Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 2. dcsember 1972 5 KIRKTAN Odr ÞTÓÐOT Þegar konungurinn kemur 1. sunnudagur i aöventu. Matt. 21. 1—11. í dag er nýársdagur, fyrsti sunnudagur i aðventu. Nýtt ár er hafið, nýtt náðarár i kirkju Krists. t upphafi þess kemur Herra hennar til að vitja eignar- lýðs sins hógvær og af hjarta litil- látur. Hann kemur til að endur- nýja söfnuð sinn, gefa honum nýtt lif og trúarþrek, nýjan lifgandi kraft, svo að ég og þú knýtist hon- um svo sterkum böndum trúar og gæzku, að ekkert fái sl.tið oss úr hendi Guðs. Ekki eru þeir samt margir, sem veita þessum nýársdegi athygli. Hann liður hljóðlega hjá eins og svo margir aðrir dagar ársins, án þess að vekja nokkurn sérstakan hátiðarblæ i vitund hins almenna borgara, enda langflestir, sem hafa meiri mætur á nýársdegi al- manaksins, sem lika er þá fagnað á annan hátt og meir i stil við tið- arandann og rikjandi siðvenjur liðandi stundar. En þessi dagur kemur án ytri viðhafnar. Þess vegna er það fáir, sem gefa honum tilhlýðilegan gaum. beir vita jafnvel ekki, að i dag byrjar nýtt náðarár Drottins, að sjálfur konungur lifsins stendur við dyrnar, knýr á og biðst inngöngu. Biður þess að mega koma til þin og umbreyta hugarfari þinu, umskapa það og beina þvi til Guðs, svo að lifs- stefna þin mótist um aldur og ævi af orði hans og vilja og þroski þar með anda þinn til uppskeru þeirr- ar eilifðar, sem biður þin. „Sjá konungur þinn kemur til þin”, segir i guðspjalli dagsins. Mannfjöldinn, fullur vona og eftirvæntingar, söng og fagnaði, er hann bauð spámanninn mikla velkominn með hinni gamal- kunnu og hljómmiklu kveðju, sem ibúar Jerúsalem voru vanir að fagna pilagrimunum með, er þeir komu til helgihaldsins i musteri Drottins á stórhátiðum. „Bless- aöur sé sá, er kemur i nafni Drottins: Hósianna i hæstum hæðum”. Þannig ber oss einnig i dag að fagna Drottni vorum og frelsara á þessu nýbyrjaða ári, er hann kemur að vitja vor. bað, sem hann vill oss nú, er það sama og hann vildi oss fyrir ári, er hann þá kom i upphafi árs sins, 'þvi að hann er upphafið og endirinn, hinn sami i gær og i dag og um aldir alda. En i dag vill hann kalla oss til sins eilifa rikis eins og hann hefur verið að gera allt hið umliðna ár, hvort sem vér höfum heyrt kall hans eða ekki. Sjálfsagt hefur þú veitt þvi at hygli, að þau timabil koma i lif- inu, að vér erum án Krists, skeyt- um þá ekki um vilja hans og lok- um fyrir honum dyrum hjartans. Samt hættir hann ekki að koma til vor. Hann þekkir bæði stund og stað, þegar bezt héntar að hann komi. Þá kemur hann til hvers og eins, fullur náðar og sannleika og gefur oss nýjan þrótt og trúar- styrk, sem vér vitum, að ekki er frá oss stjálfum, heldur frá hon- um, sem i oss veikum er máttug- ur. Slik er reynsla allra, sem hafa veitt Drottni viðtöku, þegar hann kom og knúði á dyr hjartans og baðst þar inngöngu. Sérhverjum er lika sú stund ljúf og kær i minni, er hann lauk upp hugskoti sinu fyrir hinum kom- andi konungi, breiddi klæði sin á veginn fyrir hann og sagði. „Blessaður sé sá er kemur i nafni Drottins. Hósianna i hæstum hæð- um”. — 0 — Aðventan stefnir að jólum. Þennan tima eigum vér að nota til að búa oss á andlegan eða trúar- legan hátt undir fæðingu