varið þrem af beztu árum ævi minnar i þras um islenzk fiskveiðitakmörk, er mér þvert um geð, að láta Saltoun lávarð draga mig inn i það mál aftur — jafnvel þótt aðeins væri um að ræða að veita upplýsingar um ákveðnar staðreyndir. En ég vil þó aðeins benda á, að hver sá, sem byggir hugmyndir sinar á þeirri brengluðu hugdettu, að „the Minch” (fiskgrunnslóð út af Skotlandi) sé i dag „fiskeyði- mörk”versvolangtútiað aka, að það er langt utan við landhelgi þess trúanlega. Sannleikurinn er sá, að „the Minch” er full af fiski, og hefur staðið vel af sér 10 ára ákafa sókn fiskiskipa. Miðin eru Skotlandi mjög verðmæt. En hve lengi mundi „the Minch” standa af sér harða sókn mikils flota hinna stærri úthafs- skipa frá Hull og Grimsby, ef þeim yrði öllum snúið þangað? — Það er spurningin, sem Saltoun lávarður ætti að spyrja sjálfan sig að”. Rúmsins vegna komast ekki fleiri fyrir að sinni en við munum leitast við að birta fleiri á næst- unni, og þá um leið eitthvað af þeim, sem ekki eru endilega hlið- holl málstað íslendinga — þótt þau séu reyndar ótrúlega mikið færri. PRIMADONNULEIKUR í í Þjóðviljanum i siðustu viku var sú spurning lögð fyrir nokkra einstaklinga, þar af fólk, sem til- licyrir hverjum liinna fimm stjórnmálaflokka, hvað það teldi rikisstjórnina liafa bezt gert á valdaferii sinum. Svörin voru samhljóða: útfærsfa land- helginnar. Þegar svo samdóma álit er kveðið upp af ólikum aðilum, mætti ætia, að málið allt hefði orðið stjórnarflokkunum til póli- tisks framdráttar á innlendum vettvangi. llaunin er þó önnur Enda þótt nú sé i seinni tið m jög slegið á þá strengi, að ekki megi rjúfa þjóðareiningu með opin- berum deilum um vinnubrögðin i landhelgismálinu, skal hinu ekki gleymt, að á siðasta þingi fyrir kosningarnar 1971, voru það þáverandi stjórnarandstæðingar, sem stofnuðu til ágreinings og settu fram kröfuna um útfærslu i 50 milur 1. sept. 1972. Þá var kappið svo mikið að gera útfærsluna að kosningamáli, að i engu var tekið tillit til tillagna eða ábendinga stjórnarinnar. Engu varðaði samhugur og þjóðar- eining. Allt kapp var lagt á, að gefa i skyn, að viðreisnar- flokkarnir sætu á svikráðum við þjóðina, og minnstu . amingavið- ræður komu ekki til greina — slikt framferði væri landráð. Þó svo hafi farið, að samningar eða samningaviðræður séu nú ekki lengur ámælisverðar og mjög hafi brugðið frá þvi sem þá var fullyrt, þá er hitt ugglaust rétt, að afdráttarlaus afstaða nú- verandi stjórnarflokka i kosningabaráttunni hafði mikil áhrif á kosningaúrslitin. Eftir á að hyggja, er vel hægt að viður- •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.