Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 8
8 Visir. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 Einar Magnússon: Lœkjargata og fleira Undani'arió hafa orftift nokkrar umræóur um |>að, hvort rcisa skuli geysistórt stjórnarráóshús vió l.ækjargölu. milli Hanka- strætis og Amtmannsstigs. i sam- handi vift jictta mál vil cg fara þcss á lcit vió Visi, aó birtar vcrói i blaóinu tvær myndir og nokkrir kaflar úr tvcimur grcinuiii, scm birtust i blaóinu fyrir nærri 25 ár- um. Fyrri grcinin cr cftir Finar S v c i n s s o n , húsamcistara Itcykjavikurborgar, og birtist hún 28. og 29. janúar 1948, en hin eítir mig, Kinar Magnússon, og hirtist liiin 10. og II. mar/. 1948. Greinar okkar beggja fjölluðu aóallega um l'ramtió Menntaskól- ans. Káðamenn skólans og rikis- ins höfðu þá ákveðið að leggja niður alla kennslu i skólahúsinu og flytja hana i annað hús, er reisa skyldi annars staðar i borg- inni. Hvað skyldi gera við skóla- húsið gamla, var ekki að fullu ákveðið, hvort það yrði ril'ið eða flutt burt. Þólt ekki yrði úr þessu, stóð þessi ákvörðun stjórnvalda i fullu gildi fram undir 1960, er þessari ákvörðun var breytt fyrir atbeina dr. Gylfa Þ. Gislasonar þáver- andi menntamálaráðherra og Kristins heitins Armannssonar rektors. Við nal'narnir, Einar Sveinssort húsameistari og ég, vorum báðir mótl'allnir þessum ákvörðunum um flutning skólans og létum það i ljós i þessum greinum. En að öðru leyti fjölluðu greinarnar, einkum Einars Sveinssonar, um skipulag mið- bæjarins og þá sérstaklega Lækjargötu. E.S. getur þess, að komið hafi til álita, að minnst 5-6 hæða byggingar yrðu reistar við La'kjargötu að austanverðu og segir siðan: ,,Þegar svo væri komið myndi núverandi Menntaskólahús ekki skipa þann sess, sem það nú ger- ir, sem höíuðbygging á þessum fagra stað sbr. 2. mynd sem gefur lauslega hugmynd um stærðar og hæðarhlutföll bygginganna, hvernig sem útlit þeirra kann að öðru leyti að verða.” Siðar segir: ,,Á 3. mynd er Menntaskólahúsið óbreytt frá þvi sem það nú er. Þessi mynd á ein- ungis að gefa hugmynd um að- stöðu Menntaskólahússins eftir að Lækjargatan væri byggð sam- kvæmt fyrrgreindum hugleiðing- um um húsahæðir á þessum stöð- um. Af myndinni er þá auðséð að Menntaskólahúsið skipar ekki þann sess með tilliti til um- hverfisins, sem það nú gerir.” Að siðustu bendir E.S. á, að mcðal menningarþjóða séu sögu- legar byggingar varðveittar með einhverjum hætti, en hér hafi þvi miður rikt allt of mikið sinnuleysi á þvi sviði. i grein minni ræði ég aðallega um tillögur minar um húsnæði til menntaskólakennslu i Reykjavik i framtiðinni (þá) og skal ekki um það rætt nánar. En i lok greinar minnar minnt- isl ég á skipulagsmál miðbæjar- ins. Ég gat þess, að ráðgert væri að leggja bilahraðbraut eftir Tún- götu Iramhjá Landakotsspitala og Landakotskirkju, eftir Kirkju- stræti, yfir hluta af Austurvelli, framhjá Alþingishúsinu og Dóm- kirkjunni upp Amtmannsstig, FYRRI GREIN framhjá Menntaskólanum, gegn- um Amtmannshúsið (sem nú hef- ur verið rifið) og Tugthúsið (sem á að rifa). Önæðissamt myndi verða af bilaháreystinni hjá sjúklingum á Landakoti, kirkju- gestum i Landakotskirkju og Dómkirkjunni, alþingismönnum og menntaskólanemum (og kenn- urum). Ég hygg, að ráðagerðir þessar séu enn uppi. Ennfremur sagði ég: ,,Og svo vilja sumir setja ráðhúsbákn i Tjörnina, ,,af þvi að það tæki sig svo vel út þar, þegar það er séð úr flugvél uppi yfir flugvellinum”, eins og einn þeirra komst að orði” (i min eyru). Einar Sveinsson gat þess i grein sinni, að þvi miður væri ekki til neinn skipulagsuppdráttur af miðbænum. Grein minni lauk svo: ,,En úr þvi að ekki er, hamingj- unni sé lof, til neinn skipulags- uppdráttur að miðbænum, má ég þá ekki koma með minar tillög- ur'? Lofið Stjórnarráðshúsinu að standa eins og það er, þó að það sé gamalt danskt tugthús, og notið það áfram fyrir skrifstofur for- sætisráðherra, lofið Mennta- skólanum að standa og Dóm- kirkjunni og Alþingishúsinu. Byggið engin 5-6 hæða hús austan Lækjargötu milli