Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 9
V
Visir. Föstudagur 17. nóvembcr 1972
IINIIM i w
1. S ÍDA im 1
ÞAR SITJA KVENMENN
í HVERRI NEFND
Rœtt við Guðfinnu Helgadóttur
í stjórn Mólfundafélags V.í.
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Verzlunarskólinn hefur verið
talsvert i fréttum að undanförnu
og nemendur skóians hafa óneit-
anlega vakið á sér nokkra at-
hygli, eftir að þeir hafa ákveðið
að fara i setuverkfall innan skól-
ans. Rætt hefur verið nokkuð við
nemendur um það efni, og á
Innsiðu i dag ræðum við einmitt
við einn nemanda i Verzlunar-
skólanum. Að þessu sinni þó um
málefni sem viðkemur setuverk-
falli eða öðrum óeirðum litið.
Nemandinn heitir Guðfinna
Helgadóttir, og hún er nemandi i
fjórða bekk skólans. Guðfinna er
einn af þeim kvenmönnum sem
skipa nefndir i skólanum, en
sennilega á skólinn met i þvi
hversu margir kvenmenn hafa
tekið að sér ýmis ábyrgðarstörf
innan fjögurra veggja skólans.
Þeim störfum fylgir vissulega
ábyrgð, og ekki er öllum treyst-
andi til að geta séð um að félagslif
og skemmtanahald innan skólans
fari þokkalega fram.
I skólanum eru starfandi fimm
nefndir og i hverja nefnd eru
skipaðir fimm nemendur. t
nefndum sitja nú niu stúlkur, en
það er meira en tiðkazt hefur i
skólanum áður og örugglega
meira en tiðkazt hefur i öðrum
skólum sömuleiðis.
Að visu sátu 10 stúlkur nefndir á
siðastliðnum vetri, en veturinn
þar áður eða 1969—1970 áttu að-
eins þrjár stúlkur sæti i nefnd.
Vissulega er þarna spor i rétta
átt, kunna margir að segja, og
loks fer að bera á þvi að kvenfólk-
ið stendur sig sizt verr i slikum
störfum en karlmennirnir.
— En rikir rauðsokkuandi i
skólanum. Telurðu að kvenfólkið
bjóði sig fram i nefndir út af jafn-
réttisbaráttu og þviliku?
,,Nei, ég hef ekki orðið vör við
mikinn rauðsokkuanda innan
skólans. Einhvers staðar hlýtur
hann þó að fyrirfinnast. En ég
sjálf fyrir mitt leyti er ekki rauð-
sokka. Oft finnst mér það sem
hreyfingin berst fyrir dálitið of-
stækisfullt, en það getur verið að
maður reyni ekki að sjá góðu hlið-
arnar en þær slæmu komi frekar
fram. Hreyfingin hefur þó komið
mörgu góðu til leiðar”.
— Þú átt sæti i Málfundafélagi
skólans. Buðu sig margar stúlkur
fram i það félag þegar kosningar
fóru fram innan skólans?
,,Já, i fyrstu bólaði ekki á
nokkrum karlmanni, þvi að ekk-
ert nema kvenfólk bauð sig fram.
Það voru orðin vandræði vegna
þessa, en loks buðu sig þó nokkrir
fram. „Þetta verður sauma-
klúbbur”, sögðu strákarnir og
hnussuðu yfir kvenfólkinu. En ég
held að það hafi komið i ljós að
þetta varð enginn saumaklúbbur.
Nú eru þrjár stúlkur i félaginu og
tveir piltar. Samkomulagið er
lika prýðilegt”.
,,Ég held að stúlkurnar hafi i
rauninni meiri áhuga fyrir fé-
lagslifinu. Eftir kosningarnar sér
maður að minnsta kosti mjög vel
hvar áhuginn er”.
— Hvernig skiptast kynin niður
i nefndir?
