Vísir - 09.11.1972, Page 3
Visir. Fimmtudagur 9. nóvember 1972
3
Mjólkursölu-
kerfið othug-
að í nefnd?
Ráðherra tekur frumvarpinu þunglega
Viö umræður um mjólkursölu-
málin á Alþingi undanfarið hefur
komiðiljós andstaöa þingmanna
Framsóknar við tillögu Ellerts
Schram um breytingar á nú-
verandi skipulagi. Lýsti land-
búnaðarráðherra þvi yfir, að nú-
verandi skipulag hefði reynzt vel,
en ekki væri útilokað að skipa
nefnd til aö kanna málin betur.
Ellert Schram rainni ráð-
herrann á, að þegar þetta bar á
góma á siðasta þingi, hefði verið
talað um nefndarskipan. Nú væri
enn rætt um að skipa nefnd i
málið. Það væri ljóst, að Mjólkur-
samsalan vildi alls ekki neinar
breytingar á sölumálunum þrátt
fyrir eindregnar óskir neytenda
þar að lútandi.
Landbúnaðarráðherra taldi
einsýnt, að dreifingarkostnaður
mjólkur mundi hækka með auknu
frjálsræði i sölu. Ennfremur yrðu
hreinlætiskröfur þá ekki lengur
jafn strangar taldi hann. Nú-
verandi kerfi hefði verið i ein 40
ár, og það hefði gefizt vel, enda
enginn landbúnaðarráðherra lagt
i að gera á þvi neinar stökkbreyt-
ingar.
Ennfremur tók Stefán Val-
geirsson til máls og sagði allar
kröfur um breytingar komnar frá
kaupmönnum. Neytendur
kvörtuðu hins vegar ekki. Ellert
kvaðst vona, að Hallf.ór E.
Sigurðsson léti verða af þvi i þetta
sinn að taka þessi mál til endur-
skoðunar. —SG
Geri við tennur fró
Akureyri til Egilsstaða
Þeir eru sennilega ekki margir
tannlæknarnir á landinu, sem
þurfa að anna jafn mörgum
sjúklingum og Magnús Torfason
á Húsavik. Hann hefur allt svæðið
frá Akureyri til Egilsstaða , en á
Egilsstöðum er einn tannlæknir
„Það er ætlazt til, að hver tann-
læknir hafi um það bil 1.000
sjúklinga” en á Húsavik einni eru
yfir 2.000 ibúar fyrir utan alla
sveitamenn,” sagði Magnús,
þegar blaðið hafði samband við
hann.
,,Ég kom hingað fyrir þremur
vikum og hóf hér tannlækninga-
Finnbogi
varð meistari
islandsmeistaramótinu i
billiard er nú lokið með sigri
Finnboga Guðmarssonar. i
úrslitaleik kepptu þeir Finnbogi
og Dagbjartur Grimsson, sem
varö annar. Þriðji i röðinni varð
svo Jóhannes Magnúsáon, en
hann keppti um það sæti við
Gunnar Hjartarson.
Mótið var að þessu sinni mjög
ste-kt og kepptu ekki færri en átta
fyrrverandi meistarar. Þetta var
þvi góður árangur hjá Finnboga,
sérstaklega ef tekið er tillit til
þess, að keppnisgreinin
„snóker” er ekki sérgrein Finn-
boga, ef svo má að orði komast.
Hann hefur hingað til mest
stundað svokallað „krambul” og
vann siðasta íslandsmeistaramót
i þeirri grein. ^LÓ
störf. Siðan hefur verið mjög
mikið að gera og það er allt alveg
fullbókað fram að jólum. Áður en
ég kom, hafði verið tannlækna-
laust hér i tvö ár.”
—En hvernig lita þá tennur al-
mennings út?
„Mjög illa. Tennur fólks eru
mjög slæmar hér og þá sérstak-
lega i unglingum, þvi að auðvitað
hefur ekkert eftirlit verið haft
með tönnunum þessi tvö ár. Og
megnið af fólkinu hefur trassað
að láta lita á þær, enda langt að
fara.