Bankastrætis og Amtmannsstigs, né sunnan Bók- hlöðustigs, heldur i hæsta lagi litil tveggja hæða hús i stil við Menntaskólann og Stjórnarráðið. Rifið smám saman húsin við Lækjargötu og Skólabrú frá Shellporti og allt suður til móts við Bókhlöðustig. Sömuleiðis hús- in við Kirkjutorg og Templara- sund, svo að stórt opið svæði myndist fyrir framan Mennta- skólann i kringum Dómkirkjuna og Alþingishúsið allt suður að Tjörn, þar sem ekkert ráðhús á að reisa. Friðið þetta svæði fyrir óþarfa umferð.” ,,Við þurfum enga bilabraut gegnum miðbæinn sunnan gatn- anna við höfnina aðra en Skothús- veg og Hringbraut. Þetta eru minar tillögur i skipulagsmálurp þessa hluta miðbæjarins. Verði fariðeftir þeim, þarf Menntaskól- inn ekki að vikja fyrir ,,þörfum nýs skipulags”, og við höfum vel efni á að framkvæma þær smátt og smátt. En við höfum ckki efni á að kasta burtu þessum fáu nýtilegu gömlu húsum, sem við eigum og einhverjar minningar eru tengd- ar við.” 27. febrúar 1948. Einar Magnússon mennta- skólakennari. Hér endar grein min. — Þess þarf tæpast að geta, að cnginn ráðamanna anzaði þessum tillögum þá, hvorki til samþykkis né andmæla. En svo vel vill til að enn hefur engu verið svo spillt, að þær eigi ekki enn viö. Knner Menntaskól- inn á sinum stað og sömuleiðis Stjórnarráðshúsið og ráðhús hef- ur cnnekki verið reist i Tjörninni. Þessar myndir sýna greinilega, hvernig eitt samfellt stórhýsi milli Bankastrætis og Amtmannsstigs, myndi kæfa Menntaskólann, sem er.og á að vera höfuðbygging á þessum stað, hvað þá hið litla en stil- hreina Stjórnarráðshús. — Einar Sveinsson tekur það rækiiega fram, að teikning þessi eigi ails ekki að gefa hugmynd um útlit hugsanlegs stórhýsis þarna, en ég vil geta þess, að mér þykir þetta myndarlegt og fallegt hús, sem aðeins má ekki vera þarna. Athygli vekur, að þakið er með góðum vatnshalla. Ef til flötum þökum húsanna frá 1930 sem langflest hripláku, verið þá i fersku minni, þó að nú virðistiún vill hefur reynslan af flötum þökum húsanna frá 1930 sem langflest hripláku, verið þá i fersku minni, þó að nú virðist hún gleymd. cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Heim til TIÍÚARLEG LJÓÐ UNGRA SKALDA Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu Aimenna bókafélagið 1972. 66 bls. Af ellefu höfundum sem ljóð eiga i þessari litlu bók hygg ég að einir þrir séu komnir yfir iertugt, en a.m.k. sex munu vera á fertugs- aldri. Aðeins tveir höf- undar hennar munu vera undir þritugu. í þessum hóp eru líka höf- undar sem hafa gefið út margar bækur og hlotið meiri eða minni viður- kenningu, menn eins og Hannes Pétursson, Guð- bergur Bergsson, Þor- steinn frá Hamri og Matthias Johannessen. En yrkja þessir og aðrir höf- undar bókarinnar „trúarljóð”? Um það efni segir Erlendur Jóns- son á meðal annars i formála fyr- ir bókinni: „Ljóðin i þessari bók eru fæst trúarljóð i venjulegum skilningi, heldur aðeins trúarleg, ekki rétt- trúnaður, heldur spurning, leit. Ekkert þeirra mun ort sem sálm- ur, þó sum beri að visu slikt nafn. Og trúboð er ekki predikað i neinu þeirra. En flest ef ekki öll munu þó teljast jákvæð frá trúarlegu sjónarmiði. Nútimaskáldi má likja við vegfaranda i leit að markmiði. Það byrjar á þvi sem við augum blasir: náttúrunni, borginni — en endar á spurning- unni um eitthvað varanlegt.” Þetta er nú ögn torráðið. Hvaða athæfi er það „að predika trúboð” — sem reyndar er ekki stundað hér i bókinni? Er það nóg til að ljóð teljist „trúarlegt”, allténd „jákvætt frá trúarlegu sjónar- miði” ef efni þeirra telst „spurn- ing, leit” eða það beinist að spurningu um „eitthvað varan- legt”? Nær lagi hygg ég að Erlendur komist i niðurlagsorðum formál- ans: „Ljóðin i þessari bók eiga það sammerkt, að trúarefni koma fyrir i þeim öllum. Að öðru leyti eru þau dæmigerður samtima- skáldskapur, og má þvi allt eins lita á þau sem almennt sýnishorn islenzkrar nútimaljóðlistar.” En til að ljóð teljist trúarlegt i jskilningi þeirra útgefendanna virðist sem sé nægja að fyrir komi orðið „trú” eða annað orða- far