Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972
3
Það sem sameiginlegt er
þessum hópi hér að ofan, er
það, að ef upp kemst um brot
þeirra, er litill miði festur á bila
þeirra með snæri. Á þessum
miða stendur orörétt: ,,Skv.
heimild i reglugerð um stöðu-
mæla, 6. gr., er yður gerður
kostur á að ljúka framan-
greindu máli með greiðslu 50 kr.
aukaleigugjalds i stöðumæla-
sjóð. Ef þér fallist á þá máls-
meðferð, ber yður að undirrita
tilkynningu þessa og greiða
gjaldið i skrifstofu lögreglu-
stjórans innan viku, svo að
komizt verði hjá sektum”.
f sannleika sagt hefur fram-
kvæmd á ofangreindri reglu-
gerð verið með höppum og
glöppum. Það vill til að flest fólk
er heiðarlegt og sómakært og
borgar þvi þessar fimmtiu
krónur umyrðalaust, en hitt er
svo aftur ekki óalgengt að menn
hendi litla miðanum beint i
ruslakörfuna, þegar heim er
komið, eða noti hann til að setja
á bilinn sinn, ef þeir þurfa að
hafa hann á bilastæði lengur en
leyfilegt er.
Þegar þessir siðastnefndu
menn fá itrekunarbréf með
opinberum stimpli fara þau
sömu leið: beint i ruslakörfuna.
Siðan, kannski að fjórum ár-
um og fimmtiu sektarmiðum
liðnum, er manninum stefnt
fyrir dóm til að hegna honum
fyrir ólöglegt athæfi og til að
koma i veg fyrir að hann láti sér
detta i huga að viðhafa slikan
ósóma á nýjan leik. Og hver
skyldi nú ákvörðun dómsins
vera? Jú, öllum einstökum brot-
um er skellt saman i eitt og
maðurinn fær sekt sem er minni
en allar fimmtiukróna greiðsl-
urnar lagðar saman. Þetta er nú
alldeilis aðferðin til að láta
menn bera virðingu fyrir lögum
og rétti!
Ekki er þetta eina misfellan á
meðferð opinberra mála, en
varla er öðrum en lögmennt-
uðum mönnum ætlandi að fjalla
um þessi mál i heild sinni og svo
vit sé i. Eitt mætti þó benda á:
Það er hinn dæmalausi langi
timi sem tekur að fjalla um
mörg mál. Þetta er nú sennilega
vegna mannfæðar hjá embætt-
um sem hlut eiga að máli.
Að lokum eitt ráð, sem einn
góður maður gaf i spjalli við
blaðamann á Visi nú um dag-
inn: ,,Hvernig væri að taka svo-
litið harðar á lögbrotum af
ýmsu tagi? Ætli þessum lög-
brotum myndi þá ekki fækka og
dómararnir fá betri tima til að
fjalla um einstök mál, og jafn-
framt yrði kerfið allt fljótvirk-
ara”.
—Ló
Hún er sú, að viðtölin sem Billy
Wright tekur eftir leikina verði
þýdd á islenzku. Það eru svo
margir sem fylgjast með knatt-
spyrnunni, að mér finnst þetta
sjálfsögð þjónusta. Menn hefðu
ekki siður áhuga á þessum sam-
tölum en mörgum þeim sem
þýdd eru i fréttatima sjónvarps-
ins.”
Fáránlegar hótanir
útvarpsins
J.R.S. skrifar:
„Væri ekki ráð fyrir útvarpið
að koma innheimtumálunum i
betra lag áður en farið er fram á
hækkun afnotagjalda. Ég var að
fá eitt hótunarbréfið i hendur þar
sem þess er krafizt að ég greiði
afnotagjaldið strax, ef ég vilji
ekki hafa verra af. Gjaldið
greiddi ég i Landsbankanum fyrir
tveim mánuðum og hef kvittun
fyrir. Veit ég um mörg svipuð
dæmi.
Hvað skyldi útvarpið þurfa að
borgalögfræðingnumfyrir þessar
tilgangslausu bréfaskriftir. Fyrir
nú utan það, að það stóð itrekað i
bréfinu jafnvei þótt það sé það
fyrsta, sem komið hefur frá lög-
fræðingnum.”
HRINGIÐ í
síma 86611
KL13-15
Sendiherra deilir hart ó
utanríkisþjónustuna
Eiga íslendingar að þjóna sendiherrum erlendis eða eiga þeir að þjóna
íslendingum? spyr Pétur Eggerz í nýútkominni bók
,,i fljótu bragði virðist hlutverk
sumra islenzkra sendiherra orðið
litið annað en að aka út á flugvöll
til að taka á móti ráðherrum eða
öðrum háttsettum mönnum, og
flytja þá til þess gistihúss, sem
þeir eiga að dvelja i. Halda þeim
siðan veizlu og þrábiðja ráðherra
landsins, þar sem þeir eru stað-
settir að taka þátt i þeim fagn-
aði".
