Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 6
6
Vísir, Fimmtudagur 23. nóvember 1972
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulítrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Grímulaus Nixon?
Richard Nixon er almennt talinn einhver mesti
bragðarefur stjórnmálanna. Stuðningsmenn
hans viðurkenna þánn dóm, en þeir benda jafn-
framt á góðan árangur, sem Nixon hefur náð. 1
forsetatið Nixons hefur dregið úr viðsjám kalda
striðsins. Hann hefur haft forgöngu um að bræða
isinn i samskiptum stórveldanna.
í Vietnamstriðinu vantar aðeins herzlumuninn
til að samningar takist. Kina hefur verið laðað út
úr einangruninni. Sovétrikin hafa opnað járn-
tjaldið fyrir bandarisku og öðru vestrænu fjár-
magni. Nixon hefur náð jákvæðari árangri á
þessum sviðum utanrikismála en aðrir forsetar
Bandarikjanna.
Menn hafa spurt: Hversu mikið af þessu gerði
forsetinn til að veiða atkvæði og tryggja endur-
kjör sitt? Refsorðið hefur fylgt öllum þessum
framkvæmdum hans og verið magnað með fram-
komu sendimanns hans, Kissingers, sem hefur
iðkað endalausa leynifundi og leyniferðalög eins
og af ástriðu.
t Vietnammálinu grunuðu margir Nixon um
hreina kosningabrellu, þegar gáttir opnuðust
skyndilega og Kissinger lýsti yfir friði skömmu
fyrir kosningarnar. Vissulega hefði aðstaða
Nixons orðið önnur i forsetakosningunum, ef
staðan i Vietnam hefði verið óbreytt. Vietnam-
málið er i hugum bandariskra kjósenda eitt hið
allra mikilvægasta, og meirihluti kjósenda hefði
skoðað hug sinn, áður en hann hefði endurkjörið
forseta, sem ekkert gat boðið nema framhald
hryllingsins. Nixon var þvi mikið i mun að koma
til kosninganna i klæðum friðarboðans.
Kosningarnar eru liðnar, og enn situr Kissinger
á leynifundum og boðar frið á næsta leiti. Litið er
talað um frið i Vietnam sem „kosningabombu”
að svo stöddu. En rétt er að vekja athygli á þvi,
að útreikningar bragðarefsins Nixons hafa
breytzt við sigur hans.
Þetta verður seinasta kjörtimabil Nixons sem
forseta. Hafi starf hans fyrir kosningarnar stýrzt
af áhuganum á endurkjöri, hlýtur annað að koma
á daginn, þegar hann hugsar ekki lengur til
endurkjörs.
Nixon vann sigur i kosningunum, en flokkur
hans, repúblikanar, vann engan sigur. Þvert á
móti héldu demókratar þingmeirihluta sinum.
Nixon hefur áhuga á eflingu flokks sins, en
menn hafa verið á einu máli um, að Nixon hafi
mestan áhuga á eigin áliti og velgengni.
Tvimælalaust leggur hann áherzlu á, að nafn
hans verði skráð á spjöld sögunnar sem merks
forseta Bandarikjanna. Til þess þarf hann að
tengja nafn sitt merkilegum framfaramálum. En
hann þarf ekki að stunda atkvæðaveiðar.
Það er einkum i innanrikismálum, sem fæstir
vita, hvað forsetinn vill. Hvað vill Richard Nixon
i rauninni i kynþáttamálum, tryggingamálum,
eða efnahagsmálum?
Og er hann i rauninni krossfari „þiðunnar” i
utanrikismálum, eða er hann enn sá „harð-
vitugi” kommúnistaandstæðingur, sem hann var
mestan feril sinn?
Kannski kastar hann grimunni og gefur
ákveðnari svör.