sem trúarbrögð varðar: pásk- ar, jól, bæn, lofsöngur, engill, kirkjugarður... Eða þá einhver efni og orðafar úr bibliusögunum: sköpunarsaga, vitringur frá Austurlöndum, Betlehem, Maria... Svo að einhver' dæmi séu nú nefnd finnst mér það fráleitt að kalla ljóð Þorsteins frá Hamri eða Guðbergs Bergssonar hér i bókinni trúarleg ljóð: þau fjalla hreint ekki um neins konar trúar- reynslu sem er liklega lágmarks- krafa til að ljóð geti kallazt „trú- arlegt”, hvað þá að þau lýsi (eða visi frá sér) einni eða annarri trúarsetningu. Nema með trú sé einvörðungu átt við „lifstrú” sem er vitanlega óskylt hugtak öllum trúarbrögðum og getur beinlinis reynzt öndvert þeim. Slikri trú er einkar fallega lýst i Páskaliljum Hánnesar Péturssonar, sem lika er hér i bókinni, liklega af þvi að það er um páskaliljur. En hið „rika lif” sem ljóðið f jallar um er alveg jarðneskt lif, hér og nú: „timinn er kominn, hin rétta stund til að anga”. Þó „ungu skáldin” séu ekki ung og trúarljóðin ekki allténd „trúarleg” — hvað gerir það til, bara ef tekizt hefur að velja i bók- ina góð ljóð sem fara vel saman i safni. Slikt val er meira vert en strekkja við að búa til „almennt sýnishorn” samtimaljóðlistar. En að likindum verður bókin þvi nýtilegri sýnisbók þvi betur sem ljóðavalið tekst. Ellefu höfundar eiga ljóð i bók- inni, og skal ekki fundið að skáldavalinu, þótt mætavel mætti hugsa sér ýmsa aðra höfunda ásamt eða i stað þeirra sem hér eru meðteknir. En ljóðavalið sjálft hefur tekizt þeim Erlendi Jónssyni og Jóhanni Hjálmars- syni anzi misjafnlega. Svo að haldið sé áfram með dæmi Þor- steins frá Hamri virðist mér ljóð- in tvö sem hann á i bókinni engan veginn sanngjarnlega valin dæmi þess sem hann yrkir bezt. Og trúarljóð eru þau sem sé ekki. Reyndar er a.m.k. fyrra ljóð Þor- steins liklega nokkuð gott ljóð, með alveg auðkennilegum stils- hætti hans. Hrafn Gunnlaugsson er eini höfundurinn sem sjálfur hefur enga bók gefið út. Ég get ekki séð að þrjú ljóð hans i þessu safni séu áhugaverð kynning á nýjum höf- undi. Og þau eru reyndar 3-5 ára gömul, en höfundurinn ungur maður. Aftur á móti held ég að ljóð Ninu Bjarkar Árnadóttur i þessari bók veiti sanngjarna mynd af verðleikum hennar, a.m.k. eitt þeirra, Ljóð, er furðu gott. Sama gildir um yngsta höf- und i safninu, Ragnhildi Ófeigs- dóttur, siðasta ljóðið i safninu, Þú skalt vera stjarna min Drottinn, er hið bezta sem ég man til eftir Ragnhildi. í sinu einfalda sniði er þetta texti sem vel má kalla „trúarljóð” án þess að toga og teygja orðið svo að það missi alla merkingu: Þú skalt vera stjarna min Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng i geisla þiirum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum Það er vel ráðið af útgefendum að taka upp i bókina ljóðaflokk Vilborgar Dagbjartsdóttur, Kyndilmessu, sem er áreiðanlega með hennar beztu verkum — og beztu ljóð Vilborgar hafa af ein- hverjum ástæðum sjaldan eða aldrei fengið þá viðurkenningu sem þeim ber. 1 öllu sinu látleysi er Vilborg i hóp okkar betri ljóð- skálda, ekki sizt vegna siðustu bókar sinnar sem er samnefnd ljóðaflokknum... En það skil ég ekki af hverju þeir fella niður 5ta og siðasta kafla hans. Án hans verður að minnsta kosti „myndin af Lúther/myndin af Lenin/myndin af Maó” i 4ða kafla óskiljanleg. • Ég fer ekki ofan af þvi að til að ljóð geti kallazt „trúarljóð” eða „trúarleg” hljóti þau að snúast um trúarreynslu i skilningi trúar- bragðanna, reynslu manna af eða von og þörf fyrir guðstrú. En 5ti kafli Kyndilmessu mundi að visu aflétta þeirri blekkingu að kvæðið sé trúarlegs efnis þótt það sé ort með trúarlegu eða öllu heldur kristilegu orðafari: Anna Akhmatova stendur þú hér alein i tungsljósinu og grætur? Það hefur slokknað á kertinu þinu. Ég skal kveikja á þvi, kæra Anna. Við skulum syngja sálumessu fyrir Lenin. Við skulum syngja sálumessu fyrir Stalin Við skulum syngja sálumessu öllum sem féllu i þeirra nafni. Við skulum biðja fyrir þeim sem dóu úr sorg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.