frelsar- ans, komu Jesú Krists i þennan heim. Sá undirbúningur felst meðal annars i þvi, að hverfa hug sinum til Guðs og trúa. Viður- kenna þær misgjörðir, sem vér höfum framið gegn heilögum vilja hans, bæði i orði, hugsun og verki. Biðja hann að hreinsa burt gruggið úr sálinni, svo að hún verði hrein, björt og skinandi og hjartað kærleiksrikt og hlýtt. Á táknmáli kirkjunnar merkir fjólublátt iðrun og yfirbót. Þess vegna er sá litur notaður þetta timabil þar sem þvi verður við komið, til að minna oss á, á nú sé timi til kominn að taka til i skúmaskjotum hugans, hreinsa þaðan burt allt gróm og skarn, svo að allt sé til reiðu, þegar Kristur kemur. Sá timi, sem nú fer i hönd, er lika ósvikið notaður til að sópa, þvo og prýða, en bara allt annað en sálarlifið. Ar frá ári hefur þessi ytri undirbúningur aukizt og margfaldazt og hlaðið utan á sig alls konar aukaatriðum, svo að nú er hann orðinn svo umfangsmik- ill, að annað kemst naumast að. Annrikið er þvi sjaldan meira en rétt fyrir jólin, þegar allt er kom- ið i eindaga. En innilyrir gerjast ergelsi og þreyta upp i leiða og önugt skap. Arangurinn af öllu umstandinu verður svo hjá mörg- um litið meira en glitrandi gervi- jól. Það er vissulega ekki nóg að hreinsa og prýða það, sem út snýr, þegar inniíyrir er friðiaus andi, sem ekki er i sátt við skap- ara sinn og Drottinn. Slikt er eins og kölkuð gröf. Þangað inn nær aldrei helgur ilmblær jólanna, hversu mikið sem glysið og skrautið verður, ef andi Krists fær ekki að hreinsa þar til. Notum þvi vel þann tima, sem framundan er, og búum oss undir að veita honum viðtöku og bjóða hann velkominn, er hann stendur við dyrnar og knýr á. „Er liða tók að jólum, töluðu menn mun betur um náungann en endranær. Þessi siður tiðkaðist, þegar ég var að alast upp og ég kunni vel við hann”, sagði kunnur maður eitt sinn i útvarpsviðtali. „Já ég kunni vel við þennan sið og eins það, að menn gerðu sér far um að gæta tungu sinnar og blót- uðu minna, þegar jólin nálguðust. Þannig lá það i loftinu og fannst á fasi manna, að þau voru i nánd. i vitund okkar barnanna fylgdi þvi jólaundirbúningnum sérstak- ur helgiblær, er jók á eftirvænt- inguna og gerði það að verkum, að hátiðleikinn varð enn meiri, þegar sjálf hátiðin gekk i garð”, sagði hann að lokum. Þessar bernskuminningar gefa örlitið hugboð um, hver áhrif jól- anna geta verið og eiga að vera. Helg lotning fyrir barninu i jöt- unni, sem þá fæddist, göfgar sálarlifið og fyllir hugann djúpri gleði og löngun til að láta gott af sér leiða. Bættar umgengnisvenj- ur i einu og öðru, sem betur má fara og hlýlegt viðmót skapa góð- an heimilisanda og hafa heilla- vænleg áhrif á umhverfið. Þegar allir leggjast þannig á eitt og reyna að skapa sér og sinum heil- ög jól, þá fer vart hjá þvi, að helg- ur andblær þeirra nái föstum tök- um á hugum manna og veiti þeim sanna og raunverulega friðarhá- tið, hvers áhrif þeir varðveita i hjarta sér ævinlega. Aðventa þýðir koma. Boðskap- ur hennar er boðskapur alls kirkjuársins. 