Barnabœir fyrir
foreldralaus börn
- SOS - barnabœir
í 47 löndum, og
120 ríki bíða eftir
fleirum
A fyrstu árunum eftir siðari
hcimsstyrjöldina gekk þritugur
læknastúdent i hinu striöshjáöa
Austurriki meö merkilega hug-
mynd i kollinum: Ólánsömustu
fórnarlömb striösins — foreldra-
iaus börn — uröu lika aö öðlast
möguleika á þvi aö lifa eðlilegu
lili, eins og venjulegt fólk. Það
halut aö vera hægt aö koma i veg
fyrir aö systkinahópum yröi
tvistraö, og þau send á sitt hvert
barnaheimiliö og uppeldis-
stöövar, skipt eftir kyni og aldri.
Paö lilaut að vera hægt að leyfa
þeim aö alast upp sem fjölskylda.
I.áta þau eignast „móður”,
heimili aö búa i og tækifæri til aö
þroskast innan um sina.
I.æknastúdent þessi hét
llermann Gmeiner.
Fyrstu tilraunafjölskyldu sinni
kom hann fyrir i húsi sinu i Imst i
Austurriki. — En i dag stýrir
hann velvirtum samtökum
„Alþjóðlegu SOS-barnabæjun-
um", sem ala önn fyrir 10.000
börnum i 73 SOS-barnabæjum i 47
löndum Evrópu, S-Ameriku, Asiu
og Afriku.
Upphafið var erfitt. Gmeiner
átti 600 skildinga höfuðstól eða
nær tvö þúsund islenzkar krónur,
þegar hann ákvað að hefjast
handa árið 1949. Hann fékk
skólabræður sina, læknastúdenta
við háskólann i Innsbruch, i lið
með sér. Þeir gengu fyrir hvers
manns dyr, og báðu fólk um að
leggja einn skilding af mörkum.
20.000 skildingar söfnuðust og á
jólakvöld 1949, gat hann byrjað á
byggingu fyrsta barnabæjarins.
Takmarkið var 5 hús..
„Ég setti mér það mark að
byggja fimm slik hús i Imst, en
meira treysti ég mér ekki til,”
sagði dr. Gmeiner i viðtali við
fréttamann NTB-fréttastofunnar
nýlega. Þá var dr. Gmeiner
staddur i sinni fyrstu heimsókn til
Noregs.
„En þegar við vorum komnir af
stað, bárust fljótlega fyrirspurnir
frá ýmsum sveitarfélögum i
Austurriki um hvort við gætum
ekki aðstoðað þá lika. Og þannig
valt snjóboltinn af stað.”
1954 stóð fyrsti barnabærinn
i Imst fullbúinn með 15 húsum
|með fjölskyldum, sem höfðu allt
að 10 börn, hver fjölskylda með
sina „móður" og með sameigin-
legan föður til að stjórna bænum.
Undirbúningur að barnabæ nr.
tvö var þegar kominn af stað, og
1956 hófumst við handa i Frakk-
landi. 20 SOS-barnabæir voru
komnir upp árið 1959 i Austurriki,
h'rakklandi, V-Þýzkalandi og
ltaliu, og við áttum okkar eigin
knattspyrnulið, iðnnemasam-
band, og eigin sumardvalarbæ
við Coldenazzovatnið. — 1960 var
svo stofnað Evrópusamband SOS-
barnabæja i Strassburg.”
En þegar þar var komió, voru
tehrif stirðsins að mestu horfin úr
lEvrópu, og Hermann Gmeiner
renndi augum út fyrir mörk
álfunnar — til vanþróuðu
rikjanna og hinna striðshrjáðu
landa austursins — i leit að nýjum
verkefnum. 1963 var svo byrjað
að byggja fyrsta barnabæinn i S-
Kóreu. Og núna 9 árum siðar
llllllllllll
MÐ MIM
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
hefur þessi starfsemi breiðst út til
47 landa. Og þaö hafa verið
stofnaðar stuðningsnefndir i 41
landi. Alþjóðlegu SOS-barna-
bæjarsamtökin eru orðin aðili að
Alþjóðlega barnaverndarsam-
bandinu, og auk þess ráðgefandi
aðili að UNESCO i Paris.
Uppeldi í eölilegu
umhverfi.