Þannig kemst Pétur Eggerz,
sendiherra, að orði i nýútkominni
bók sinni, Létta leiðin ljúfa”, en i
henni kemur fram hvöss gagn-
rýni á margt i utanrikisþjónustu
Islendinga. Hann hefur nú starfað
um þriggja áratuga skeið i utan-
rikisþjónustunni, þar af 23 ár
erlendis, i London, Washington og
Bonn.
Sendiherrann gagnrýnir margt
i fari utanrikisþjónustu íslend-
inga og bendir á leiðir til úrbóta.
Hann telur, að islenzka utanrikis-
þjónustan hafi i of miklum mæli i
upphafi verið miðuð við
utanrikisþjónustu Dana en þau
vinnubrögð hafi löngu úrelzt
vegna breyttra aðstæðna, bættra
samgangna og fjarskipta og tið-
ari ferðalaga erlendis.
Áberandi er, hvað sendiherrum
eru fengin miklu færri verkefni til
úrlausnar nú en áður var, segir
Pétur, og bætir þvi við seinna i
bókinni, að þetta valdi stöðnun
innan stéttar sendiherra. Þessi
fækkandi verkefni valdi þvi, að sá
sem einu sinni hefur verið gerður
að forstöðumanni sendiráðs sitji
yfirleitt mestan sinn starfstima
erlendis. „Hefur þetta akaflega
óheillavænleg áhrif á gagnsemi
utanrikisþjónustunnar. Hreyfan-
leiki og snögg viðbrögð eiga að
vera einkenni þeirrar utanrikis-
þjónustu, sem fylgist með timan-
um. Tærandi útlendingadekur
gerir það að verkum að mönnum
finnst ffnna að vera sendiherra
erlendis, en starfa i utanrikis-
ráðuneytinu hér”.
En eins og sendiherrann gagn-
rýnir skipulag utanrikisþjónust-
unnar gagnrýnir hann einnig,
hvernig margir sendiherrar
rækja skyldur sinar, sem þjónar
þeirrar þjóðar, sem útnefndi þá.
— „Er það hlutverk íslendinga að
þjóna islenzku sendiherrunum
erlendis og sjá um, að þá skorti
ekki neitt og allar þeirra óskir séu
uppfylltar?
Eða er það hlutverk islenzkra
sendiherra erlendis að þjóna
islenzkum hagsmunum og greiða
götu tslendinga úr öllum stéttum
þjóðfélagsins og öllum pólitizkum
flokkum, sem á tslandi fyrirfinn-
ast hverju sinni?” Þannig spyr
Pétur Eggerz i bók sinni.
t þessu sambandi gagnrýnir
hann einnig, hvernig staðið hefur
verið að kaupum á bústöðum
sendiherra tslands erlendis.
„Hvaða tilgangi þjónar þetta
slot”, spyr hann um nýlega
keyptan bústað sendiherra i
Kaupmannahöfn, sem hann telur
liggja fjarri alfaraleið tslendinga
á leið i Höfn”. Eiga þarna að vera
eilif veizluhöld fyrir útlendinga?
Er ekki réttara, að islenzku
sendiherrabústaðirnir liggi i
þjóðbraut og séu eins og myndar-
leg islenzk heimili, þar sem gest-
risni við háa og lága situr i önd-
vegi?’ Hann skýrir frá þvi, að
1971 hafi verið keyptur nýr sendi-
herrabústaður i Höfn fyrir 1.5
milljónir danskra króna (18
milljónir isl. króna), en sá gamli
seldur á 740 þús. danskra króna.
(9 milljónir islenzkar). Kaupand-
inn var Búlgaria. Búlgarar nota
bústaðinn nú bæði fyrir sendi-
herrabústað og sendiráðsskrif-
stofur, — húsið, sem Islendingar
gátu ekki gert sér að góðu fyrir
sendiherrabústað eingöngu.
Búlgarar voru mjög ánægðir með
kaupin. — Leigubill frá Höfn að
nýja sendiherrabústaðnum kost-
ar röskar 700 krónur, segir Pétur.
Sendiherrann gagnrýnir mjög i
bók sinni, hvernig pólitik og
kunningsskapur er notaður til að
skipa mönnum i virðingastöður
utanrikisþjónustunnar. „Með
pólitizk sambönd að baki hirtu
aðrir uppskeruna af erfiði
þeirra”, segir Pétur, og á þar við
bæði menn, sem ekki höfðu komið
nálægt utanrikisþjónustunni og
„töskubera utanrikisráðherra”,
(i þessu tilviki Niels P. Sigurös-
son) eru skipaðir i stöður framyf-
ir aðra, sem unnið höfðu sér rétt
til starfsins.
