Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 8
8
Vísir. Föstudagur 17. nóvember 1972
Ekkert lát á útgáfu
bóka um dulspeki
— litið í tvœr þeirra og rœtt við þá er þœr skráðu
Kormákur Sigurösson i störium heilbribrigöisiulltrúa. Hann er sonar-
sonur llaralds Nielssonar, prófessors, sem tclja má höfund spiritis-
inans á islandi.
GLEÐJIÐ AUGUN
LÍTIÐ INN
ERUM AÐ TAKA UPP MIKIÐ
AF FALLEGUM VÖRUM
BJÓÐUM AÐEINS HINN
HEIMSÞEKKTA BÆHEIMSKRISTAL
vörur fyrir alla - verð fyrir alla
é TÉKK - KRISTALL
Skólavörðustig 16 simi 13111
Ekki færri en fimm
bækur, sem komnar eru á
jóiamarkaöinn snúast um
dulræn fyrirbrigði. Sýnir
það og sannar, hver áhugi
almennings i landinu er á
þessum málefnum — því,
hvers vegna gefa bókaút-
gefendur annars út enn og
aftur slíkan fjölda
dulrænna sagna, nema
vegna þess að góð sala er í
slíkum bókum?
JónasJónasson, sá vinsæli
útvarpsmaður, skrifaði eina
bókina. Sú íjallar um anda-
lækninn Einar Jónsson á Einar-
stöðum i Keykjadal.
,,Eg kvnntist honum fyrst al-
mennilega, þegar ég fyrir
nokkuð mörgum árum heim-
sótti hann með hljóðnemann.
Siðar leitaði ég til h'ans
vegna sjúkleika, sem hann réði
bótá. Og upp frá þvi hef ég leitað
oft og iðulega til hans og hann
hjálpaði mér mjög mikið. Eins
hef ég visað til hans fólki, sem
hann hefur veitt aðstoð sina.
Byggist bókin að mestu á reynslu
minni, þessa fólks og annarra af
dulrænum hæfileikum Einars”.
Og Jónas heldur áfram: „Uppúr
þvi, að ég hafði flutt um Einar
erindi á fundi hjá Sálarrannsókn-
arfélaginu fyrir um tveimur eða
þremur árum, vaknaði hjá mér
áhugi á að taka saman i bók
nokkur sannindi um hann og
lækningar hans. 1 þvi skyni
leitaði ég viða fanga, en bókina
lauk ég ekki við að skrifa fyrr en i
sumar. Eiginlega ekki fyrr en i
haust”.
Jónas er fljótur til svars, þegar
hann er spurður að þvi hver sé, að
hans mati, athyglisverðasta
lýsingin i bókinni:: „Það tel ég
einna helzt vera lýsingu Sigurðar
Jónssonar. Hann varð fyrir miklu
slysi i Ártúnsbrekku, sem veitti
honum hina verstu ákverka og er
þeim lýst i bókinni. Læknar gerðu
á honum miklar aðgerðir, en sáu
ekki fram á að hann héldi lifi.Og
var eiginkonu hans tilkynnt um
það. En morguninn eftir var haft
samband við hana af sjúkra-
húsinu á nýjan leik og henni tjáð
að Sigurður væri með óskiljan-
legum hætti að ná bata.
Sannleikurinn var sá, að
kvöldið áður hafði verið hringt i
Einar Jónsson og leitað á náðir
hans eftir hjálp. Klukkan átta
morgunin eftir vaknaði Sigurður
alheill, nema hvað sárin áttu bara
eftir að gróa”. Og Jónas eftir-
lætur okkur að kynna okkur sögu
þessa nánar við lestur bókar-
innar.
Kormákur á nóg
í fleiri btekur
En eftir að hafa hlýtt á frásögn
Jónasar af andalækningumEinars
Jónssonar kemur okkur i hug
heilbrigöísfulltrúi vor, Kormákur
Sigurðsson. En nýkomin er á
markaðinn bók um DULSPAKT
FÖLK eftir hann.
„Hefur þú trú á anda-
lækningum?" spyrjum við hann
fyrst.
„Ég ræði ekki um þær i bók
minni, sökum þess að ég hef
aldrei kynnt mér þær sérstak-
lega. En mér finnst ekki ótrúlegt,
að andalækningar eigi sér stað”,
svarar heilbrigðisfulltrúinn. Og
bætir þvi við, að sér þyki slikt
jafnvel mjög líklegt.
Við lestur bókar hans má finna
eina sögu um andalækningar —
eða hvaða nafni lesendur vilja
nefna það, sem þar um ræðir.
Rifjar Kormákur þar upp sögu,
sem hann hefur frá fyrstu hendi
og sögð var i viðurvist þrjátiu
annarra. Hana hafði Joe nokkur
Barry að segja. Miðaldra maður,
ættaður frá Kanada.
Joe þessi segir frá þvi, hvernig
hann fór frá sérfræðing til sér-
fræðings vegna veikinda sinna
án þess þó að fá bót á krankleika
sinum. Þeir sögðu honum allir, að
hann gengi með alvarlegan
hjartasjúkdóm. Lýstu þeir þvi
yfir, að Barry gæti vart lifað i
mörg ár. Einn spáði honum ekki
nema ári ólifuðu og fyrirskipaði
honum að hafa hægt um sig og
ofreyna sig ekki.
Með þessar óskemmtilegu
upplýsingar hélt hann til Irlands
— samkvæmt einu læknisráðinu.
