Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 7
7 Visir. Köstudagur 17. nóvember kröfum þeim sem starfsmenn i Straumsvik nú gera. Eitt gleggsta dæmið um hálaunaspennunahérer ab finna i húsnæðismálum. Á einu ári hefur ibúðaverð hækkað um þriðjung. Húsnæðishækkanir einar hafa meira en étið upp kjarabætur margra, einkum unga fólksins sem er að koma þaki yfir höfuðið. Sumir segja að þær stafi ein- faldlega af ibúðaskorti, en undir- rótin er þó vafalaust taxtaspenna iðnaðarmanns, sem er orðin stór- felit þjóðfélagsvandamál. Kapp- hlaup iðnaðarmanna við að halda háum lifsstandard á mjög mikinn þátt i verðbólguspennunni, enda er almenningur fyrir löngu hættur að botna upp né niður i sumum fyrirbærum. Greiðslur fyrir 4-5 daga vinnu iðnaðar- manna jafnast á við mánaðarlaun verka,,lýðsins” i frystihúsunum. Sófasett fjöldaframleitt með ein- földustu vinnusparnaðarað- ferðum kostar tveggja ef ekki þriggja mánaða laun, fjölda- framleiddir innréttingaskápar sem taka 2-3 daga framleiðslu- vinnu kosta álika og mánaðar- laun. Enginn skilur heldur hvernig hægt er að koma verði fjöldaframleidds alfatnaðar upp i nærri þriðjungs mánaðarlaun. Það eru þó ekki aðeins iðnaðar- mennirnir með uppmælinga- töxtum sinum sem stunda sildar- mokstur, það er svo viða sem menn hirða stórfúlgur fyrir fá handtök. En enginn má annars vera að eða þorir að skenkja þessu hugsun, það æxlast ein- hvern veginn áfram og menn greiða möglunarlaust mánaðar- laun i bllaviðgerð sem tekur 2-3 daga á verkstæði. Þetta væri lika kannski allt i lagi, ef það hefði ekki óhjákvæmilega áhrif á verð- bólguþróunina. Svo setjast full- trúar þessara hálaunamanna við hlið láglaunafólks á Alþýðusam- bandsþingi i heilögu fákænsku- bandalagi alþýðustétta og þykjast vera svo afskaplega al- þýðlegir, og saman eiga þeir lif rikisstjórnar á valdi sinu.' Og i hópi hálaunalækna með kannski tveggja milljón króna árstekjur þykir það voðalega fint að vera kommúnisti, eða „félagslega vakandi” eins og það er stundum orðað. Og það er þá vist ekki hætta á að kommúnistinn i sæti heilbrigðisráðherra skerði eitt hár á höfði þessara vina sinna. Sem ráðherra er hann lika sjálfur kominn vel upp i milljón króna öreigalaun. 1 öllum þessum iðandi vef er eins og vesalings láglaunafólkið ósamkvæmisfært eigi sér enga raunverulega málsvara. A s.l. ári fengu sumir starfsmenn verka- lýðsfélaga þegjandi og hljóða- laust vænar kjarabætur og urðu þar með sjálfir upphafnir i kapp- hlaupið á hálunasviðinu. Og með taxtaflokkum þróast nú sú spilling verkalýðsfélaga að i sömu félögum situr varnarlaust láglaunafólk og gleypandi og hrifsandi hálaunakempur oft fyrir léttari vinnu. Auðvitað er yndilegt fyrir þá sem komast á æðra tilverustig hálaunanna aðlifa i sinum glaumi og nýtizku höfðingjahöllum. Gallinn er bara sá að kapphlaupið endar með ranglæti og sjóða- þurrð. Hin svokallaða vinstri- stjórn efndi aðeins það veizlu- loforð sitt að auka krónutölu allra launa og spenna þar með upp verðbólgu i nýjar óræðar hæðir. Á meðan eru allir sjóðir eyddir og „vinstristjórn” þess ekki lengur umkomin að framkvæma neinar félagslegar umbætur Hér hefur verið rætt um alvöru- mál. Það er alvörumál af þvi að allt er látið slarka og flakka stjórnlaust. Enginn ábyrgur maður þorir eða reynir að taka neina afstöðu til hálaunaspenn unnar. En þá afstöðu verður að taka, þvi hún er undirrót verð- bólgunnar. Ábyrgir valdamenn verða að voga sér að ihuga þetta og reyna að skapa sér hugmyndir um hlutfallið milli verðmæta- sköpunar og umbunar á öllum sviðum. Hvaða pólitisk hugsun liggur til dæmis að baki þvi sem birtist i nefndarskrá rikisins, að menn á hæstu launum fái þar ofan á i aukagetu fyrir nefndarstörf um hálfa milljón króna. Hvaða starfsberserkir eru þetta, sem vinna heilt ævistarf venjulegs manns bara svona aukalega. Hvaða stefna eða hugsun er á bak við þetta? Kannski engin stefna, — engin hugsun. Þorsteinn Thorarensen 1972 