Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 3 skíði... Þó ekki gefist tækifæri til að iðka skiðaiþróttina, þá má iðka aðrar iþróttir. Köfun og sjómennska er það vinsælasta í Eyjum. erfiðleikum út úr húsakynnum sinum. Á einstaka stað, þar sem húsin voru ekki tiltakanlega há, náðu snjóskaflarnir alveg upp að þaki, og eina leiðin til útgöngu var að grafa göng i gegnum allt saman. En svo vikið sé aftur að Helga- felli, þá eru margir reiðir sökum endalokanna sem virðast biða þess. Til þess að koma upp góðum og stórum flugvelli í Vestmanna- eyjum og til þess að bæta slæmar samgöngur, varð að grafa og moka möl úr fjallinu, sem siðan var notuð í lengingu og byggingu flugbrauta. Þegar því horft er á fjallið úr suðri blasir við hinn eyðilagði helmingur fjallsins. Sumir íbúanna bera leynilegan kviða i brjósti yfir þessum að- gerðum, þvi að Helgafell er sagt gamalt eldfjall, og þeir segja, að með þvi að grafa og grafa i fjallið geti komið að þvi, að aftur lifni við gamlar glæður og heljarmikið gos hefjist. En hvað svo sem til er i þeim orðum, þá eru Eyja- skeggjarnir ekki alls óvanir þvi að það rigni eldi og brennisteini, hver man svo sem ekki Surts- eyjargosið? — EA. snerta á plöntunum. „Menningin vex i lundi nýrra skóga.” 16/11 1972. St.D. Svo Halldór hœtti að vœla . . Menn ættu að hafa i huga, að hækkun launa i dag er alveg að yfirbuga vorn islenzka þjóðarhag. Menn eiga að vaka og vinna, að vera sem algjör naut og helzt enga huggun finna á hálfkaldri lifsins braut. Menn verða að þrusa og þræla og þrautpina eigið skinn, svo Halldór S. hætti að væla og hann fái aurinn sinn. Menn geta ei varazt þann voða, sem virðist fara i hönd né fagnað þeim fyrirboða: Að fjötrast i „þrælabönd”. Menn kviða nú öllum þeim árum, sem ó.-stjórnin fer með völd, þvi allt, sem úr bitum við bárum fer beint upp i skattagjöld. Keflavik 21. nóv. 1972: S. Þorvaldsson. HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15 I____________ Rannsóknarskipið í hlutverki viðgerðarskips í Norðursjó „Þarna i Norðursjónum éru núna um 40 skip, sem liafa verið þar meira og minna síðan i júni. Það vantar hjálparskip fyrir þennan flota eins og sézt á þvi, að við skárum nót úr skrúfu nokk- urra skipa og gert var við fiski- leitartæki hjá fjölmörgum”, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur i samtali við Visi. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson er nýkomið heim eftir að hafa verið i sex vikur i Norðursjó. Jakob sagði.að skipið hefði fyrst og fremst farið til sildarleitar, en raunin hefði orðið sú, að skipið hefði ekki siður gegnt hlutverki hjálparskips. Sveinn Svein- björnsson, fiskifræðingur, kafaði niður að skrúfu þriggja skipa og losaði nótadræsur úr skrúfum þeirra. Þá var farið um borð i mörg skip og gert við bilanir i fiskileitartækjum. „Þeir eru orðnir dálitið þreyttir eins og gefur að skilja. Ef gæftir eru góðar, geta bátarnir fengið góðan afla á viku til að selja i Danmörku, en veður eru mjög slæm um þessar mundir”, sagði Jakob. Hann kvað sildarleitina hafa gengið nokkuð tregt. Vegna veðurs varð Arni Friðriksson að liggja i vari langtimum saman og siðan var unnt að leita sildar i 10 tima eða svo, áður en hvessti á ný. Jakob sagði, að vart hefði verið við dálitla sild, þegar gaf og veiðiskipin yrðu þarna væntan- lega fram i miðjan desember. Sildarverðið i Danmörku hefur verið gott og sjómennirnir þvi haft ágætar tekjur, ef veður hafa ekki hamlað veiðum. Árni Friðriksson fer ekki aftur i Norðursjó, og ekki munu uppi áætlanir að senda annað skip þangað. Verða þvi skipstjórar sildveiðibátanna að treysta á eig- in áhöfn, þegar eitthvað kemur fyrir, og viðgerðir i höfnum i Danmörku. —SG „Ekkert sjónvarp á fimmtudögum vegna „þurru" miðvikudaganna" Brezkur