Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 14
14
Visir. Laugardagur 2. desember 1972
Umsjón Þórarinn
Jón Magnússon
Þar rekst maður ó menn
eins og Hinrik óttunda
— og bíður þess, að Adolf Hitler fœri sig úr stað
Þaöskyldi enginn, sem leið á um London láta hjá
liða að skoða vaxmyndasafn Madame Tussaud.
Margir hafa á orði að Lundúnadvöl sé ekki til neins,
þar sé svo hrútleiðinlegt. En leggi þeir hinir sömu
leið sina i safnið er gulltryggt, að ferðin til London
verði þeim minnisstæð um aldur og æfi.
l>au ludira og Mahalma Gandi lctu sig nærveru þessa unga UafnfirO-
ings sig engu skipta.... (Ljósmynd ÞJM)
Uér er Twiggy stödd á vinnustofu vaxmyndasafnsins (1968) og veriO er
aO velja augu i vaxmyndina af henni. Litur augnanna og stærO verOur
aö vera nákvæmlega eins.
Charles Dickens lýsti kynnum
sinum af safninu með þessum
orðum : „Ég segi nú kannski ekki,
að ég hafi séð þar vaxbrúður,
sem hafi virzt bráðlifandi, en
vissulega sá ég þarna standa
lifandi fólk, sem kom manni fyrir
sjónir sem gert af vaxi”.
Svo sannarlega orð að sönnu,
það fékk blaðamaður Visis full-
vissu um er hann fór um sali
safnsins á siðasta sumri. Eftir
skamma stund eru gestir safnsins
orðnir svo ruglaðir i riminu, að
þeir nema staðar oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar, til þess
að virða fyrir sér aðra sýningar
gesti i þeirri trú, að þar sé um
vaxgripi að ræða.
Vaxbrúðunum er lika óviða
komiðfyrir á óliklegustu stöðum,
til þess beinlinis að valda mis-
skilningi, að þvi er virðist. Þannig
stóð greinarhöfundur t.d. drykk-
langa stund i sömu sporum og
beið eftir að maðurinn á undan
kæmi sér áfram og inn i salinn
„Baráttan um Bretland”. Þegar
svo þolinmæðin var á þrotum og
afráðið að troðast bara fram fyrir
hann kom i ljós, að seina-
gangurinn stafaði af þvi, að
maðurinn var úr vaxi. Nánar til-
tekið Hitler.
Það tekur á fjórða klukkutima,
að komast i gegnum safnið með
eðlilegum hraða. Bæði kemur
það til af þvi, hvað margt er þar
að skoða og eins þvi, hversu fólks-
mergðin er þar mikil. Þó er
hleypt inn i hópum og sjaldnast
minna en eins til tveggja stundar-
fjórðunga bið fyrir utan, áður en
loksins er hægt að komst inn.
Safninu er skipt niður i hinar
ýmsu deildir. Ein sú frægasta er
trúlega „Hryllingsdeildin”, sem
er i kjallaranum og hefur að
geyma vaxmyndir af mörgum
frægustu illmennum veraldar-
sögunnar og ýmsum fleirum að
auki. Þar horfist maður til að
mynda i augu við Oswald þann er
myrti Kennedy, Burke og Hare,
sem kæfðu fólk og seldu fyrir tiu
pund hvert lik. Kroppinbakur sá
frægi og Christie, sem dæmdur
var árið 1953 eftir að hafa myrt
eiginkonur sinar hverja á fætur
annarri. Vaxmyndin af honum
stendur i eldhúsinu, þar sem hann
byrlaði þeim öllum eitur, en vax-
myndasafnið kom höndum yfir
hvern einasta smáhlut og alla
innanstokksmuni raunverulega
eldhússins. Annað herbergi má
sjá þarna, sem einnig hefur að
geyma raunverulega eigur morð-
ingjans, sem vaxmynd er af safn-
inu, nefnilega þeirrar hræðilegu
Dyer, sem myrti 46 þeirra barna,
sem henni var borgað fyrir að
gæta. Vaxmyndin af henni
stendur við hliðina á borði hvar á
stendur sælgætiskrús með þvi
góðgæti, sem hún hafði að
geyma, þegar morðkvendið var
afhjúpað 1896.
En það má ekki gleyma einni
athy glisverðustu vaxmynd
hryllingsdeildarinnar gerðri með
hendi Tussaud sjálfrar. Það er
vaxmyndin af Marar, sem hvilir i
baðkerinu, sem hann var myrtur
i. Madame Tussaud var kvödd á
morðstaðinn þegar i stað, og lik
Marat var ekki orðið kalt, þegar
hún var búin að ná af þvi dánar-
grimu og tekin til við að rissa upp
þær stellingar, sem likið var i,
þegar að var komið.
Hryllingsdeildin er raunar ekki
eins hrollvekjandi og óhugnanleg
og sögur fara af. En slikt kapp er
lagt á það að afla henni, sem
mestu af ekta munum viðvikjandi
sérhverjum glæpamanni eins og
að framan er getið, að maður
finnur stundum gæsahúð spretta
fram. Mörgum kann að finnast
óþægilegt, að standa t.d. frammi
fyrir og snerta höggstokkinn, sem
gerði svo marga fyrirmennina
höfðinu styttri á timum Elisa-
betar fyrstu.
Á hæðinni fyrir ofan hryllings-
deildina er að finna vaxmyndir af
öllu mannúðarlegra fólki, „The
„Mér er þaö mikill heiður, að fara á safn ykkar,” sagöi glæpasagna-
skáldiA áttræða, Agatha Christie, þegar nauðsynleg mál voru tekin af
henni fyrir vaxmyndageröina á siðasta sumri. „En,” bætti hún við.
„Setjíð mig þó ekki i hryllingsdeildina!”
Kyrst þarf að móta manninn f leir, en siðan eru mót gerð og styttan
gerð i vax.
Hér er unnið að frummótun höfuðsins. En málin af höfðinu eru ótrúlega
nákvæm. Siðan eru hiifuðin númeruð og sett í geymslu, þar sem hægt er
að gripa til þeirra þegar endurnýja þarf vaxmyndina.
Siðasta vaxmyndin, sem Madame Tussaud mótaði af sjálfri sér (1842)
llún var fædd 1761 og lézt árið 1850.