„En þótt starfsemin hafi
breiðzt út til margra og ólikra
landa, þá eru grundvallarsjónar-
mið okkar enn þau sömu og i
upphafi,” leggur dr. Gmeiner
áherzlu á. „Móðir, fjölskylda,
heimili, uppeldi...eru lykilorðin i
stefnu okkar. Ennþá stefnum við
að þvi að börnin fái að alast upp
innan um sina nánustu, og i sinu
heimaumhverfi. Þess vegna
viljum við ekki flytja þau á milli
landa. Heldur viljum við útvega
þeim heimili i þeirra eigin ætt-
landi.”
Barnabæjunum er flestum
komið fyrir i útjöðrum borga, en
samtökin reisa ekki byggingar
fyrir aðrar félagslegar stofnanir,
eins og kirkjur skóla eða sjúkra-
hús. Ibúar barnabæjanna nýta
þær stofnanir, sem viðkomandi
bæjarfélag hefur þegar upp á að
bjóða.
Barnabæirnir eru flestir
samansettir af 15-20 húsum, hvert
með 5-6 fjölskyldur. Undan-
tekningar eru i Honduras og Viet-
nam, þar sem hver barnabær er
samsettur af rúmlega 40 húsum,
en þar var lika neyðin svo mikil.
„Mæður” og „feður”
fjölskyldnanna eru sjálfboðaliðar,
valdir úr nærliggjandi bæjar-
félagi. „Feðurnir” þurfa helzt að
hafa hlotið menntun i uppeldis-
fræði eða sálarfræði, en
„mæðurnar” eru yfirleitt ógiftar
konur eða barnlausar ekkjur.
Ekki fullkomin
„Okkur hefur samt ekki tekizt
að skapa fullkomið fjölskyldulif
fyrir börn, sem við tökum upp á
arma okkar,” viðurkennir dr.
Gmeiner. „Að visu komum við i
veg fyrir, að systkinahópnum sé
sundrað. Og við höfum þau, þar
til þau eru orðin 15-20 ára gömul.
Þau hljóta menntun, uppeldi, um-
hyggju og njóta ástúðar, en við
getum ekki útvegað þeim hjón i
foreldrastað. — Tvennt kemur i
veg fyrir það:
Það mundi koma upp vandamál
hjá hjónunum vegna „eigin
barna” og svo „hinna”. — Og svo
getur barnabær ekki haft á
launum 15-20 menn, eínn föður
fyrir hvert hús. Þess vegna
verður stjórnandi hvers bæjar að
gegna föðurhlutverki fyrir allar
fjölskyldurnar.
Drengirnir eru „heima” þar til
þeirhafa náð 14 eða 15 ára aldri,
en þá fara þeir venjulegast i
heimavistarframhaldsskóla. En
stúlkurnar flytjast ekki að
heiman, fyrr en þær eru komnar
út i fulla atvinnu eða langskóla-
nám, eða þá stofna eigin heimili,
18 eða 20 ára gamlar.
Nei, kerfið er ekki fullkomið, en
við erum á réttri leið,” segir
dr.Gmeiner.
Efnahagur samtakanna er
borinn uppi af styrktarmeðlimum,
svonefndum „Feðrum” viða um
heim. 5 milljónir feðra i Evrópu
og USA greiða um 1300 krónur
ársfjórðungslega i „meðlög” til
samtakanna, en auk þess þiggja
barnabæirnir styrk fyrir hvert
barn á sinu framfæri 180 krónur á
mánuði.
Aðalstöðvar samtakanna eru i
Vin, þar sem fastráðið starfsfólk
hefur hönd i bagga með barna-
bæum um heim allan. Þar að auki
hafa samtökin sérfræðinga á
sinum snærum sem aðstoða við
uppbyggingu barnabæja, hvar
sem þess er óskað.
„120 lönd eru nú á biðlista hjá
okkur, með beiðnir um barnabæi
til viðbótar þeim, sem komnir eru
á laggirnar.” segir dr. Gmeiner.