Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 15
Vísir. Laugardagur 2. desember 1972 Og hér er vaxmyndin af Agötnu Christie komin á sinn stað i safn- inu. Ekki i hryllingsdeildinni heldur i virðulegasta sal safnsins „The Grand Hall" þar sem eru vaxmyndir af öllum helztu stór- mennum veraldar. Grand Hall” hefur að geyma vax- myndir af mikilmennum eins og t.d. Elisabetu núverandi Eng- landsdrottningu og fjölskyldu hennar, Churchill er þar lika og Kennedy, vinsælustu páfarnir, hópur Afrikuleiðtoga, de Gaulle, Willy Brandt og Hinrik áttundi með konurnar sinar sex. I ,,The Grand Hall’ eru einnig vaxmyndir af mörgum þekktustu rithöfundum og skáldum Breta. Eins og t.d. Charles Dickens og George Bernard Shaw. Á annari hæð er athyglis- verðust sýningardeildin með vaxmyndunum af helztu átrúnaðargoðum nútimans. Þar er Twiggy og þar er Raquel Welch, George Best, og Cassius Clay, Tom Jones og Steve McQueen, David Frost og geim- farinn Neil Armstrong. 1 deildinni þeirra er mikið hopp og hæ og hi. Boxarinn Clay er allt i einu baðaður sterkum ljósum og hann heyrist hrópa ,,Ég er beztur, ég er beztur”. Þvi næst á Tom Jones það til að syngja part úr lagi sinu „It’s Not Unusual”. Mótörhjóladrunur heyrast þaðan sem Raquel Welsh situr á mótor- hjóli og Steve McQueen ræsir kappakstursbifreiðina, sem hann situr i. Margt er enn skoðað i hinu mikla vaxmyndasafni, sem sett var á laggirnar i byrjun átjándu aldar. Einn sýningarsalurinn hefur að geyma ógnþrungnar minningar frá baráttunni um Bretland 1940 og önnur sýningar- deild á að sýna baráttuna um Trafalgar eins og hún átti sér stað. Nokkur sögufræg málverk hafa verið tekin fyrir og gerð nákvæm eftirliking af þeim i vax. Ein vax- myndin sýnir sofandi stúlku og þegar að er gætt má sjá, að brjóst hennar bifast. Þar er lika sett á svið aftaka Mariu Stuart með hliðsjón af frægu málverki. Og ég segi enn og aftur. gleymið ékki að lita við i vax- myndasafni Madame Tussaud, ef leið ykkar liggur um Lundúna- borg. Og hér stendur Hafnfirðingurinn allt i einu frammi fyrir liljóðnema sjónvarpsstjörnunnar D a v i d Frost. Á veggnum eru sjónvarps- skermar, sem endurspegla þá er standa frammi fyrir Frost. Nýtt skip i flotann Það eru alltaf ánægjuleg tiðindi, þegar ný og traust fiski- skip bætast i flotann okkar, — ekki sizt ef islenzkir fagmenn hafa annazt smiðar skipanna. Dröfn i Hafnarfirði renndi út á dögunum 36 lesta eikarbáti með stályfirbyggingu, Mariu KE 84, sem smiðuð var fyrir Miðnes i Sandgerði. Er þetta fyrsti báturinn eftir þessari teikningu, sem Egill Þorfinnsson i Keflavik gerði. Verða bátar siðan rað- smiðaðir eftir teikningu þessari. Fyrr á þessu ári afhenti Dröfn Sigurberg GK 212, 116 smálesta stálskip, en það skip var smiðað i samvinnu við Slippstöðina á Akureyri. Kaupa þeir þá stóru Hið viökunna ferðamálatimatir Travel Trade Gazette segir frá þvi fyrir nokkru, að allt virðist benda til að Lofteliðir kaupi risa- þotu af gerðinni Boeing 747 i þvi skyni að geta keppt við önnur félög á flugleuðinni yfir N- Atlantshaf. t fréttinni er skýrt frá heimsóknum Boeing-manna og fulltrúum annarra flugvélaverk- smiðja til Loftleiða nú i haust. Loftleidir