1 upphafi árs sins áréttar kirkjan það sem er kvikan i tilbeiðslu hennar, boðun og lifi. Jesiis Kristur kemur.Hann er si- l'ellt hinn komandi. Hvenær sem hringt er til helgra tiða, er boðuð koma konungsins. Og hvort sem það eru fleiri eða færri, sem gæta þess, að klukkurnar boða komu hins hæsta, þá er vist að hann kemur, hans trúfesti bregzt ekki. Hann kemur til vor i orði sinu og náðarmeðuium, þessum yfir- lætislausa búningi, sem hann hefur valið sér og veitir þeim ei- lifa auðlegð, sem við honum vilja taka. Ifann berst ekki mikið á, er hann kemur til min og þin, frem- ur en forðum, er hann fremur að vitja lýðs sins, kirkju sinnar, sem þú og ég heyrum til. 1 hennar meðvitund hefur allur timi það innra borð, að konungur dýrðarinnar er að koma. Þvi ját- ar hún i orðastað alls mannkyns. „Blessaður sé sá, sem kemur i nafni Drottins! „Hósianna i hæst- um hæðum”. Þetta er svar þeirra, sem eygja tign hans og lifa upp eftirvænt- ingu þeirra, sem fyrirheiti íengu. Og þetta á og hlýtur einnig að vera vort svar gefið af heilum hug og fullri vissu þess, að hans er sigurinn um aldir alda. Á morgun er nýársdagur kirkjunnar — fyrsti sunnudagur i aðventu. Hugvekja kirkjusið- unnar er helguð lionum. Hún er skrifuð af sóknarprestinum á Hofsósi, sr. Sigurpáli Óskars- syni. Sr. Sigurpáll er Þingeyingur að ætt, fæddur á Klömbrum i Aðaldag 1931. Hann varð stúdent á Akureyri 1955, en lauk guðfræðiprófi ’61. Sama ár gekk hann i þjónustu kirkjunnar og vigðist 8. okt. til Bildudals þar sem hann gegndi embætti i 5 ár. Siðan 1966 hefur hann verið prestur á Hofsósi. Kona sr. Sigurpáls er Guðrún Vilhjálmsdóttir útgerðarmanns og skrifstofustjóra á Siglufirði, Hjartarsonar. Happdrœttið, kirkjan og kven- félagið Hvöt ó Skógarströnd i siðasta hefti Húsfreyjunnar er birt ágrip af sögu kvenfélags- ins Hvatar á Árskógsströnd við Eyjafjörð. í þessari sögu er svo- felldur kafli, sem Kirkjusiðunni finnst ástæða til að birta: Eftirtaldir munir hafa verið gefnir Stærra-Árskógskrkju: Skirnarfontur, 10 fermingar- kyrtlar, altarisklæði unnið af Sigrúnu Jónsdóttur litið jólatré ásamt skrauti og ljósaseriu, teppi á kirkjugólf, einnig géfnir peningar i orgelkaupasjóð. Ennfremur tvær útskornar súl- ur, sem Kristján Vigíússon gerði og tveir vandaðir kerta- stjakar, gefið til minningar um látnar félagskonur. Árið 1954 keypti félagið tvo miða i happdrætti S.I.B.S. og hefur haft þá siðan. Sama ár fékk félagið fyrsta vinninginn 150 kr. og fleiri smáa vinninga siðar. 1955 var heitið á Stærra- Árskógskirkju, ef vel gengi með miðana. 1964 fóru fram endur- bætur á kirkjunni, ákváðu þá kvenfélagskonur að gefa teppi á kirkjugólfið og bjuggust við að þurfa að verja til þess mestu af félagssjóði sinum. — Stuttu sið- ar vann félagið hundrað þúsund kr. i happdrættinu. Vinningnum var ráðstafað þannig, að keypt voru teppi á kirkjugólfiö fyrir 35 þús. kr. og ákveðið að kaupa muni fyrir 15 þús. kr. og gefa kirkjunni til minningar um látn- ar félagskonur. Voru kirkjunni svo lánaðar 50 þús. kr. til fimm ára. Stcerra-Árskógskirkja FRÆKORN Morgunvers. Yfir byggð og ból breiðist drottins sól. Færist lif og fjör að hverju hjarta. Geisli á gluggann þinn gægist, vinur minn, hann er drottins dýrðarljósið bjarta. Kirkjuleg örnefni í Vestmannaeyjum. Prestasteinn heitir ennþá klettur einn litill miðsvegar milli Ofanleitis og Kirkjubæjar. Sagt er að eyjaprestar hafi fyrrum, áður en Landakirkja var byggð þar, „converserað og drukkið saman, þá hver