Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972 vmssm: Á hvaða tónlistarþætti i útvarpinu hlustið þér mest? Guörún llelgadótlir, húsmóöir. Það er ekki orðið mögulegt að hlusta á tónlist i útvarpinu. Þeir spila svo mikið af útlendum lög- uni, en næstum ekkert af góðri is- lenzkri músik. (ierður Bjarnadóttir, afgreiðslu- stúlka. Ég hlusta nú litið á út- varpið. Ef ég hlusta á það, þá hlusta ég langmest á poppið, en ekkert á aðra músik. Ilildigun nur Þorslcinsdóttir, kennari. Ég hlusta nú ekki á neinn ákveðinn þátt. Helzt hlusta ég á létt lög og dægurlög, en litið á sinfóniur. (iunnar Sveinsson, háskólanemi. Ég hlusta aðallega á lög unga fólksins og sigilda músik. Ég hlusta mikið á þáttinn á þriðju- dögum, sem Gunnar Gunnarsson sér um. Ingvar Kristinsson, nemandi. Ég hlusta á lög unga fólksins og þátt- inn á nótum æskunnar. Ég hlusta alls ekki á sinfóniur og klassiska músik. Sonja Jónsdóttir, bankastarfs- maður. Ég hlusta á lög unga fólksins. Yfirleitt hlusta ég ekki á klassiska músik, aðeins létt lög. EFTIRLEIKUR LÖGBROTA Eykur meðferð mála fyrir dómi ekki virðingu manna á lögum? Dómarnir i fikniefna m ál- unum, sem kveönir voru upp nú fyrirskömmu hafa vakið marga til umhugsunar um hlutverk dómsvaldsins i sakamálum hér á landi. Flestir myndu ætla að dóms- störf og dómar yfir fólki fyrir afhrot, sem það hefur framið, gegndu þvi hlutverki að fækka glæpum. Kins og löggæzla mið- ar að þvi að koma i veg fyrir að óhæfuvcrk séu unnin, hljóta dómar að gegna þvi hlutverki að sjá til þess, að vcitt sc sú refs- ins, sem kemur i veg fyrir, að fólk geri sömu vitleysuna aftur og einnig að sjá til þess að fólk, sem fremur afbrot vegna ein- hverra innri tilfinningaörðug- leika geti fcngiö meðferð, sem þvi hentar. Um meðferð og umhyggju, sem tilfinningaveilt fólk þarf að fá, þýðir vist ekki að fjölyrða um hér á landi. En til hins væri hægt að ætlast til, að dómar yfir heilbrigðu fólki, sem fremur af- brot i auðgunarskyni, væru það strangir, að þetta fólk sæi sér ei hag i að fremja sama afbrotið aftur og aftur einungis vegna þess, að ekkert gerir til þó upp komist, vegna þess að refsingar eru svo vægar. Ilér skal nefnt dæmi scm alls ekki cr af verstu tegund: Mörg veitingahús hafa haft það fyrir sið að hleypa fleirum inn i salarkynni sin en leyfilegt telst. Löggæzlumenn koma stundum að húsunum og telja út út þeim. Einu sinni þeg- ar slikt gerðist hjá einu veit- ingahúsa borgarinnar reyndust sem oftar vera alltof margir i húsinu. Næsta kvöld var aðeins hleypt inn tilsettum fjölda og sagði eigandi staöarins þegar búið var að gera upp reikninga fyrir það kvöld, að selzt hefði fyrir um 70 þúsund krónum minna þá en þegar fjöldinn var ekki takmarkaður. Sé gert ráð fyrir að hreinn hagnaður umfram innkaups- verð umrætt kvöld hafi verið helmingur af upphæðinni sem inn kom, þá fór veitingamaður- inn á mis við 35 þúsund krónur þetta kvöld. Þegar þessi veitingamaður var siðan drpginn fyrir dóm og dæmdur fyrir athæfi sitt, kom hann hlæjandi út úr réttarsaln- um, þvi að honum var gert að greiða fimmtán hundruð krónur i sekt. I tilviki sem þessu hefði Kf svo licldur áfram að vera seni iiú er, þá borgar sig ekki prningnlcga að eltast við að greiða þessa fimmtiu króna sckta rniiða. Kf þú vilt spara nokkra krónur, og þér er alveg sama livaða álit fólk hefur á þér, þá skallu hara setja sektar- miðana i körfuna. Kn menn mega ekki gleyina til livers slöðumælar eru. Þeir sjá til þess að náunginn leggi ekki liílnum sinum of lengi á sama stæðið, svo að þú þurftir ekki að hiða klukkustundum saman eftir að geta lagt bilnum þinum. Scm betur fer eru flestir það vel innrættir og sómakærir, að þeir horga ævinlega stöðumæla- gjaldiö, sem er fimm krónur fyrir stundarf jórðunginn. Sumum þykir þó svo vænt um aurana sina, að þeir borga aldrei þennan fimmkall. mörgum fundizt eðlilegt, að reynt hefði verið að meta hvað maðurinn græddi á að hleypa hættulega mörgum inn i hús sitt, og sektin yrði siðan t.d. tvöföld sú upphæð. Þá