„1 skemmtinefnd skólans eru
þrir piltar og tvær stúlkur.
lþróttafélag skipa fjórir piltar og
ein stúlka. 1 ritnefnd sitja fimm
piltar en engin stúlka. Og núna
um nokkurn tima man ég ekki
eftir að kvenfólkið hafi verið sér-
staklega pennaglatt. Mig mir
helzt að það hafi ekki nema ein
stúlka skrifað i siðasta skólablað.
1 nemendamótsnefnd sitja svo
loks tveir piltar og þrjár stúlkur”.
— Eru stúlkur fremstar i flokki
i einhverri þessara nefnda?
,,Já, i bæði nemendamótsnefnd
og Málfundarfélagi eru stúlkur
formenn”.
— Þú ert i stjórn Málfundafé-
lags skólans. Eru nemendur alls
óhræddir við að láta áiit sitt i Ijós i
ræðupúlti? Telurðu að taka þyrfti
upp kennslu i framsögn i skólum
almennt?
„Það er að visu dálitið erfitt að
fá fólk til að tala. En ef það einu
sinni kemur upp i ræðupúltið og
segir nokkur orð, þá er isinn brot-
inn. Yfirleitt eru það þó alltaf þeir
sömu sem koma upp og láta sitt
álit i ljós, en þó birtast öðru hvoru
ný andlit i púltinu”.
„Viðvikjandi kennslu i fram-
sögn i skólum, þá gefur mál-
fundafélag skólans nemendum
kost á að sækja mælskunámskeið
i byrjun hvers vetrar. Þar er
fenginn sérstakur maður til þess
að kenna, og hefur það gefizt vel.
Mér finnst það annars vel koma
til greina að taka framsögn sem
skyldugrein i skólum, en þó hef ég
ekki hugsað nægilega mikið um
það mál til þess að láta i ljós ein-
hverja ákveðna skoðun”.
„Það hefur reyndar komið til
tals að hafa mælskunámskeiðið i
lengri tima á hverjum vetri, en
það hefur þó ekki orðið úr þvi enn.
Annars finnst mér að það mætti
taka leiklist sem grein i skóla.
Eða að minnsta kosti gefa nem-
um kost á að sækja leiklistar-
tima”.
— Æðsta starf i skólanum er
forsetastarfið. Hefur kvenmaður
boðið sig fram til þess starfs?
„Nei, ekki að mér vitandi. Það
starf er ákaflega erfitt, en ætli
kvenmaður stæði sig ekki jafn vel
þar og karlmaðurinn. Sá sem
tekur það starf að sér þarf að
vera vel gáfum gæddur og hann
verður að vera þess vel vitandi að
hann getur ekki eytt mjög mikl-
um tima i námið”.
„En i sambandi við þetta, þá
man ég það að þegar kvenfólk
bauð sig fram i Málfundarfélagið,
þá sögðu karlmennirnir i skólan-
um að þetta yrði sjálfsagt erfitt
starf fyrir okkur, þvi að ræðupúlt-
ið væri griðarlega þungt, en við
þyrftum að bera það fram fyrir
hvern málfund. En ég held að
okkur kvenmönnunum hafi ekki
gengið neitt siður að koma púltinu
fyrir á réttum stað”.
„Mjög áberandi hvað kvenfólkið tekur virkan þátt I félagsllf-
inu”.
„En það er mjög áberandi hvað
kvenfólkið tekur virkan þátt i fé-
lagslifinu, og nú held ég að við sé-
um ekki minna virtar en karl-
menn, við megum bjóða okkur
fram i störfin, og við stöndum
jafnfætis þeim. Annars skiptir
ekki svo ýkja miklu máli hvort
karlmenn eða kvenmenn eru i
meirihluta i nefndum, fyrir mestu
er að áhuginn sé fyrir hendi”.
—EA
Þegar dœturnar voru vandamól
Róleg og feimin átti hún að
vera, ef hún var komin af háum
stigum og tilheyrði æðri
stéttinni. i hinum lægri stéttum
vissu stúlkurnar meira um lifið,
og þær vissu jafnvel hvernig
börn urðu til. En börn fæddust
utan hjónabands þrátt fyrir það,
og þar til árið 1772 voru börnin
skráð i bækur prestanna sem
skilgetin, aðeins ef foreldrarnir
lofuðu að ganga í það heilaga.