„Eins og er tek ég aðeins þá,
sem eru með tannpinu. Og þrátt
fyrir það að það er fullbókað,
verð ég að taka framfyrir þá
sem eru verst farnir sökum
tannpinu. En fólk hefur ekki áttað
sig á þvi ennþá, að það þarf að
panta tima, það heldur, að það
geti komið hingað og komizt strax
að, sem kannski er ekki furða”.
—En reynist erfitt að fá tann-
lækna út á land?
„Það virðist mjög erfitt, Það
má sem dæmi nefna Raufarhöfn.
Mér skilst, að þar sé góð aðstaða
fyrir tannlækni . en þangað fæst
enginn. Eins og er virðast þeir
geta fengið nóg að gera i Reykja-
vik”.
—En eru þá nógu margir
læknar á Húsavik?
„Já, hér er sjúkrahús og fjórir
læknar”.
—Aðlokum. Halda Húsvikingar
tannlækni sinum áfram?
„Já, ég verð hér áfram, i
nokkur ár ef til vill. Kannski
lengur, enn er ekki svo gott að
segja um það, en mér hefur likað
vel hér, enn sem komið er”.
—EA
Listskreyttir skólar
aðeins úti á landi
Það er eingöngu úti á landi sem
nýrri skólarnir eru prýddir ein-
hverjum listskreytingum, að þvi
er Guömundur Þór Pétursson hjá
Menntamálaráðuneytinu tjáði
blaðinu. Fyrir nokkrum árum var
ákveðið að af byggingarkostnaði
þeim sem væri við byggingu
skólahúsnæðis, mætti nota pró-
sentur til listskreytinga á húsinu,
það er að segja 2%, en hámarks-
uppliæð er 500 þúsund krónur.
Að þvi er Guðmundur Þór
sagði, hafa þessar prósentur ver-
ið notaðar við skreytingar á eftir-
töldum skólum úti á landi: Skól-
anum að Laugalandi, þar sem
nokkurs konar súla er skreytt
listaverki eftir Braga Ásgeirsson,
Menntaskólinn á Laugarvatni er
skreyttur veggmyndum eftir
Ragnar Kjartansson, listaverk
eftir Hring Jóhannesson er i
gagnfræðaskólanum á Húsavik
og handrið eftir Jón Gunnar er að
skólanum við Hafralæk i Aðaldal.
Ekki hafa þessar prósentur til
listskreytinga verið notaðar i
Reykjavik til þess að prýða nýrri
skólabyggingar, en þó eru margir
skólanna prýddir með málverk-
um og fleiru, og margt er unnið af
nemendum sjálfum.
„Þetta hefur kannski ekki verið
notað eins og búast hefði mátt
við”, sagði Guðmundur Þór. „En
það væri óskandi að skólar og
byggingar væru meira skreytt-
ar.”
— EA
Vínveitingar mundu bæta andann i félagsheimilum sem öðrum samkomuhúsum, var álit Björns Hall-
grimssonar, forstöðumanns nýja félagsheimilisins i Grindavik, sem við hittum að starfi i gærdag.
Sígaretturnar og að-
komufólkið erfiðast
komið við í glœsilegasta félagsheimili landsins
sóma sér i hvaða heimsborg sem er
Þeir ciga liklega glæsilegasta
félagsheimili á landinu, Grind-
vikingar. Þau salarkynni, skreytt
listaverkum, skrautlýst og lögð
hnausþvkkum teppum, gætu sómt
sér scm skemmtistaður i hvaða
hcimsborg sem væri. En það, sem
Fódœma hlótr-
ar í leikhúsi
Akureyringa
„Góðar undirtektir? Þær eru
svo góðar, skal ég segja þér, að
sumum þykir bara nóg um. Enda
er leikhúsið komið nokkuð til ára
sinna,” sagði Þráinn Karlsson,
framkvæmdastjóri Leikfélags
Akureyrar, i samtaii við Visi i
gær.
gerir forstöðumönnum e.t.v.
svolitið lifið lcitt, er, að aökomu-
menn hafa ekki sýnt þessari eign
bæjarbúa nægilega virðingu.
