Vísir - 17.11.1972, Blaðsíða 4
4
Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972
Í s^idi
Á vií) marga togara
Þessir menn eru á við marga
skuttogara, — þ.e. hvað tekur til
gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbú-
ið. Þetta eru umboðsmenn Flug-
félags Islands innanlands og ut-
an, en þeir voru að þinga á dögun-
um og þá var myndinni smellt af
hópnum fyrir utan aðalstöðvar Fl
i Bændahöllinni. Það eru blikur á
lofti i flugmálunum eins og al-
kunna er, og forstjórar margra
stórra og stæltra flugfélaga ugg-
andi. En áfram er haldið og nú
liggur fyrir að skipuleggja sölu-
starfið á farmiðum til landsins og
frá fyrir næsta sumar.
Margir l'ara og skoða
liús Jóns Sigurðssonar
Að sögn Sigurðar Bjarnasonar,
ambassadors tslands i Kaup-
mannahöfn hafa talsvert margir
íslendingar á leið um Kaup-
mannahöfn lagt leið sina i hús
Jóns Sigurðssonar, m.a. komu 40-
50 konur frá Slysavarnafélagi
Islands þangað i heimsókn. Póst-
kort hefur nú verið prentað með
mynd af húsinu, ásamt likönum
af Hrafnseyri við Arnarfjörð, þar
sem Jón forseti fæddist.
Ilömlur betri en
Iræðsla?
Áfengisvarnaráð bendir á hand-
bók hins sænska geð- og félags-
læknis, Niels Bejer að nafni um
likniefni og fikniefnaneyzlu og
segir, að greinilega megi þann
lærdóm draga af henni að hömlur
séu haldbetri en fræðsla i þessum
efnum. Bejer álitur fræðslu um
áhrif efnanna gagnlega, en hann
bælir við að það séu aðrir þættir,
sem gegna mikilvægara hlutverki
i þessu sambandi, — þ.e. hversu
auðvelt er að ná i efnið. Bendir
hann m a. á að einn hundraðshluti
læknastéttarinnar i Bandarikjun-
um er háður fikniefnum, jafnvel
læknismenntun veiti þannig ekki
vernd gegn neyzlu fikniefna.
Telur hann að minnstar skað-
legar afleiðingar fikniefna séu
þar sem löggjöf er ströng og
dreifingahömlum beitt.
l'á tunnlækni á IIvols-
volli
Kangaúngar eiga von á nýrri
þjónustu i byggðarlagið innan
skamms. Þar er að risa tann-
læknastofa og hafa notuð en ágæt
tannlækningatæki verið keypt i
stofuna. Tannlækni á að fá frá
Reykjavik öðru hvoru. Skólabörn
munu þá fá viðgerðar tennur sin-
ar i nýju stofunni og þurfa nú ekki
lengur að leita út fyrir héraðið
eítir þessari sjálfsögðu þjónustu.
Slökkvibil komið fyrir i
Skógum
Blaðið Þjóðólfur á Selfossi greinir
frá þvi að nú verði mikil bót á
slökkviliðsmálum undir Eyja-
fjöllum. Þangað er kominn glæsi-
legur slökkviliðsbill, og leysir
hann af hólmi heldur ófullkomin
tæki, sem voru á jeppakerru. Bill-
inn verður staðsettur i Skógum,
þar sem verið er að reisa vandað
hús yfir hann.
KEA opnar kjörbúð á.
Siglufirði
Þegar Kaupfélag Siglfirðinga
hætti störfum vegna greiðslu-
erl'iðleika i hitteðfyrra var ákveð-
ið að Kaupfélag Skagfirðinga og
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
(KEA), sem áður höfðu annazt
mjólkursölu á Siglufirði, settu
upp almenna matvöruverzlun á
staðnum. Hefur svo verið siðan.
En á siðasta vetri skoruðu 120
fjölskyldur á Siglufirði á KEA að
stofna útibú i bænum. Var orðið
við þessum óskum og ákveðið
að eftir 2 ára reynslu yrði ákv.
tekin um stofnun félagsdeildar.
Verzlunin hefur nú verið opnuð i
húsakynnum sem áður tilheyrðu
Kaupfélagi Siglfirðinga, að
Suðurgötu 2-4, en frá þessari
verzlun er útibú að Hvanneyrar-
braut 42 Myndin er úr nýju verzl-
uninni, en verzlunarstjóri er Guð-
mundur Jónasson, en með honum
starfa 6-7 manns.
Nýtt hverf i -ný verzlun
KRON VERZLUN
Með þessari nýju verzlun við Norðurfell
í Breiðholti, stækkar enn verzlunarsvæði
KRON - og þjónustan nær til enn fleirri.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS