Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. nóvember 1972
5
AP/IMTB í mOROUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTL
Umsjon
Guðmundur Pétursson
BRAGÐAR HVORKI
VOTT NÉ ÞURRT
Forystumaður IRA í hungurverkfalli í Dublin-fangelsi
Sean Macstiofain,
hinn 44 ára foringi i
irsku lýðveldishreyfing-
unni, hefur reynzt erfið-
ur fangi þennan tima,
sem hann hefur verið i
haldi, síðan hann var
handtekinn á sunnudag.
Stjórn Bridewell-fang-
elsisins i Dublin, þar
sem Macstiofain er
hafður i haldi, óttast, að
hann verði of máttvana
til þess, að unnt verði að
halda áfram yfirheyrsl-
um og réttarrannsókn
yfir honum á morgun,
eins og úrskurðað hafði
verið.
Macstiofain hefur hvorki
bragðað þurrt né vott i fangels-
inu, en það eina, sem hann sagði
fyrirrétti á þriðjudaginn, var, að
hann mótmælti handtöku sinni og
fangelsun og mundi fara i hung-
urverkfall.
Sérstakar öryggissveitir, sem
settar hafa verið á laggirnar i
lýðveldinu Irland (S-írlandi),
handtóku Macstiofain og er hon-
um gefið að sök að vera meðlimur
i „ólöglegum félagsskap, sem
haldi uppi vopnaðri andspyrnu
við stjórnarskrána”.
En Sean Macstiofain er talinn
vera háttsettur i Lýðveldishreyf-
ingunni á Norður-trlandi og einn
af æðslu yfirmönnum Lýðveldis-
hersins (IRA).
Sean Macstiofain er enskrar
ættar, fæddur i London og hét
áður John Stephenson. 1953 var
hann dæmdur i 6 ára fangelsi,
eftir að hann og 2 hermdarverka-
menn ætluðu að ræna vopnum
fyrir IRA úr liðsforingjaskóla á
Englandi. Hann er sagður hafa
komizt i raðir æðstu forystu-
manna öfgahreyfingarinnar fyrir
fjórum árum og er talinn hafa
Félagar úr Sein Fein, hinum pólitiska armi IRA, efndu til mótmæla fyrir utan BrideweU-fangelsið I
Dublin og kröfðust lausnar foringjans Sean Macstiofains á sunnudag.
Víetnam-samningar vart
en um miðjan desember
9 ára hermaður
Kambódia, sem ekki hefur farið
varhluta af Indókinastríðinu,
hefur neyðzt til þess að vopna
börn á borð við þennan 9 ára
dreng, sem hér sést með al-
væpni á verði á þjóðvegi nr. 4.
Tho og Kissinger ó daglegum fundum
Kissinger og Tho mæltu sér mót
til fundar enn í dag, fjórða daginn
i röð, siðan þeir byrjuðu leynivið-
ræður sinar á nýjan leik á mánu-
dag.
Þeir áttu tveggja og hálfrar
stundar viðræður i gær, eftir að
Henry Kissinger kom frá Brussel,
en þangað hafði hann skotizt til
þess að ræða við forseta
Indónesiu, sem þar var staddur,
Suharto hershöfðingja.
Fréttamenn, sem sátu um
Kissinger og Tho, þegar þeir
komu af fundinum i gær, sögðu,
að Tho hefði verið þungur á brún-
ina að fundinum loknum, en Kiss-
inger veifað til þeirra brosandi og
lék við hvern sinn fingur. — En
hvorugur sagði orð um það, sem
þeim hafði farið á milli á fundin-
um.
Þegar Kissinger 25. okt. ræddi
við fréttamenn um samkomulag-
ið, sem hann og Tho höfðu náð um
uppkast að vopnahléssamningum
i Vietnam, sagði hann, að einung-
is væru eftir 4-5 daga samninga-
viðræður til þess að reka smiðs-
höggið á vopnahléð. — En þegar
hann um helgina kom frá Nixon
forseta og bjó sig undir að leggja
af stað til Parisar til fundar við
Tho,.sagði hann, að forsetinn
hefði falið honum að ræða við Tho
„svo lengi sem það væri gagnlegt'.
— Að margra dómi er undirritun-
ar samninga ekki að vænta fyrr
en i fyrsta lagi upp úr miðjum
desember.
Á þriðjudag áttu þeir 4 1/2
stundar viðræður með helztu ráð-
gjöfum sinum, Kissinger og Tho,
og á mánudaginn stóð fundur
þeirra i 5 1/2 klukkustund, en
ennþá hefur ekkert verið látið
uppi um viðræðurnar.
Formælandi Indónesiu skýrði
frá þvi, að umræður þeirra Kiss-
ingers og Suharto forseta i Brlíss-
el hefðu snúizt um þróun mála i
Vietnam, en Indónesia og Kanada
Sean Macstiofain, sem talinn er
yfirmaður herráðs IRA, hefur
verið i hungurverkfalii, siðan
hann var handtekinn.
skipulagt i fangelsi hin blóðugu
sprengjutilræði IRA-manna, sem
orðið hafa hundruðum manna að
bana á N-írlandi.
Glœpajúðar
œtluðu að rœna
diplómötum
Ameriskir glæpajúðar buðu
tsrael aðstoð sina við að ræna
sendifulltrúum ýmissa rikja við
Sameinuðu þjóðirnar kvöldið fyr-
ir allsherjarþingið árið 1947,
þegar þingið tók ákvörðun um,
hvort afhenda ætti Gyðingum
Palestinu.
„Nokkrir glæpamenn af Gyð-
ingaættum stungu upp á þvi, að
fulltrúum fimm eða sex landa,
sem voru á móti þvi, að Gyðingar
fengju Palestinu, yrði rænt,”
sagði Eliahu Eílat, fyrrum sendi-
herra Israels i Washington.
Eilat varpaði þessum upp-
lýsingum fram I útvarpserindi,
sem tekið var upp nýlega og verð-
ur flutt til þess að minnast 29.
nóvember 1947, en þann dag fór
fram atkvæðagreiðsla i allsherj-
arþingi S.Þ. um Palestinumálið.
Eilat bætti þvi við, að bófarnir
hefðu lofað að „fara vel með”
sendifulltrúana og gefa þeim
„gott að borða”. — Eilat lét allt
ósagt um það, hvernig glæpa-
mennirnir hefðu gefið sig til
kynna, eða hverjir þetta hefðu
verið.
Park hafði
sitt fram í
Hann er þjóðhetja i augum
margra kaþólikka og hefur marg-
sinnis smogið i gegnum öryggis-
net brezka hersins til þess að
leiða hermdarverkamenn og
stuðningsmenn þeirra i skæru-
hernaðinum.
Hann hefur stundum verið
nefndur „hinn eini sanni hermd-
arverkamaðurinn” vegna rót-
tækni sinnar og sagður mundi
hiklaust fórna eigin lifi til þess að
sameina Irland.
Nokkrir Irar hafa látið lifið I
brezkum fangelsum á þriðja og
fimmta áratug þessarar aldar
vegna hungurverkfalla og hafa
orðið dýrlingar i augum félaga
sinna á trlandi.
Læknar hafa látið i ljós áhyggj-
ur sínar vegna hungurverkfalls
Macstiofains og telja það alvar-
legast, að hann skuli ekki vilja
bragða vott, en vatn er likaman-
um nauðsynlegra en fæða. Telja
þeir, að maðurinn verði ekki til
yfirheyrslu fær á föstudaginn, ef |
hann lætur ekki af þráa sínum.
fyrr
eru þau tvö riki, sem Bandarikin
hafa tilnefnt i hina fyrirhuguðu
fjögurra landa öryggisnefnd, sem
skal hafa eftirlit með þvi, að
vopnahléð verði virt, þegar og ef
það tekur gildi. Norður-Vietnam-
ar tilnefndu á hinn bóginn Pólland
og Ungverjaland.
Suður-Kóreu
Kosningar fóru fram i Suður-
Kóreu á þriðjudaginn um stjórn-
arskrárbreytingar, sem veita for-
seta landsins nánast einræðisvald
og skapa Park hershöfðingja, nú-
verandi forseta, möguleika á að
bjóða sig fram aftur. En Park er
búinn að gegna forsetaembætti
þrjú kjörtimabil, og samkvæmt
stjórnarskránni, sem nú var verið
að breyta, mátti forsetinn ekki
sitja lengur að völdum.
Kjörsókn var gifurleg og neyttu
91,9% kjósenda atkvæðisréttar
sins, og samþykktu þeir uppkast
Parks að nýrri stjórnarskrá með
yfirgnæfandi meirihluta eða
91.5%.
Só kvenholli
Henry Kissinger, öryggisráð-
gjafa Nixons Bandarikjaforseta,
er fylgt hvert fótmál af frétta-
mönnum i Paris og óðfluga var
sent fréttaskeyti til fréttastofa
um heim allan, þegar hann á
þriðjudag sást snæða málsverð á
veitingahúsi i Rue Boissy
d’Anglas, skammt frá bandariska
sendiráðinu með ljóshærðri
þokkadis.
Enginn vissi nafn stúlkunnar,
en lögreglan varð að bægja frá
hópi fólks, sem safnaðist fyrir ut-
an veitingastaðinn, og greiða götu
Kissingers og borðdömu hans,
þegar þau eftir á fóru til sendi-
ráðsins, en þaðan hélt svo Kiss-
inger beint til fundar við Tho.
Kissinger hefur jafnharðan eftir viðræðurnar við Tho ráðfært sig við
aðaisamningamann Saigonstjórnarinnar, Pham Dang Lam, (t.h.).
Wiliiam Porter, formaður bandarisku samninganefndarinnar I Parls
sést á milli þeirra.