Ungur þjónn úr Reykjavik,
Björn Hallgrimsson, stýrir hinu
nýja félagsheimili, sem mun
kosta 30 milljónir króna upp-
komið. „Sigaretturnar eru plága
i öllum danshúsum núna”, segir
Björn og gefur þá skýringu, að
sumir fara með sigarettuna i
muninum út á dansgólfið. Þeiir
breyting varð á, þegar menn
hættu að halda utan um dans-
félagana úti á gólfinu. Siðan vill
glóðin detta niður á parketgólfin
og skaða þau. „Ég tel, að áfengis-
málin verði ekki leyst með þvi að
hafa félagsheimilin vinlaus hús”,
sagði Björn. „Hér er leitað á
fólki, sem æskir inngöngu, enginn
má hafa vin með sér, og þess i
stað kom menn við skál, og alltaf
hlýtur vin að komast inn þrátt
í Grindavík — Mundi
fyrir leit”. Sagði hann greinilega
hafa orðið bót i Hafnarfirði,
þegar Skiphóll með sinar vinveit-
ingar hefði tekið við afböllunum i
Alþýðuhúsinu. Svipuðu máli
mundi gegna, ef félagsheimilin
hefðu vinveitingar, taldi Björn.
Taldi hann að nota bá:ri veitinga-
salina til að örva ferðamanna-
strauminn um Grindavik á sumri
komanda, enda hefði mjög vantað
greiðasölu þar syðra fyrir þá,
sem hafa átt leið um.
F'élagsheimilið var 2 ár i bygg-
ingu og „kostaði eins og 100 tonna
bátur”, eins og Björn orðaði það,
en fyrirferðin er talsvert meiri og
notagildið annað. Björn kvað
heimamenn ákveðna i að halda
þessu nýja samkomuhúsi i sem
beztu ástandi, en eins og fyrr
greinir eru það mest að-
komumenn, sem erfiðlega
gengur að hemja innan dyra og
mun sömu sögu að segja viða um
land.
—JBP—
Þessa dagana brakar og brest-
ur i gömlum veggjum leikhússins
á Akureyri, þegar hlátur leikhús-
gesta skellur án afláts á þeim.
Fólk klappar og stappar, veinar
og engist af hlátri undir gaman-
leiknum „Stúndum bannað og
stundum ekki”, sem Leikfélagið
hefur nú á fjölunum.
Leikritið er eftir þá félaga
Arnold og Bach, en Jón Hjartar-
son, leikari og Spegilsritstjóri,
samdi við það forleik einn bráð-
fyndinn og ennfremur söngtexta.
Emil Thoroddsen staðfærði leik-
inn á sinum tíma, en Jón Hjartar-
son bætti um betur, og nú er leik-
urinn að hluta látinn gerast i Iðnó
hið sögufræga kvöld, er leikið var
fyrir dómnefnd yfirvalda i april
1940. L.A. bregður sér sem sagt i
gervi L.R. i þessari sýningu.
Leikstjóri er Guðrún Ásmunds-
dóttir, en leikmynd gérði Magnús
Pálsson. Sýningar eru orðnar niu
og að jafnaði uppselt á hverja ein-
ustu. Þykir Akureyringum-gott að
geta hlegið þannig úr sér skamm-
degishrollinn. Þá er Leikfélag
Akureyrar að hefja æfingar á
barnaleikritinu „Kardimommu-
bærinn” þessa dagana.
I „Stundum bannað og stundum
ekki” koma fram yfir 20 leikend-
ur. Þar á meðal eru Guðlaug Her-
mannsdóttir, Agúst Guðmunds-
son, Marinó Þorsteinsson, Arnar
Jónsson og Þórhalla Þorsteins-
dóttir. Og áfram mun verða
hlegið i leikhúsinu á næstunni, ef
að likum lætur.
— SG
Marinó Þorsteinsson og Þráinn Karlsson I hlutverkum sínum.