cTVlenningannál Fugl er meira en fugl Sagt var nýlega, þegar út- gáfufyrirtækin hófu kynningu bóka sinna, þeirra sein eru vænt- anlegar á jólamarkað, að árið sem er að liða yrði sjáanlega mikið „skáldsagnaár”. Það mun vcra sannmæli. Og bókaútgáfa er meðal vor slik höfuðskepna að leyfilegt er að tala um mikil eða litil skáldsagnaár og Ijóðaár eftir atvikum, likt og talað er um afla- ár og aflaleysisár, þurrkasuniur og óþurrkasumur. Skáldsagnaárið hófst að þessu sinni á útmánuðum. Þá birtist Hreiðrið, ný saga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Henni hafa fylgt skruðningar i blöðum, þar eð einn ritar þetta, annar hitt um bókina og svo takast þeir á út af þvi. Ég hef hér ekki i hyggju að gripa fram i þessa deilu. né heldur að semja ritdóm um Hreiðrið til við- bótar þeim sem komnir eru. Mig fýsir einungis að nefna atriði sem að skiiningi minum hefur ekki lokizt upp fyrir gagnrýnendum. Kem ég að þvi siðar. Hreiðrið er seintekið verk,.i sama skilningi og dulur maður er seintekinn, enda þótt sagan sé rit- uð á ljósu máli og öll atvik hennar felld að kunnuglegu umhverfi sem varðveitir raungildi sitt fyrir sjónum lesandans. Á hinn bóginn er margvislegu tákngildi fyrir komið á þessu raunhlita sögu- sviði, stundum með visbending- um sem skjóta upp kollinum ör- stutta stund i rás frásagnarinnar, stundum eru þær endurteknar i áherzluskyni (sbr. jurtina Nemesisog hugtakið élan vital). Þess er varla kostur að skorða i fáeinum setningum efnisumfang skáldsögu sem er táknleg að miklum hluta. Skáldskapartákn eru búin sprengikrafti sem opnar þvi fleiri sjónviddir þeim mun nánar sem rýnt er i þau, — þau eru heimar innan i heiminum. Ollu viðráðanlegra er að benda á meginmark slikrar sögu, og þó er ætlandi að þar sýnist sitt hverj- um, enda hefur svo farið að einn telur Hreiðrinu stefnt i þessa átt- ina, annar i hina. Vér íslendingar segjumst stundum vera að tala „um lifið og tilveruna” þegar umræðuefnið er djúplægra en „dagurinn og veg- urinn”. Sé ryk venjubundinnar notkunar strokið af fyrrgreindum frasa, er haganlegt að nota hann sem stimpil — en ekki heldur nema sem stimpil — um megin- mark Hreiðursins. Umræða bók- arinnar snýst um lifið og um til- veruna.og þó nánar sagt: um leit að lifsskilningi. Sú leit er sett fram i starfi tveggja rithöfunda, meistara og lærisveins sem jafn- framt er sögumaður. ótt vert væri til glöggvun- ar, rek ég ekki söguþráð bókar- innar, en þess verður að geta að meistarinn, sem staðið hefur hug- myndalega föstum fótum i materialisma og starfað sam- kvæmthonum, verður fyrir þvi að sumarfuglar (þrestir) gera sér hreiður á svölunum hjá honum. Hann byrjar að fylgjast með „vinnubrögðum og látæði þeirra”. Þaö leiðir aftur til þess að hann fer að efast um gildi fyrri hugmynda sinna, hann taldi „að hann yrði að endurskoða viðhorf sitt til fugla”, þvi hegðun þeirra féll ekki sem bezt að formúlum sem hann taldi gildar. Hin skýru svör sem hann átti við hlutunum taka nú að gliðna i sundur, og „einhvernveginn leggst það i mig,” segir hann eftir hreiður- gerðina, að hverju svari fylgi tvær spurningar. Þessi meistari er með ritverk i smiðum og nú strandar hann. Af þvi hann er meistari þá ritar hann ekki bók nema hún geymi sann- færingu hans. Hann hafði verið grimmur „analytiker” sem vissi hvarhann stóð, nú veit hann ekki lengur hvar hann stendur. Hann byrjar á nýju ritverki sem hann seinna kveður vera á traustum grunni „eftir atvikum”. Höfund- ur lætur það ekki birtast meðan sögunni fer fram, þar er hún hálfsögð eins og miklu viðar að yfirlögðu ráði. Meistarinn hverf- ur af þessum heimi. „Harm- saga?” spyr lærisveinninn sjálf- an sig þegar honum verður hugs- að til hans. Vist má það heita svo, þvi meistaranum skildist að verk sin hafði hann reist á völtum for- sendum: lifið kom til hans i nýrri mynd heim á svalirnar. Þá gerði hann skyldu sina, tók það til endurskoðunar, en raunar um seinan, honum vannst