hefðu verið smá von um að maðurinn hugsaði sig tvisvar um áður en hann hleypti jafnmörgum inn i hús sitt i næsta skipti. En eftir að hafa fengið þessar bliðu viðtökur hjá dómsvaldinu fyndist honum það sennilega argasta heimska að vera að fara eftir hinum mátt- lausa bókstaf laganna. Borgar þú í stöðumæla? Það lögbrot sem flestir gera sig sennilega seka um einhvern tima er að leggja bil sinum ólög- lega. Það er ef menn láta tim- ann renna út á stæðinu sem þeir leggja á, eða ef þeir borga hreinlega ekki i stöðumælinn, þegar þeir leggja bilnum sinum i bifreiðarstæðið. Vantar betra svell á Tjörnina Gamall skautamaður simar: ,,Nú er komið svell á Tjörnina og eins og áður er ekkert gert til að fólk geti nýtt það sem bezt. Það er alveg dæmalaus deyfð sem alltaf er yfir skautayfirvöld- um þessarar borgar. Auðvitað þarf að sprauta á svellið og stór- bæta lýsingu svo það komi að góð- um notum. Krakkagrey eru þarna að leik á ójöfnu svelli, sem með sáralitlum tilkostnaði mætti gera fyrsta flokks. Ég held að á flestum stöð- um landsins sé gert meira fyrir skautafólk en hér i borginni. Þetta er handhæg og ódýr iþrótt, sem skapar ákjósanlega hreyfingu undir beru lofti. Ættu yfirvöld ekki að láta sitt eftir liggja til þess að sem flestir geti notið hennar.” Ljósmœður og átapparar við skyld störf? Ljósmóðir skrifar pftirfarandi: „Ég get nú ekki lengur orða bundizt yfir þvi óréttlæti sem vin- gengst i launamálum fólks. Ég er ljósmóðir og finnst að við ljós- mæður vinnum mjög mikilvægt starf i þjóðfélaginu. Fólk veit það kannski ekki almennt, en dán- artala nýfæddra barna hér á landi er með þvi lægsta, sem þekkist i heiminum i dag. En þeir spekingar, sem flokk- uðu rikisstarfsmenn niður vita vist ekki að við ljósmæður berum ábyrgð á tveim mannslifum i senn og stundum fleiri, þvi oft eru margar konur að fæða samtimis. Það þýðir tvöfalt meira vinnu- álag og mörgum sinnum meira andlegt álag. Við siðustu saran- inga voru störf okkar metin til sömu ábyrgðar og störf átappara ÁTVR. Þegar spurt er um mögu- leika á hækkun, er svarið alltaf það sama, nei þá koma allir hinir á eftir. Hvað haldið þið lesendur góðir að við berum mikið úr býtum sem vinnum á næturvöktum? Við fáum 52,60 krónur i álag á klukku- stund. Það er nú ekki meira en það. Þegar ég opnaði augun eftir erfiða næturvakt um daginn sá ég i Visi, að háskólakennarar hafa hækkað um einn launaflokk. úr 25. flokki upp i 26. og-fá alls konar hlunnindiaðauki. Þeir eiga vissu- lega skilið góð laun fyrir langt nám, en menntun og ábyrgð er ekki alltaf hægt að leggja til grundvallar. Störf okkar ljósmæðra er metið til ábyrgðar i 14. launaflokki og allir sem tala um óréttlæti i launamálum benda á ljósmæður. En sjálfar þegja þær þunnu hljóði, enda seinþreyttar til há- vaða og láta i sambandi við sin störf. Hins vegar er ekki lengur hægt að þegja. Það virðist vera svo að þegar fólk er komið i nógu háa launaflokka, þá sé mun auð- veldara fyrir það að hækka ennþá meira. 1 þvi sambandi detta mér alþingismenn i hug. Þeir stór- hækkuðu sjálfir sin laun og nú liggur við að þeir snúi sér ekki við i rúminu án þess að fá greiðslu fyrir. Og það var sæmileg hækkun hjá háskólamönnum að fá hækk- un úr 800 krónum upp i 1300 fyrir einnar stundar fyrirlestur. Hvað hefðu þessir menn á timann, ef þeir ynnu á næturnar? Að siðustu langar mig til að þakka Valdimar ristjórnarfull- trúa fyrir skrif hans um stefnuna varðandi launamál opinberra starfsmanna og leyndina yfir þeim. Ég tek undir það að hér er um að ræða skaðlega og hættul. stefnu og ég get ekki lengur borið virðingu fyrir þeim mönnum sem henni ráða. Nýja stjórnin sagðist vera verndari hinna smáu en ég hef ekki orðið vör við það. Aldrei hefur jafn stór hluti launa verið tekinn af fólki með óhóflegum sköttum og nú er.” Þýðið Billy Wright Knattspyrnumaður i Eyjum skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri uppástungu til sjón- varpsins vegna ensku knatt- spyrnunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.