Þannig var það meðal þeirra i
lægri stéttunum, en i hærri og
æðri stéttunum gilti annað
sjónarmið.
Þar máttu börn ekki fæðast
nema foreldrarnir væru þegar
gengnir i hjónaband. Feðurnir
urðu lika að passa dætur sinar
mjög vel. Þær fóru ekki i sam-
kvæmi nema i fylgd einhvers
fullorðins, og stöðugt voru vak-
andi augu i kringum þær.
En samt fór það stundum svo,
að þær lentu i litlum ævintýrum,
— þó ekki lengur en samkvæmið
stóð yfir. Þá var haldið heim á
leið i fylgd föðurs, móður eða
frænku.
Ungu stúlkurnar máttu sitja
við gluggann og horfa á fólkið
ganga fram hjá. Þá tiðkaðist
það að karlmenn gengu um
götur arm i arm og einnig kven-
fólk. En ungu stúlkurnar i
gluggunum sem voru i hástétt-
inni máttu ekki slást i hópinn
með ungu mönnunum. Það þótti
alls ekki sæma, og foreldrarnir
höfðu stöðugar áhyggjur af þvi
að dóttirin eða dæturnar kynnu
að valda einhverri hneisu
meðal fina fólksins.
Ungu mennirnir áttu samt
ekki i miklum erfiðleikum með
að ná sér i konu, þvi að vændis-
konur fundust i þá tið.
Vinnukonurnar hjá heldra
fólkinu áttu einnig að vera mjög
siðprúðar. Þær máttu aldrei fá
nokkurn karlmann i heimsókn
til sin, þótt viðkomandi segðist
vera frændi vinnukonunnar.
Það tókst þó ekki alltaf að halda
þeim i hæfilegri fjarlægð frá
kærustum og „frændum”, en
finustu heimilin voru mjög
ströng á slikt.
Þegar farið var i innkaupa-
ferð, mátti stúlkan kannski
spjalla við einhvern karlmann
sem hún hitti, en i mörgum til-
fellum kaus húsmóðirin að fara
sjálf með i ferðina. Gekk hún þá
þremur skrefum á undan
vinnukonunni, og lét hana bera
bögglana.
Trúlofaðar stúlkur áttu
stundum i erfiðleikum að fá
vinnukonustöðu, og ef þær giftu
sig kaus húsmóðirin að skipta
um vinnukonu.
Ógiftu dæturnar voru oft stórt
vandamál fyrir foreldrana. Hjá
heldri fjölskyldum þótti það
ekki hæfa að dóttirin færi að
vinna fyrir sér sjálf, hún varð að
hafa fyrirvinnu. Allt var i lagi ef
arfur var fyrir hendi, en annars
mátti dóttirin vera samkvæmis-
dama eða kennslukona, og
ágætt þótti einnig að vera sima-
mær. En ekki hæfði fyrir fina
dömu að vinna á skrifstofu, þar
áttu karlmennirnir að, halda sig.
Margar dæturnar héidu sig
aðeins i föðurhúsum og fóru út
með föður og móður i stöðugri
von um að finna hinn eina rétta.
eldri og ráðsettari var i förinni
til þess að sjá um að ekkert færi
öðru visi en ætlað var.
Fin stúlka sat heima og
saumaði. Möguleikar til þess að
öðlast menntun voru litlir, og
lengi voru takmörk fyrir þvi að
stúlka gæti tekið próf úr háskóla
jafnt og piltar. Stúlkur urðu að
láta sér næg.ja að leika á hljóð-
færi, sauma út og dytta að ein-
hverju i húsinu, á meðan þær
biðu eftir biðlunum og faðirinn
vann fyrir heimanmundinum.
Slikir flokkar stúlkna og pilta
sáust ekki oft meðal heldra
fólksins. Það voru ekki allar
dætur sem fengu leyfi til að
skemmta sér með piltum eða
fara i gönguferðir með piltum.
Slikt henti ekki, nema einhver
——“«™——w—»