Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 risnism: Finnst yður að það ætti að banna „fjárhættu- spilakassa”? Bjarni Bjarnason, trygginga- maður. Já, mér finnst það. Þetta er óþarfa peningaeyðsla hjá ung- lingunum. Þeir ættu heldur að reyna að nota peningana eitthvað annað. Ragnar Þórðarson, verzlunar- maður. Okkur i verzlununum i kringum Leiktækjahúsið finnst það. Þaö er mikiö ónæði af þessu. Mér finnst engin ástæða til að ýta undirsvona uppeldi. Við erum að ala upp viðskiptavini fyrir spila- vitin með þessu. Gerða lterbertsdóttir, húsmóðir. Já, það finnst mér. Börnin hafa ekkert gott af þvi að eyða svona peningunum. Ólafur Gunnarsson, verzlunar- maður.Ég veit það varla. Ég tel að það þurfi mikið betra eftirlit með þessu. Hermann Þórðarson, flugum- ferðarstjóri. Nei, það á ekki að banna neitt yfirleitt. Menn eiga að kunna fótum sinum forráð og fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Agústsson, verzlun- armaður.Já, skilyrðislaust. Það er mjög mikið ónæði af þessu fyr- ir verzlnair i nágrenni Leiktækja- hússins. Þar komast þeir aldrei ó Enda óalgengt að snjór falli Vestmannaeyingar hafa getið sér gott orð fyrir frammistöðu sina i knattspyrnu, og án efa eru þeir frambærilegir i fleiri leikjum sem krefj- ast þess að boltinn fylgi með. En ekki er hægt að segja það sama, þegar að skiða- eða vetrar- iþróttum kemur. Nú er nægur snjór, segja Vest- mannaeyingar þessa dagana, og það væri hægt að fara á skiði, ef tækifæri gæfist til. En tækifærið gefst ekki, þvi að hvergi i allri Heima- ey er brekka hæfileg skiðamönnum. hef“r verf® 1 ^yjym • þrjár vikur, og enn liggur snjóbreiðan yfir öilu. Helgafell gnæfir yfir, en ef Iitið er bak við blasir við mikil eyðilegging. Reyndar gerðu nokkrir djarfir Eyjaskeggjar tilraun til þess að bregða sér á skiði á eldfjaliinu Helgafelli fyrir nokkrum árum. Siðan hafa hvorki þeir né aðrir brugðið undir sig betri fætinum tii þessa, þvi ekki tókst betur til en svo, að einn af görpunum fót- brotnaði en annar snerist illa á fæti. Ilelgafellið hefur siðan gnæft Eini sumarbústaðurinn i Vest- mannaeyjum. Bústaðurinn er slaðsettur nálægt Helgafelli. Þeg- ar Ijósmyndarinn átti leið þarna um,kom hann auga á örsmá spor. Þegar betur var að gáð, lá litil mús við dyr bústaðarins, þar sem hún hafði kvatt heiminn. tigulega á Heimaeynni og þessa dagana er það alþakið hvitum snjó. Það eru reyndar allar eyjarnar, en það þykir nokkuð sjaldgæft að snjór falli I Eyjum. Samt skeði það fyrir fjórum eða fimm árum, að svo mikill snjór féll, að Eyjaskeggjar komust margir ekki nema með miklum MMm, bbbh m lílii mrn Alltaf sama skiltið - „closed" í glugga bankaútibúsins „Þannig er mál með vexti, að á Keflavikurflugvelli hefur nú loks- ins, eftir um 25 ára starfrækslu verið sett upp nokkuð myndarlegt útibú af islenzkum aðila, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En nokkuð skýtur skökku við um alla afgreiðsluhætti úti- búsins i lang-stærstu umferða- miðstöð landsmanna. Þarna er aldrei opið á þeim timum, þegar aðal-straumur farþega er út og inn i landið, sem sé snemma á morgnana og seinni hluta dags. Erlendir farþegar sem koma til landsins með flugvélum (og þeir eru ekki fáir) vilja gjarnan skipta sinni mynt yfir i islenzka, að