ekkert til hlitar upp úr þvi. Það er að segja af lærisveini, að hann er ósjálfstæður höfundur, leitandi. Eraman af hlitir hann ráðum meistara sins um hina af- hjúpandi sundurgreiningu sem á sér stoð i þeirri vissu að maðurinn sé ekki annað en efnafræðileg formúla, hver einstaklingur eitt eintak hennar, lifið er skilgrein- anlegt i botn. Að þvi skapi undrast hann „þrastastand” meistara sins, skilur ekki hvaða grundvall- arróti það hefur komið á lif hans. Hann verður honum fráhverfur, og nýtt skeið hefst á ferli hans, markað áhrifum yngri boðenda sem eru að þvi leyti af sama toga og meistarinn áður en „þrasta- stand” kom til, að lifið er þeim formúla, en ruddafengnari heldur en sú sem meistarinn hafði starf- að eftir. Þegar á herðir höfðar hún ekki til lærisveins, þó svo hann á timabili tæki mið af henni i ritstörfum sinum. 1 bókarlok hef- ur hann fundið leiðina til sjálfs sin, öðlazt sjálfsþekkingu. Fram að þvi hafði.hann skrifað undir dulnefnum, nú afréð hann að standa við sjálfan sig, vera það sem hann væri, bera það nafn”, segir hann, „sem ég hafði þegið af foreldrum minum”. Þannig lýkur Hreiðrinu. Meist- arinn öðlast nýjan lifsskilning sem kemur ekki heim við þá efnishyggju, sem hann áður setti traust sitt á. Lærisveinninn öðlast einnig nýjan lifsskilning. Bók- menntalegar samtiðarhugmyndir striða gegn sannfæringu hans og smekk, og hann þorir nú loks að vera það sem hann er. Nú kemur að þvi atriði sem ég gat um i upphafi. Það hefur heyrzt i gagnrýni á Hreiðrinu að verkið sýndi bölmóð og þá lifs- firringu sem er fylgifiskur margra nútiðarskáldrita. Þetta skil ég með engu móti og sé ekki hvernig ritdómarar fá þess háttar útkomu. i bókinni er ákveðnum hugmyndum hafnað, á hennar máli: að fugl sé einfaldlega fugl. „fiðrað og fleygt hryggdýr, sem oft og tiðum geti lika synt og kaf- að”, og að maður sé aðeins „teg- undareintak", þ.e. eitt eintak af frumefnaformúlu. Þar er jafn- framt látið sjást, að sá er sundur- greini lifið i liki formúlu muni gripa i tómt. Þetta tákngerir eftir Hannes Pétursson höfundur i frásögninni af drengn- um sem slitur i sundur brúðuna og finnur ekkert innan i henni (sbr. og stað i ritgerð Halldórs Laxness: Borgaralegar nútiðar- bókmenntir, 1935). Þetta grundvallarmark sög- unnar virðist mér ekki hægt að kenna við bölmóð nema frá þræl- bundnu efnishyggjusjónarmiði, þ.e. að lifið sé raunverulega bundið i þekkta formúlu, allt eins og það leggur sig, þar sé ekkert óskýrt né óskýranlegt. t Hreiðr- inu er öðru haldið fram, sem sagt þvi að lifið sé göfgað dul sem verði ekki fullskýrð né skilin, lifið sé mysterium. Einnig er að þvi vikið að þessi eigind lifsins sé vanhelguð nú á timum i beinum tengslum við sljóvgun sem fylgi allsnægtaþjóðfélagi. Uppskeran er eftir þvi: siðlos sem margir eigi sök á. t verkinu er þessi skilningur látinn vakna með sögumanni. Hann ekki siður en meistari hans er að vaxa frá efnishyggju-for- múlum. Hann dregur i efa, með varfærinni spurningu á einum stað, að „tegundareintak” geti dáið að eilifu. Og hann er látinn raula fyrir munni sér tvö visna- slitur úr Vetrarferðinni um þann sem kemur gestur og fer gestur og á sér óákveðna fararstund. Það samræmist aðferð höfundar- ins, hinum leyndu skirskotunum hans, að i beinu framhaldi af öðru visubrotinu segir svo (ef menn skyldu fletta þvi upp): „Sjálfur hlýt ég að visa mér leið i þessu myrkri.” Þaðer nákvæmlega það sem sögumaður einsetur sér und- ir bókarlok. Sé þessi skilningur á um- ræddu atriði Hreiðursins nærri lagi, gengur hann þvert á hug- myndir gagnrýnenda sem sjá þar dæmi lifsfirringar. Bókin fjallar þá um lifsnánd, ef ég má kalla það svo. Að minnsta kosti lýsir hún leit sem stefnir burt frá lifs- firringu. Vid útvegum sti/fítæki af fullkomnustu gerð frá SUN Allt á sama stað Laugavegi 118- Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE Ólafur Jóh. Sigurðsson'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.