En þar var, áður en langt um leið,
farið með hann á fund bónda eins,
sem fékk að heyra um krankleika
Barrys. Eftir að hafa þuklað
hann i bak og fyrir sagði hann:
„Það er ekkert að þessu hjarta i
þér — það virðist alveg eðlilegt.
Hins vegar er greinilegt, að þú
annað hvort situr eða stendur við
eitthvaðsem þú ert að vinna við á
þann hátt að likamsstellingarnar
eru óeðliegar, og hefur þetta áhrif
á vissar taugar i bakinu með
þeim afleiðingum, að engu er
likara en að hjartað sé að gefast
upp”.
Joe Barry kvaðst hafa tekið
ráðum bóndans — og ekki fundið
til hjartakastanna siðan. „Mér
finnst ég vera stálhraustur og
gæti bezt trúað, að ég eigi eftir að
lifa mörg ár enn”, hefur
Kormákur eftir Barry i lokin.
„Ekki nógu gamall
til að þylja sögur
af sjálfum sér"
Frásagnir á borð við þessa
kveðstKorm ákur eiga i dagbókum
sinum i stórum stil. „Og enn hef
ég af nógu að taka i nýja bók — já,
jafnvel bækur”, segir hann. „Ég
byrjaði að taka niður lýsingar
manna fljótlega'.. Eins á ég
skráðar eiginendurminningarUm
dulræna reynslu i miklum mæli,
þó ég hafi verið spar á þær við
gerð .bókarinnar. Ég er ekki
orðinn það gamall maður, að ég
sé farinn að þylja sögur af
sjálfum mér”.
Margt það sérkennilegast i bók-
inni telur Kormákur, að komi
einkum fram i siðari hluta henn-
ar, en þar er langt viðtal við
VÖLVUNA ÞORBJÖRGU, sem
raunar er ekki hið rétta nafn við-
mælanda. Gefur valvan þar
skýringar á árunni, áhrifum
hennar, útgeislun og útstreymi.
Margt virðist þar algerlega nýtt,
en annað er þar skýrt á nýjan
máta.
„Telur þú áhuga fólks á dul-
speki vera almennan?” spyr blm.
Kormák næst.
„Já, tvimælalust mjög
almennan”, svarar hann ákveðið.
„Það eru kannski helzt visinda-
menn, sem ekki vilja taka
ákveðna afstöðu til þessara mála,
þar sem þau hefur ekki reynzt
unnt að rannsaka til hlitar ennþá.
Eins vilja prestar skiptast i tvo
hópa i þessum efnum. Til eru
þeir, sem ekki mega heyra á þau
minnzt. og annars vegar þeir,
sem i sinu starfi hafa kynnzt
spiritismanum af eigin raun og
geta þvi ekki afneitað honum”.
„Hvað fékk þig til að ráðast i gerð
bókarinnar um dulspakt fólk?”
„Draumur, sem mig dreymdi,”
svarar Kormákur. En visar
annars til formála bókar sinnar.
Og enn flettum við upp i bók
hans.
Þar segir ýtarlega frá draumi,
þar sem Kormákur verður fyrir
þvi að steypast út i læk. Hann
gripur þá i einhvern hlut, sem við
nánari athugun reyndist vera
Jónas Jónasson hefur safnað
sainan frásögnum af andalækn-
ingum Einars Jónssonar i
Keykjadal. Jónas er sonur Jónas-
ar Þorbergssonar, fyrrum út-
varpsstjóra, sem kunnur var fyr-
ir skrif sin um duiræn fyrirbrigði.
trékross, gerður úr fallegum viði.
Kross þessi var á hæð við meðal-
mann. Krossinn var sérkenni-
legur i lögun, og var frágangur
einkar vandaður. Eitthvert efni
virtist hafa verið borið á hann til
þess að forðast veðrun, en i
þvertréhans var þessi útskurður:
Op. 1,11.
Fleira bar við i draumi Korm-
áks, en þegar hann vaknaði um
morguninn lét hann það verða sitt
fyrsta verk að opna bibliuna og
fletta upp i Opinberun
Jóhannesar, 1. kapitula 11. versi,
en þar standa þessi orð:
„Rita þú i bók, það sem þú sér,
og send söfnuðum sjö, til Efesus,
og til Smyrna, og til Pergamos,
og til Þýatiru, og til Dardes, og til
Filadelfiu og til Laódieku”.
Draumur þessi segir
Kormákur, að hafi ýtt við sér.
Hann geymdi hugmyndina og
drauminn i átján ár. Þá ákvað
hann að rita þá bók, sem um er
rætt.
Hafsteinn
miðill með
nýja bók
Auk dulspekibókanna tveggja,
sem getið er hér að framan, eru
komnar út að minnsta kosti þrjár
aðrar. Þar ber fyrst að geta
bókar, sem hefur að geyma
frásögn Hafsteins miðils af
bernsku- og unglingsárum sinum,
en bókin hefur auk þess að geyma
sögur úr safni hans.
Bók er komin á markaðinn um
þann nafntogaða, bandariska
miðil Cecey, sem látinn er. Og þá
er komin út bók eftir Sviann Nils
0. Jacobsen. ER LIF EFTIR
DAUÐANN heitir hún og kom
fyrst út á sænsku vorið 1971, en er
að koma út 1 fjölmörgum löndum
um þessar mundir.
—ÞJM