blaðamaður segist hafa fundið skýringuna á þvi, hvers vcgna islenzka sjónvarpið gefur þjóðinni fri á fimmtudög- um. „Skermarnir eru auðir á fimmtudögum, af þvi að það er cnginn drvkkjuskapur (i. veitingahúsum) á miðvikudög- um, nema létt vin með mat”, segir C'live Oammon i blaðinu Spectator. „Þið skiljið hvað ég er að fara. Eftir þurran miðvikudag undir regnskýjum Reykjavikur, liver mundi hanga heima við sjónvarp þegar hann getur verið á fylleríi?” Blaðamaðurinn hefur á taktein- um „skýringar” á öðrum fyrir- bærum islenzkrar menningar. Hann segist ekki hafa vitað, fvrr en hann var kominn til tslands, að bjór væri bannvara þarlendis. Að visu sé engin einföld skýring, en helzt hafi sér verið tjáð, að það sé gert til þess að „verkamenn drekki sig ekki fulla i hádegishlé- inu”. Viskiið sé svo dýrt, að engin hætta sé á hádegisfyllerii þess vegna. - HH Kerran í réttar hendur „Það var alls enginn bilstjóri, sem hirti kerruna þegar hún féll ofan af fólksbilnum, heldur hljóp ég strax út, þegar ég sá út um gluggann, hvað skeði, og tók hana”, sagði húsmóðir i Blesu- grófinni, sem hringdi i Visi i gær, eftir að hún hafði lesið frétt um fólksbil, sem hafði verið að flytja barnakerru. Ekki tókst þó betur til en það að kerran féll ofan af bilnum, og taldi ökumaður, að annar bill sem átti leið framhjá, hefði hirt hana. En það var stór misskilningur. „Ef við hefðum ekki tekið kerruna burtu af veginum strax, hefði einhver annar tekið hana”, sagði húsmóðirin i Blesúgrófinni ennfremur. Það er þvi engin hætta á þvi, að kerran sé eigendunum að fullu töpuð, þvi að fyrir atbeina Visis og skilvisi lesenda kemst kerran nú i réttar hendur. —EA Göngugatan vinsœl Oft getur umferðin og ösin orðið anzi mikil á helztu verzlunar- götum borga og bæja á laugar- dagsmorgnum. Viða erlendis er helztu verzlunargötum lokað fyrir bilaumferð, þegar mesta ösin er. Þetta hafa Akureyring- ar nú tekið upp og loka Hafnar- strætinu fyrir hádegi á laugar- dögum. Blaðið hafði samband við nokkrar verzlanir og spurð- ist fyrir um álit fólks á þessu fyrirkomulagi. Hjá verzluninni Amaro var blaðinu tjáð, að svo virtist sem fólk væri yfirleitt mjög ánægt með þetta.Lokun götunnar hefði litil sem engiu áhrif haft á við- skiptin. Þægilegt væri að leggja bilum i nágrenni götunnar, og það væri miklu þægilegra fyrir fólk að geta gengið óhult um göt- una og þurfa ekki að biða lengi eftir, að bilar ækju framhjá. Hjá annarri verzlun, Asbyrgi, var blaðinu einnig tjáð, að fólki virtist lika þetta vel yfirleitt. Fólk færi i bæinn til þess að verzla og hindraði það ekki fólk, þó það gæti ekki ekið alveg upp að dyrum verzlunarinnar. Fólk væri miklu öruggara og þægi- legra væri fyrir það að komast yfir götuna. Einnig væri þetta kostur fyrir fólk, sem væri með börn með sér. Ekki hefði lokun götunnar haft minnkandi við- skipti i för með .sér, ef einhverj- ar breytingar hefðu orðið á viðs- skiptunum, þá væru þær til hins betra. — ÞM BREZKIR KOMMÚNISTAR STYÐJA ISLENDINGA islendingar eiga stuðnings- menn i mörgum deildum brezka kommúnistaflokksins. Kommúnistar i Yorkshire börð- ust gegn ákvörðun hafnarverka- manna að afgreiða ekki islenzk skip á dögunum. Kommúnistar sökuðu forystumenn verkalýðs- félaga um að standa með togara- eigendum gegn raunverulegum hagsmunum brezkra sjómanna. Hvöttu þeir til samvinnu við is- lenzk verka lýðssamtök. „Sameiginleg stefna hlýtur að íinnast til að tryggja lifshags- muni islenzku þjóðarinnar og sjó- manna og kvenna Bretlands”, segir i yfirlýsingu kommúnista i Yorkshire. Kommúnistaflokkurinn er smár i Bretlandi og hefur ekki fengið þingmann kjörinn um ára- bil. Hins vegar hafa kommúnistar talsverð áhrif i sumum verka- lýðslelögum. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.