Ekki eru tök á þvi að gera hin-
um fjöldamörgu aðfinnslum Pét-
urs nánari skil, hér i dag. Aðeins
ljúka meö smá sýnishorni úr bók-
inni: „Sú streit, sem þreytir for-
stöðumenn sendiráðanna meir en
verkefni vegna hagsmuna ts-
lands, er veizluhöld, vindrykkja
og ofát. Margur kappinn hnigur i
valinn, veginn meö gaffli og hnif
og þeim mat- og drykkjarföngum,
sem hann dag eftir dag skóflar i
sig undir þvi falska yfirskini, að
hann sé að vinna fyrir föðurland-
ið”. -VJ.
Pétur Eggerz: ,,Án sérþekkingar verður enginn góður
skraddari, skósmiður, húsasmiður né dómari. Hvi ættu sendi-
herrar að vera eina stéttin, sem leysir verk sitt meistaralega af
hendi án nokkurrar sérþekkingar?”
„ALLIR TAKA ÞÁTT í SETUVERKFALLI",
— segja nemar V.í. „Skólinn er frœðslustofnun", segir skólastjórinn Dr. Jón Gíslason
„Það munu án efa allir taka
þátt i setuverkfalli, ef til þess
kemur á mánudag, en við vonum
að til þess muni ekki koma. Við
vonumst eftir svari frá skóla-
nefnd og vonum að það verði já-
kvætt”, sögöu þeir Verzlunar-
skólanemar sem við hittum að
•máli í gærdag, en þeir stunda
nám i (i. bekk skólans. Þeir sögðu
að þarna væri ekki um neinn fá-
mennan hóp að ræða innan skól-
ans, heldur ríkti góð samstaða
meðal nemenda.
— En ef til setuverkfalls kem-
ur, bitnar það þá ekki á náminu
hjá nemendum sjálfum?
„Jú, það mun koma niður á
náminu, en setuverkfall sýnir að-
eins viljann sem að baki býr. Við
höfum beðið eftir þvi að fá þess-
um málum framgengt i þrjú ár
viðvikjandi aðstöðu við félagslif,
og við óskum eftir að fá þeim
málum framgengt”.
— Fólk veltir þvi fyrir sér
hvort Verzlunarskólinn innihaldi
ekki lengur hinar svokölluðu
„heildsalasyni” og að önnur
stjórnmálaviðhorf riki nú en áður
var talið?
— Það er staðreynd að stjórn-
málaviðhorf nemenda hafa
breytzt frá þvi sem áður var, en
við erum á þeirri skoðun að fólk
almennt myndi sér alrangar hug-
myndir um skólann. Hér er ekki á
ferðinni neinn uppreisnarlýður,
en það er staðreynd að það er
farið að minnka að hinir svoköll-
uðu „heildsalasynir” sæki skól-
ann i jafn rikum mæli og áður”.
— Hvað gerist ef svar skóla-
nefndar verður ykkur ekki i hag? '
„Það hefur komið til tals að
þeirsem sitja nefndir i skólanum
og starfa að félagslifi segi af sér.
Þá mun verða litið um félagslif,
en við óskum eftir viðunandi
lausn þessa máls, og okkur sjálf-
um finnst málið það litið, aö ekki
þurfi nema eitt handtak til að
lausnin finnist”.
„Við álitum að skólinn eigi
fyrst og fremst að verá fræðslu-
stofnun”, sagði skólastjóri Verzl-
unarskóla tslands Dr. Jón Gisla-
son i viðtali viö blaðið. „Og ég
held að það sé eðlileg afstaða
skólastjóra og skólanefndar að
vilja láta námið sitja i fyrirrúmi.
Þessar baráttuaðferðir nemenda
eru algjör nýjung hér, og það
rikir alveg nýr andi hvað þær að-
gerðir snertir”.
Viðvikjandi kröfu nemenda um
bætta aðstöðu fyrir félagslif,
sagði skólastjóri að húsnæði skól-
.ans væri mjög þröngt, enda er
^skólinn tvisetinn. Salur sá sem
nemendur fara fram á að fá afnot
af fimm kvöld i viku er notaður til
kennslu og til sameiginlegra
kennslu nokkurra bekkjadeilda i
„Stjórnmálaviðhorf liafa breytzt i V.t. en við höldum að fólk geri sér airangar hugmyndir um
skólann,” segja nemar Verzlunarskólans.
I)r. Jón Gislason — Skólinn er
tvisetinnog þar er mjög þröngt.
senn og skrifleg próf. Ef svo nem-
endur fengju hann til afnota fimm
kvöld vikunnar kæmi þar inn i
aukinn kostnaður, þar sem greiða
þyrfti ræstingarkonum nætur-
gjald.
Aðspurður að þvi hvað til
bragðs verði tekið, ef til setuverk-
falls kemur, svaraði Dr. Jón
Gislason:
„Er ekki bezt að láta hverjum
degi nægja sina þjáningu?