may buy wide-bodied aircraft ÍNMjii-d'jt-l li'oi'.iir" Irrland lo 'dl-aúv. thp |m-M- Ri'INnl Imm lU'vkjiiMk bilm of Loiilcidir purrha- mi. ui-m llial llir rurrn-r i- lnu a 747 Hinn islenzki „Mr. World Trade" Stanley T. Olafson heitir maður af islenzkum ættum, og er 77 ára gamall og einn af yfirmönnum hins mikla fyrirtækis Mitsui, eða amerisku deildar þess mikla japanska fyrirtækis. t þætti i amerisku viðskiptablaði rákumst við á grein um þennan landa okkar, þar sem sagt er frá lit- rikum ferli hans i viðskiptalifi Kaliforniubúa. „Hann er rétt aðeins að byrja”, segir blaðið, „svo þið eigið eftir að heyra tals- vert meira frá honum”, en Stanley fékk nýlega hjartaáfall og er nýbyrjaður að fara á stjá, fór með konu sinni i afslöppunar- ferð, en var sagður hafa mikil viðskiptaleg málefni meðferðis i skjalatöskunni. Nýr prófessor í ensku við heimspekideiid Dr. Alan Boucher hefur verið skipaður prófessor i ensku við heimspekideild Háskóla tslands frá og með 1. nóvember að telja. 50 mílna jólakveðja Landmælingar tslands hafa sent frá sér jólakort, mynd af íslandi ásamt landgrunni og fiskimiðum við strendur lands- ins. Á kortinu er nýja íiskveiði- lögsagan greinilega sýnd. Tvö þúsund kortanna hafa verið sér- prentuð fyrir Landssöfnunina og rennur ágóði allur i landhelgis- sjóðinn. Þá eru væntanlega jóla- merki, sem seld verða til ágóða fyrir sjóðinn. Myndin er af nýja kortinu. Ljósaperurnarnar hjálpa nýju fæðingardeildinni Það er greinilegt að jólin eru i nánd, þvi nú mega menn búast við að fá heimsókn sölumanna úr Ljónaklúbbnum Baldri. Þeir munu bjóða til sölu ljósaperur, varning sem alltaf þarf að vera til á hverju heimili, en ágóði af sölunni rennur til kaupa á gjör- gæzlutækjum handa nýju fæðingardeildinni við Land- spitalann. Fyrir hádegi i dag eru þeir félagar á götunum i mið- borginni, en eftir hádegi munu þeir knýja dyra hjá Reyk- vikingum. Hleðslurofi, — ekki hleðsluofn Sú prentvilla varð' i þættinum i gær að þar var talað um að Axel Eiriksson hefði sótt um einkaleyfi á hleðsluofni. Þetta átti að vera einkaleyfi á hleðslurofa, og leið- réttist það hér með. Doktorsritgerð um fóst- bræðrasögu Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar á fslandi, ver i dag doktorsritgerð sina Um Fóst- bræðrasögu við Heimspekideild Háskóla tslands. Vörnin hefst kl. 14 i hátiðarsal Háskólans og er öllum heimill aðgangur. And- mælendur af hálfu Heimspeki- deildar eru þeir dr. Bjarni Guðnason prófessor og dr. Jakob Benediktsson, ritstjóri orða- bókar. Bingóin hafin til vegs og virðingar á ný Svo virðist sem bingóin, sem fyrir áratug eða svo urðu ein helzta tómstundaiðja fólks um skeið, hafi á ný veriö hafin til vegs og virðingar hér á landi. Viða eru bingó i gangi á föstum dögum, og aðsókn með ein- dæmum góð viðast hvar, ef ekki alls staðar. Á Seltjarnarnesi er leikið bingó á sunnudögum hálfs- mánaðarlega i félagsheimilinu. 1 Grindavik er mikið bingó i gangi i hinu glæsileg félagsheimili þar og i Keflavik er risabingó i gangi hjá Lionsklúbbi Njarðvikur i Stapa. Leikið er þar alla fimmtu- daga kl. 20.30. Aðalvinningurinn verður Volvo-bifreið, sem leikið er um eftir að 1700 miðar hafa verið seldir. Að auki eru þar 18 vinningar hvert kvöld. Hagnaði öllum er varið til liknarmála og sjúkrahúsið i Keflavik þá haft i huga öðru fremur. 