Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 23.11.1972, Blaðsíða 13
Visir. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 13 Superstars wiegen Sie Lignano Goldsand: Urtaub in Freiheit, mit allem Komfort an der lángsten und modernsten Kuste der oberen Adria Grado Sonneninsel: Wegen der therapeutischen Wírkung seines Sandes und der ausserordentlich giinstigen klimatischen Bedingungen gern aufgesucht. Trieste Riviera:Bestemt von Sternen Muggia, Sistiana, rignano,Duino; spiegelt es sich ím tieíen fauen Meer vonj cier Höhe des rauhen' Karst. kM En nú ganga berar stelpur ekki lengur í auglýsingar Berar stelpur eru orðnar gamaldags, stynja helztu auglýsingasérfræðingar og sjá nú fyrir endan á tiu ára notkun naktra kven- mannslíkama í auglýsing- um. ,,Hvers kyns blöð og timarit eru farin að birta slik reiðinnar býsn af nektarmyndum, að fólk er hætt að veita þeim sérstaka athygli. ,,Þegar alls staðar blasa við myndir af berum stelpum orkar orðið tvimælis, að nota nektar- mynd i auglýsingu til að gera hana öðru visi en aðrar”, segja sérfræðingarnir. Mikið grin var gert að þvi hér um árið, þegar bilaframleiðend- ur kepptust við að kynna fram- leiðslu sina með berar stelpur prilandi á bilunum. Þegar svo jafnvel dráttarvélarframleiðend- ur auglýstu sin tæki með aðstoð nakinna stúlkna náði hláturinn hámarki — og framleiðendur hvers kyns farartækja hættu snögglega nektarmyndaauglýs- ingu. Aðrir hafa þó haldið ótrauðir áfram á sömu braut, eins og t.d. þeir sem selja vissar tegundir kvikmyndatökuvéla (sjá mynd til hliðar), og ferðaskrifstofur, sem auglýsa ferðir til sólarstranda (sjá myndina að ofan). Já, karl- mannsskyrtur þykir tæpast hægt aö auglýsa öðru visi en með nak- inn kvenmannskropp i námunda. Frægt varð lika (eins og til var ætlazt) þegar rock-hljómleikar i London voru auglýstir með þeim hætti, að þrjár stripaðar stelpur spásseruðu niður aðalverzlunar- götu borgarinnar með trumbu- slagara i för með sér. Enn er að visu litið mark tekið á þeim sérfræðingum, sem telja berrassaðar stelpur haldlitlar i auglýsingar hér eftir. 1 Englandi er til að mynda mikil trú á mætti sex-auglýsinga ennþá. „Það eina sem hafa ber i huga, þegar nakin stúlka er notuð til að draga augað að auglýsingu, að hún dragi ekki athyglina með öllu frá texta aug- lýsingarinnar — það er jú hann, sem skiptir mestu máli”. Þannig komst brezkur auglýsingastjóri að orði nú fyrir skemmstu. Danskur auglýsingateiknari var að þvi spurður, hvenær nakin stúlka kæmi að gagni i auglýs- ingu: ,,Þá aðeins, að hún sé bein- linis i réttu samhengi við það er hún auglýsir”, svaraði sá hinn sami og visaði til nýjustu auglýs- ingarinnar sinnar. Hún sýndi stúlku standa fyrir framan þvottavél og klæða sig úr siðustu spjörinni, nærbuxunum, til að setja hana i þvott ásamt hinum fötunum. Og teiknarinn útskýrir: „Þessi auglýsing á að sýna, hversu einfalt mál það er að ganga beint að þvottavélinni þeg- ar komið er heim frá vinnu, setja föt sin i vélina og biða á meðan hún hreinsar þau....” „Ber stelpa? Það er gamal- dags”, segir frægur auglýsinga- gerðarmaður, V. Wagner. „Það var nokkuð, sem við notuðum i auglýsingarnar fyrir mörgum ár- um. En módelsamtök eins og t.d. Model Booking i Danmörku hafa aðra sögu að segja: „Allt að þvi helmingur frambærilegra fyrir- sæta i landinu gætu unnið að þvi einvörðungu, að láta mynda sig naktar fyrir auglýsingar. Eftirspurnin er slik i dag. Skart- gripasalar sækjast hvað mest eft- ir nöktum ljósmyndafyrirsætum um þessar mundir, en annars er næstum annar hver auglýsandi, sem vill nota sex i auglýsingar”, segja forsvarsmenn þeirra sam- taka. Það liður sennilega á löngu þar til auglýsendur á íslandi fá leið á að nota stripaðar stelpur i sinar auglýsingar. — Þeir þurfa fyrst að byrja á að beita þeim fyrir sig.. iederiB S kameras vom Standardmodell O ____I.T.--- :: mit 3fach Motorzoom bis zur Top-Kamera mit 8tach Motorzoa itiupenautomatik, sich fur Erfahrung und Qualitát. tur Sankyo! die Weltmarke mformieren Sie sich bei fordern Sie Intormations- material uber Super CM-300, Hraram Jon Áttþúhhtíí banka? Samvinnubankinn hefur ákveðið: að auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. króna í allt að 100 milljónir, að bjóða öllum samvinnumönnum að gerast hluthafar, að gefa þér þannig kost á að gerast virkur þátttakandi í starfsemi bankans. Hlutafjárútboðið er hafið á 10 ára afmæli bankans. Hlutabréfin eru að nafnverði 5 þús., 10 þús. og 100 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift, en afgangurinn innan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúum hans og í kaupfélögunum um land allt. Hér er tækifæri til að eignast hlut í banka. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, RVIK. SÍMI: 20700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.