fylgdi öðrum frá sinu heimili, en hvor embættaði á annars kirkju og eommunicer- uðu”. Við Hvild á veginum frá Of- anleiti til kirkju hvildi Ofanleitis- prestur sig. Drengjavarða var skammt fyrir ofan Hvild; hlóðu hana og héldu við fermingarbörn, er gengu til prestsins að Ofanleiti. í skúta við kirkjuvörðu skammt fyrir ofan kirkju lét Ofanleitis- prestur gönguskó og utanhafnar- plögg sin áður en hann fór i kirkju. (Saga Vestmannaeyja.) Trúarlif á 12. öld. Um kirknaskrá Páls biskups farast próf. Ólafi Lárussyni þann- ig orð: En einkum fræðir hún (skráin) oss um trúarlif forfeðra vorra i hinni fyrstu kristni. Hún svnir það berlega, hversu ótrúlega mjklum þroska kirkjan hafði náð á tveim fyrstu öldunum eftir að kristm var lögtekin. Reyndar benda ým- is önnur gögn til hins sama. Þessi mikli vöxtur kirkjunnar, það, að menn lögðu svo mikiö fram fyrir trú sina, að i Skálholtsbiskups- dæmi voru prestsskyldar kirkj- urnar orðnar 270 um 1200 og prestarnir um 290 að tölu, verður ekki skýrt nema með einum hætti, með þvi aö kristindómur- inn hafi fljótt náð sterkum tökum á miklum hluta landslýðsins, að hér hafi verið mjög sterkt trúarlif á 12. öldinni, einlægara og sterk- ara en það liklega nokkurn tima hefur verið fyrr eða siðar. Biblían og byssan. Prófessor Ole Hallesby var handtekinn af nazistum á her námsárunum. Skömmu eftir handtökuna var hann leiddur til yfirheyrzlu fram fyrir hátt settan foringja, sem ekki var sem blið- astur á manninn. Þegar Hallesby kom inn spennti foringinn úpp gikkinn á skammbyssu sinni og lagði hana við hlið sér á borðið. Þá dró Hallesby litið Nýja Testamenti úr vasa sinum og setti það á borðiö fyrir framan sig: „Hvað á þetta að þýða”? öskr- aði foringinn og var hinn æfasti. „Ja, þér takið fram yðar vopn og ég mitt” svaraði Hallesby. Elli mér - æska þér Niu ára gamall var sagnaritar- inn sira Jón Halldórsson með föð- ur sinum á Þingvöllum, er Brynjólfur kvaddi presta sina i siðasta sinni, en 9 eða 10 ungling- ar, eflaust flestir prestasynir, biðu fyrir norðan kirkjuna. Um það segir sira Jón: Meistari Brynjólfur kom einmana til vor nokkuð glaður, en oss óvörum. Spurði hinn fyrsta, sem honum heilsaði, að ætt og nafni og for- feðrum hans, þar til sá gat ei lengur svarað; skipaði að horfa beint upp á sig á meðan: svo hvern eftir annan með sama hætti ogmig yngstan seinast Sagði sitt við hvern að skilnaði. Klappaði hann á koll mér og sagði: „Veldur elli mér, en æska þér: þú of ung- ur, ég orðinn of gamall, að þú haf- ir nokkuð gott af mér. Gekk siðan að tjaldi sinu. Þessi eina. Áöur en sr. Pétur á Viðivöllum vigðist til prestsskapar bjó hann á Sjávarborg i Skagafirði með fyrri konu sinni, Elinu Grimólfsdóttur. Þau áttu ekki börn. Hún andaðist 1804. Þá bjó i Áshildarholti hjá Sjávarborg, Brynjólfur smiður, Halldórssonar biskups. Þau hjón voru fátæk. Börn þeirra, Þóra og Halldór, voru þá frumvaxta. Bar svo stundum til, að þau komu til Borgar og kvað Pétur þetta eitt sinn er hann sá Þóru: Auðs ein neina ásýnd ber andlits hreina snótin. Þessi eina mundi mér mæðu reynast bótin. Þóra varð siðari kona sr. Pét- urs. Synir þeirra voru Brynjólfur skrifstofustjóri, Jón háyfirdóm- ari og Pétur biskup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.