15 í DAG |í KVÖLD Sjónvarp kl. 21.30 á sunnudag: Fingra- langur segir frá Lars Larson Molins hét maður sænskur, sem fæddist 1785. Strax i æsku þótti hann baldinn og hnupl- gjarn injög og ekki eltist það af lionuni. Þegar leiðá ævi hans var ferillinn orðinn slikur, að liann þurfti að fara liuldu höfði. Lars Larson Molins klæddist þá gjarnan kvenniannsfötuni til að liann þekklist ekki og fékk hann af þvi uppátæki sinu uppnefnið Lasse-Maja. Leikritið sem við sjáuin er byggt á æfi þessa fræga afbrotanianns. —Ló Sjónvarp í kvöld kl. 21.15 Fellini og í Vöku Þær kvikmyndir, sefn Sigurður Sverrir Pálsson fjallar um í Vöku i kviild eru Salyrikon eftir italska kvikniyndaleikstjórannFellini og Frenzy eltir þann alþekkta llitchcock. Satyrikon verður mánudags- inynd á næstunni, en Frenz.y verður jólamynd i Laugarásbiói Að sögn Sigurðar Sverris mun hann ekki fjalla um efnisþráðinn i Frenzy, heldur taka fyrir vinnu- brögð Hitchcocks, hvernig hann notar klippingar og hljóð til að magna upp spennuna i myndinni. Það væri vist bjarnargreiði að segja frá efnisþræði myndarinnar og svifta þannig áhorfendur þeirri spennu, sem sá gamli er manna leiknastur i að byggja upp. Margir voru orðnir hræddir um að Hitchcock væri búinn að búinn að spila út þegar hann gerði Tópaz, sem var hans næsta mynd á undan þessari, en þegar Frenzy var frumsýnd i byrjun þessa árs efaðist enginn lengur um að hann væri enn í fullu fjöri. Eitt ber að taka fram, sem er mjög virðingarvert og kvikmynda- húsagestum ber að þakka, og það er að fá svona nýja mynd hingað til lands, hún er ekki orðin eins árs gömul. —LÖ Hitchtock Sigurður Sverrir Pálsson k y n n i r s j ó n v a r p s n o t e n d u m nýjuslu mynd liins óviöjafnan- I e g a „æsikvikmyndasmiðs” llitcbcocks. Myndin heitir Frenzy og að ofan sézt úr einu atriði be n na r. Sjónvarp kl. 20.25 á morgun: „ÞAÐ ÞOLIR ENGA BIÐ#f Algengt er að fólk þurfi að láta taka úr sér nýru vegna sjúkdóma. Ekki er eins algengt að heilbrigt nýra liggi á lausu, svo að liægt sé að fá það i staöinn fyrir gallaða nýrað. Það sem gerir þetta enn meira vandamál er það, að hcil- brigt nýra liæfir ekki ávallt sjúkl- ingi, sem þarf á einu slíku að lialda, vegna mismunandi blóð- flokka eða annars liffræðilegs mismunar. Myndin sem við sjáum i kvöld nefnist „Það þolir enga bið” Greinir hún frá „atviki, þar sem deyjandi maður gefur sitt heila nýra, til að það verði gefið einhverjum, sem þarf á þvi að halda. En þau vandræði eru þessu samfara, að enginn finnst sem bæði hefur þörf fyrir það og getur lika notað það. Greinir myndin siðan frá leit- inni að hæfa nýrnaþeganum og hann finnst að lokum. Það sem sagt er frá i myndinni hefur allt gerzt i raun og veru og fólkið sem kemur þar fram er sama fólkið og þar átti hlut að máli. —Ló ■ <.v«c i þcssum hitageymi cða réttara sagt kuldageymi er geymt nýra. Nif riður á að koma þessu nýra sem fyrst i réttan likama — en fyrst er að finna þennan rétta likama.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.