Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 2. desember 1972 nfentsm-- Vildir þú fara meö i loft- belgsferöina fyrirhuguðu, ef þér byðist það? Þráinn Gunnarsson, tækniskóla- nemi. Já það vildi ég alveg tvi- mælalaust. Ég var einu sinni að læra að fljúga og hef alltaf haft á- huga á að komast i loftið siöan. Illiiðubrunar hafa verið ótrúlega tiðir á tslandi og hér er sá hlöðubruni, sem flestum er i fersku minni, bruninn i Gufunesi á dögunum. Þess skal þó gelið, að sá bruni stafaði ekki af rafmagni. Jón Þór Kinarsson, loftskeyta- maður.Nei takk. Það vil ég alveg ómöeuleea. Annars held ég aö þetta gæti blessast hjá þeim ef út- búnaðurinn er góður. Vonandi verður haft gott eftirlit með þessu. Ililmar Ingvarsson, kjallara- meistariá Hótel Borg:Jú þvi ekki það, mér lizt ágætlega á þetta. En fyrsta skilyrðið er auðvitað að fyllsta öryggis sé gætt. Ilólmfriður Sigurjónsdóttir, nem- andi. Já svo sannarlega vildi ég það. Mér lizt vel á þetta fyrirtæki og held að allt fari vel hjá þeim. Agústa Þórisdóttir, nemandi. Mér finnst þetta stórsniðugt hjá strákunum, en lika nokkuð áhættusamt. Ég held að ég þyrði varla. Eirikur Brynjólfsson, kennari. Já, hvers vegna ekki? Það er sennilega nokkuð hættulegt, en áhætta fylgir öllum ævintýrum. Helzt vildi ég fara i svona ferð að sumarlagi og i austanvindi. Brunar í heyhlöðum orsakast oft vegna góleysis og slœmum frógangi raflagna Eldsvoðar á sveitabýlum hafa verið alltíðir undan- farin ár, og einnig í hey- hlöðum i þéttbýli. Raf- magnseftirlit ríkisins hefur reynt að grafast fyrir um orsakirnar fyrir þessum tíðu brunum, og við þessar rannsóknir hefur ýmislegt komið i Ijós. Allar raflagnir í heyhlöð- um eru algjörlega bannað- ar, en aðeins er leyfilegt að nota handlampa sem eru tengdir við innstungur utan hlöðunnar, í fjárhúsum eða geymslum. Mjög margir brunar orsakast af lömp- um, sem eru á veggjum í hlöðum i og handlömpum, Umferðar- bœtandi mynd í Kanasjón- varpinu Sævar Jóhannesson simar: ,,Mynd sem ég sá i ameriska sjónvarpinu frá Keflavikurflug- velli i gærkvöldi (fimmtudags- kvöld) vakti sérstaka athygli mina. Hér var um að ræða mynd um akstur i bleytu, og akstur i snjó og hálku. Þar var þannig um málin fjallað, að sérstaka athygli hlaut að vekja. Ég tel, að ef um- ferðarráð og sjónvarpið fengju eintak af þessari mynd, sem tók um 15 minútur að sýna, mundi töluvert ávinnast i umferðar- öryggi, þvi áreiðanlega mundu ökumenn læra mikið á að sjá þessa mynd”. sem menn skilja eftir eða geyma í hlöðum, eftir rannsóknum Rafmagns- eftirlitsins að dæma. Blaðið hafði samband við Árna Guðmundsson, hjá Rafmagns- eftirlitinu, og spurði hann út i þessi mál. Tjáði Árni blaðinu að ýmsar orsakir gætu verið fyrir brunum i heyhlöðum. Oft er það, að húsnæði sem ekki er ætlaö til geymslu á heyi, er notað sem hlaða og eru þá oft lampar á veggjum sem heyi er hlaðið að. Heyryk getur hlaöizt á lampana og oft dugar það til að eldur brjót- ist út. Jafnvel þó lamparnir séu með hlifðarglerum getur kviknað i ryki sem sezt á þá. Þá tjáði Árni blaðinu, að‘ oft gæti kviknað i vegna rafstöðva sem til eru á mörgum bæjum. Stundum væru þessar stöðvar notaðar til að knýja heyblásara, Varðskipin í Skipstjóri simar: ,,Ég kann ekki allskostar við þau verkefni, sem landhelgisgæzlan og gæti þá oft kviknaö i disilvél- unum. Þá blæs heyblásarinn ein- faldlega eldinum inn i heyið. Árni sagði að hann gizkaði á að brunar af völdum rafmagns- lampa i heyhlöðum væru 1—3 á ári, en erfitt væri að komast að orsök '. brunans i mörgum tilfell- um. Árni sagðist vita, að talið væri að einn bruni i heyhlöðu, sem varð nú fyrir stuttu, hefði or- sakazt vegna þess, að hey var sett i fjárhús og heyinu hlaðið að lömpum, sem voru þar á veggj- um. Enn stendur þó rannsókn yfir á þessum bruna, að sögn Arna, og erfitt er að segja til um orsökina, vegna þess hve bruninn var mik- ill, en þetta er talin liklegasta or- sökin. t orðsendingu þeirri sem Raf- magnseftirlitið hefur sent frá sér eru nefnd nokkur atriði, sem öll stuðla að þvi að draga úr hættunni á eldsvoða i hlöðum. snatti er að sýsla við þegar mikið er um að vera á miðunum, eins og nú er. Þetta eilifa snatt með leikflokka, Fyrsta atriðið er, að frekar skal notast við minni perur og fleiri ljósker, þar sem yfirborðshiti hlifðarglers um 100 W peru er meiri en t.d. 60 W peru. Annað atriðið er að ljósker skulu þannig upp hengd og fest, að sem minnst ryk geti fallið á þau. Ákjósanleg- asta staðan er að þau hangi lóð- rétt og visi niður á við. Þriðja atr- iðið, sem nefnt er i orðsending- unni er, að æskilegt er að nota rofa með merkilampa fyrir slik ljósker eða þá tengla með rofa og merkilampa, einkum þó ef rofinn er utan dyra þess rýmis, sem upp er lýst. Bændur verða oft sjálfir að bera tjón, sem hlýzt af bruna sem orsakast af rafmagnslömpum i hlöðum, vegna þess að allar raf- lagnir i hlöðum eru bannaðar, og tryggingafélög geta neitað aö bæta tjónið ef sannazt að bruninn hafi verið af völdum lélegs frá- gangs raflagna i hlöðum, og geymslum. —ÞM iþróttaflokka, ráðherra og alþingismenn er einum of mikið af þvi góða. Er ekki ráð að gæzlan sinni meira verkefni sinu á fiski- miðunum, þar sem erlendu veiði- skipin stela fiski og niðast á is- lenzkum fiskiskipum, sem þar eru að veiða i fullum rétti?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.