ein- hverju marki, áður en þeir fara út úr flugstöðinni, þar sem þeir þekkja ekki til annarra viðskipta- hátta i gjaldeyrisviðskiptum til að byrja með hérlendis, en þvi miður — alltaf sama skiltið i glugga bankans ( „CLOSED” (lokað). Nú væri fróðlegt að fá svör frá viðkomandi ráðuneyti varðandi ástæðuna fyrir þvi, að þarna er ekki opið á aðal-annatimum vegna erlendra og reyndar inn- lendra ferðamanna, eins og vani er á slikum stööum sem þessum, og sem aðrar þjónustustofnanir á staðnum hafa samið sig að. Hver-t skyldi nú svarið verða? Kyrirspurn til dómsmálaráðu- neytis: Hver eru rökin fyrir þvi, að alltaf skulu birt nöfn og númer is- lenzkra fiskibáta, sem staðnir eru að ólöglegum veiðum innan land- helgi? Eru þetta einu skráöu flutninga- og farartækin sem birta má opinberlega á afbrota- lista? Hvers vegna er eigendum ökutækja sem verða völd að óbæt- anlegu tjóni hlift við birtingu númers eða nafns? Getur verið, að lagabókstafur kveði á um þessa sérstöku mismunun?” „Stundarfrœg var rœða Björns . . ." G.R. skrifar i dagbl. Visir s.l. laugardag, 11. nóv. 1972, lofgrein um hreinskilni og fórnfýsi Löngu- mýrar-Björns. Bert er, að G.R. þekkir Löngumýrar-Björn litið, eða alls ekkert. Þessi ræða Björns, er G.R. vitnar i, var einn af þeim skemmtiþáttum, er Björn flytur, venjulega tvisvar á hverju þingi, oft skemmtileg markleysa, enda hló allur þing- heimur. Stundarfræg var t.d. ræða Björns, er hann flutti á s.l. þingi er fjárlögin voru til þriðju umræðu. Björn fann frumvarpinu flest til foráttu, og það réttilega. En að lokum sagði Björn: „Ég greiði frumvarpinu jáyrði, hversu vitlaust sem það er.” Þessi ummæli Björns eru þess eðlis, að þau ber að skrá með feit- asta letri i þingtiðindin, — öðrum til viðvörunar. Sama gerðist á siðasta þingi, er hin makalausu skattalög voru til umræðu, Björn kyngdi öllu ranglætinu og vitleys- unni og varð ekki flökurt af. Þarna má sjá hann allan. 1 ræðu þeirri, er G. R. dáir mjög, taldi Löngumýrar-Björn upp langan lista, er fella mætti niður úr fjárlögum, þ.á.m. fram- lög til landgræðslu og skógrækt- ar, en Björn er með þeim ósköp- um til oröinn, að hann má ekki sjá Skógarhrislu. Þá kvað Björn og að lækka mætti laun þingmanna nokkuð. Að vonum varð G.R. hrif- inn af þessari gullvægu fórnfýsi. Björn vissi, að þetta yrði ekki samþykkt, þ.e. lækkað kaup þing- manna og þvi óhætt að slá þessu fram. Það vitnaði þó alltaf um drengilegt hugarfar tillögu manns. Og orðin ein voru ódýr. Þá er ekki ónýtt að hafa numið þessar setningar: „Ef við gerum kröfur til annarra, þá skulum við byrja á að gera kröfur til sjálfra okkar.” Þetta eru fögur orð og vel meint af mörgum, er þau hafa fyrr mælt og breytt samkvæmt þvi. Já, orðin ein gefa oft rneiri arð en gerðirnar. „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn”, o.s.frv. mælti Fariseinn forðum. Ef Löngumýrar-Björn meinar það, sem hann réttilega segirum laun þingmanna, þá eru mörg ráð til að skila þeim aftur til þjóðfélagsins, t.d. getur hann gefið riflega til þjóðþrifamála. Vil ég benda Birni á að gefa árlega, meðan hann heldur þingsætinu, svo sem hálfa millj. kr. til land- græðslu á öræfum og skógræktar. Hann þarf ekki sjálfur að sjá eða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.